Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 HU GLEIÐIN GAR UM DEBETKORTIN eftir Paul B. Hansen Debetkortin ei’u ofarlega í hugum landsmanna um þessar mundir og ekki er neinn vafi á því, í huga þess er þetta ritar, að allt gi'eiðslukerfi bankanna og um leið landsmanna mun verða einfaldara og færslu- kostnaður lægri þegar debetkortin ná tökum á markaðinum. Allar færsl- ur eru rafrænar, þannig að kostnað- ur við kerfið ætti að vera lágmarkað- ur svo sem unnt er. Enginn vafi er heldur á því að væntanleg koma debetkortsins mun valda meiriháttar breytingum á högum einstaklinga og vonandi einnig talsverðum sparn- aði. Af- debetkortareikningi er ekki verið að eyða peningum sem ekki eru ti!. Debetkortið er ekki bara greiðslukort, heldur staðgreiðslu- kort; þ.e.a.s. til þess að greiðsla geti farið fram verður að vera til inni- stæða á viðkomandi reikningi. Eitthvað hljómar þetta nú reyndar kunnuglega! Þetta verður þá bara eins og í gamla daga, fyrir daga krítarkortanna góðu, þegar maður fékk launin greidd í peningum þann- ig að þegar peningamir voru uppurn- ir, var einfaldlega ekki hægt að eyða meiru. Sem sagt, engir krítarkortareikn- ingar um mánaðamót sem maður á ekki fyrir, heldur aðeins reikningsyf- irlit sem gefur stöðu reiknings, hvaða greiðslur hafa farið fram á tímabil- inu, ásamt upplýsingar um aðrar úttektir, þannig að viðskiptavinur bankans veit gjörla fjárhagsstöðu sína um hver mánaðamót. Að vísu verður viðskiptavinurinn, samkvæmt auglýsingu bankanna nýlega, að greiða 45 kr. fyrir reikn- ingsútskriftina í hvert sinn (bankinn er nefnilega enginn góðgerðastofnun og ef hann á að halda reikningshald fyrir viðskiptavini sína er ekki nema sanngjarnt að viðskiptavinurinn borgi fyrir það). Heyrst hefur að fyrir hveija færslu á debetkortareikningi eigi að greiða einhverjar krónur, 10 kr./færslu hafa verið nefndar í mín eyru. Hugsum okkur sem svo að 50 þús heimili þurfi hvert að greiða 10 reikn- inga um hver mánaðamót, greitt er með debetkorti og hver færsla kostar 10 kr. Fyrir það eitt að taka peninga út af reikningnum, peninga sem eru eign korthafa, þurfa reikningsgreið- endur að borga bankakerfmu 5.000.000,00 kr. - fimm miljónir - um hver mánaðamót og fyrir hvað? - fyrir að fá að taka peninga út af bankareikningunum sínum! Ég á von á því að verðir banka- kerfisins láti í sér heyra og komi með aðrar tölur í staðinn ef þessar reynast rangar. Ekki nema einn bankastjórajeppi á mánuði, er þetta nokkuð til að gera veður útaf? En fyrir hvað er verið að greiða? Fyrir það eitt að fá að nota peninga sem maður á í banka? Ef svo er, er þá ekki bara eins gott að taka út innistæðuna og greiða með peningum? Málið virðist sáraeinfalt. • Debetkortið mun leiða af sér tölu- verðan sparnað í bankakerfinu. Tap vegna innistæðalausra ávísana verð- ur úr sögunni, afgreiðslukostnaður minnkar og líklega má fækka starfs- mönnum þegar flestar ferslur verða rafrænar. •Debetkortið mun leiða af sér sparnað í verslunarrekstri, ekki þarf að telja peninga að loknum vinnu- degi, ekki þarf að fara með innlegg í banka og ekki verður rýrnun í kass- anum. • Debetkortið mun verða til þæginda og aukins öryggis fyrir einstaklinga. En ef bæði bankar og verslunar- eigendur hagnast af innleiðingu de- betkortsins, hvers vegna eiga þá reikningseigendur að borga fyrir að nota kortið? Hvers vegna taka neytendasam- tökin ekki mál þetta upp af meiri alvöru? Óumdeilanlega er hagur neytenda í húfi. Það liggur ljóst fyrir, að mati þess er þetta ritar, að debetkortið kemur fyiT eða síðar, hvort sem neytendan- um líkar betur eða verr og útlit er fyrir að það geti orðið öllum til góðs, þ.e. ef ekki er farið offari í gjald- töku. Markaðssetning kortsins hefur þó verið með þeim hætti að almenn- ingur virðist mótfallinn notkun þess og ef gjaldtökuhugmyndir bankanna ná fram að ganga, er ekki nema eðlilegt að almennir viðskiptavinir bankanna séu ekki par hrifnir, því þeir einir virðast tapa á þessu. Markaðssetningin hefur sem sagt mistekist og bönkunum virðast vera mikið í mun að snúa þessu við, enda er hagur þeirra af notkun debetkorts- ins mestur. En hversu langt gengur markaðs- setningin? Upp á síðkastið hafa nokkrir úr mínum kunningjahópi orðið fyrir því „óhappi“ að bankakort þeirra hefur, af einskærri tilviljun og af óskiljan- legum ástæðum, verið „aftengt“ úr tölvunni, þannig að þeir hafa orðið að útvega sér debetkort ef þeir vilja þá hafa möguleikar á því að taka út peninga af reikningum sínum. „Ef af innleiðingu deb- etkortsins verður, eins og það er hugsað nú, er greinilega verið að stofna til aukinna út- gjalda fyrir almenning, nema þá að bankarnir ætli að bæta honum þetta upp með öðrum hætti.