Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
21
Hæstiréttur dæmir mann í 3 mánaða fangelsi
Hindraði lögregl-
una með ofbeldi
Aðgerðir lögreglunnar taldar ólöglegar
MAÐUR í Reykjavík hefur verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja
mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir að hindra lögreglumenn við
framkvæmd starfa sinna. Maðurinn var með mótþróa þegar hann
var handtekinn á heimili sínu og segir í dóminum að framferði
lögreglu hafi verið ólögmætt, en það hafi ekki veitt manninum
rétt til að hindra starf hennar með ofbeldi.
Maðurinn bjó í foreldrahúsum
og hafði þar til afnota sérstakt
herbergi, sem dómurinn segir hafa
verið varið af ákvæði stjórnar-
skrárinnar um friðhelgi heimilisins.
Samþykki föður hans sem húsráð-
anda hafi ekki nægt til að lögreglu-
menn mættu leita inngöngu í her-
bergið án dómsúrskurðar eða sam-
þykkis mannsins. Þar sem hvorugu
Fjölskyldu
garðurinn
opnaður
FJÖLSKYLDUGARÐURINN
í Laugardal verður opnaður
eftir vetrarlangt hlé laugar-
daginn 16. apríl. Borgar-
stjórinn í Reykjavík, Arni
Sigfússon, kemur í opinbera
heimsókn akandi i lystikerru
kl. 14 og opnar garðinn.
hafi verið til að dreifa hafi lög-
reglu brostið heimild til að fara inn
í herbergi mannsins og handtaka
hann, sem þeir gerðu þar sem hann
hafði ekki sinnt kvaðningu til að
gefa skýrslu í opinberu máli.
Maðurinn veitti lögreglumanni
áverka og segir í dóminum að hon-
um hafi ekki getað dulist að ein-
kennisklæddir lögreglumenn, sem
komnir voru inn á heimili hans,
hafi verið að gegna skyldustarfi
sínu. Það sé meginregla íslenskrar
stjórnskipunar, að enginn geti
komið sér hjá að hlýða yfirvalds-
boði í bráð, þótt hann vefengi heim-
ildir stjórnvalda. Þótt maðurinn
hafi haft réttmæta ástæðu til að
draga í efa, að lögreglumönnunum
væri ekki að svo stöddu heimilt
að handtaka hann hafi það ekki
veitt honum rétt til að hindra þá
með ofbeldi við framkvæmd starfa
sinna. Framferði lögreglu hafi ver-
ið ólögmætt, en manninum hafi
verið önnur úrræði tiltæk til að
leita réttar síns að lögum.
Morgunblaðið/ Árni Sæberg
Tími til að skipta
FRÁ og með gærdeginum er ætlast til að bifreiðaeigendur skipti
af vetrardekkjum yfir á sumardekk, en til þess hafa þeir frest til
1. maí næstkomandi. Viðskiptin fóru að glæðast á dekkjaverkstæð-
um í höfuðborginni í vikunni og er búist við mikilli örtröð við um-
felganir þegar líða tekur nær mánaðamótum.
Umakstur í
óbyggðum
VEGNA frétta í Morgunblaðinu
12. og 13. apríl sl. um akstur á
Eiríksjökli, vill Náttúruverndar-
ráð vekja athygli á eftirfarandi:
„Þann 28. október 1993, tók gildi
auglýsing um reglur Náttúruverndar-
ráðs um akstur í óbyggðum nr.
433/1993, sem birt er í B-deild
Stjórnartíðinda. Reglunar eru settar
með stoð í 13. gr. laga nr. 47/1971,
um náttúruvernd, en í 2. mgr. þeirrar
greinar segir orðrétt:
Náttúrverndarráð skal setja sérstak-
ar reglur um akstur ökutækja og
umgengni ferðamanna í óbyggðum
þ.á m. um merkingu bílaslóða. Er
ráðinu skylt að banna allan óþarfa
akstur utan vega og merkta slóða,
þar sem náttúruspjöll geta af hlotist...
