Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 Minning Krísiján Knútur Jónasson, Isafirði Fæddur 19. nóvember 1934 Dáinn 5. apríl 1994 Við komum til Sjanghæ-borgar um miðjan dag, eftir langa lestar- ferð frá Nanjing. Um leið og ég tók við lyklinum að hótelherberginu var mér að venju afhent umslag með erindum frá utanríkisráðuneytinu og fréttaskeyti að heiman. Ég átti ekki von á stórtíðindum. Samt renndi ég augum yfir þessi blöð, til vonar og vara. Allt í einu þyrmdi yfir mig. Ég trúði ekki mín- um eigin augum. Ég fraus í sömu sporunum og las aftur og aftur sömu orðin: Snjóflóð á ísafirði. Einn maður hafði farist og kona hans lífshættulega slösuð. Vinir mínir Kristján og Hansína. Fólkið í kringum mig í anddyri risahótelsins var að segja eitthvað, sennilega að reka á eftir mér. En ég hvorki sá né heyrði. Otíðindin tóku langan tíma að síast inn i vit- undina. Ég sá fyrir hugskotssjónum mínum hvemig æðandi snjóflóðið sópaði burt í einu vetfangi öllu því sem tekið hafði framtakssama menn áratugi að byggja upp. Vetrarparadís okkar ísfirðinga á Seljalandsdal að engu orðin; niður- njörfaðar skíðalyftur eins og hráviði út um allt; sumarbústaðahverfi inni í skógi — leikvangur bernsku minnar — ijúkandi rúst, eins og eftir loftárás. Og einmitt þessi hjón, máttar- stólpar ísaijarðar, fulltrúar ódrep- andi bjartsýni og félagslegs fram- taks — að einmitt þau skyldu verða fómarlömb náttúmhamfaranna, þótti mér óbærileg tilhugsun. Hvers vegna þau? Hvers á heimabyggð mín að gjalda? Á að reyna að bijóta á bak aftur kjarkinn og kraftinn sem alltaf hefur verið okkar heima- fylgja? En þótt dauðinn minni okkur á vald sitt gilt verður lífíð að halda áfram samkvæmt sínum lögmálum. Þegar ég komst til meðvitundar á ný var ég umkringdur hópi verk- fræðinga og kommisara sem vom að lýsa því í smáatriðum hvernig þeir ætluðu að byggja nýja iðnaðar- og hátækniborg yfir hálfa milljón manns á frítollasvæði í úthverfi Sjanghæ, á næstu tveimur ámm. Fjármagnið streymdi að úr öllum heimshornum: Frá Hong Kong, Taivan, Singapore, Japan, S-Kóreu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, m.a.s. Norðurlöndum. Líkanið af orkuver- um, flugvelli, hraðlestarkerfi, fjar- skiptakerfí, stórverksmiðjum, skýjakljúfum og almenningsgörð- um blasti við í allri sinni dýrð. Bjart- sýnin, framkvæmdaþrótturinn, framtíðarvonin, skein út úr augúm hinna kínversku gestgjafa okkar. Ég hlustaði á þetta annars hug- ar. Hugurinn var annars staðar í litlum bæ norður við heimskauts- baug, þar sem lífsbaráttan er hörð og miskunnarlaus. Það særði hveija mína taug að bera saman uppbygg- ingaráformin hér og niðurrifið — eyðilegginguna í því umhverfi, sem stendur hjarta mínu næst. Ég beit á jaxlinn og bölvaði í hljóði, en reyndi fyrir siðasakir að leggja við hlustir og fara með viðeigandi orð á réttum stöðum. En allt var það með hálfum huga gert. Þegar við Bryndís vorum, eftir eril dagsins, orðin ein með sjálfum okkur á hótelherberginu um kvöld- ið, gátum við loksins komið orðum að tilfinningum okkai Ég þóttist vita að Kristján vinur minn hefði heillast af stórbrotnum fram- kvæmdaáformum Austurlandabúa. Hann hefði verið í essinu sínu; spurt í þaula, reiknað í huganum og lagt allt á einn málstokk: Hvað getum við af þessu lært, sem gæti komið að gagni á íslandi — og sérstaklega á Vestfjörðum — á ísafirði? Því að hann var sá heimsins góði borgari v-m fyrst og fremst