Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
37
Minning
Ástrún Jónsdóttir
Fædd 20. mars 1938
Dáin 1. apríl 1994
Það er laugardagur fyrir páska
og ég er að koma úr yndislegri dvöl
í Skálholti. Skyndilega skyggir á
gleðina, því það fyrsta sem ég fæ
að heyra eru sorgarfréttir af láti
Rúnu.
Þó að ég hafí vitað að veikindi
hennar höfðu versnað verður maður
alltaf að hafa þá bjargföstu trú að
það sé verið að lækna. Og þó að
dauðinn bindi enda á þjáningar er
kallið svo ótímabært þegar mann-
eskja á bezta aldri á í hlut.
Kynni okkar Rúnu hófust fyrir
rúmum 20 árum, þegar Rúna og
Haukur vour á ferðalagi um Mexíkó
og áður en varði vorum við orðin
beztu vinir, líkt og við hefðum lengi
þekkst. Það er svo margs að minn-
ast þegar góður vinur er genginn,
margt ósagt og fyrir margt að
þakka.
Þegar ég horfi til baka minnist
ég nokkurra tilvika, eins og t.d. um
áramótin 1973, þegar Haukur
hringir og býður í kaffi, því að þau
Rúna þurfi að sýna okkur dálítið.
Þegar heim til þeirra er komið er
boðið í svefnherbergið og þetta „dá-
lítið“, sem átti að sýna okkur, var
undurfallegt stúlkubarn með tinnu-
svart hár, stór brún augu og bar
því nafn með réttu. Þar var komin
Tinna og rúmlega ári seinna eignuð-
ust þau Tönju.
Þar með hófst nýr kafli í lífi
þeirra, sem tengdi okkur enn meira
saman.
Rúna tókst á við móðurhlutverk-
ið og uppeldið jafn vel og allt annað
sem hún snerti á.
Kertin hennar Rúnu voru lands-
fræg, maturinn ljúffengur og beztu
höldurnar á bollunum hans Hauks
gerði hún Rúna. Sannkölluð hag-
leikskona.
Það sem einkenndi Rúnu var
hennar hlýja viðmót og brosið
bjarta, gott skap og glettni. Hún
var traustur vinur.
Þótt fjölskyldan hafi undanfarin
12 ár búið erlendis og við því bara
hist endrum og eins og hvorug dug-
leg að skrifa, skipti það ekki máli
Jónsdóttir, þau eiga fjóra syni; Hall-
dór Ingi, kona hans er Hafdís Kol-
beinsdóttir, eiga þau eina dóttur,
Hafdís átti dóttur fyrir; Hafsteinn,
á einnig eina dóttur, kona hans er
Gunnhildur Vésteinsdóttir, hún átti
dóttur fyrir. Barnabarnabörnin eru
orðin sjö.
Um Andrés má segja að hann var
vel gefinn og minnugur með afbrigð-
um, hann var alvörugefinn og hafði
fastmótaðar skoðanir en var þó ekki
að ýta þeim að neinum. Oft var stutt
í kímni hans og kunni hann að segja
skemmtilega frá samferðamönnum
sínum. Orðheldni og trúmennska
voru honum í blóð borin. Þegar ég
kom inn í fjölskyldu hans tók hann
mé .- afar vel, fyrir það færi ég bestu
þakkir. Ættingjum öllum og vinum
flyt ég samúðarkveðjur.
Rögnvaldur H. Haraldsson.
því það var alltaf hægt að taka upp
þráðinn, þar sem frá var horfið.
Elsku Rúna, þakka þér alla elsku
og tryggð, og elsku Haukur, Tinna
og Tanja, megi góður Guð styrkja
ykkur og hugga.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta biund.
(V. Briem.)
Ágústa G. Sigfúsdóttir.
Ástrún Jónsdóttir lést á föstu-
daginn langa í sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn eftir erfið veikindi.
Rúna, eins og hún var oftast köll-
uð, fæddist 20. mars 1938 á Brúna-
stöðum í Fljótum, dóttir Sigríðar
Jóhannesdóttur og Jóns Arngrírns-
sonar. Hún var næstyngst fimm
alsystkina en átti auk þess einn
hálfbróður.