Reynsla síðustu áratuga hefur leitt
í ljós að örsjaldan er hægt að fullyrða
að akstur utan vega og merktra slóða
hafi ekki í för með sér einhver náttúr-
spjöll, þó að þau komi ekki alltaf í
ljós þegar að akstri loknum. Vegna
þessa er í 1. mgr. 1. gr. tilvitnaðra
reglna lagt bann við öllum óþarfa
akstri utan vega og merktra slóða
þar sem náttúruspjöll geta af hlotist
og gilda reglurnar um öll óbyggð
svæði á landinu nema strangari regl-
ur (akstursbann) sé að fínna i einstök-
um auglýsingum um friðlýst svæði.
í 2. mgr. 1. gr. reglanna er síðan
skýrt hvað átt er við með náttúru-
spjöllum en einkum eru það spjöll á
gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum,
myndun nýrra slóða, hvort sem er á
grónu landi, þar með töldu mosa-
vöxnu landi, eða ógrónu. Jafnframt
er á það bent að samkvæmt 5. gr.
reglanna, sbr. 37. gr. laga nr.
47/1971, um náttúruvernd varða brot
gegn reglunum sektum eða varð-
haldi.“
Að því loknu verður borgar-
stjórinn hæðarmældur og hæð
hans skráð á öndvegissúlurnar
eins og venja er frá opnun
garðsins. Á öndvegissúlunni er
skráð hæð fyrrverandi borgar-
stjóra, hr. Markúsar Arnar
Antonssonar, og íslensku
risanna, en það var Markús sem
opnaði Fjölskyldugarðinn form-
lega 24. júní sl. Við skjaldar-
merki Reykjavíkur geta gestir
borið sig saman við hæð þess-
ara manna.
Lúðrasveit Laugarnesskóla
leikur nokkur lög, fyrir og eftir
formlega opnun borgarstjóra,
kl. 14. Stjórnandi lúðrasveitar-
innar er Stefán Stephensen.
Tæki og búnaður Fjölskyldu-
garðs hafa verið tekin fram,
útigrillið verður heitt og sölu-
búðin opin.
Fyrst um sinn verður Fjöl-
skyldugarðurinn aðeins opinn
um helgar frá kl. 10-18. í sum-
ar verður opið daglega kl.
10-21.
Aðgangseyrir er enginn fyrir
0-5 ára börn, 250 kr. fyrir
6-16 ára og 450 kr. fyrir full-
orðna. Miðinn gildir bæði í Fjöl-
skyldu- og Húsdýragarði.
Mexíkóveisla
Heimsferða
á sunnu-
dagskvöld
í TILEFNI mexíkóskra daga
standa Heimsferðir fyrir Mexíkó-
veislu í Súlnasal á Hótel Sögu á
sunnudagskvöld þar sem m.a.
mexíkóskir listamenn munu
skemmta með dans og hljómlist.
Að auki munu koma fram dans-
arar frá Islenska dansflokknum,
•Pétur Jónasson gítarleikari, tísku-
sýning frá Módel 79 og kokkur
kvöldsins kemur frá Mexíkó í tilefni
Mexíkóviku og verður boðinn mexí-
kóskur matseðill fyrir gesti.
Heimsferðir kynna nú annað árið
í röð bein leiguflug til Cancun í
Mexíkó og verður jafnframt ferða-
kynning í máli og myndum frá
þessu landi.
Aldrei fleiri tegundir
á hundasýningu HRFI
HUNDASÝNING verður lialdin í íþróttahúsinu Varmá, Mosfellsbæ
á morgun, sunnudag. Tæplega 200 hundar af 24 tegundum verða
sýndir, en aldrei hafa fleiri hundategundir verið sýndar á Islandi.
Tveir þekktir dómarar eru nú
komnir til landsins, til að dæma á
sýningunni, þeir Anders Ced-
erström og Paul Stanton, sem báð-
ir eru búsettir í Svíþjóð. Þeir hafa
áralanga reynslu sem dómarar á
alþjóðlegum hundasýningum enda
leggur Hundaræktarfélag íslands
metnað sinn í að fá hingað til lands
færustu dómara til að dæma á
sýningum sínum, segir í fréttatil-
kynningu.
