Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 I í í í i í I 4 4 4 -I KURT RUSSELL VAL KlLMER Einn aðsóknarmesti vestri fyrr og síðar í Bandaríkjunum. Vönduð og spennandi stórmynd, hlaðin stórleikurum. „Afþreyingarmynd sem ör- ugglega á eftir aö ylja mörg- um vestraunnanda hér sem erlendis. Það er keyrsla í mikilúðlegum tökum undir stjórn snillingsins Williams Frankers, nánast aldrei dauður punktur.“ ★ ★★ S.V., Mbl. ★ ★ ★ Ó.H.T., Rás 2. Sýnd kl. 4.40,6.50,9 og 11.20. Bönnuð innan 16 ára. DÓMSDAGUR Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Leikskólinn Vesturkot í Hafnarfirði formlega tekinn í notkun en þau sem klipptu á borðann heita Adam Örn, Sæunn Rós og Ólöf Erla. Nýr leikskóli í Hafnarfirði Húsið verður opið almenningi í dag NÝR ieikskóli hefur verið tekinn í notkun á Hvaleyrar- holti í Hafnarfirði og munu um 130 börn dvelja þar. Var skólinn formlega opnaður sl. fimmtudag að viðstöddu fjölmenni. Þrjú börn úr hópi þeirra er tóku fyrstu skóflu- stunguna fyrir um ári klipptu á borðann. Leikskólinn verður opin almenningi í dag, laugardag, frá kl. 11-16. Þessi nýi leikskóli Hafn- firðinga heitir Vesturkot og er við götuna Miklaholt á Hvaleyrarholti, ofan Golf- skálans. Húsið er 630 fm að grunnfleti og er kostnaður við bygginguna 63 milljónir króna auk 11 milljóna vegna bílastæða og lóðar. Vestur- kot var byggt samkvæmt alútboði og sá Hyrningar- steinn hf. um smíðina. Arki- tektar eru þeir Páll Gunn- laugsson og Valdemar Harð- arson. í nýja leikskólanum starfa 25 starfsmenn í 21 stöðu- gildi. Leikskólastjóri er Lauf- ey Kristófersdóttir. ------♦ ♦ ♦------ ■ SJÁLFSTÆÐISFÉ- LAG Grindavíkur tekur í notkun nýtt félagsheimili að Víkurbraut 12 í dag, laug- ardaginn 16. apríl. Af því tilefni er Grindvíkingum boð- ið að líta inn og fá sér heitt kaffi og kökur. Húsið verður opið frá kl. 16 til 20 laugar- dag og kl. 14 til 17 sunnu- dag. Svið á Hressó HÚSVÍSKA rokksveitin Svið hefur verið iðin við tónleikahald norðan heiða^ en ekki eins hér syðra. I kvöld bætir hljómsveitin úr því og leikur á Hressó. Svið er skipuð þeim Hlyni Birgissyni trommuleikara, Guðmundi Svavarssyni gít- arleikari og Hans Viium bassaleikara og trommuleik- ara. Þeir hafa starfað saman á þriðja ár og verið iðnir við tónleikahald fyrir norðan, auk þess sem liðsmenn Sviða hafa staðið fyrir tónleika- haldi á Húsavík. Á tónleikunum á Hressó í kvöld flytur hljómsveitin Svið eingöngu frumsamin lög. Engeyjar- ferð á sunnudag FYRSTA Engeyjarferð- in í vor verður farin sunnudaginn 17. apríl kl. 14 með farþegabátn- um Skúlaskeiði úr Suð- urbugt, bryggju neðan við Hafnarbúðir. I Engey eru merkar minjar frá búsetu á 19. öld og þar eru einnig ein- hvetjar heillegustu stríðs- minjar frá árinu 1944 sem er að finna hér á landi. Áður en gróður fer að vakna og fuglar að verpa er kjörið að skoða þessar minjar og er öllum heimil þátttaka í ferðum Nátt- úruverndarfélagsins. -51 SÍMI: 19000 CAMERA D’OR CANNES 91 JACO van pormael HETJAN TOTO Frumsýning á marg- faldri verðlauna- mynd frá Belgíu Cannes: Besta frumraun leikstjóra og uppáhalds- mynd hátíðargesta 1991. 