Morgunblaðið - 16.04.1994, Side 43

Morgunblaðið - 16.04.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 43 Jóney Margrét Jóns- dóttír — Minning Fædd 27. júlí 1900 Dáin 29. mars 1994 Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig, guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Vertu yfir og alit um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Nú er ég hlýt að kveðja mína ástkæru móður í hinsta sinn, þá kemur svo margt upp í hugann. En fyrst koma upp þessi vers sem hún kenndi okkur systrunum þegar við vorum börn og sem hún fór svo oft með á hverju kvöldi. Mamma mín var sterktrúuð kona og sagði alltaf að guð bænheyrði hana svo oft. Það var líka rétt. Hún vildi gjöra allt það besta fyrir alla. Hún átti marga vini, þó að flestir þeirra séu nú farnir á undan henni, svo að ég veit að það verða margir sem að taka á móti henni á ströndinni björtu. Þá verður mikil gleði. Allar þær óskir og þakkir sem ég vildi færa henni komast ekki fyrir á neinu blaði, þær lifa bara í huga mínum og allra minna ást- vina. Mamma vildi alltaf vera á ferðinni og vinna. Alltaf þegar hún settist niður greip hún í pijóna eða handavinnu. Hún kunni ekki við að sitja iðjulaus. Hún átti erfitt með að sætta sig við ellina. En þeir sem ungir eru verða að sætta sig við það. Undir það síð- asta kunni hún best við sig í rúm- inu sínu og sagði: Ellin, hún er ósköp leið engu skal þó kvíða. Ég hef senn mitt skundað skeið og skal því ánægð bíða. Ég bið góðan guð að taka á móti henni og gæta hennar um alla eilífð. Friðbjörg Olína Krisljánsdóttir. Elsku amma okkar er dáin. Okk- ur langar til að kveðja hana og þakka henni fyrir hvað hún var okkur góð. Við gátum alltaf komið til hennar á Hringbrautina og fengið hjá henni heitar flatkökur, sem hún bakaði á hveijum degi. A sunnudögum fór hún með okkur í kirkju sem hefur verið okkur gott veganesti. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amraa. Guð geymi þig. Guðleifur Sveinn, Tryggvi Bjarni og* Kristján Grétar. Þeir sem slitu sínum fyrstu skæð- um í upphafi þessarar aldar eru nú óðum að hverfa. Amma mín, Jóney Jónsdóttir, er ein þeirra sem nú hefur lokið langri og farsælli lífs- göngu. Hún var fædd 27. júlí 1900 í Brekkubæ á Hellnum í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru Katrín Friðriksdóttir og Jón Magnússon. Amma átti þtjú hálf- systkin og eru tvö þeirra á lífi, Aðalbjörg Valentínusdóttir og Sig- ursæll Magnússon. Friðjón Jónsson og Jóhanna uppeldissystir hennar eru bæði látin. Arið 1923 giftist amma afa mín- um, Kristjáni Jónssyni, og eignuð- ust þau jörðina Ytra-Einarslón und- ir Snæfellsjþkli á móti foreldrum hans, Jóni Olafssyni skáldi og Ás- gerði Vigfúsdóttur. Afi og amma eignuðust þijár dætur, Ingileifu, f. 8. júlí 1926, d. í mars 1989, Fri- björgu Ólínu, f. 8. júní 1928, og Þórheiði, f. 1. nóvember 1936. Upp úr 1947 fluttu þau svo til Keflavík- ur þar sem afi minn lést 13. mars 1970. Frá fæðingu var ég alinn upp hjá afa og ömmu og hlaut hjá þeim þá bestu mönnun sem hugsast get- ur. Afi minn, Kristján, lést er ég var 15 ára og eftir það bjuggum við tvö saman, amma mín og ég, þar til ég stofnaði mína eigin fjöl- skyldu. Við leiðarlok er margt sem leitar á hugann, minningarnar frá bernsku- og æskudögum streyma fram tengdar ömmu, þeirri konu sem bar mig alla tíð á höndum sér. Hún var mjög trúuð og vék aldrei frá þeirri staðfestu sinni að líf okk- ar væri í drottins hendi. Hún sótti alla tíð kirkju reglulega og ein af mínum fyrstu bernskuminningum eru kirkjuferðir með henni. Amma