Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 31 BORGAR- OG SYEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Ingibjörg Sólrún leiðrétt aftur eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Þegar ég sá svargrein Ingibjarg- ar Sólrúnar við grein minni í Morg- unblaðinu sl. laugardag, kom mér fyrst til hugar að nú væri hún að leiðrétta ummæli sin og biðjast vel- virðingar á röngum fullyrðingum sínum. Því fór víðs fjarri, enda eru sumir stjómmálamenn þeirrar skoð- unar, að það sé niðurlægjandi að viðurkenna mistök eða að hafa haft rangt fyrir sér. Ingibjörg hefur greinilega skipað sér í þann hóp. Nú eru kosningar í nánd og Ingi- björg Sólrún virðist ákveðin í því að hafa ávallt rétt fyrir sér hvað sem tautar og raular. Staðreyndin er sú, að í tilefni þess, að frambjóðendur sjálfstæðis- manna lýstu því yfir í stefnuyfirlýs- ingu sinni, að þeir ætluðu að leggja niður sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði í Reykjavík, sagði Ingibjörg eftirfarandi í viðtali við fjölmiðla: „Þetta er sjálfgeit, vegna þess að í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir síðustu áramót var gert ráð fyrir því, að þessi skattur yrði bara lagður á 1994 og síðan ætti að finna framtíðarfyrirkomu- lag fyrir þetta.“ Ekki sjálfgert — ný lög þarf Ég sagði í grein minni í Morgun- blaðinu sl. laugardag, að þessi full- yrðing hennar væri röng. Sem al- þingismaður og nefndarmaður í fé- lagsmálanefnd Alþingis, sem fjall- „Ingibjörg Sólrún virðist ákveðin í því að hafa ávallt rétt fyrir sér hvað sem tautar og raular. “ aði um málið, ætti hún að vita betur. I upphaflegum frumvarpstexta var einungis gert ráð fyrir að þessi skattur yrði lagður á 1994. Félags- málanefnd Alþingis gerði tillögu um breytingu á þessu við lok afgreiðslu máísins, þannig að nú er um algjör- lega ótímabundið ákvæði að ræða. Það þarf sem sé ný lög til að fella þetta ákvæði úr gildi. Þetta veit Ingibjörg einnig sem alþingismað- ur. Hún breytir ekki þeirri stað- reynd með því að vísa til þess að síðar sé stefnt að því að breyta þessu, en í 10. gr. laganna, sem tóku gildi um síðustu áramót, segir: „Bráðabirgðaákvæði þetta gildir þar til félagsmálaráðuneytið og Samband ísl. sveitarfélaga hafa unnið að nánari útfærslu málsins með það að markmiði að þessi sér- staki viðbótarskattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði falli að núver- andi fyrirkomulagi við álagningu fasteignaskatts sveitarfélaga.“ I grein minni í Morgunblaðinu sl. laugardag, sem er tilefni að svar- grein Ingibjargar sl. miðvikudag, er einungis verið að skýra frá því að Ingibjörg hafi haft rangt fyrir sér varðandi gildistíma þessa sér- staka skatts. Af hveiju? Hún svar- aði því ekki í grein sinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Alþingi á leikinn Ingibjörg segir að ég eigi leikinn hvað varðar næstu skref í þessu máli. Þetta er útúrsnúningur hjá henni. Vegna niðurfellingar að- stöðugjaldsins fengu sveitarfélögin nýja tekjustofna á móti, þ. á m. heimild til að leggja á sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhús- næði, sem ríkið hafði gert mörg undanfarin ár. Það þarf að hreyta tekjustofnalögum sveitarfélaga til að fella niður þessa heimild. Þetta er ekki sjálfgert eins og Ingibjörg segir. Til þess að koma hreyfingu á málið þarf Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, að skipa nefnd sem skili tillögu um hvaða tekjur sveitarfélögin fái í staðinn fyrir þennan skatt, þannig að þau verði jafnsett eftir. Síðan þarf Ingibjörg, sem alþingismaður, að ijalla um málið og taka þátt í afgreiðslu þess á Alþingi. Þetta er kjarni málsins. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hver lét plata sig? eftir Guðrúnu Zoega Oddviti R-listans og pólitískur verkstjóri, Sigrún Magnúsdóttir, fann lyklakippu á dögunum, sem hún hafði ágirnd á. Hún segir frá fundi sínum í gi’ein í Morgunblað- inu nýlega. Eitthvað mislíkar henni þó einn lykillinn, því hún segir um hann, að Markús Örn hafi látið „Hollend- inga plata borgina til að setja tug- milljónir í verkefni sem væri á sviði Landsvirkjunar“. Þarna á hún væntanlega við sæstrengs- verkefnið, en unnið er að hag- kvæmniathugun á því í samvinnu Reykjavíkurborgar og Hollend- inga. Það er eins og Sigrún hafi gleymt, hvernig hún sjálf greiddi atkvæði, þegar tillaga um þetta efni var flutt í borgarstjórn. Til að hressa upp á minni hennar, er mér ljúft að rifja það upp, að hún var ein af þeim þrettán, sem greiddu- atkvæði með tillögunni, ásamt öllum öðrum fulltrúum minnihlutans. Guðrún Zoega „Mér er ljúft að rifja það upp að hún var ein af þeim þrettán, sem greiddu atkvæði með tillögunni, ásamt öllum öðrum fulltrúum minni- hlutans.“ Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram síðan þetta var sam- þykkt, sem skýrt geta sinnaskipti Sigrúnar. Lét hún Hollendingana plata sig? Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Rauði listinn I eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Ljósmynd/stgr Hermannabraggi frá stríðsárununi í innbænum á Akureyri. Það gefur augaleið, að byggingarlínur braggans eru allt öðru visi en i ráðhúsinu í Reykjavík. Ráðhúsið nýja við Tjörnina. Byggingin er lofsungin af smekklegu fólki meðal erlendra og innlendra. Hún er listaverk eins og háttsett- ur vinstri maður sagði. Þýzkt menntaður arkitekt á Akureyri sagði, að arkitektúr ráðhússins flokkaðist undir „post-moderne“ byggingar- list. - Pólitík - hvað er nú það? Svo spurði náungi. - Ég get alveg sagt þér, hvað það er. Pólitík er ekkert annað en dagur- inn í dag. Þetta sagði annar náungi. Sá þriðji hafði hlustað og sagði: „Pólitík er lífið“. Manni varð hugsað til þess, sem Louis Armstrong sagði í heimsókn til íslands: „Jazz er músík. Lífið er músík og músík er lífið.“ Og nú á deginum í dag er rætt um pólitík eins og lífið sjálft - aldr- ei meira en nú. Það glittir í kosningar. Af hálfu listans, sem kennir sig við stafinn R (svipað og læknares- ept) er öllum tiltækum ráðum og leiðum beitt til að knésetja andstæð- inginn, sem í þessu tilfelli er merkt- ur D og reynt að koma á hann höggi. Þessi listi ERR (einhver spurði, hvort það sé ekki samstofna við err í err- or, sem merlcir misheppnan, mistök) - þessi listi er fyrst og fremst póli- tískur munaðarleysingi - stefnulaus. R-listinn er í sér umslagi, en án ábyrgðar. Þessi listi - Rauði listinn - er svolítið hlægilegur fyrir þá sök, að hann er settur saman úr ótal brotum og brotabrotum og varahlut- um (það eru flokksbrotin - sjö tals- ins) svipað og líkami, með ígrædd líffæri. Því er hætta á, að sjálfur líkaminn í þessu tilfelli hafni ígræðslunni. Og það átakanlega er, að sjálfur R-listinn er þegar farinn að sýna ákveðin einkenni höfnunar eins og skoðanakannanir leiða æ betur og betur í ljós. Rauði listinn er eins og fyrr segir settur til höfuðs Sjálfstæðisflokkn- um - D-listanurn. Undir stjórn sjálf- stæðismanna hefur Reykjavík orðið fegurri og sterkari með hveiju árinu sem líður. Borgarstjórnaryfirvöld hafa kappkostað allt frá valdatíð Bjarna Benediktssonar, frá valdatíð Gunnars Thoroddsens, frá valdatíð Geirs Hallgrímssonar, frá valdatíð Davíðs Oddssonar að lyfta grettis- taki og gera Reykjavík að miklum garði (talað er um „að kunna að sitja mikinn garð“) Reykjavík er