Morgunblaðið - 16.04.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994
15
Lækkun á kostnaði at-
vinnuvega og heimila
eftir Þórð Sverrisson
í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu
25. mars síðastliðinn sem bar fyrir-
sögnina kostnaður atvinnuveganna,
er m.a. fjallað um flutningskostnað
til og frá landinu. í umfjöllun sinni
vitnar leiðarahöfundur annars vegar
í ummæli framkvæmdastjóra Sæ-
fangs í Grundarfírði, en hins vegar
í svonefnda Drewry-skýrslu um
flutningskostnað, og leggur leiðara-
höfundur síðan út frá þeim staðhæf-
ingum sem fram koma hjá þessum
aðilum.
Leiðaraskrif Morgunblaðsins
Daginn fyrir þessi leiðaraskrif var
haft éftir framkvæmdastjóra Sæ-
fangs í Grundarfírði að flutnings-
gjaldareikningar hans hafi hækkað
um 25% sama dag og Hafskip varð
gjaldþrota, og mátti skilja að svipað
hafi gilt um fleiri. Mér er ekki kunn-
ugt um að flutningsgjöld hafí al-
mennt hækkað á milli áranna 1985
og 1986, eða síðar eftir að Hafskip
hætti rekstri. Ég tel með ólíkindum
að framkvæmdastjóri Sæfangs í
Grundarfírði hafí ekki staðið sig bet-
ur í viðskiptum en svo, að sam-
þykkja það að taka á sig 25% hækk-
un flutningsgjalda á þessum tíma,
þegar flutningsgjöld annarra útflytj-
enda hækkuðu ekki. Ef þessi stað-
hæfing framkvæmdastjórans á við
rök að styðjast, væri fróðlegt að sjá
flutningsgjaldareikninga sem sanna
þessa staðhæfingu. Ef Morgunblaðs-
menn telja trúlegt nú að 25% hækk-
un flutningsgjalda hafi orðið á þess-
um tíma, er mér spum hvað rann-
sóknarblaðamenn Morgunblaðsins
voru að hugsa á þessum árum. Hefðu
þeir ekki átt að fínna þetta út þá, í
ljósi þess hversu umræðan um flutn-
„Það gæti hins vegar
verið verðugt verkefni
forráðamanna Morgun-
blaðsins að ná því að
verð blaðsins verði
lægra en Nordlys og
annarra sambærilegra
blaða á Norðurlöndum
þannig að lækka megi
rekstrarkostnað heimila
og atvinnuvega á Is-
landi.“
„þjóðarsálarblaðamennsku" ef blaða-
menn sannreyna ekki staðhæfíngar
eins og gerðist með fullyrðingar
framkvæmdastjórans á Grundarfirði,
heldur birta þær eins og um stað-
reyndir væri að ræða.
Samanburður við
milljónaþjóðir
Leiðarahöfundur víkur síðan að
Drewry-skýrslunni og dregur þá
ályktun af henni að tæpast fari á
milli mála að flutningskostnaður Kér-
lendis sé hár miðað við það sem tíðk-
ast víða annars staðar. Skýrt hefur
komið fram í blöðum að Drewry-
skýrslan er marklítið plagg um sam-
anburð á flutningskostnaði til Is-
lands, miðað við aðrar sambærilegar
siglingaleiðir. Með samskonar rök-
semdarfærslu og beitt er í skýrslunni
mætti fullyrða að verð Morgunblaðs-
ins sé hátt miðað við það sem tíðk-
ast víða annars staðar, og bera það
þá saman við verð dagblaða milljóna-
þjóða á meginlandi Evrópu eða í
Bandaríkjunum. í meðfylgjandi töflu
eru sýnd dæmi um verð Morgun-
Þórður Sverrisson
blaðsins í lausasölu án virðisauka-
skatts miðað við lausasöluverð nokk-
urra erlendra dagblaða.
Eins og sjá má í töflunni er verð
Morgunblaðsins mun hærra en þess-
ara erlendu dagblaða, þannig kostar
t.d. The Times í Bretlandi ekki nema
29% af verði Morgunblaðsins.
