Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 Minning Elín Þorkelsdóttir Fædd 18. febrúar 1909 Dáin 6. apríl 1994. En minningin helst í hvíld og kyrrð sem krans yfir leiðið vafinn. Hún verður ei andans augum byrgð, hún er yfir dauðann hafin. (E. Ben.) Við leiðarlok Elínar, systur minnar, hér á jörð lifna blóm minn- inganna og fléttast saman í fagran krans. Minninga, sem vekja mér gleði og þakkarhug. Þar finn ég enga athöfn eða biturt andsvar til- '■"*:inkað mér, sem þörf er að ýta frá eða hreinsa úr. Árin átta, sem hún hafði umfram mig gátu þó veitt henni þann rétt, að dusta sína pö- róttu systur svolítið til, andlega eða líkamlega. Nei, slíkt gerðist ekki. Ella, eins og hún heitir í mínum huga frá æskuárum, var ekki þannig. Það var fjarri henni að neita afls eða yfirburða gagnvart yngri systkinum sínum, þótt eitthvað bjátaði á. Ella var fædd og uppalin á Álftá í Mýrasýslu. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Þorsteinsdóttir og Þor- kell Guðmundsson. Þeirra leiðir höfðu legið saman í Nesi á Seltjarn- arnesi þar sem Ragnheiður var vinnukona en Þorkell dvaldi nokkr- ar vertíðir við sjómennsku. Árið 1907 gengu þau í hjónaband og hófu búskap á Álftá í heima- sveit Þorkels ásamt öldruðum for- eldrum hans, Kristínu Petrínu Pét- ursdóttur og Guðmundi Benedikts- syni. Ragnheiður var fædd og uppalin á Kjalarnesi. Móðir hennar hét Elín Elísdóttir og faðirinn var Þorstein Kaprasíusson, í föðurætt kominn úr Lundarreykjadal. * Ragnheiður og Þorkell eignuðust sex böm, tvö þeirra dóu í frum- bernsku. Elst af þeim sem lifðu var Elin, þá Soffía Kristín, Lóa og Halldór Magnús. Enginn fjársjóður er dýrmætara veganesti út í lífíð en góðar bern- skuminningar og þær held ég að við systkinin höfum öll eignast í ríkum mæli á uppvaxtarárum okk- ar. Þó var lífið alls ekki tómur leik- araskapur. Allir urðu að taka þátt í störfum heimilisins, hver eftir getu sinni og þroska. Það er ekki þar með sagt að við yngri systkinin höfum skilið hvers vegna ailtaf þurfti að vinna svona mikið. Þess vegna töldum við ekki stórsynd að fara í eltingaleik eða velta okkur í grænni töðunni á tún- inu þegar við áttum að snúa sama heyflekknum mörgum sinnum á einum degi. Svoleiðis vinnubrögð gátu verið álitamál í okkar augum. En Ella? Nei, hún var stóra syst- ir. Hún vissi að ekki átti að svíkj- ast um þegar manni var treyst til að vinna eitthvert verk Það var eins og þessar setningar, úr ljóði eftir Sigurbj. Sveinsson, væru frá byijun mótaðar í vitund hennar:.... hvaða starf, sem guð þér gefur / gerðu það af lífí og sál ...“ Það sýndi sig líka snemma að Ella vildi taka virkan þátt í störfum heimilisins. Hún var ekki nema á þriðja ári þegar foreldrar okkar réðust í að byggja steinhús á bæjar- hólnum. Af því, sem hún sá með sínum barnsaugum, varð henni ljóst að hér var hægt að hjálpa til. Menn voru að vinna með allskonar áhöld- um og eitt af þeim hét hamar og hann var notaður til að reka nagla í spýtur. Ella fylgdist af áhuga með og þegar starfsmenn tóku sér matar- hlé greip hún hamarinn. En það reyndist full erfítt að fá naglana til festast í borðviðinn. Það