mín var ákaflega dugleg kona og sýndi ætíð mikla fyrir- hyggju í rekstri heimilisins - hún var sannarlega ein af þessum hag- sýnu húsmæðrum. Á hveijum morgni, flesta mína æskudaga, vaknaði ég við ilmandi flatköku- lykt, en hún bakaði flatkökur fyrir Kaupfélagið til að drýgja tekjurnar. Hún var vakin og sofin yfir velferð dætra sinna og afkomenda þeirra og var ávallt kjölfesta fjölskyldunn- ar. Hún miðlaði okkur af trú sinni, lífsreynslu og árvökul augu hennar sáu alltaf ef einhvers staðar kreppti að. Amma mín var ákaflega hugs- unarsöm og gjafmild, lífssýn hennar var sú að huga fyrst að öðrum, reyna að láta gott af sér leiða og leggja hönd á plóginn þar sem þörf var á. Hún reyndist mér, Helgu, eigin- konu minni og börnum okkar ávallt sá vinur sem ætíð var tilbúinn að rétta hjálparhönd og sýna okkur frábæra umhyggju og velvild. Nú er komið að kveðjustund og ég stend í ævilangri þakkarskuld við ömmu fyrir það veganesti sem ég lagði upp með frá henni. Ég minnist hennar með þakklæti og virðingu og vil í lokin birta litla bæn sem hún orti og sendi okkur um jólin fyrir nokkrum árunv. Herra Guð, ég hrópa og kalla hjá þeim vertu hveija stund. Leystu þeirra litlu galla, lýstu þeim á bjarta grund. Ó, láttu drottinn, ljósið skína á litla drenginn hveija stund. Jón Ólafsson. - Þarfir mannsins breytast en hvorki ást hans né löngun' til að láta kærleikann vera svarið við köll- un hans -. Elskuleg amma mín er horfin hér af jörðu eftir langa vegferð, endur- fædd í faðmi ljóssins meðal eigin- manns síns og dóttur. Kona, sem bjó yfir sérstökum persónuleika, yndisleg kona, sem alltaf hafði nægan tíma. Amma var hæglát og góð kona, orð hennar voru fá en beinskeytt og áhrifarík. Snæfellsjökull var ofarlega í huga hennar þar sem hún sagði mér frá misjafnri reynslu lífsins, meðbyr og mótlæti og að það væri ekki hægt að flokka neitt sem svart og hvítt. Allir hlutir væru í samhengi. Hún bjó við þá blessun að hafa eina dóttur sína og tengdason ná- lægt sér þegar kraftar líkamans tóku að þverra og ég er viss um að sú óeigingjarna ástúð og kær- leikur sem þau sýndu henni eru skráð í bók lífsins hjá „Hinum hæsta“. Elskuleg amma mín var mjög trúuð kona. Hún kenndi mér að biðja, kenndi mér hve máttur bæn- arinnar er mikill, kenndi mér að þakka hinum algóða guði fyrir gjaf- ir hans og umhyggju. Hún kenndi mér að trúin er öll verk og hugsan- ir okkar, undur og kraftaverk sem streyma frá hjarta sérhvers manns og að í bæninni til hins æðsta höfuð- smiðs getum við hvorki risið ofar verkum okkar né fallið neðar mis- tökum í gjörðum sérhvers dags, við skyldum fara varlega í að dæma náungann og vera þakklát fyrir það sem við höfum. Kæra amma. Þakka þér fyrir öll ljóðin sem þú sagðir mér, ljóðin sem þú hefur ávallt verndað og viljað að komi næstu kynslóð til góða, okkar er að meðtaka þann boðskap er í þeim felst. Hafa í huga einstak- linginn í hveijum manni. Að sér- hver maður, sérhver kona, sé hluti af öllu sem er, öllu sem koma skal í farvegi lífsins. Sérhver manneskja hugsi um sjálfa sig og meðbræður sína, svo og umhverfi sitt sem eina heild. Amma talaði oft um lífið og dauð- ann, tilganginn með veru okkar hér á jörðu og hversu miklu máli það skiptir að vera hreinn og fölskva- laus. Öll fæðumst við til þess að deyja og sá tími sem við höfum hér á jörðu er takmarkaður og við eigum því að nota hann til þess að feta lífsins veg í leit að sannleika og ljósi. Leita að sannleikanum í lífinu, leita að ljósinu sem býr innra með sér- hveijum manni. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir allt. Góður guð styrki þig og verndi. Kristján Jóhannesson. Aldamótabörnum fer nú sífækk- andi. Það fólk sem fæddist alda- mótaárið 1900 lifði miklar breyting- ar og framfarir á öllum sviðum, en misjöfn voru tækifærin til að nýta sér til framdráttar í lífinu. Jóney var búin að dveljast á Hlé- vangi hér í Keflavík um tveggja ára skeið en var svo til nýflutt á Garð- vang er kallið kom. Þar sofnaði hún að morgni dags eins og hún hafði óskað sér. Jóney Margrét Jónsdóttir var fædd að Brekkubæ á Hellnum í Breiðuvík, Snæfellsnesi, hinn 27. júlí árið 1900 og var því á 94. ald- ursári. Foreldrar hennar voru Katrín Friðriksdóttir og Jón Magnússon. Jóney var ein af þessum lánsömu börnum að hafa ömmu sína Ingi- leifu Erlingsdóttur sem bjó í Brekkubæ á Hellnum til að leita til er hún var ung. Jóney var á Helln- um til níu ára aldurs en þá missti hún ömmu sína og var það mikil sorg hjá svo ungu barni. Alla tíð minntist hún ömmu sinn- ar með söknuði enda fékk hún hjá henni þá fyrstu hjálp er hún þurfti. Hún minntist alltaf þessa tímamóta með söknuði þegar að hún stóð heima við Brekkubæ og horfði til jökulsins, en frá honum bað hún um kraft til að takast á við þau örlög er biðu hennar í lífinu. Um- hverfið á Hellnum, þar sem sjávar- barðir klettar, hellar og hraunið upp í Snæfellsjökul, alls þessa minntist hún frá bernsku sinni. Jóney fór níu ára gömul til föður síns, Jóns Magnússonar, og konu hans Sigurlínar Þormóðsdóttur, en þau hjónin bjuggu þá á Lýsudal í Staðarsveit. Þarna átti hún heima í nokkur ár og vann við bú föður síns, en þar vann hún af dugnaði við hlið föður síns. Þar hitti hún fyrst þann mann er síðar varð lífs- förunautur hennar, en það var Kristján Jónsson ættaður frá Ein- arslóni. Jóney mun hafa verið um 17 ára aldur er hún réð sig í vist hjá þeim sæmdarhjónum Stefáni Kristjáns- syni sem þá var vegavinnuverk- stjóri og Svanborgu Þorgeirsdóttur en þau áttu heima í Ólafsvík. Ári síðar réð hún sig í vist hjá Jóni hreppstjóra og konu hans en þau bjuggu í Munaðarhóli á Hellissandi, en svona voru örlögin, því þar hitt- ust þau aftur Kristján og Jóney, sem síðar leiddi til þess að þau eyddu lífinu saman. Jóney átti þijú hálfsystkini og var hún elst þeirra. Tvö þeirra eru á lífi, Aðalbjörg Valentínusdóttir sem lengi bjó að Hömrum í Reyk- holtsdal en síðan í Garði suður með sjó og Sigursæll Magnússon veit- ingamaður i Reykjavík, Friðjón Jónsson, kaupmaður til margra ára í Ytri-Njarðvík er nú látinn en ekkja hans Jóhanna Stefánsdóttir býr í Ytri-Njarðvík. Einnig átti Jóney uppeldissystur, Jóhönnu, sem lést fyrir allmörgum árum. Kristján og Jóney voru gefin saman í hjónaband 1923 og hófu þau búskap í Einarslóni ytra undir Snæfellsjökli. Þar átti Kristján jörð- ina Einarslón á móti föður sínum og móður, jieim Jóni Ólafssyni skáldi og Ásgerði Vigfúsdóttur. Einarslón var og er víðáttumikil jörð, sem hentaði aðllega sauðljár- búskap. Einnig var útræði, stutt að fara til að ná sér í fisk. Mikið var um reka og var hann nýttur til bygginga og sem eldiviður. Kristján fékk dugmikla konu sér við hlið enda veitti ekki af, það var langt frá kaupstað. Jóney fékk takmarkaða skóla- göngu en hún átti gott með að miðla öðrum af þeirri menntun sem hún fékk. I Einarslóni var ekkert rafmagn eiris og svo víða á þessum tíma og vatn þurfti að sækja að í svokallað Djúpalón sem var dijúglangt frá húsurium. Þarna í Einarslóni eignuðust þau þijár dætur. Elst var Ingileif, fædd. 8. júlí 1926, dáin í mars 1989, síð- an Friðbjörg Ólína, fædd 8. júní, og yngst er