Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 49 „Dauðagangan í uppáhaldi“ Sex sterkustu konur landsins takast á í dag DUGLEGA verður tekist á þegar sex sterkustu konur landsins keppa í árlegu kraftamóti um tit- ilinn „Sterkasta kona ís- lands“ í dag. Oroblu kraftakeppnin verður klukkan 17 í íþróttahús- inu í Kaplakrika og stend- ur í tæpa tvo tíma. Meðal keppenda verður Unnur Sigurðardóttir, „Sterk- asta kona landsins" í fyrra. Konurnar sem keppa eru allar með reynslu úr íþrótt- um, Sigrún Hreiðarsdóttir er kúluvarpari, Júlía Kristín Albertsdóttir er kraftlyft- ingakona, Halla Heimis- dóttir kringlukastari, Mar- grét Sigurðardóttir vaxtar- ræktarkona, Deborah Dag- björt Blyden þolfimikennari og Unnur spjótkastari og kraftakona. Unnur er gjald- keri hjá Framleiðsluráði Fyrirlestur um ís- lenska miðaldasögu SÆNSKI sagnfræðingur- inn Agneta Breisch flytur laugardaginn 16. apríl nk. fyrirlestur í boði Sagn- fræðingafélags íslands, Sagnfræðistofnunar Há- skóla íslands og Árna- stofnunar. Agneta Breisch hlaut doktorspróf í febrúar sl. frá Uppsalaháskóla og fjallaði hún um íslenska miðalda- sögu. Mun hún kynna rann- sóknarniðurstöður sínar á þessum fyrirlestri sem hún nefnir „Frid och fredlöshet. Sociala band och utanför- skap pá Island under áldre medeltid“. Er það mikill fengur fyrir íslendinga að fá hana til landsins. Ritið fjallar um breyting- una á íslenska samfélaginu frá 900-1300, breytinguna frá því þegar samfélagið byggði á ættartengslum og Laugavvgi 45 - *. 21 255 í kvöld: Suðrænt kvöld með SNIGLA- BANDINU í áttina að ríki með einkenn- um lénsskipulags. Kenning- ar hennar ganga út á að þróun íslenska samfélagins hafi verið svipuð og annars staðar í Vestur-Evrópu á svipuðum tíma. Þannig hlið- stæður segir hún mögulegt að greina, bæði í heimildum og kenningarlega, með því að beina sjónum að félags- gerðinni og mikilvægi lag- anna. Fyrirlesturinn verður fluttur í dag, laugardaginn 16. apríl í fundarsal Þjóð- skjalasafns íslands, Lauga- vegi 162, efstu hæð, kl. 16.15. Tryggvagötu 8, sími 17799 í kvöld: SPILABORGEV Sunniidagskvöld: MÆÐUSÖNGVA- SVEITIN Dansleikur í kvöld frá kl. 22-3 Hljómsveitin Túnis leikur AÐGANGUR ÓKEYPIS í KVÖLD Miða- og borðapantanir í símum 685090 og 670051. Opið í kvöld frá kl. 22 Dansinn dunar með DANSSVETTM og Evu Ásrúnu Sími 686220 V___________________________________J Nl":''v Ty :7 -v-"v;: landbúnaðarins og hefur tit- il að veija um helgina, en hún er 28 ára gömul. „Titil- vörnin verður erfið, það eju margir góðir keppendur. Ég hef bætt snerpuna frá því í fyrra, en líkamlegur styrk- ur er svipaður,“ sagði Unnnur í samtali við Morg- unblaðið. Hlaða karlmanni á pall Keppendurnir sex munu reyna með sér í sex grein- um, draga fyrst 1400 kg þungan Volvo með höndun- um, draga 150 kg sekk aft- urábak 25 metra leið. Síðan þurfa konurnar að hlaða fjórum hlutum upp á pall á tíma, jeppadekki, þungum kaffisekk, olíutunnu og ein- um fullvöxnum karlmanni. Fimmta greinin er kross- festulyfta þar sem þyngd er sett á útréttar hendur og reynir á handstyrk. Síðasta greinin er dauðaganga svo- kölluð, þá ganga keppendur með 45 kg rafgeymi í hvorri hönd, eins langt og þær komast. „Dauðagangan er uppá- haldsgreinin mín. Ég náði að labba 111 metra með rafgeymana í fyrra og ætla lengra í ár,“ sagði Unnur. Aðspurð kvað hún karlmenn sem keppa í kraftamótum líklega helmingi sterkari en kraftakonur. „Eg hef engan samanburð á styrk gagn- vart venjulegum karlmanni. Ég hef reynt að fara í sjó- mann við karlmenn, en fer alltaf að hlæja, tekst aldrei að ljúka slíkri keppni,“ sagði Unnur glaðhlakka- lega. Á Oroblu mótinu munu kraftakarlarnir Magnús Ver Magnússon og Andrés Guðmundsson heyja einvígi í steinatökum og hlaupa með kvenkeppendur um salinn í kapp við klukk- una. Hljómsveitin 3aga Klaee og söngvararnir derglind Björk Jonasdottir, ein af Borgardætrum og Reynir Guðmundsson halda uppi fjörinu á dansleiknum eftir sýningu. Miðaverð á dansleik 850 kr. Þorvaldu / / na upp go alldórsson yggvason temmningu Þœgilegt umftverfi - ögrandi vinningar! Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sterkasta kona landsins, Unnur Sigurðardóttir, tekur á einum andstæðinga sinna, Debbie Dagbjörtu, sem keppir í kraftamóti kvenna á laugardaginn. SUMAR GLEÐIN Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hátel Islandi Raggi Bjarna. Maggi Ólafs. Hemmi Gunn, Ómar Ragnars, Þorgeir Ásvalds, Jón Ragnars. Bessi Bjama og Sigga Beinteins. Miðasala og boröapantanir isíma 687111 frákl. 13 til 17. Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé. enn harðskeyttari og ævintýralegrí en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson Leikstjóm: Egill Eðvaldsson. Matseðill Pominsbeett eiusturienslt sýívarréttasúpa Koníakslegió grísafiUe medfianskri dijonsósu, porísarkartöjlum, oregano.Jlmberuóum dvöxtum og gljáSu grammeti Konfektís með piparmyntupem, kirsuberjakmmi og rjómasúkhulaöisósu Glæsileg tilboð á gistingu. Sími 688999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.