vildi rækta sinn ciíiivgarð. Þannig gæti hann neytt krafta sinna og orðið öðrum að liði. Hann byijaði ungur til sjós eins og sannur Vestfirðingur. Hann var verklaginn og lagði því fyrir sig húsasmíðar, eftir að hann kom í land. Þá kom á daginn að hann var reikningsglöggur og útsjónarsamur fjármálamaður. Allur rekstur, sem hann tók að sér, hvort heldur það var að annast flutninga fyrir Djúp- bændur eða ferðalanga, að verk- stýra og fjármagna byggingu nýs íþróttavallar og fullkomins íþrótta- húss, að reka rækjuverksmiðjuna í Hnífsdal (í samstarfí með konu sinni) eða að rétta við fjárhag bæj- arsjóðs — allt gekk þetta farsæl- lega. Isfirðingar fundu smám saman að það var gott að leita til Krist- jáns, af því að það var hægt að treysta honum. Hann fór sér að engu óðslega, enda vissi hann vel að sígandi lukka er best. En hann var sífellt að: Laginn, útsjónarsam- ur, úrræðagóður. Og hann gafst aldrei upp; hætti aldrei við hálfnuð verk. Hann varð maðurinn sem var trúað fyrir litlu en settur yfír mik- ið. Hann fór vaxandi af verkum sínum. í sameiningu voru þau hjón- in orðin máttarstólpar byggðarlags- ins. Samstarf okkar Kristjáns hófst fyrir alvöru þegar hann beitti sér fyrir því, að bæjarstjóm ísafjarðar ætti hlut að máli við byggingu íþróttahúss Menntaskólans á Isafírði. Hann vildi hafa húsið af „ólympískri" stærð. Ég var tregur í taumi, enda íhaldsmaður í opinber- um fjármálum. En smám saman smitaðist ég af þrautseigju Krist- jáns og ýtni. Hann tók aldrei nei fyrir svar. Sameiginlega tókst okk- ur að semja um fjármögnun fram- kvæmda; hann sem bæjarfulltrúi; síðar forseti bæjarstjórnar, ég sem fjármálaráðherra. Jafnhliða skipulagði hann sitt lið við að koma upp grasvelli fyrir knattspymu og fijálsar íþróttir. Þar átti hann sjálfur margt dagsverkið, auk þess sem fyrirtækin í bænum urðu að leggja sitt af mörkum. Það var nefnilega aðalsmerki Kristjáns að hann sýndi í verki gott for- dæmi; hann fékk aðra til liðs af því að hann lá aldrei sjálfur á liði sínu. ísafjörður rækir vinarbæjar- tengsl við systurbæi á Norðurlönd- um. Einhvern veginn æxlaðist það svo að við Bryndís og Kristján og Hansína bundumst sérstökum vin- áttuböndum við sveitarstjórnarfor- kólfa í Juensuu í Karelíu í Finn- landi. Þessir vinir okkar sóttu okkur heim og við þá. Þegar ég fór í mína fyrstu opin- beru heimsókn sem utanríkisráð- herra til Finnlands, lögðum við lykkju á leið okkar og heimsóttum Juensuu; og Hansína og Kristján slógust með í för. Það voru ógleym- anlegir dagar. Eftir þau kynni gist- um við Bryndís jafnan hjá Hansínu og Kristjáni, þegar leiðin lá til ísa- fjarðar til fundahalda á vegum okk- ar jafnaðarmanna. Þar var okkur ævinlega tekið eins og fjölskyldu- meðlimum. Því að Kristján var líka burðarásinn í starfí okkar jafnaðar- manna á ísafirði, og hafði á hendi forystu í bæjarmálum ísfirðinga fyrír okkar hönd. Ég geymi í minni margar gaman- sögur af samskiptum okkar Krist- jáns og lagni hans og ýtni við að koma fram hugðarefnum sínum. Þær eru flestar geymdar en ekki gleymdar. En ég læt eina fljóta hér með, af því að hún lýsir manninum betur en mörg orð. Einu sinni sem oftar kom Krist- ján í heimsókn í utanríkisráðuneyt- ið. Hann átti einatt mörgum málum að sinna fyrir ísfírðinga, ýmist vegna bæjarmála eða atvinnumála. Af einhveijum ástæðum tafðist ég á öðrum fundum, en Kristjáni var að sjálfsögðu vísað inn á mína skrif- stofu og sinnti