Sambærilegt verði hér-
aðsblaða í N-Noregi
Það getur varla talist sanngjarnt
að bera verð Morgunblaðsins saman
við verð þeirra stórblaða, sem til-
greind eru í töflunni. Útbreiðsla
þeirra er mun meiri, sem gefur
möguleika á meiri hagkvæmni í
framleiðslu og dreifingu. Ekki er
hægt að gera þá kröfu til forráða-
manna Morgunblaðsins að selja sitt
blað á sama verði á smáum markaði
hér á íslandi, miðað við að haida
áfram sömu gæðum og eru á vinnslu
Morgunblaðsins. Mun eðlilegra væri
að bera verð Morgunblaðsins saman
við dagblöð sem koma út í áþekku
upplagi, og dreift er á álíka stórum
markaði og Morgunblaðið.
Dæmi um slíkt dagblað er blaðið
Nordlys, sem gefið er út í Tromsö í
Noregi. Samkvæmt mínum upplýs-
ingum er uppiag blaðsins um 32
þúsund eintök og verð. þess er 8
norskar krónur í lausasölu, eða 78
íslenskar krónur. Þetta verð á reynd-
ar ekki aðeins við um Nordlys, held-
ur einnig ýmis önnur blöð í Noregi.
Miðað við þessar tölur er verð Morg-
unblaðsins, án virðisaukaskatts, 41%
dýrara en verð Nordlys. Áskriftar-
verð Morgunblaðsins er auk þess um
8% dýrara en þessa héraðsblaðs í
N-Noregi.
Ekki þekki ég nákvæmlega til
blaðsíðufjöida Nordlys, fjöida lita-
síðna eða annarra þátta sem áhrif
hafa á kostnað dagblaða. Það gæti
hins vegar verið verðugt verkefni
forráðamanna Morgunblaðsins að ná
því að verð blaðsins verði lægra en
Nordlys og annarra sambærilegra
blaða á Norðurlöndum þannig að
lækka megi rekstrarkostnað heimila
og atvinnuvega á íslandi.
Verðtrygging Morgunblaðsins
Þegar verðþróun Morgunblaðsins
er skoðuð án tillits til verðbólgu, eins
og gert er í Drewry-skýrslunni með
flutningskostnað og gerð voru ítarleg
skii í Morgunblaðinu, kemur í ljós
að áskriftarverð blaðsins" hefur
hækkað úr 600 krónum í 1.228 krón-
ur frá upphafi ársins 1988 til ársloka
1993, eða um 105% á sex árum. Á
liðnum áratug hefur áskriftarverð
Morgunblaðsins að mestu haldist í
hendur við hækkun framfærsiuvísi-
tölu, þó verðhækkun blaðsins frá
árinu 1988 sé um 30% umfram vísi-
töluþróun. Sambærileg hækkun hef-
ur orðið á verði blaðsins í lausasöiu.
Segja má að verðskrá þess hafi því
verið rúmlega verðtryggð. Því má
spytja hvort framleiðniaukning hafi
ekki orðið við gerð blaðsins á síðast-
liðnum sex árum sem gæti komið
kaupendum þess til góða í formi
lægra verðs.
Vandasamur samanburður
Dæmið hér að framan sýnir hve
vandasamt það er að bera saman'
kostnað og þjónustu hérlendis og
erlendis og álykta út frá því að þjón-
ustugjöld hér séu há eins og leiðara-
höfundur gerir í leiðaranum. Gildir
þar einu hvort verið er að bera sam-
an flutningsgjöld, dagblaðaverð eða
þætti eins og álagningu í heildsölu,
sem oft hefur verið til umfjöllunar í
fjölmiðlum. Ekkert' vil ég fullyrða um
hvort heildsöluálagning á íslandi sé
há, en spyija má íslenska heildsala
að því hvort þeir geri þá kröfu til
sín, að heildsöluálagning hérlendis
nái að verða hin sama og t.d. í Hol-
landi, Portúgal, Þýskalandi eða Bret-
landi og hversu vel gangi að stand-
ast þann samanburð. Líklega verða
svörin við slíkum spurningum á þann
veg, að aðstæður hér séu ósambæri-
legar, einingar litlar, vöruval og þjón-
usta mikil.