hlaut að koma að sama gagni að negla í hólinn og það tókst með ágætum. Þegar mennirnir komu aftur til vinnu var komin dálagleg þyrping af silfurgljáandi naglahausum í bæjarhólinn. Og nýja húsið reis af grunni og varð á sínum tíma að raunverulegu heimili. Þar sat amma á sínu rúmi í her- bergi undir súð, sem kallað var baðstofa. Hún varð þess fljótt vís að það var hægt að kenna litlu son- ardótturinni ýmislegt til handanna, sem gagnlegra yrði, til frambúðar, en að negla nagla í hól. Amma var ánægð með nemandann, henni þótti handbragðið gott. Sú litla lærði að bæta flík svo vel færi, án saumavélar, og það lofaði góðu. Sömuleiðis tókst henni vel að pijóna sokka og vettlinga. í framhaldi af því urðu til stærri flík- ur. Þetta var ekki lítils virði, það vissi amma frá sinni búskapartíð. Eitt af því mikilverðasta var að kunna að meðhöndla ullina af kind- unum frá byijun og geta komið henni í flíkur. Tíminn stóð ekki í stað þá frem- ur en nú. Ella sleit bamsskónum heima. Varð ung og glæsileg stúlka, sem hélt á vit framtíðarinnar og fyrsti áfangastaðurinn var Hús- mæðraskólinn á Staðarfelli. í þeim ágæta skóla var hún veturinn 1929-30. Þar var kennt húshald, matar- gerð og margskonar handmennt, sem allt var gagnlegt fyrir verðandi húsmæður. Auk þess voru íslenska og reikningur skyldunámsgreinar. Það var mikil hátíð þegar Ella kom heim aftur. Við yngri systurn- ar litum upp til hennar. Hún hafði lært ýmsar nýjungar í matargerð en það sem okkur fannst tilkomu- mest var hvernig hægt var að búa til ijómaís með því að láta snjó og salt í bala og koma ísforminu þar fyrir til frystingar. Þá tók hún sér fyrir hendur að leiðbeina okkur í íslensku. Hún lagði blátt bann við að við segðum mask- ína eða kames, það var danska. Þá lagði Ella fyrir okkur réttritunar- æfingar, sem okkur þótti ákaflega gaman að glíma við. Ég er þess fullviss að þetta og margt fleira, sem hún kenndi okkur, var ómetan- leg uppbót á nám okkar í farskólan- um. Eftir þessa skólavist tók hver stórviðburðurinn við af öðrum hjá Ellu. Um vorið, að námi loknu, voru stúlkurnar frá Staðarfelli falaðar til frammistöðu við veitingar á al- þingishátíðinni, sem ákveðið var að halda á Þingvöllum um sumarið. Ella var ein af þeim stúlkum, sem tók þátt í Þingvallaævintýrinu, og vann þar meðan á hátíðinni stóð. Þetta var lærdómsrík og eftirminni- leg lífsreynsla. Næst gerðist það að organista vantaði í kirkjuna okk- ar að Álftártungu. Þá réðust mál þannig að Ella fór til orgelnáms á vegum þjóðkirkjunnar. Samið var við frænku okkar á Kjalarnesi um að mennta hana á þessu sviði. Allt gekk að óskum og svo skemmtilega vildi til að hún þreytti sína frum- raun í kirkjunni á fermingardegi mínum og jafnaldra minna. Sagt hefir mér verið að hjartsláttur Ellu hafí verið í örara lagi þegar stund- in í kirkjunni nálgaðist, en hún hvorki brotnaði né bognaði, en öðl- aðist aukið öryggi. Loks kom að því að Ella hleypti heimdraganum fyrir fullt og allt. Árið 1934, 13. október, gekk hún í hjónaband með Valtý Guðjónssyni frá Lækjarbug. Voru þau kunnug frá uppvaxtarárun, enda samsveit- ungar. Valtýr hafði lokið námi