að verða bezta landkynningin - ís- lenzkri þjóð til sóma. Glæsilegar byggingar hafa risið upp: Ráðhúsið; Perlan; sköpunarverk eins og Höfn- in, og Garðurinn inni í Laugardal er gæddur prana (prönu) - þetta er allt sjálfstæðis-borgarstjórn að þakka, sem leggur sig í líma við að búa svo i haginn, að fólk njóti þess að búa í þessari borg, lifa þar og hrærast og ekki síður gestir og að- komufólk. Sjálfstæðisstjórn borgar- innar hefur tekizt að gera Reykjavík að fjölskylduvænum stað, smbr. þá Lilhneigingu í dag á ýmsum sviðum að gera sem flest umhverfisvænt. Að þessu leyti hefur tekizt undir farsælli stjórn að gera borgina að lyftistöng landkynningar - ekki sízt með tilkomu Perlunnar, táknmyndar „Metropolitan Reykjavík". Útlenzkir menn segja í ræðu og riti, að Perlan sé glæsilegastur veitingastaða í Evr- ópu. Það er hart, ef blessuð þjóðin skynjar það kannski ekki fyrr en eftir hálfa öld eins og annað, sem hefur verið rekinn gegndarlaus áróð- ur gegn með ranghermi og óhróðri úr herbúðum rauðlistafólks. Og svo er það ráðhúsið umdeilda við Tjörn- ina, sem háttsettur embættismaður - afar háttsettur hjá borginni, (sem svarinn andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins og því smitaður af vinstri slagsíðu-hugarfari sagði, þá hann var nýfluttur til starfa í ráðhúss-slot- inu: „Þetta hús er algert listaverk!" Hann gat þéss og að það væri sjarmerandi að vinna þar - þetta sé ekki venjuleg skrifstofubygging, steindauð og vönuð eins og gamli staðurinn var. Kverúlantar og beiskjufólk (en margt slíkt fólk finnst á R-lista-lín- unni) hefur líkt ráðhúsinu við braggabyggingu frá hernámsárun- um. Þetta er út í hött. Fylgja með þessari-ritsmíð tvær myndir því til sönnunar, að þetta eigi sér ekki stoð. Arkitektinn hefur hugsað sér línur hússins þannig, að þær falli inn í umhverfið. Tjörnina og húsin allt í kring. Og það hefur tekizt með snilld. Eins og fyrr segir er innan- dyra í ráðhúsinu enginn skrifstofu- blær, heldur tært loft, birta og kraft- ur -, eins og kraftur sem stafar af lifandi listaverki. Er nú ekki tími til kominn að venjulegur kjósandi, sem gengur að kjörborðinu nú seint í maí, skyggn- ist alveg ofan í kjölinn á málflutn- ingi „The Reds“ og sjái þá deginum ljósara af hvaða rót þessi óhróður þeirra er sprottinn. í vönduðum heið- arlegum enskum tímaritum eins og „Time and Tide“ og „The Spectator" birtast stundum greinar um þá manntegund, sem kallast „fellowtra- vellers" eða nytsamir sakleysingjar, - attaníossar sem hanga aftan í skottinu á dulbúnum kommúnistum, sem eru sko hreint ekki dauðir nema síður sé og ferðast incognito eða í dulargervi eins og myrkrahöfðinginn og villa á sér heimildir. Það er hve- nær sem er hægt að benda á þessa nytsömu sakleysingja og skoða hvernig þeir eru notaðir af harðsvír- uðum marxistum í tíma og ótíma kommunum til framdráttar, einkum í listum og bókmenntum og pólitík eins og nú. í pólitíkinni er hægt að nefna framsóknarkvinnuna Madame Sigrúnu, kaupkonu, eiginkonu óðals- bóndans á Höllustöðum, A-Hún., frænda greinarhöfundar - og einnig gamlan lærisvein úr MA kratahöfð- ingjann Pétur Jónsson, spítala-stað- arhaldara, ágætismann, sem hefur látið blekkjast vegna einfeldni. Glottið á guðföður rauðlistafólks, Svavari Gestssyni, sést greinilega á bak við njdsömu sakleysingjana eins og hálfmáni, sem breyttist í fullt tungl þegar loksins loksins tókst að beija þennan rauða lista saman, sem eins og áður segir minnir á líffæra- ígræddan líkama á höfnunarstigi: Það er ógæfuleg sjón. P.t. Hótel Norðurland, Akureyri. Höfundur cr listmálari og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.