þaðan brýnum erind- um í síma. Þegar ég loksins mætti á staðinn lagði Kristján fyrir mig sín mál. Þegar hann var á leiðinni út sneri hann við í gættinni og sagði: „Já — ég gleymdi að segja þér að ég þurfti að leysa fyrir þig tvö mál, sem menn voru að hringja útaf, meðan þú varst í burtu. Það var strákur af Suðurnesjum, ættaður að vestan, sem gat ekki beðið lengur eftir út- flutningsleyfi fyrir slatta af salt- fiski, sem hann þurfti að koma frá sér. Ég leyfði honum það, því að ég vissi að þú hefðir ekki viljað sjá hann lenda í vandræðum út af svona lítilræði. Svo hringdi vinur okkar að vestan og vantaði meðmælabréf fyrir son sinn, sem er að fara í háskólanám í Bandaríkjunum. Hann ætlar í matvælaverkfræði og þú þekkir fólkið hans. Hann mun spjara sig, eins og hann á kyn til. Við sömdum bréfið fyrir þig, vinur, svo þú þarft ekki annað en að skrifa nafnið þitt“. — Að svo mæltu kvaddi Kristján með brosi á vör. Svona var hann. Út um herbergisgluggann minn á glæsihótelinu í Seoul, þar sem þessi orð eru fest á blað, blasa við augum nýjar stórbyggingar, hvert sem litið er. Hér hafa stórhuga menn og vinnufúsir látið hendur standa fram úr ermum. Á fjórum áratugum hafa þeir reist 12 milljóna glæsiborg úr rústum tortímandi styijaldar. Mér verður hugsað til þess að hér hefði Kristján vinur minn notið sín til fulls, hefði hann verið í heim- inn borinn til þess hlutskiptis. Þijóskan og þrautseigjan, fram- kvæmdaþrótturinn og fjármálavit- ið, útsjónarsemin og úrræðagæðin, allt hefði þetta fleytt honum langt. En hann var fæddur í harðbýlu landi norður undir heimskautsbaug, þar sem ekkert er gefið nema það sé sótt af harðfýlgi í greipar Ægis. Þau Iq'ör .settu á manninn mark. Austurlandabúar hafa mikið dálæti á bambusviðnum. Hann bognar aldrei en brotnar í bylnum stóra seinast. Þannig urðu örlög Kristjáns vinar míns Jónassonar. Fyrir hönd okkar íslenskra jafn- aðarmanna vil ég að leiðarlokum þakka góðum dreng fyrir það for- dæmi sem hann sýndi okkur í lífi og starfí: Að liggja aldrei á liði sínu við góðan málstað og laða þannig fram það besta í fari annarra. Við Bryndís hugsum sterkt um hálfan hnöttinn heim til Hansínu og hinnar stóru mannvænlegu fjöl- skyldu þeirra. Það er huggun harmi gegn að eftir lifir minningin um góðan dreng. Og að mannkostir Kristjáns og Hansínu hafa gengið í arf til afkomenda þeirra, sem munu taka upp hið fallna merki. Þannig reynist lífíð jafnvel dauðan- um yfirsterkara, þrátt fyrir allt og allt. Seoul, 10. apríl 1994. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands. Þeir sem alast upp við sjávarsíð- una, í nálægð fengsælla fískimiða og öflugrar sjósóknar, kynnast því snemma hve mikil ógn getur stafað af náttúruöflunum og óblíðum veð- urguðum. Sú ógn er gjarnan bund- in við Ægi konung þó við höfum í tímans rás kynnst öðrum hamförum af völdum ofsaveðurs og ofanflóða. Hugur minn dvaldi við slíkar hugrenningar eftir að mér bárust fregnir af snjóflóðinu í Tungudal og þær hörmulegu fréttir að mínir góðu félagar Hansína og Kristján hefðu lent í snjóflóðinu, með þeim sorglegu afleiðingum að Kristján hefði látist. Þau tvö höfðu áður fengið að kynnast náttúruhamför- um og fómum þeirra. Leiðir okkar lágu snemma sam- an. Hanna kom í Gagnfræðaskóla ísafjarðar frá Hnífsdal og við vorum fermingarsystur. Það átti fyrir henni að liggja að verða lífsföru- nautur Kristjáns Jónassonar korn- ung að árum og kynni