Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 /, Cartos &r sóluumbdbsrncLöur okdcar erherd/s--a.m.fc. heJdég CLbhantn. u þa&.. 'eg S/c/L eJdeö orð af þiri sem hann segir. Með morgnnkaffinu Þú átt ekki að fara útaf, en þú lagðir bílnum þínum ólöglega og þarft að færa hann. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Flugleiðir og Fort Lauderdal Frá Þórdísi Árnadóttur: Það var með ánægju og söknuði sem ég las pistil Elínar Pálmadótt- ur í Morgunblaðinu 8. apríl, þar sem hún segir frá hraðferð sinni til Fort Lauderdale í Flórída og þá aðallega vistinni á hótelinu Guest Quarters. Sjálf dvaldist ég með ijölskyldu minni á Guest Qu- arters vikuna fyrir páska og var það afbragðsdvöl. Veður gott, að- búnaður á hótelinu góður, ströndin frábær og sjórinn mátulega heit- ur. Og í glæsilegri 2.700 manna menningarhöll sáum við eftir- minnilega sýningu á söngleiknum vinsæla Miss Saígon, um stríðs- rekstur Bandaríkjanna á erlendri grund. Tilefni þessara skrifa minna er að koma á framfæri tveimur at- hugasemdum. í bæklingi Flugleiða - og pistli Elínar - er sagt frá því að bíll frá hótelinu aki farþeg- um endurgjaldslaust milli flugvall- ar og hótels og einnig að einu sinni í viku bjóði hótelið gestum sínum í siglingu um síki Fort Lauderd- ale. Hvort tveggja ætluðum við auðvitað að notfæra okkur. En á því reyndust vandkvæði. Hótelbíllinn: Þegar komið var á flugvöllinn í Fort Lauderdale að kvöldi 24. mars fór ég beint í síma sem er beintengdur hótelinu til að athuga með akstur. Stúlkan sem svaraði spurði hvort ég væri í áhöfninni og þegar svo var ekki sagði hún að bíllinn væri pantaður fyrir áhöfnina og næsta ferð gæti ekki orðið fyrr en eftir rúman klukku- tíma. Ekki fýsti okkur að bíða svo lengi og tókum því leigubíl fyrir 15 dollara - eins og aðrir Flug- leiðafarþegar sem ætluðu á Guest Quarters urðu að gera. Sagan endurtók sig þegar við fórum að athuga með akstur frá hóteli á flugvöll laugardagsmorguninn 2. apríl. Flugvélin átti að fara klukk- an 6 síðdegis og við höfðum hug á að fá akstur klukkan 4. Það var ekki hægt því á þeim tíma var þessi eini bíll sem hótelið hefur til þjónustu pantaður fyrir áhöfn Flugleiðavélarinnar. Við gátum fengið bílinn klukkan 5 sem var of seint eða klukkan 3 sem okkur fannst of snemmt. Við vildum njóta síðustu sólarmínútnanna áður en haldið væri heim í snjó- inn. Klukkan 4 þegar við biðum ásamt annarri fjölskyldu eftir leigubílum, horfðum við á einkenn- isklætt Flugleiðafólkið tölta út í hótelbílinn og renna úr hlaði. Nú er mér spurn: Fyrir hveija auglýsa Flugleiðir ókeypis þjón- ustu hótelbílsins? Ef bfllinn er bók- aður fyrir áhafnir Flugleiða og hugsanlega boðsgesti, er þá ekki eins gott að sleppa því að minnast á þessa þjónustu í bæklingum fyr- ir almenning? Siglingin um síkin: Þegar við spurðum í hótelaf- greiðslunni hvaða dag báturinn Frá Halldóri Kristjánssyni: Magnús Skarphéðinsson átti í Morgunblaðinu 29. mars bréfstúf sem hann gerði í tilefni af því sem blaðið birti frá mér 12. mars. Það er jafnan gott þegar einhver tekur undir. í fyrsta lagi finnst mér nauðsyn að hressa Magnús og reyna að tala í hann kjark. Það er svo voða- legur bölmóður í manninum að liggur við örvæntingu. í sambandi við vímuefni sér hann að hvert vígið af öðru er fallið og virðist enga von sjá fyrir okkur bindindis- menn. Það er satt að margt gengur þar öfugt og aðrir ráða ferðinni. Mér hefur lengi þótt furðu gegna hversu skjótt skipast veður í lofti í þeim efnum. Hef ég þar í huga hversu mjög þjóðin snerist til bind- indis kringum síðustu aldamót, 1880-1910. Og hve hroðalega hefur skipt um síðan. Lítum nú á stöðuna eins og hún er. Fjórði hver íslendingur neytir ekki áfengis. Ég held að okkur sé óhætt að þakka íslenskri bind- indishreyfmgu þann árangur, þó að þar sé ýmsar leiðir að þræða. Mér finnst það alls ekki lítill árangur. Við megum standa upp- réttir og boða