Ræktum eigin garð
Með þessum greinarskrifum er
ekki ætlunin að efna til deilna við
Morgunblaðið, heldur að draga fram
hve vandmeðfarin umfjöllun um sam-
anburð sem þennan er. í þessari
grein hefur verið sýnt fram á, að
„virtir“ erlendir ráðgjafar gætu með
villandi hætti borið saman verð hjá
íslensku fyrirtæki, eins og t.d. Morg-
unblaðinu, við erlend fyrirtæki, þann-
ig að sá samanburður væri óeðlilegur
gagnvart íslenska fyrirtækinu. Það
var gert með Drewry-skýrslunni um
íslenskan flutningamarkað og síðan
lagt út af í leiðara Morgunblaðsins
25. mars sl.
Hitt er ljóst, að okkur miðar lítið
með því að reikna út, með misjafn-
lega vönduðum aðferðum, að verð-
lagning annarra fyrirtækja sé allt
of há. Þess í stað þurfum við, hvert
og eitt, að halda áfram að rækta
eigin garð, og sinna sífellt betur því
mikilvæga hlutverki okkar að lækka
enn frekar kostnað atvinnuvega og
heimila til hagsbóta fyrir fólk og
fyrirtæki í þessu landi.
Höfundur er fra.mkvæmdastjóri
flutningasviðs Eimskips.
ingsgjöld var mikil á þeim tíma.
Sannreyna þarf staðhæfingar
í lýðræðisríkjum telst það sjálfsagt
að birta viðhorf og skoðanir manna.
I fréttaskrifum sem þessum er hins
vegar mikil ábyrgð lögð á hendur
blaðamanna og fjölmiðla um að birta
ekki gagnrýnislaust ummæli manna,
sem aðgengilegt er að sannreyna.
Eðlilegt er að leita staðfestingar á
þeim, einkum ef ætla má að þær
skipti máli í umfjöllun um einstök
málefni og ályktanir af þeim dregnar
í frekari umfjöllun, eins og t.d. leiða-
raskrifum. Það flokkast því undir
Samanburður á verði Morgunblaðsins og nokkurra erlendra
dagblaða
Dagblað Land Verð í ísl. kr. 1) Vísitala 2)
Morgunblaðið ísland 110 100
Berlingske Tidende Danmörk 81 74
Le Figaro Frakkland 74 67
Algemene Dagblad Holiand 57 52
0 Publico Portúgal 53 48
New York Times Bandaríkin 36 33
The Times Bretland 32 29
i) Miðað við gengi 15. apríl 1994
2) Vísitala: Verð Morgunblaðsins (án vsk.) = 100
Formaður Apótek-
arafélags Islands fer
með staðlausa stafi!
Helgi Hálfdanarson
Varasöm orð
í umræðu og frásögn skiptir það
að sjálfsögðu miklu máli, að merk-
ing þeirra orða, sem beitt er, sé
tvímælalaus. Það er því að jafnaði
mikilvægt, að valin séu orð, sem
hlotið hafa skýrt markað og al-
mennt viðurkennt merkingarsvið.
Ættu þá að verða litlar líkur til
þess, að misskilningur komist að.
Hins vegar er það svo, að í
máli er margt um orð, sem svo
lauslega eru skilgreind, að í vissum
samböndum verður þeim naumast
beitt án hættu á misskilningi, nema
jafnframt sé gerð grein fyrir þeirri
merkingu, sem þeim þar er ætluð.
Þetta á ekki sízt við um ýmis orð,
sem notuð eru í umfjöllun um
stjórnmál, trúmál og annað efni
af huglægara tagi. Hvað merkja
orð eins og bókstafstrúarmaður,
harðlínumaður, frjálshyggjumaður,
trúleysingi, hægri maður, vinstri
maður? Skyldu allir þeir, sem beita
þeim, gera sér nákvæma grein fyr-
ir merkingu þeirra og vera vissir
um það, hvernig heyrendur eða
lesendur muni skilja þau?
Að undanförnu hefur mönnum
eðlilega orðið tíðrætt um þróun
mála í þeim ríkjum, sem áður
mynduðu Sovétríkin. Þar eystra
hefur einkum skorizt í odda með
þeim, sem viija koma þar á svoköll-
uðu markaðshagkerfi og það sem
bráðast, og hins vegar þeim, sem
viija fara hægar í þær sakir. í
umræðu um þessi mál hefur mjög
verið klifað á orðinu harðlínumenn.
Af svipmóti þess orðs mætti e.t.v.
ætla, að það væri haft um þá, sem
af mestri hörku berjast fyrir því,
að upp verði tekið nýtt hagkerfi.