Þórheiður, fædd 1. nóvember 1936. Þarna í Einarslóni bjuggu þau þar til þau seldu jörðina árið 1944. Sá er keypti jörðina var Jóhannes Kjarval listmálari. Hann afhenti Kristjáni aftur jörðina til eignar mörgum árum seinna. , Kristján og Jóney keyptu jörðina Kirkjuhól í Staðarsveit. Þar trúlof- aðist undirritaður Friðbjörgu dóttur þeirra og bytjuðum við þar búskap í sameiningu við Kristján og Jón- eyju. Við byggðum sameiginlega upp íbúðarhúsið og frá þessum tíma má segja að við höfum alltaf verið í næsta nágrenni. Jörðin Kirkjuhóll var seld 1947. Keyptum við þá í sameiningu hús á Ákranesi. Þangað fluttum við öll en síðar til Keflavíkur. Kristján og Jóney keyptu sér neðri hæð á Hringbraut 87 og bjuggu þar þang- að til Kristján lést 13. mars 1970. Kristján lærð skósmíði á sínum yngri árum í Ólafsvík og setti hann upp verkstæði stuttu eftir að hann kom til Keflavíkur. Fljótt eftir að Jóney og Kristján fluttust til Reykjavíkur tóku þau hjón að sér dóttursoninn Jón Ólafs- son sem heitir í höfuðið á langafa sínum, Jóni Ólafssyni skáldi frá Einarslóni undir Jökli. Jón missti mikið þegar hann missti afa sinn, en Jóney hélt ótrauð áfram með uppeldið og hjá henni var Jón þar til hann fór að byggja upp sitt eigið líf. Jóni hefir alla tíð þótt afar vænt um ömmu sína og kom alltaf fram við hana til síðasta dags sem sannur sonur og vinur. Jóney var alltaf umvafin ást frá honum, konu hans og börnum, en þau búa í Reykjavík. Eftir að Kristján lést keypti Jón- ey sér minni íbúð á Mávabraut í Keflavík. Það hentaði henni betur. Árið 1973 breytti hún til og keypti neðri hæð í tvíbýlishúsi á Hring- braut 104. Var hún í sambýli við okkur hjónin í 20 ár þar sem við bjuggum á efri hæð. Frá þeirri stundu má segja að hún hafi notið umönnunar dóttur sinnar og hjúkr- unar, þá er hún fór að eldast. Hún sótti um pláss á Hlévangi árið 1992 enda mjög lúin eftir langa ævi. Síðasti dvalarstaður hennar var svo á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra í Garði. Á báðum þessum stöðum var henni tekið með opnum örmum og hjúkrað af einstæðri natni og góð- um hug. Þökk sé starfsfólki á þess- um stofnunum. Hlýhugur sá sem henni var þar sýndur verður seint fullþakkaður. Jóney var skapmikil kona, hún vildi ekki Iáta aðra hafa fyrir sér, á meðan hún hafði heilsu til en þáði allt með þökkum er henni var gert. Hún var skýr kona og sérstak- lega minnug, það gat verið fljótara að spyija hana um símanúmer en leita í símaskrá. Hún var hagmælt og átti gott með að búa til vísur um menn og málefni. Voru ófáar ljóðlínur er hún orti við ýmis tæki- færi. í því áttu þau margt sameigin- legt, tengdafaðir hennar, Jón Ólafs- son, og hún. Þökk sé henni fyrir allt. Matthías G. Guðmundsson. Við fráfall móður minnar lít ég til baka og minnist æskuáranna, kærleiks og góðs skjóls. Gott er að ylja sér við góðar minningar nú þegar þú ert farin, elsku mamma mín. Ég er þess fullviss að þú færð góðar móttökur hjá pabba, Ingu og öðrum ástvinum sem á undan eru farnir. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma. Hvíl þú í friði. Þegar ég sofna síðsta blund, sál mína í faðm þinn taktu, og hjá mér vertu alla stund, yfir mér sífellt vaktu. (Jón Ólafsson) Þín dóttir, Þórheiður. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, FRIÐBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Hrfsmóum 6, Garðabæ. Sigurður Guðmundsson, Ólöf Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurður Guðmundsson, Einar Gunnar Guðmundsson, Margrét Björg Guðmundsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.