Við erum ekki fróð um ætt Rúnu
og æsku en langar að minnast heið-
urskonu, sem við vorum svo heppin
að eiga samleið með. Rúna var
myndarleg kona í sjón og raun,
hógvær, velviljuð og glaðlynd, enda
virtum við hana mikils strax frá
fystu kynnum.
Árið 1960 giftist Rúna eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Hauki Dór
myndlistarmanni. Þau hófu búskap
i Reykjavík en tóku sig fljótlega
upp og dvöldu í Edinborg næstu
árin við nám og störf. Þaðan fluttu
þau til Kaupmannahafnar og þar
lágu leiðir okkar saman árið 1966.
Skömmu eftir heimkomuna, ári síð-
ar, opnuðum við Rúna litla verslun
við Skólavörðustíginn sem hlaut
nafnið Kúnígúnd. Þetta voru
skemmtilegir tímar og vináttan
treystist.
Um þetta Ieyti keyptu þau hjónin
lítið hús úti á Álftanesi, Marbakka,
og eiga margir góðar minningar
þaðan um gestrisni húsráðenda og
snilli Rúnu við eldavélina. Á árunum
1973-75 urðu mikil þáttaskil hjá
þeim hjónum er þau eignuðust dæt-
urnar Tinnu og Tönju, sem eru
ættaðar frá Suður-Kóreu, og er
ekki ofsagt að þá hafi oft verið kátt
í kotinu.
Nú tók við tími mikilla bygging-
arframkvæmda, fyrst á Marbakka
og síðar á Arnarnesi en eins og
ævinlega tók eitt ævintýrið við af
öðru hjá þeim sómahjónum Hauki
og Rúnu. Næst var allt lagt undir
og stefnan tekin á Ameríku. Eftir
nokkur ár við störf í Bandaríkjun-
um, aðallega við leirmunagerð,
fluttist fjölskyldan til Danmerkur
og settist að á Norður-Sjálandi. Þar
komu þau sér upp glæsilegum veit-
ingarekstri og nutu hæfileikar
Rúnu sín kannski aldrei betur en
einmitt þar. Þá var komið að Kaup-
mannahöfn á nýjan leik ogþar átti
Rúna sitt síðasta heimili. Dæturnar
að verða fullorðnar, Tinna farin að
vinna, Tanja að ljúka menntaskóla-
námi og Haukur glímir við málverk-
in, milli þess sem hann hlúir nær-
gætinn að Rúnu sinni.
Nú, þegar þessi gáfaða og æðru-
lausa kona er horfin, verður okkur
hugsað til ykkar, elsku Haukur
minn, Tinna og Tanja og til aldraðr-
ar móður Rúnu norður á Sauðár-
króki. Ykkur öllum og öðrum að-
standendum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ástrúnar
Jónsdóttur.
Dúna, Jens, Magnús og
Sigurður Oli.
Það er erfitt að kveðja géða vin-
konu, en þrátt fyrir sársaukann
hrannast upp minningar um náin
kynni og yndislegar samverustund-
ir.
Við hittumst fyrst þegar Rúna,
Haukur og dæturnar fluttu til Col-
umbia í Maryland og ætluðu að
setjast þar að og skapa sér framtíð
á listabrautinni í Bandaríkjunum.
Við urðum strax góðir vinir og
þau hjónin settu upp verslun í sömu
verslunarmiðstöð og ég hafði mína
verslun.
Það voru erfiðir tímar fyrir lista-
fólk og einnig erfið ár fyrir verslun-
arrekstur og fljótlega sneru þau
aftur til Evrópu og settust að um
tíma á Spáni.
Seinna, þegar ég hafði flutt bú-
ferlum til Danmerkur, hittumst við
þar og þá bjuggu þau hjónin og
dæturnar í smátíma hjá mér í Far-
um. Þeim leist svo vel á umhverfið
að þau settust að í næsta húsi og
síðan höfum við verið nábúar.
Það var gaman að fylgjast með
þessari ágætu fjölskyldu. Þau urðu
hluti af minni fjölskyldu og við
deildum gleði og sorgum og studd-
um hvert annað í gegnum árin.
Alltaf var Rúna jafn sterk, trygg
og traust. Hún var hæversk og
hógvær, en alltaf tilbúin að styðja
vini og ættingja og sambandið inn-
an fjölskyldunnar var svo hlýtt og
notalegt.