En svo er ekki. Harðlínumenn hafa
þeir verið nefndir, sem vilja koma
þeim breytingum á með minni
hörku og meiri gát en hinir. Hvað
veldur þeirri nafngift?
Alloft hefur stjórnmáladeilur
Alsírbúa borið á góma í íslenzkum
fjölmiðlum. Þar í landi hefur mik-
ill flokkur manna liaft sig mjög í
frammi, kenndur við trúarbrögð
múslíma, íslam. Þennan flokk
virðast þeir fylla, sem sagt er að
vilji beita til þess öllum ráðum að
koma á stjórnarfari, sem kennt
yrði við íslam, og einskis svífast
í því skyni. Hér hafa þessir menn
verið kallaðir bókstafstrúarmenn,
vegna þess að stefna þeirra sé í
samræmi við Kóraninn, helgirit
múslima.
Nú er það svo, að allir sem kynri-
ast Kóraninum, mega sjá, hversu
fjarri það er þeim kenningum, sem
þar eru boðaðar, að kalla menn
þessa bókstafstrúannenn, enda
þótt þeir sjálfir kenni sig við íslam,
hvort sem það er að meira eða
minna leyti með réttu. Þótt ekki
séu allir múslímar á eitt sáttir um
skilning á Kóraninum í öllum atrið-
um, nær engri átt að kenna því
riti um aðfarir þær, sem sagt er
að alsírskir múslímar hafi í frammi
við samborgara sína. Skyldi það
þykja góð sagnfræði eða boðleg
trúfræði að kalla galdrabrennur
fyrri alda bókstafstrúar-kristin-
dóm, enda þótt þær væru framdar
í nafni kristinnar kirkju, sem er
grundvölluð á heilagri ritningu?
Þeir sem að þeim stóðu, mættu
hólpnir kallast, væru þeir nefndir
ofsatrúarmenn, og svo mun einnig
um þá, sem nú eru sagðir æða
tnyrðandi hús úr húsi í Algeirs-
borg, ef á annað borð skal rekja
stjórnmálaeijur þar í landi umfram
ailt til trúarbragða.
Bezt mun að varast orð, sem
hafa illa skilgreinda merkingu og
kunna að gefa undir fótinh öðrum
skilningi en efni standa til.
eftir Ólaf Ólafsson
Ingolf minn kæri!
Sjálfsagt eru ýmsir betur að sér
í lyfjamálum en ég. Eigi að síður
höfðu lyfjafræðingar meirihluta í
Lyfjaverðlagsnefnd allt frá stofnun
nefndarinnar þar til fyrir tveimur
árum. Ef þú ferð á þinn fyrri vinnu-
stað í heilbrigðisráðuneytinu og
flettir upp nöfnum þeirra er setið
hafa í nefndinni, sérð þú að ég
hefi ekki farið með staðlausa stafi
í grein minni um „athugasemdir við
frumvarp til lyfjalaga“.
Ráðherrar túlkuðu svo ákvæði
um fímmta mann í nefndinni, þ.e.
„að hann skyldi vera sérfróður um
lyfjamál" að þeir völdu undantekn-
ingarlaust lyfjafræðing til setu sem
oddamann í nefndinni.
I lögum er kveðið á um að land-
læknir skuli hafa eftirlit með lyfja-
ávísunum lækna. Þú telur að ekki
sé tekið fram hvernig því eftirliti
skuli háttað. Ég legg til að þú flett-
ir upp í orðabók ef. skilning skortir
á þessu orði. Embættið hefur feng-
ið lyfseðla aflienta frá apótekurum
en þegar tölvuskráning hófst í apó-
tekum neituðu lyfsalar að afhenda
tölvuútskrift og aðra lyfseðla. Sú
neitun byggist nteðal annars á því
að í lögum er ekki tekið skýrt fram
að afhenda megi tölvuútskriftir.
Lagasmiðir hafa greinilega ekki
liaft í huga tölvuvæðingu er lögin
voru samin 1984! Þessa afstöðu
Ólafur Ólafsson
„Lagasmiðir hafa greini-
lega ekki haft í huga
tölvuvæðingu er lögin
voru samin 1984! Þessa
afstöðu apótekara túlka
ég sem útúrsnúning.“
apótekara túlka ég sem útúrsnún-
ing, stífni og hindrun í starfí við
opinberan embættismann.
HÖfundur er landlæknir.