okkar ná aftur til þess tíma. Kristján var nokkrum árum eldri en við og þrátt fyrir að hann yxi úr grasi í næsta nágrenni þá urðu kynni mín af hon- um gegnum Hönnu. Fátt jafnast á við vináttuna sem vex í sameigin- legum jarðvegi, þessum sterku sam- tvinnuðu rótum þegar maður þekk- ir foreldra og fjölskyldur hvers ann- ars, bakgrunn og uppvöxt. Við Hanna vorum ásamt nokkrum skólasystrum saman í saumaklúbbi og við stöllur fylgdumst með og tókum þátt í öllum framtíðaráform- um hverrar annarrar, viðfangsefn- um eiginmannanna, fæðingu barn- anna og fyrstu sporum þeirra. Hjá Hönnu og Kristjáni varð barnahóp- urinn stærstur. Fyrr en varði voru börnin orðin fimm: Einar Valur, Kristinn, Ólöf, Steinar og Guð- mundur. Þau tvö yngstu fæddust eftir að ég hvarf til dvalar fjarri heimahögum, en Hanna sá til þess að tengsl rofnuðu ekki, síðar lágu leiðir saman á nýjum vettvangi. í þessum hópi vinkvenna og maka þeirra myndaðist hlý vinátta og samhygð sem hefur brúað áralang- ar fjarvistir. Það átti fyrir okkur Kristjáni að liggja að hefja pólitísk afskipti og við störfuðum saman í Alþýðu- flokknum eftir að við vorum kosin í bæjarstjórn, hann á ísafírði og ég í Kópavogi árið 1978. Það var feng- ur fyrir Alþýðuflokkinn að fá Krist- ján til starfa, hann var mikill jafnað- armaður og ferill hans í bæjarstjórn ísafjarðar varð heilladijúgur. Hann sat í bæjarstjórn í 12 ár og tók á þessum tíma þátt í margvíslegum nefndum og stjórnunarstörfum, var m.a. forseti bæjarstjórnar í tvö kjör- tímabil. Kristján gegndi einnig ýmsum þýðingarmiklum störfum fyrir flokkinn og tók þátt í stefnu- mörkun m.a. á vettvangi kjördæm- isráðs og flokkstjómar Alþýðu- flokksins. Kristján var alla tíð mikill félags- málamaður. Hann hafði sjálfur ver- ið íþróttamaður og lagði snemma fram krafta sína í þágu íþrótta- og æskulýðsmála og vann mikið og óeigingjarnt starf að framgangi þeirra. Hann lét sig atvinnumál og framfarir miklu skipta og tók virkan þátt i eflingu atvinnulífs í heima- byggðinni. Það var á vettvangi flokksins fyrir sunnan sem við áttum sam- starf og helstu samverustundir hin síðari ár. Ég tók líka þátt i fundum fyrir vestan sem hann kom á lagg- ir með skömmum fyrirvara, jafnvei á heimili þeirra Hönnu á Engja- vegi, ef hann átti þess kost að leiða saman heimamenn og aðkomukrata til viðræðna um málefni líðar.di stundar eða hagsmunamál sveitar- félags. Þó helstu eiginleikar Kristjáns hafi verið dugnaður og fram- kvæmdasemi þá birtist hann mér í minningunni sem hinn einlægi, broshýri og hlýi félagi. Það er sjón- arsviptir að Kristjáni Jónassyni og missir fjölskyldu hans er mikill. Þegar ég kom til Hönnu á sjúkra- beðið tveimur dögum eftir slysið, til að færa henni hluttekningu og kveðjur félaga þeirra hjóna hér fyr- ir sunnan, sýndi hún þrátt fyrir meiðsli sín og alvarlegan missi það æðruleysi og auðmýkt gagnvart æðri máttarvöldum sem einkennir svo margt dugmikið fólk. Hún var staðráðin í að sinna þeim skyldum sem henni hefðu verið lagðar á herðar og var þakklát fyrir þann stuðning sem hún ætti vísan í börn- um sínum sem sum voru að koma heim frá útlöndum þann sama morgun. Við vinir þeirra hjóna vit- um að Hanna verður sínu fólki stoð, og biðjum þess að góðar minningar um farsæla sambúð og gott fjöl- skyldulíf veiti líkn á erfiðum stund- um. Allir félagar Kristjáns í Alþýðu- flokknum þakka hans mikla fram- lag til baráttumála jafnaðarmanna og hans