4 Felix-verðlaun í Berlín: Besta frumraun, besta leikstjórn, besti karlleikari og besta kvikmyndataka. Leikstjórn: Jaco von Dormael. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuöi. 12ára. PÍANÓ Þreföld Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 4.50, 6.55,9 og 11.05. KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndln í Bandaríkjunum frá upphaff. Sýnd kl. 5,7,9og 11. Farvel frilla min Tilnefnd tll Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd árs- Ins. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð i. 12 ára. LÆVÍS LEIKUR Pottþéttur spennutryllír. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Morgunblaðið/Kán Jónsson Þátttakendur í æfingabúðum kóra framhaldsskólanna á Suðurlandi, sem voru á Laug- arvatni um síðustu helgi, ásamt kórstjórunum, neðst til hægri, Hilmari Erni Agnars- syni og Jóni Inga Sigurmundssyni. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands í æfingabúðum hjá ML Laugarvatni. KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands dvaldist um síðustu helgi við söngæfingar á Laugarvatni með kór ML-inga til undirbúnings sameiginlegum vortónleikum skólakór- anna. Kórar FSU og ML hafa haldið þeim sið síðustu ár að halda sameiginlega vortónleika á Selfossi og í Skál- ■íngum irleikarar eru margir á mis- munandi hljóðfæri, en allir eru þeir þó úr röðum kórfé- laganna, sem margir hveijir eru komnir nokkuð langt í holti. Tónleikar þessa vors verða um næstu helgi, 16. og 17. apríl, fyrst í Skálholti en síð- an á Selfossi. Kórarnir æfðu saman á laugardag og sunnudag auk séræfinga smærri hópa. Kórarnir munu syngja hvor í sínu lagi og síðan sameiginlega. Á efnis- skránni verða lög úr ýmsum áttum, einkum á þjóðlegri nótunum, í tilefni lýðveldis- hátíðar. Það vekur athygli að und- hljóðfæranámi. í kór ML eru félagar um 30, en þeim stjórnar Hilmar Örn Agnarsson. Rúmlega fl'örutíu syngja í kór FSU og þeim stjórnar Jón Ingi Sigur- mundsson. - Kári Fyrirlestur um lýðhá- skóla á Norðurlöndum DANSKI lýðháskólakenn- arinn Per Kven Kristians- en heldur erindi í Norræna húsinu sunnudaginn 17. aprfl kl. 16. Á þessu ári eru liðin 150 ár frá stofnun fyrsta lýðhá- skólans í Danmörku og nú eru starfandi á annað hund- rað slíkir skólar þar í landi. í erindi' sínu fjallar Per Key um danska lýðháskóla og stöðu þeirra í dag og hvers vegna þessi tegund skóla hefur átt svo miklu fylgi að fagna á Norðurlöndum og víðar um heim. Einnig veltir ■ hann því fyrir sér hvort í þessum skólum sé ekki að finna svar við vandamálum nútíma samfélags, einkum hvað varðar umhverfismál, lýðræði og -atvinnuleysi. Per Key hefur langa reynslu af lýðháskólamálum. Hann hefur verið kennari við lýðháskólann í Kalo utan við Árósa um árabil og tekið virkan þátt í umræðum um málefni lýðháskóla í Dan- mörku, auk þess sem hann þekkir til þeirra mála annars staðar á Norðurlöndum. Hann dvelst nú á íslandi um nokkurra mánaða skeið og hefur tekið þátt í starfi hóps áhugamanna um lýðháskóla- mál á Islandi. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 - og er að sjálfsögðu ókeypis og öllum opin. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.