Hundaræktarfélag íslands er 25
ára á þessu ári og eru þrjár viða-
miklar hundasýningar fyrirhugað-
ar í ár. Margar ræktunardeildir eru
starfandi í félaginu og gefst áhorf-
endum tækifæri á að ræða við
fulltrúa þeirra á sýningunni og fá
upplýsingar um hinar ýmsu teg-
undir. Allir þátttakendur á sýning-
unni fá sérstakar rósettur að gjöf
í tilefni afmælis félagsins. Þessi
sýning er sú fyrsta á þessu ári, en
í sumar verður haldin alþjóðleg
hundasýning á Akureyri og í haust
alþjóðleg sýning í Reykjavík.
Sífellt bætast við nýjar hunda-
tegundir hérlendis og athyglisvert
er fyrir áhugafólk um hundarækt
og sjá sýningar af þessu tagi.
Hundaræktarfélag íslands er
hagsmunafélag allra hunda, hvort
sem þeir eru hreinræktaðir eða
ekki. Samt sem áður hefur félagið
unnið ötullega að uppvexti hunda-
ræktar á íslandi og varðveislu ís-
lenska ijárhundsins.
Dagskrá: Hringur I. Dómari.
Anders Cederström, Svíþjóð.
10-11.48 íslenskur fjárhundur,
11.48-11.56 Enskur setter,
11.56-12.04 Gordon setter,
12.04-13.48 írskur setter, 13.48-
13.56 Snöggh. Vorsteh, 13.56-
14.56 Golden retriever, 14.56-
16.48 Labrador retriever.
Hringur II. Dómari: Paul Stan-
ton, Svíþjóð. 11-11.24 E. cocker
spaniel, 11.24-12.12 E. springer
spaniel, 12.12-12.36 Briard,
12.36-12.40 Séfer, 12.40-13.12
Borzoi, 13.12-13.48 Dalmatiner,
13.48-14.12 Nýfundnalandshund-
ur, 14.12-14.20 St. Bernharðs-
hundur, 14.40-14.48 Poodle
standard, 14.48-15 Poodle miniat-
ure, 15-15.08 Shetland Sheepdog,
15.08-15.12 Enskur bulldog,
15.12-15.48 Cavalier king Ch.
Spaniel, 15.48-15.56 Dverg-
schnauzer, 15.56-16.04 Pug,
16.04-16.16 Tíbetanskur spaniel,
16.16-16.32 Yorkshire terrier.
Urslit sýningar verða um kl. 17.
----+ » 4-----
Ryskingar um borð í bát
Tveir gistu
fangageymslu
Höfn, Hornaflrði.
TVEIR menn gistu fangageymslu
lögreglunnar á Höfn aðfaranótt
fimmtudags eftir átök. Einn var
fluttur á heilsugæslustöð þar sem
gert var að sárum á hendi hans.
Lögreglan á Höfn var kölluð út
vegna ölvunar og ryskinga um borð
í bát, sem lá í höfninni og sást jafn-
vel hnífur á lofti. Að ósk skipstjóra
fjarlægði lögreglan mennina tvo en
báturinn hélt til veiða á fimmutdag
og voru allir skipveijar um borð.
-SSv.
sunnudaginn 17. apríl trá kl. 13.00
K
p%t
;
✓ Nemendur úr fimm tónlistarskóium leika fjölbreytta dagskrá.
Frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar munu um 30 nemendur leika á
strengjahijóðfæri og píanó. Einnig munu söngnemendur koma fram.
Börn frá Tónlistarskólanum í Mosfellsbæ leika á þverflautur og píanó.
/ Frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur spilar léttsveit skólans og
klarinetthópur.
/ Frá Tónlistarskóla íslenskra Suzukisambandsins kemurfram 10-20
barna fiðluhópur og börn leika á selló og píanó.
✓ í lok dagskrár mun Nýi tónlistarskólinn vera með atriði úr
Töfraflautunni eftir W.A. Mozart.
✓ Kynning verður á flyglum og píanóum á vegum Leifs H. Magnússonar.
Einnig verður kynning á starfsemi skólanna.
P E R L A N