“ Ekki skal fullyrt að þetta sé gert með ráðnum hug af bankanna hálfu, þetta hlýtur að vera tilviljun því ekki getur verið að menn lúti svona lágt í svokallaðri markaðssetningu. Eitt er það sem ekki hefur verið nefnt hingað til í umræðunni svo mér sé kunnugt, en það er hættan á að neysluvenjur neytenda verði „kortlagðar“ og upplýsingar þar að lútandi notaðar í auglýsingaskyni eða jafnvel seldar þriðja aðila til tekjuöfl- unar. Slíkt hefur gerst með upplýs- ingar úr kreditkortareikningum í öðrum löndum að því að haldið er fram og hvers vegna ættu íslenskir bankar að vera eftirbátar banka ann- arra þjóða. Ef af innleiðingu debetkortsins verður, eins og það er hugsað nú, er greinilega verið að stofna til auk- inna útgjalda fyrir almenning, nema þá að bankarnir ætli að bæta honum þetta upp með öðrum hætti. Ég vil að lokum leyfa mér að beina eftirfarandi spurningum til einhvers í bankakerfmu. Spurningarnar eru þess eðlis að hægt sé að svara þeim með einfaldu jái eða neii, og vonast ég til að þeim verði svarað þannig. 1. Ef reikningsgreiðandi fer í bankann sinn og greiðir tíu reikninga með debetkorti, verður þá reiknað gjald fyrir tíu færslur, eða aðeins fyrir eina? 2. Verður reiknað færslugjald ef teknir eru út peningar í „hrað- banka"? 3. Ef reikningseigandi fer í af- greiðsiu bankans og tekur út peninga af reikningnum sínum, þarf hann þá að borga færslugjald? 4. Er ætlunin að stíga skrefið til fulls og taka færslugjald af þeim er greiða reikninga sína með peninga- seðlum? 5. Er tryggt að upplýsingar um neysluvenjur reikningseigenda verði ekki notaðar í auglýsingaskyni, eða með öðrum hætti, gegn vilja neyt- andans? Þar til ásættanleg lausn hefur fengist á debetkorta„vandanum“ legg ég til að menn greiði reikninga sína sem og önnur viðskipti með beinhörðum peningum, enda ekki farið að taka færslugjald fyrir slíkar greiðslur enn. E.t.v. er það eina rétta leiðin, að sem flestir greiði viðskipti sín með peningaseðlum en ekki með rafræn- um greiðslum, því þá munu skapast fleiri atvinnutækifæri bæði í bönkum og í stærri verslunum, en ekki veitir af atvinnutækifærunum nú í atvinnu- leysinu. — 4. marz 1993 Höfundur er tæknifræðingvr. jHeðöur r a morgun V. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11 í Bústöðum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Fermingarmessa kl. 11. Prestar sr. Hjalti Guð- mundsson og sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Dómkórinn syngur. Org- anisti Marteinn H. Friðriksson. Messa kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Prestursr. Grím- ur Gíslason. Organisti Kjartan Ólafsson. Einsöngur Dúfa Ein- arsdóttir. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal og sr. Gylfi Jónsson. Organisti Arni Arin- þjarnarson. Ath. fjölskyldumessa og barnastarf fellur niður vegna ferminga. Vorferð barnastarfsins verður sunnudaginn 24. apríl kl. 10.30. Athugið brottfarartímann. HALLGRÍMSKIRKJA: Kl. 11. Barnasamkoma og messa með altarisgöngu. Nemendur úr Tón- skóla þjóðkirkjunnar leika á bæði orgel kirkjunnar. Þeir eru: Dou- glas A. Brotchie, Guðmundur Sigurðsson, Guðjón Halldór Ósk- arsson, Helga Þórdís Guð- mundsdóttir og Jóhann Bjarna- son. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kl. 17.30. Dagskrá á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju. Trú og siðgæði í íslenskum barna- bókmenntum. Silja Aðalsteins- dóttir, bókmenntafræðingur, flyt- ur erindi. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Deild 33A: Messa kl. 14. Sr. Jón Bjar- man. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guð- mundsson. Kór Langholtskirkju (hópur V) syngur. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf kl. 13 í umsjá Hauks Jónassonar og Jóns Stefánssonar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón Dr. Hróþjarts- son. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Ggðsþjón- usta kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Aðalsafnaðar- fundur verður haldinn eftir guðs- þjónustu. SELTJARNARNESKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Hákon Leifs- son. Prestur. sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf kl. 11. Börnin gangi inn í kjallara. ÁRBÆJARKIRKJA: Ferming og Guðspjall dagsins: (Jóh. 10.). Ég er góði hirðirinn. altarisganga kl. 11 árdegis. Org- anisti Sigrún Steingrímsdóttir. Barnaguðsþjónustur í Ártúns- og Selásskóla á sama tíma. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fermingar- guðsþjónusta kl. 13.30. Altaris- ganga. Kvöldmessa með altaris- göngu kl. 20.30. Sr. Magnús B. Björnsson, predikar. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónas- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Fermingarguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 10.30. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Um- sjón Ragnar Schram og Ágúst Steindórsson. Ferming og altar- isganga kl. 14. Sr. Hreinn Hjart- arson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Elínborg og Valgerður aðstoða. Barnakórinn syngur undir stjórn Sigurbjargar Helgadóttur organista. Síðasta barnamessa fyrir barnamessu- ferðina. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Fermingar- 'messur kl. 10.30 og kl. 14. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Ferming í Kópavogskirkju kl. 14. Kór Kópavogskirkju syng- ur. Organisti Örn Falkner. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Laugardagur 16. apríl. Vorferð barnastarfsins. Lagt af stað frá Seljakirkju kl. 11. Barnaguðsþjónusta í Hafnar- fjarðarkirkju. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngvarar Haukur Páll Haraldsson og Marilee Williams. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar. Organisti Jón Stefánsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, HAFN.: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Skráning í vor- ferðina er hafin. Guðsþjónusta kl. 14. Fermdir verða Einar Krist- insson, Lindarseli 9 og Gunnar Viðarsson, Hofsvallagötu 59. Organisti Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. SÍK, KFUM og KFUK, KSH: Sam- koma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Gestir frá samstarfshreyfingum Kristilegu skólahreyfingarinnar á Norðurlöndum taka þátt í sam- komunni. Ræðumenn verða Leif Andersen frá Danmörku og Stef- an Gustafsson frá Svíþjóð. Upp- hafsorð hefur Ársæll Aðalbergs- son, formaður Skógarmanna KFUM. Kaffi að lckinni samkom- unni. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11.. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad- elfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Barnasamkoma á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun- arsamkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Kapteinn Miriam Óskars- dóttir stjórnar og talar á sam- komu dagsins. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Jón Þorsteinsson. GARÐAPRESTAKALL: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Messa í Víði- staðakirkju kl. 14. Ferming. Org- anisti er Ference Utazy. Ólafur Jóhannsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónsuta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 13.30. Bragi Friðriksson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Almenn guðsþjónusta kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma. Heitt á könnunni eftir messu. Kl. 20.30. KFUM & K. Unglingafund- u"r. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Veru Guláziová, org- anista safnaðarins. Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í Kirkjubæ eftir messu. Kaffiveit- ingar. Þórsteinn Ragnarsson. HVAMMSTANGAKIRKJA: Fermingarmessa í kirkjunni kl. 11. Fjöldans vegna verður einnig opið fyrir kirkjugesti í húsnæði skólans. Kristján Björnsson. AKRANESKIRKJA: Sameiginleg helgistund í kirkjunni í dag kl. 11 fyrir kirkjuskólann og sunnu- dagaskólann. Á eftir föndur í safnaðarheimilinu. Stjórnendur Axel og Sigurður. Fermingar- guðsþjónustur kl. 11 og kl. 14. Altarisganga fermingarbarna og aðstandenda þeirra mánudag kl. 19.30. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa verður í Borgarneskirkju kl. 11. Guðsþjónusta á' Dvalarheimili aldraðra kl. 14. Sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.