Margar urðu ferðimar sem við
skruppum milli húsa. Mínir gestir
urðu þeirra gestir og ég naut þess
að hitta þeirra vini. Þannig urðu
dagarnir oft að sameiginlegum há-
tíðisdögum.
Þegar Rúna veiktist sást best hve
hjónaband hennar og Hauks var
einstaklega náið og ég mun aldrei
gleyma hve natinn Haukur var í
allri umhugsun um Rúnu og hve
vel þau studdu hvort annað þessi
síðustu ðg erfiðu ár.
Samband Rúnu og dætranna var
líka einstakt. Þær vom eins og
bestu vinkonur.
Ég veit að þessa dagana er erfitt
að hugsa sér framtíðina án Rúnu.
En við verðum að reyna að hugsa
í anda Rúnu, sem aldrei gafst upp.
Hún var svo bjartsýn, kvartaði
sjaldan og kenndi ekki í brjósti um
sjáifa sig.
Elsku Haukur, Tinna og Tanja.
Megi guð styðja ykkur í framtíðinni
og megi minningin um styrk og
blíðu Rúnu færa ykkur frið á þess-
um erfiðu stundum.
• Ég og fjölskylda mín í Bandaríkj-
unum og Danmörku sendum ykkur
og öllum ættingjum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Karen Ingvarsson, Maryland.
„Við erum búin að missa hana
Rúnu.“ Þannig komst Haukur Dór
bróðir minn að orði þegar hann
hringdi að kvöldi föstudagsins
langa. Sannarlega emm við mörg
sem tökum undir þau orð. Því við
eigum svo mikils að sakna. Haukur
sér á bak ástinni sinni gegnum
þykkt og þunnt, Tinna og Tanja
syrgja hlýja móður, vinir trega
trausta vinkonu og systkini og öldr-
uð móðir kallar fram í hugann ljúf-
ar minningar. Sú er helsta huggun-
in að svo stöddu; minningarnar um
Rúnu verða ekki frá okkur teknar.
Vitaskuld brá okkur illa, þótt við
vissum að hveiju stefndi, en svona
fljótt, — þau hugðu á heimferð
þremur dögum síðar.
Örlögin höguðu því þannig að ég
var orðin 10 ára þegar ég kynntist
Hauki fyrst; hann óx úr grasi ann-
ars staðar, en við systkinin vissum
alltaf af honum. Og það varð hátíð
og hamingja í bæ þegar hann loks-
ins kom, svona Ijúfur og glæsileg-
ur. Fáum mánuðum síðar urðum
við enn hamingjusamari þegar hann
birtist með Rúnu, þessa fallegu
stúlku — ég man enn hvað hún var
í fagurblárri kápu. Ég varð svo
uppnumin að ég stökk í næstu hús
og krafðist þess að nágrannarnir
kæmu að skoða hann Hauk, stóra
bróður minn, og kærustuna hans.
Þá var Rúna tvítug. Síðan hafa
Haukur og Rúna verið eitt í mínum
huga, ávallt nefnd í sömu mund,
hugtak sem tæpast verður leyst
upp.
Ástrún Jónsdótir hét hún fullu
nafni og var Skagfirðingur, fædd
að Brúnastöðum í Fljótum. Móðir
hennar, sem enn lifir, er Sigríður
Jóhannesdóttir, en föður sinn, Jón
Arngrímsson, missti Rúna fjögurra
ára gömul. Sigríður giftist síðar
Árna Sæmundssyni og hjá þeim
hjónum ólst hún upp, ásamt systk-
inum sínum sem urðu fimm talsins.
Bernskuárin liðu við dagleg störf
og sveitaskóla, en 17 ára fór Rúna
að-heiman og stundaði nám vetrar-
langt við Kvennaskólann á Blöndu-
ósi. Síðan tóku við almenn störf
eins og tíðkaðist, meðal annars í
Noregi um skeið.
Haukur Dór var við jámsmíðaná-
m er þau Rúna kynntust. Örlögin
voru ráðin og fljótlega lá leiðin til
Edinborgar þar sem hann lagði
stund á leirmunagerð í tvö ár. Rúna
sá þeim fyrir lífsviðurværi, meðal
annars sem húshjálp hjá tveimur
öldruðum, skoskum jómfrúm. Eftir
árs viðdvöl á íslandi varð Listaaka-
demían í Kaupmannahöfn fyrir val-
inu til frekara listnáms. Þar dvöldu
þau 1965-1967. Og enn vann Rúna
fyrir þeim, nú á skrifstofunni hjá
A.P. Möller.