góðu samfylgd í flokknum og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Hanna mín, við Sverrir sendum fjölskyldunni okkar innileg- ustu kveðjur og biðjum þess að guð blessi minninguna um góðan dreng og veiti þér og börnunum styrk í ykkar miklu sorg. Rannveig Guðmundsdóttir. Vinur minn, Kristján Jónasson, framkvæmdastjóri, er í dag til graf- ar borinn frá ísafjarðarkirkju. Kristján beið bana í hinu hörmulega snjóflóði sem féll yfír sumarbú- staðabyggðina í Tunguskógi við Skutulsfjörð að morgni þriðjudags- ins 5. þ.m. Við andlát Kristjáns missti ég náinn vin og traustan samstarfsmann. Vestfírðingar misstu einn af sínum bestu sonum pg andlát Kristjáns er áfall fyrir ísafjörð og ísfírðinga. Kristján Knútur Jónasson er bor- inn og barnfæddur ísfírðingur en hann fæddist á ísafirði 19. nóvem- ber 1934 og var því á sextugasta aldursári þegar hann lést. Foreldrar Kristjáns voru Jóna Petólína Sig- urðardóttir og Jónas Guðjónsson frá Skjaldabjarnarvík. Jónas Guðjóns- son var húsgagnasmiður og mikill vinur foreldra minna. Jóna Petólína, móðir Kristjáns, var dugnaðarkona og gekk af atorku til allra verka þrátt fyrir fötlun á fæti. Á bernsku- heimili Kristjáns voru efnin ekki mikil fremur en á öðrum alþýðu- heimilum en snyrtimennskan var þar í hávegum höfð. Uppeldið mót- ar manninn. Þó ekki hafí verið ríki- dæminu fyrir að fara á bernsku- heimili Kristjáns Jónassonar þá fékk hann þaðan það veganesi sem síðan setti mark á orð hans og at- hafnir: Heiðarleiki, drengskapur og hlýtt hjartalag. Á bernsku- og unglingsárum er sjö ára aldursmunur, eins og vár á okkur Kristjáni, mikið gap í tíma og rúmi. Mér er þó minnisstætt frá þessum árum hversu náið samband var jafnan á milli bræðranna Krist- jáns og Högna. Nú eru um það bil 21 ár síðan Högni Jónasson fórst í snjóflóði frá stórum hópi barna austur á Neskaupstað. Högni varð Kristjáni mikill harmdauði. Það átti svo fyrir þessum samrýndu bræðr- um að liggja að báðir biðu þeir bana með sviplegum hætti af völd- um snjóflóða. Annar bróðir Kristjáns Knúts er Kristján Tryggvi Jónasson, búsett- ur í Vestmannaeyjum og bæjarfull- trúi þar um skeið. Systir Kristjáns, sammæðra, er Svanfríður Kristín Benediktsdóttir. Kristján Jónasson fór snemma að vinna fyrir sér. Að loknu gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Isa- fjarðar hóf hann störf sem almenn- ur verkamaður og sjómaður en hóf síðan nám í húsasmíði og lauk sveinsprófí og síðar meistaraprófí í þeirri iðn. Næstu árin starfaði hann við húsasmíði og einnig um tíma við afgreiðslu í Timburversluninni Björk en árið 1976 tók hann við framkvæmdastjórn Djúpbátsins hf. sem sér um reglulega sjóflutninga í ísafjarðardjúpi og nágrenni og á síðari árum einnig um siglingu með ferðamannahópa um Jökulfirði og Strandir. í því starfi kom vel fram dugnaður og ósérhlífni Kristjáns og ekki síst útsjónarsemi hans og fund- vísi á að finna lausnir á viðfangsefn- um sem öðrum þóttu lítt leysanleg. Hann var mjög nákvæmur og pöss- unarsamur svo aldrei kom það fyrir að upplýsingar þær sem hann þurfti að leggja fyrir stjómvöld vegna reksturs Djúpbátsins væru ekki til- búnar á tilsettum tíma, fullnægj- andi og ítarlegar. Hann var bæði laginn og fylginn sér og einn af þeim mönnum sem gefast aldrei upp. Með mikilli útsjónarsemi og hyggindum festi hann kaup á norskri ferju fyrir lítið fé sem leyst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.