frá Hvít- árbakkaskóla og síðan Kennara- skólanum. Að loknu námi 1931 fékk hann kennarastöðu í Keflavík og gegndi því starfi til 1944. Að því tímabili loknu vann hann ýms önnur ábyrgðarstörf, t.d. var hann skrifstofustjóri hjá Rafveitu Keflavíkur í tíu ár, á tímabili for- stjóri Dráttarbrautar Keflavíkur, bæjarstjóri eitt kjörtímabil og úti- bússtjóri Samvinnubankans í fjölda ára, svo eitthvað sé nefnt. í litlu en vaxandi byggðarlagi, eins og Keflavík var þegar ungu hjónin settust þar að, reyndist fljót- lega í mörgu að snúast. Allskonar aukastörf hlóðust á húsbóndann og þau leiddu af sér ótal málþing í heimahúsum og húsmóðirin þurfti alltaf að vera viðbúin að taka á móti gestum, því á þeim tíma þótti ekki annað sæmandi en að allir, sem inn fyrir dyr komu, fengju kaffí og meðlæti. Ella var hinn trausti hornsteinn heimilisins. Hún leysti hvern vanda án hávaða eða pilsaþyts. Þótt eitt- hvað færi úrskeiðis og annríki ykist með árum breytti það engu. Hennar aðalsmerki voru hógværð og æðru- leysi. Er tímar liðu fram og umsvif heimilisins minnkuðu gerðist það í auknum mæli að Ella tók að sér ýmiss konar saumaskap. Konur komu með fínu kjólefnin sín til hennar og var ekki undarlegt. Það var óhætt að treysta því að vinnan væri fyrsta flokks og ég þykist vita að verði hafi verið í hóf stillt. Það var heimilislegt og notlegt andrúmsloft á Suðurgötu 46. Þar var gott gestum og gangandi að koma. Oft var setið í borðkróknum og spjallað meðan húsmóðirin fram- reiddi veitingar, sem hún hafði sér- stakt lag á að gæða þeim töfrum að munnvatnskirtlarnir tóku að framleiða ótakmarkaðan vökva. Elín og Valtýr eignuðust þijú börn, þau eru: Emil, f. 31. ágúst 1936, ókv., Gylfí, f. 16. desember 1937, kv. Áslaugu Bergsteinsdótt- ur, eiga þau tvær dætur og einn son; Guðrún Ragnheiður, f. 31. mars 1948, giftist Val Emilssyni, þau slitu samvistum, eiga tvo syni. Rösklega þijú síðustu árin dvald- ist Ella í Sjúkrahúsi Keflavíkur, gat þó lengst af setið í hjólastól stund úr degi hveijum. Síðari hluta þess tíma átti hún í erfiðleikum með að tjá sig með orðum, en svipurinn geislaði af fögnuði þegar ættingjar og vinir komu í heimsókn og stund- um brá fyrir glettnisbrosi eins og áður fyrr meðan allt lék í lyndi. Ella var ætíð sátt og ánægð á sjúkrahúsinu enda gerði starfsfólk og fjölskylda hennar allt til að svo mætti vera. Ekki er hallað á neinn þótt þess sé getið hve fádæma vel Guðrún reyndist móður sinni og var óþreytandi við að gleðja hana með nærveru sinni og umhyggju. En sagan endurtekur sig. Vinir og ættingjar hverfa yfir móðuna miklu. Við stöndum eftir á strönd- inni og margendurtekin setninga- brot þjóta um hugann: — Ég hefði getað ... ég ætlaði að ... — en nú er það of seint! Ég sendi systur minni sumarkveðju, blessunaróskir og þökk út yfir landamærin. Þér, Valtýr, bömum og bamabömum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Lóa Þorkelsdóttir. Miðvikudaginn 6. apríl lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur tengdamóðir mín, Elín Þorkelsdóttir, eftir langa sjúkdómslegu. Elín var fædd 18. febrúar 1909 að Álftá í Hraun- hreppi á Mýrum. Hún