bindindið upplits- færi í skemmtisiglinguna með hót- elgesti, þeim að kostnaðarlausu, var okkur sagt að hótelið væri löngu hætt að bjóða upp á slíkar ferðir. Ef það stæði í einhveijuin bæklingi hlyti hann að vera gam- all eða byggður á gömlum upplýs- ingum frá hótelinu. En stúlkan í afgreiðslunni sagði alveg sjálfsagt að aðstoða okkur við að panta ein- hvers konar siglingu - á okkar kostnað! Með vinsemd og tilmælum til Flugleiða um að endurskóða kafl- ann um Fort Lauderdale í nýja, fína bæklingnum, Út í sól 94/95. ÞÓRDÍS ÁRNADÓTTIR, Heiðargerði 1, Reykjavík. djarfir með þeim hluta þjóðarinnar sem okkur fylgir þó það sé minni hluti. Eigum við að lyppast niður og þagna vegna þess stórlætis að meirihlutinn tekur ekki rökum eins og er? Það liggja ekki fyrir neinar töl- ur um það hversu miklu er bjargað vegna þess að fjórði hver maður neytir ekki áfengis. Hversu oft afstýra ódrukknir menn voða og vandræðum? Hversu oft koma þeir til liðsinnis? Við því kann enginn svör. En hér vinnur bindindið marga sigra umfram það að vernda fjórða hvern mann frá beinum áhrifum áfengis. Víst hafa mörg vígi fallið. Hið opinbera vald hefur brugðist. Um það skal ræða í næsta pistli. En í dag minnum við á það að víða standa vígi sem klettur í hafi. Það starf sem þeim fylgir er þjóðinni mjög til heilla og blessunar. Ég trúi ekki öðru en Magnúsi birti fyrir augum og honum þverri bölmóðurin þegar hann hugsar um þann flórða hluta þjóðarinnar sem fylgir okkur. Það er ómaksins vert að gera eitthvað fyrir það fólk og með því fólki. Hér sæmir síst að örvænta. HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli. Ekkí skulum við örvænta „ ENGAR XhvGG7«JR ... HANN H ERJf? ALDRSI Kjöm ist ffamh 3A nsK.Bóe> fjólaiundar Víkverii skrifar Isíðustu viku var fjallað hér á þessum vettvangi um upplýs- ingar, sem berast ritstjórnum og hvernig í sumum tilvikum er gerð tilraun til að „túlka“ slíkar upplýs- ingar þannig, þegar þær berast ritstjórnum, að misskilningi geti valdið og lesendur þar með blekkt- ir, ef fjölmiðlar gá ekki að sér. í þessari umfjöllun var nefnt eitt tiltekið dæmi, þar sem Morg- unblaðinu hefðu borizt slíkar upp- lýsingar, þar sem „fijálslega" hefði verið farið með staðreyndir og hafðar uppi „vísvitandi ýkjur og falsanir". Þegar upp komist um „svikin" verði það til þess, að allt, sem frá „sökudólgnum" komi verði metið í ofangreindu ljósi. Morgun- blaðið hafi hins vegar haft frum- gögnin undir höndum og þess vegna ekki látið blekkjast. Hér var nánast allt ofsagt af hálfu Víkveija. Hið rétta er, að Morgunblaðinu barst fréttatil- kynning með ákveðnum upplýs- ingum. Fyrirsögn á þeirri fréttatil- kynningu og annað orðalag var að mati ritstjórnar blaðsins til þess fallið að gefa ýkta mynd af efni málsins. Staðreyndin er hins vegar sú, að ásamt fréttatilkynningunni sendi útgefandi hennar Morgun- blaðinu sjálfur frumgögn málsins. Hann gerði því enga tilraun til þess að halda frumgögnum frá blaðinu heldur gerði sjálfur ráð- stafanir til að eigin frumkvæði að tryggja blaðinu aðgang að frum- gögnum. XXX á er allt, sem sagt var í Vík- veija um þýðingu viðkom- andi á útsendum texta ofsagt. Morgunblaðið birti sjálft frum- gögnin í heild skv. eigin þýðingu. Samanburður á þessum þýðingum leiðir í ljós, að þar er um blæ- brigðamun að ræða og álitamál, sem á engan hátt réttlæta þau stóryrði, sem höfð voru af þessu tilefni í dálkum Víkveija. í þessu tilviki voru því aðilar hafðir fyrir rangri sök og eru hér með beðnir afsökunar á því. xxx Idaglegu starfi blaðamanna gæt- ir þess í vaxandi mæli, að erfið- ara er að treysta heimildum en áður. Aftur og aftur standa blaða- menn frammi fyrir því, að reynt er að koma upplýsingum á fram- færi, sem ekki standast gagnrýna skoðun. Þess vegna eru blaðamenn mjög á verði. í ofangreindu tilviki snerist sú varðstaða upp í and- stæðu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.