Þegar heim kom lá fyrir að gera
mat og list úr dijúgu námi og
reynslu; þau komu á fót leirmuna-
verkstæði við Bergstaðastræti og
settust að á Týsgötunni. Það var
vor í lofti meðal ungra listamanna,
nýir straumar, allt í endurskoðun.
Ferskir vindar bárust með SÚM-
hópnum, kynslóð eftirstríðsáranna
krafðist breytinga — einnig nýrra
listmuna. Keramik frá Hauki Dór,
gert af mikilli list, varð meðal tákna
hins nýja tíma og fengu færri en
vildu. En keramikið var ekki ein-
ungis frá Hauki, það var líka frá
Rúnu; þau unnu saman að leirkera-
gerðinni, eins og öllu öðru.
Fyrsti bíllinn var gamall, útjask-
aður Trabant og hvert fer ungt par
í rómantískan bíltúr á „nýja“ bílnum
sínum, nema út á Álftanes? Þar bar
við sjóinn í kvöldsólinni lágreist
hús, hlaðið úr hraungrýti ytra,
umkringt feiknar garði. Marbakki.
Þar vildu þau vera og hvergi ann-
ars staðar. Árið var 1968, þau ný-
komin að utan og félítil, en áræðið
taumlaust, eins og reyndar löngum
síðar.
Árin á Álftanesinu urðu tíu.
Marbakki tók miklum stakkaskipt-
um. Öllu var umbylt, ytra sem
innra, gamli sumarbústaðurinn varð
ævintýralegt listamannahús öltum
sem þangað komu. Vinnustofa var
reist við sjávarkambinn og leirkera-
gerðin flutt heim. Nám og störf
Hauks og Rúnu erlendis báru smám
saman ríkulegan ávöxt, ekki ein-
ungis í keramikinu, heldur einnig
málverkinu. Keilir blasti við eins
og glögglega má merkja í myndum
Hauks fyrr og síðar. Rúna sló ekki
slöku við, fremur en áður. Hún
stofnaði listmunaverslunina Kúní-
gúnd við Skólavörðustíg ásamt vin-
konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur,
Dúnu, fljótlega eftir heimkomuna.
Það var glæsibúð með nýjum stíl
sem snerti listræna strengi breyttra
tíma. Þar voru alþekktu kertin
hennar Rúnu — Norðurljós hétu þau
— sem hún framleiddi árum saman
af mikilli smekkvísi og runnu út.
Verslunarrekstur, kertagerð, leir-
munagerð; þótt ekkert af þessu
væri í sjálfu sér nýlunda á íslandi
voru stíll og efnistök með nýjum
brag. Að því leyti fóru þar frum-
kvöðlar.
Enn hljómaði ekki barnahjal í
ævintýrahúsinu við sjávarkambinn.
En þá komu Tinna og Tanja, dæt-
urnar sem Haukur og Rúna ætt-
leiddu nokkurra mánaða gamlar,
fæddar 1973 og 1975, gleðigjafar
fyrr og síðar. Það varð enn bjartara
yfir Marbakka þegar fjölskyldan
stækkaði svo rækilega og umsvifa-
laust. Árið 1978 var orðin slík þröng
á þingi á Álftanesinu að þau seldu
Marbakka og byggðu yfir sig af
sama dugnaðinum við annað fjöru-
borð, á Arnarnesi.
Stórhuga fólk unir ekki lengur
þegar allt virðist vera að færast í.
fastar skorður. Þá þarf að kanna
nýjar slóðir, hugurinn leitast við að
storka öriögunum og sé kjarkurin'n
nægur er látið til skarar skríða.
Hauk og Rúnu skorti ekki hugrekk-
ið, seldu allt hér heima 1980 og
settu stefnuna á Ameríku til að
byija með. Þá tók við tveggja ára
dvöl í Columbia í Maryland, nýtt
hús og nýr leirbrennsluofn og mikið
varð til af fallegum hlutum. Þar
nutu þau öll dyggilegrar aðstoðar
Dóru, systur Hauks.