var næst elst sex systkina og eru þijú eftir á lífí. Elín var gift Valtý Guðjónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra og útibús- stjóra Samvinnubankans í Keflavík. Þau eignuðust þijú börn, Emil, Gylfa og Guðrúnu Ragnheiði. Ég kynntist Elínu fyrir 34 ámm þegar leiðir okkar Gylfa lágu sam- an. Allt. frá fyrstu tíð var hún mér einkar góð. Áldrei féll blettur éða skuggi á okkar samband, þó við byggjum í húsi hlið við hlið í 26 ár. Lýsir það best hvern mann hún hafði að geyma. Elín var há og glæsileg kona og það sem ein- kenndi hana mest var brosið hennar hlýja og bjarta. Þegar hún var orð- in svo veik að hún gat ekki tjáð sig með orðum var brosið aldrei langt undan og yljaði manni um hjarta- rætur. Elín var hlédræg kona og flíkaði ekki tilfínningum sínum, en þeir sem einu sinni kynntust henni vildu eiga hana að vini. Margs er að minnast eftir löng kynni og minningarnar hrannast upp. Oft var glatt á hjalla þegar vinirnir komu í heimsókn og þá var oft tekið í spil og mikið hlegið og spjallað. Margar stundir áttum við saman við sláturgerð, kleinubakstur og þegar hún var að reyna að kenna mér að baka mýramannakökurnar hennar frægu brosti hún bara að klaufaskap mínum og aldrei missti hún þolinmæðina. Elínu var margt til lista lagt. Hún var einstök handavinnukona, bæði vandvirk og hugmyndarík, hvort sem um var að ræða tau eða leður og saumaði ótal flíkur bæði á fjölskylduna og vandalausa. Hún var söngelsk og spilaði meðal ann- ars í Álftártungukirkju um nokkurt skeið þegar hún var ung stúlka. Þegar barnabörnin og síðar barnabarnabörnin fóru að koma, umvafði hún þau elsku sinni og stýrði þeim með styrkri hendi. Elsku Gauja mín, missir þinn er mikill. Þú varst mömmu þinni svo góð í hennar veikindum að enginn Guðrún Eiríksdóttir frá Kvíabóli — Minning Fædd 9. september 1897 Dáin 5. apríl 1994 Kæra tengdamamma. Með þessum fátæklegu línum langar mig að kveðja þig og þakka þér allt á liðnum árum, en það er ekki lítið sem ég get þakkað þér í gegnum árin. Þau eru ófá handtökin og verkin sem þú hefur leiðbeint mér með. Yrði of langt að telja það allt upp eins og t.d. nýtnin bæði í mat og klæðnaði. Matargerðin þín var með eindæmum, allt varð að góðum mat í þínum höndum. Að ég tali nú ekki um baksturinn og kleinurn- ar þínar sem urðu að sparibrauði Ameríku. Mörgum kleinupokan- um varstu búin að gauka að mér í þessi 30 ár sem við áttum sam- an. Tilhlökkunin fyrir jólin var ekki lítil og var hún mest í því að njóta gæsarinnar sem þú matreidd- ir á þinn sérstaka hátt. Og svo heilindi þín og trú gagnvart hátíð- jnni sem þá gekk í garð. Handa- *vinna þín, pijónlesið, saumaskap- urinn og viðgerðirnar voru hrein Iistaverk. Gat hver maður sem naut þessa borið höfuðið hátt og verið stoltur af að bera. Vel varstu heima í öllu og fylgd- ist vel með, stálminnug, það var ekki komið að tómum kofunum þar sem þú varst. Söngelsk varstu og hafðir næmt tóneyra, sérstaklega fyrir kirkjusöngnum sem þér var svo annt um alla tíð. Oft heyrði ég þig raula lagstúf, en þó oftar sálma og sálmalög. Ekki má gleyma blómaáhuga þín- um og hrifningu þinni á rósum. Gaman