Morgunblaðið - 16.04.1994, Side 27

Morgunblaðið - 16.04.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 27 „Leiðtoginn mikli“ í Norður-Kóreu 82 ára Mikið tilstand en fagnaðarefnin fá Seoul. The Daily Telegraph. MIKIÐ er um að vera í Norður-Kóreu um þessar mundir og Py- ongyang, höfuðborg, er blómum prýdd. „Leiðtoginn mikli“, Kim Il-sung, varð 82 ára gamall í gær en allt tilstandið breytir engu um það, að hann hefur yfir litlu að gleðjast. Norður-Kóreumenn eru bláfátækir miðað við frændur sína í suðri og lífskjörin versna ár frá ári. Leiðtoginn lofsunginn UNGAR, norður-kóreska stúlkur dansa og syngja „Leiðtoganum mikla“ til lofs og dýrðar og sú innfellda er frá sérstök- um afmælisfundi, sem Kim Il-sung var þó ekki viðstaddur. Óttast lifrarbólgu- sýkingu hjá konum KOMIÐ hefur í Ijós á írlandi að í birgðum af bóluefninu Anti-D getur leynst veira lifrarbólgu af gerð sem nefnd er C, að sögn dagblaðsins The European. Stjórnvöld hafa því ákveðið að láta kanna hvort um 100.000 konur sem hafa fengið bóluefnið séu sýkt- ar en Anti-D er gefið barnshafandi konum með blóð af rh-gerð sé fóstrið með rh+-blóð, ella getur barnið orðið þjáð af blóðleysi, fengið heilaskaða eða jafnvel fæðst andvana. og þriðjungurinn jafni sig af sjálfd- áðum. Bandamenn Kims og Norður- Kóreu fyrrum hafa flestir snúið við honum baki og jafnvel kín- verska stjórnin sendir ekki hátt- settan mann til Pyongyang vegna hátíðarhaldanna. Yang Song-chul, stjórnmálaskýrandi í Suður- Kóreu, segir, að Norður-Kóreu- menn séu eins og utangarðsmaður í samfélagi þjóðanna og hann seg- ir, að Kim Il-sung óttist tæknilega yfirburði suður-kóreska og banda- ríska hersins. Yfirlýsingar hans um að Seoul verði eytt í eldi séu aðeins veikleikamerki. Kommúnistastjórnin í Norður- Kóreu hefur einnig áhyggjur af vaxandi ókyrrð í landinu. Hún hefur í raun viðurkennt gjaldþrot stefnu sinnar með því að koma upp fríverslunarsvæðum við borg- irnar Rajin og Sonbong á landa- mærum Kína og Rússlands og ljóst er, að „Leiðtoginn mikli" er hræddur. Það sést meðal annars á viðbrögðum hans við þeim mögu- . leika, að Suður-Kóreustjórn veiti 170 mönnum, sem flýðu úr norður- kóreskum skógarhöggsbúðum í Rússlandi, hæli sem pólitískum flóttamönnum. Kim hótar hefnd- um fái mennirnir hæli en Suður- Kóreustjórn er á báðum áttum. Fari af stað flóttamannaskriða gæti það valdið hruni Norður- Kóreu eins og Austur-Þýskalands á sínum tíma og þá yrðu Suður- Kóreumenn að standa undir kostn- aði við uppbygginguna. Suður-Kóreumenn óttast sem sagt skyndilegt hrun í Norður- Kóreu en þeirra von er, að suður- kóresk fái með tíð og tíma að fjár- festa i Norður-Kóreu. Þannig gætu þau smám saman breytt kerfinu eða upprætt kommún- ismann innanfrá. Þotur hætt komnar yfír Eistlandi Moskvu. Reuter. TVÆR breiðþotur rákust nærri því að saman á sunnudag í eistn- eskri lofthelgi, að sögn eistn- eski-ar fréttastofu. Boeing-747 þota frá Air France á flugi í vesturátt og DC-10 þota Finnair á flugi í norðurátt voru hættulega nálægt hvorri annarri, að sögn Viktors Popov flugmála- stjóra. í fyrra lá við árekstri breskra og suður-kóreskra farþega- flugvéla á sama stað. Eistneskir embættismenn segja flugumsjónar- búnað þar í landi löngu úreltan og endurnýjun hans myndi kosta 40 milljónir dollara. C-veiran getur aðeins komist í líkamann sé efninu dælt í æð en það er gert á Irlandi og bíða þvi margar konur milli vonar og ótta, sumar þora jafnvel ekki að fara í skoðun. Enn sem komið er hafa aðeins verið staðfest sýkingartilvik af ofangreindu tagi á írlandi og í austurhluta Þýskalands en talið víst að þau finnist víðar. í Bret- landi er Anti-D sprautað í vöðva en yfirvöld þar í landi hafa samt ákveðið að auka eftirlitið. Anti-D hefur verið talið eitt- hvert öruggasta bóluefni í heimin- - um. C-lifrarbólguveiran var fyrst uppgötvuð 1989 og tveim árum síðar var fundin upp traust aðferð til að greina hana. Lítið er enn vitað um hegðun hennar, aðeins að langur tími líður frá smitun þar til einkenni koma í ljós, jafnvel 20 ár. Það veldur mörgum áhyggjum að veiran getur tekið sér bólfestu i líkamanum án þess að nokkur einkenni komi í ljós, stundum eru þau auk þess svo veik að minnir á væga flensu. Þótt veiran geti vald- ið svo alvarlegum sjúkdómi að íjar- lægja þurfi hluta lifrarinnar telur írskur sérfræðingur, dr. John Heg- arty, að flestar þær konur sem hafi smitast fái aðeins væga bólgu. I nýrri skýrslu segir að innan við 10% þeirra sem fái sjúkdóminn geti átt á hættu að fá skorpulifur Rcutcr Flugdrekaflug í Peking GAMALL maður lætur flugdreka sinn, sem er eins og svín í laginu, svífa yfir Torgi hins himneska friðar í Peking. Vorið er nú komið í höfuðborg Kína og flykkjast eigendur flugdreka og áhugamenn á öll opin svæði í borginni með dreka sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.