Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um frumvarp um stjóm fískveiða Hömlur á framsal í anda sjónarmiða sjómanna KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að þær breytingar, sem nú séu lagðar til í lögum um stjói-n fiskveiða, gangi út á að takmarka frekar en verið hafi framsal á aflaheimildum. Það felist í því að gera mönnum skylt að veiða stærri hlut en áður af heimild hvers skips, eða 50% í stað 25% að meðaltali í tvö ár, þó að teknu tilliti til þess ef skip veiða utan lögsögu. Þá sé bannaður flutningur aflaheimilda til skips, sem hafi flutt frá sér meira en 15% af hverri einstakri tegund. Bæði atriðin þrengi framsal og þau hafi bæði komið upp í viðræðum við sjómenn í vetur, þegar rætt hafi verið hvernig ætti að minnka umsvif kvótaviðskipta. Þá hafi ekki náðst sameiginleg niðurstaða, því ákveðið hafi verið að reyna að setja upp samstarfsnefnd, sem tæki á þeim málefnum sem ágreiningur var um. Nú séu þessi atriði tekin upp og samstarfsnefnd jafnframt komið á fót. Þessi niðurstaða sé útvegsmönn- um óhagstæðari en ef þeir hefðu samið um málið við sjómenn. Hún sé rnjög hliðholl sjónarmiðum sjómanna, sem sett voru fram í kjaradeil- unni í vetur. Kristján sagði að allt sem gert væri til að hindra eðlilegt framsal aflaheimilda rýrði gildi kerfísins og hagkvæmni þess. „Við vitum um dæmi þar sem menn hafa misnotað þetta og við líðum greinilega fyrir þær örfáu undantekningar." Þá sagði Kristján að hlutur smá- báta væri allt of hár í hlutfalii við aðra. „Þar á ég fyrst og fremst við krókaleyfisbáta undir 6 tonnum, en verði þetta að lögum rýrna veiðiheim- ildir annarra skipa um 10%, þar með einnig 6-10 tonna báta, sem eru inn- an vébanda félags smábátaeigenda. Kröfugerð smábátafélagsins veldur því stórum hluta þeirra félagsmanna stórum skaða. í þessum tillögum er svo enn rýmkað til með að fækka þeim dögum sem þeim er gert að vera í landi og sækja ekki sjó. Þetta er algjörlega óviðunandi niðurstaða." Yfirtaka skuldbindinga Kristján sagði að megin ókostir þróunarsjóðsfrumvaipsins væru yfir- taka skuldbindinga atvinnutiygg- ingasjóðs og hlutabréfasjóðs Byggða- stofnunar, þar sem útlán síðustu rík- isstjómar væru ekki lengur ríkis- tryggð, heldur á ábyrgð útgerðarinn- ar og þar á meðal þeiira sem aldrei nutu fyrirgreiðslu á sínum tíma. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Einari Svanssyni, framkvæmda- stjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings, að til greina kæmi að sigla skipum í land yrði staðreyndin sú að menn ætluðu að eyðileggja kvótakerfið. Kristján Ragnarsson sagði aðspurður að slíkt væri svo alvarlegt mál að ekki yrði gripið til þess nema í al- gjörri neyð. „Ég tel svo mikla neyð ekki fylgja þessu máli,“ sagði hann. VEÐUR / DAG kl. 12.QQ Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 f geer) £ ’á m T ▼' / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veAur Akureyri 6 skýjað Reykjavlk 4 skýjað Bergen 10 léttskýjað Helsinki 4 súld Kaupmannahöfn 7 alskýjað Narssarasuaq +2 léttskýjað Nuuk +2 aiskýjað Ósló 11 léttskýjað Stokkhólmur 4 alskýjað Þórshöfn 8 hálfskýjað Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 8 súld á síð.kls. Barceiona vantar Berlín 11 skýjað Chicago 16 alskýjað Feneyjar 12 rigning Frankfurt 10 skýjað Glasgow 12 léttskýjað Hamborg 9 skýjað London 7 rigning Los Angeles 14 þokumóða Luxemborg 7 skýjað Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 7 þokumóða NewYork 11 mistur Orlando 23 þokumóða Parls 6 alskýjað Madeira 16 skýjað Róm 18 alskýjað Vín 16 skýjað Washington 17 heiðskírt Winnipeg +1 léttskýjað VEÐURHORFUR í DAG, 16. APRÍL YFIRLIT: Á vestanveröur Grænlandshafi er minnkandi lægöardrag, en grunn smá- lægö um 1200 km suösuðvestan af landinu hreyfist norður. Hæðarhryggur skammt suður af Vestmannaeyjum þokast norðaustur. SPÁ: Sunnan og suðaustan gola eða kaldi um mest allt land, víða verður léttskýj- að um norðan- og austanvert landið, en skýjað og sums staðar dálftil súid suðvest- anlands. Hiti á bilinu 3 tll 10 stig, hlýjast austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hæg breytileg eða vestlæg átt. Skýjað, en úrkomulítið á suðvestur og Vesturlandi og eins með norðurströndinni, en um landið sunnar. og austanvert verður léttskýjeð, svo og í innsveitum norðanlands. Hiti 4 til 9 stig að deginum, en næturfrost á stöku stað. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Útlit er fyrir ákveðnari vestan átt, með mildu og björtu veðru um mest allt land, síst þó vestanlands og á Vestfjörðum. -:q Heiðskírt r r r f r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað ■ * _* V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld . Þoka ' V FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Á Vestfjörðum er skafrenningur á Breiðadals- og Botnsheiðum og einnig á Stein- grímsfjarðarheiði og má búast við að færð spillist á þessum heiðum með kvöld- inu. Annars er viðast góð færð á vegum en nokkuð er farið að bera á aurbleytu ■á ýmsum hliðarvegum, einkum á Suöurlandi og á Austjförðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i síma 91-631B00 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. Morgunblaðið/Kristiíin Málverk af Þorvaldi Garðari í þinginu MÁLVERK af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, fyrrum forseta samein- aðs þings, var afhjúpað í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins í Alþingishúsinu í gær. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, afhjúp- aði málverkið að Þorvaldi Garðari viðstöddum. * * Alyktun stjórnar Blaðamannafélags Islands Undirstrikar ábyrgð blaða- og fréttamanna NÝLEGUR dómur yfir blaðamanni undirstrikar þá ábyrgð sem felst í störfum blaða- og fréttamanna, að mati stjórnar Blaðamannafélags Islands. Stjórnin telur mikilvægt að blaða- og fréttamenn fái skýr svör hjá vinnuveitendum sínum hver staða þeirra er ef til málareksturs kemur. Stjórn blaðamannafélagsins fundaði um þetta mál í gær og sendi frá sér eftirfarandi samþykkt: „Nýgenginn dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrum blaða- maður á Dagblaðinu/Vísi var einn dæmdur ábyrgur fyrir fyrirsögn á fréttagrein sem merkt var upphafs- stöfum hans undirstrikar þá ábyrgð sem felst í störfum blaða- og frétta- manna. Sú ábyrgð hefur hins vegar verið lítils metin í launakjörum stétt- arinnar. Niðurstaða dómsins, burtséð frá efnisatriðum, lýsir á hinn bóginn mikilli vanþekkingu á vinnubrögðum á ritstjórnum fjölmiðla, þar sem hlut- ur frétta- og ritstjóra við endanlegan frágang frétta virðist í engu metinn. Þar sem umræddur dómur héraðs- dóms gengur þvert á fyrri dóma í málum svipaðs eðlis er afar mikil- vægt að starfandi blaða- og frétta- menn fái skýr svör um það hjá yfir- mönnum og stjórnendum á hverjum vinnustað, hver staða þeirra er ef til málareksturs kemur meðan þessi réttaróvissa ríkir. Blaðamannafélagið mun ganga eftir því að slík svör liggi fyrir hið allra fyrsta. Fáist ekki skýr svör hlýt- ur það að kalla á að blaðamanna- stéttin bregðist við með viðeigandi hætti." Nafn á nýtt sveitarfélag Sveitarstjóm- ir mega setja regluraar Félagsmálaráðuneytið telur að sveilarstjórnir Keflavíkur, Njarð- víkur og Hafna hafi heimiid til að selja þær reglur um skoðanakann- anir um nýtt nafn, sem þær telja réttar og heppilegar, svo fremi sem þær bijóta ekki í bága við 54. gr. sveitarstjórnarlaga. I því felst að sveitarstjórnum er heimilt að ákveða um hvaða nöfn skuli kosið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem félagsmálaráðuneytið hefur sent sveitarstjórnunum vegna skoðana- könnunar, sem fram fer 16. apríl. Ráðuneytið gerir því ekki athuga- semdir við eftirfarandi í samþykkt sveitarstjórnanna: „Öll nöfn, örnefni, jafnt og nýyrði eru gjaldgeng. Kjós- endur gæti þess eins að nafnið geti orðið samnefnari nýs sveitarfélags og núverandi nöfn verði einungis hverfanöfn." Oskar Olason látinn ÓSKAR Ólason, fyrrum yfirlög- regluþjónn, lést aðfaranótt 15. apríl á Landspítalanum. Óskar fæddist árið 1916 1 Reykjavík, son- ur Óla Vigfússonar sjómanns og Grétu Þorsteinsdóttur. Óskar stundaði nám i Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1936-1938, vann ýmis störf, bæði á sjó og landi, og sótti námskeið fyrir lögreglumenn 1943 og 1945. Hann hélt síðan utan til hálfs árs náms í sænska lögreglu- skólanum í Stokkhólmi 1946. Hann starfaði sem lögreglumaður í Reykja- vík frá 1943-1949, þegar hann hóf störf í rannsóknarlögreglunni. Óskar varð aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík 1962, yfirlögregluþjónn umferðarmála frá 1966 og barðist alla tíð fyrir bættri umferðarmenn- ingu. Eftir að hann lét af störfum yfirlögregluþjóns árið 1986 sökum aldurs, hóf hann störf sem móttöku- stjóri utanríkisráðuneytisins. Óskar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Lögreglufélagi Reykjavíkur, m.a. sem meðstjórnandi, ritari og varafor- maður í stjórn þess, ásamt því að sitja í samninganefnd og sjóðsstjórn. Hann var sæmdur orðum frá öllum Norðurlöndum og hertogadæminu Lúxemborg, s.s. hinni dönsku orðu riddara af Dannebrog árið 1973, hinni konunglegu norsku orðu heilags Ólafs árið 1974, sænsku orðunni riddari af konunglegu Norðurstjömu-orðunni árið 1975. Riddaragráðu finnsku Ljónaorðunnar árið 1977, efstu ridd- aragráðu finnsku orðunnar Hvítu rósarinnar árið 1982 og heiðursorðu stórhertogans af Lúxemborg árið 1986. Hann hlaut heiðurspening for- seta íslands árið 1980 og riddara- kross jslensku Fálkaorðunnar árið 1985. Óskar kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ástu Einarsdóttur, árið 1939. Þau 'éignuðust tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.