var að fara með þér á viss- an stað og sitja hjá rósunum á meðan sötrað var úr súkkulaðiboll- anum og ijómavafflan borðuð með. En þetta var fastur punktur á hveiju sumri. En nú ertu farin í lengri ferð. Guð launi þér allt og hafðu hjart- ans þökk fyrir samveruna. Tel ég mig ríkari manneskju að öllu leyti eftir að hafa átt þessi ár með þér, kæra vinkona. Þín einlæg tengdadóttir Alfa. Gunna frænka er dáin, 96 ára gömul. Hún var móðursystir mín. Látin er gegnheil kona, sem var mér afar kær. Ég minnist þess, þegar ég gekk enn í hásokkum með sokkabönd, að tvær voru miðjur alheimsins, heimili mitt og heimili Gunnu frænku á Norðfirði. Þar stóð hún við stokk, sterk, svipföst en nokkuð alvörugefin og yfir henni einhver róandi blær er fylgir þeim, sem staðið hafa af sér skyndileg öldu- brot og sorgir lífsins, þegar gleði ætti að vera í ranni, og rísa upp sýnu sterkari án þess að bera sorg- ir sínar á torg. Hún var rólynd og ráðagóð og þurfti á því að halda, þegar hún missti mann sinn frá sjö börnum, því yngsta á fyrsta árinu, og mátti taka við stýrinu með smávægilegri aðstoð móður minnar. Hún stóð svo sterk við stjómvölinn og sigldi skipi sínu með festu í takt við stundaglas tímans. Hennar vilji var lög, sem í senn voru ofin festu og kærleika til barna, barnabarna og barna- barnabarna. Aldrei sá ég hana þunga, hún hafði gott jarðsamband og var gott að leita til hennar. Höfundi tilverunnar treysti hún, en tjáði honum nokkra þykkju, þegr systir hennar dó fyrir meira en tuttugu árum síðan. Skýrleika í hugsun hélt hún til endaloka, þótt rætur lífstrés hennar væru farnar að gefa sig. Hún var réttsýn og rökföst og lét ekki snúa sér til villu. Hún hafði staðgóða þekkingu og fann góðar lausnir á vanda- málunum. Hún þoldi ekki hjárænu- skap við mat á lífsgæðum. Hún var nokkuð dul og hlédræg en við- mótsljúf, minnug og ætthlý. Börn- um mínum og barnabömum reyn- ist hún sem amma og langamma. Af Gunnu frænku stóðu styrkar og heilar vestur-skaftfellskar bændaættir. Faðir hennar var Ei- ríkur, fæddur 1853, bóndi og smið- ur í Bakkakoti í Meðallandi, Sand- víkurseli í Norðfjarðarhreppi og í Steinholti í Neskaupstað, Runólfs- son, fæddur 1820, bónda og með- hjálpara í Klauf og Nýjabæ, Sveinssonar, fæddur 1789, bónda í Klauf, Eiríkssonar, fæddur 1738, bónda í Háu-Efri-Ey, Sveinssonar. Móðir hennar var Guðrún Ingi- mundardóttir, fædd 1858, bónda í Staðarholti, fæddur 1829, Sveins- sonar, fæddur 1795, bónda í Lang- holti og Staðarholti, Ingimundar- sonar, fæddur 1765, bónda í Stað- arholti, Sveinssonar, fæddur 1723, bónda í Fjósakoti, á Hólmum og í Nesi. Foreldrar hennar fluttu að Sandvíkurseli í Norðfjarðarhreppi á síðasta tugi 19. aldar og þar fæddist hún og þijú systkini henn- ar; Sigurður, fæddur 1895, dáinn 1976, Eiríkur, fæddur 1898, dáinn 1904 og Sveinbjörg, fædd 1900, dáin 1972. Móður sína og bróður missti hún 1904 og tvístraðist fjöl- skyldan þá að mestu og flutti fað- ir hennar til Neskaupstaðar. Sjálf fór hún fyrst til Einars hreppstjóra Jónssonar á Ekru og konu hans en síðar til Sigmundar skósmiðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.