Og ögrandi hugmyndir voru til^
þess eins fallnar að korna þeim í
verk; þau rétt tylltu niður fæti á
gamla landinu á leiðinni austur um
haf á ný, söðluðu gjörsamlega um,
festu kaup á gömlum og lúnum
herragarði á Norður-Sjálandi og
umbyltu enn sem fyrr gömlu húsi,
og þar með lífí sínu, svo ævintýri
var líkast. Á ótrúlega skömmum
tíma varð að veruleika glæsilegur
veitingastaður, Tinggárden, þar
sem gestum var boðið hangikjöt og
íslenskar pönnukökur meðal ann-
arra kræsinga. Og líkaði vel. Hauk-
ur og Rúna stóðu í eldlínunni, við
potta og pönnur og uppvaskið —
Tinna og Tanja líka — innkaupin,
bókhaldið, starfsmannahaldið og -<
allt sem fylgir veitingaamstri. En
erill og fjárhagsvíl varð meira en
góðu hófu gegndi og fjölskyldan
flutti sig um set inn til Kaupmanna-
hafnar.
Rúna helgaði sig upp frá því fyrst
og fremst Hauki, Haukur helgaði
sig Rúnu og myndlistinni, og þau
bæði dætrunum. Rúna hafði þó
engu gleymt um verslunarrekstur
með listmuni og stofnaði með vina-
hjónum, Mörtu Kristjánsdóttur og
Guðjóni Gestssyni, Gallerí Grímu.
við Laugaveg fyrir tæpum tveimur
árum. Annaðist hún innkaup í Dan-
mörku af þeirri list sem galleríið
ber með sér. Marta og Guðjón
reyndust síðan, að öðrum ólöstuð-
um, meðal sannra vina í raun.
Tiltöluleg ró færðist yfir, eftir
sviptingasöm ár um víðan völl.
„Þessi síðustu ár eru einhver þau
bestu sem við áttum sarnan," sagði
Haukur við mig á dögunum. En
skugga brá yfír fyrir rúmu ári er
í ljós kom sá sjúkdómur sem nú
hefur leitt til þess að „við erum
búin að missa hana Rúnu“. Þrátt
fyrir allt telst síðasta árið þeirra
engu að síður með „þeim bestu“
þegar litið er til þess að hinn sam- -
eiginlegi óvinur færði þau enn nær
hvort öðru. Þau gengu þá göngu
hlið við hlið, þétt og æðrulaust.
Aldrei kvartaði Rúna, þrátt fyrir
margvíslegar þjáningar, og Haukur
var einlægt nálægur og alshugar,
allt til lokastundar.
Rúna er mér minnisstæð fyrir
margt, allt frá því að hún birtist
mér fyrst í fínu, bláu kápunni um
árið. Smekkvísi, myndarskapur,
seigla og stórhugur eru meðal orða
sem koma í hugann. Enn sé ég
Hauk og Rúnu sem eitt — Álfta-
nes, Columbia, Tinggárden, Farum
— þau höfðu sérstakt lag á að eiga
heimili sem var engu öðru líkt án
þess að það væri markmið í sjálfu'**’
sér. Nýir listmunir, úr eigin smiðju
eða annarra, komu sífellt á óvart,
matarboðin voru ævintýri hvert um
sig og það var líkt og hver og einn
væri heiðursgestur. Þau nutu hins
ljúfa lífs og deildu því með öðrum,
engu síður en kröfuharðri tilveru
listamanna. Eilíflega verð ég þakkl-
át Rúnu fyrir það hve dyggilega hún
studdi bróður minn. Þau gengu sam-
an gegnum súrt og sætt og studdu
hvort annað af einlægni, bæði í rétt-
um ákvörðunum og röngum.
Þrátt fyrir að vera svo nálæg og'
hlý á öllum stundum var Rúna dul,
aldrei óþarfa gaspur eða mas. Ég
vissi ekki alltaf hvað hún var að
hugsa, en vissi samt alltaf hvar ég
hafði hana. Rúna kunni þá miklu
kúnst að hlusta. Þannig var hún
hún mikill veitandi, en þeir þiggj-
endur sem hún ljáði eyra. ^
Blessuð sé minning hennar.
Stefanía Harðardóttir.