Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 13 Slagiirinn um lífeyrinn eftir Árna Brynjólfsson „Mannréttindabrot" Umfjöllun um lífeyrissjóðina síð- ustu mánuði og ár ber með sér að allmargir hafa verulegar áhyggjur af rekstri og afkomu almennu sjóð- anna, jafnvel meiri áhyggjur en sjóðsfélagar. Sumir segja að mann- réttindi séu brotin, afkoman bág, arðsemi litil en kostnað úr hófi. Kvíða gætir síður varðandi afkomu opinberu sjóðanna, þótt þeir standi hvorki undir greiðslum né loforðum sem eru meira en tvöfalt verðmæt- ari en það sem almennu sjóðirnir bjóða. Mismunurinn fer á reikning skattgreiðenda, - þeir eiga fáa atkvæðamikla málsvara. Hræsni Krafist er valfrelsis á milli al- mennu lífeyrissjóðanna og svo- nefndra „frjálsra sjóða“, banka eða verðbréfafyrirtækja. Frelsið á þó ekki að ná til allra lífeyrissjóða, t.d. að öllum sé frjálst að ganga í opinberu sjóðina, sem bjóða bestu kjörin, - nei svo mikið þarf frelsið ekki að vera. - Valið á aðeins að standa á milli almennu sjóðanna innbyrðis og fjármálafyrirtækj- anna hins vegar. Hægt væri að skilja þessa tvöfeldni ef þeir sem eru í opinberu sjóðunum hefðu valfrelsi, gætu ávaxtað öðruvísi, en svo er ekki. - Hvað veldur? Er hugsanlegt að áhuginn sé meiri á að ná í peningana en að tryggja öllum öldruðum öragg og betri eftirlaun? Aldraðir eru fyrir Þegar kreppir að á vinnumark- aði koma fram kröfur um að ýta þeim eldri fyrr út úr störfum og möguleikum fækkar til þess að bæta upp lág eftirlaun. Þegar svona er komið gefur það augaleið að meðferð lífeyris verður mikil- vægari og því eðlilegt að skoðað sé hvort hægt sé að ávaxta hann betur en gert hefur verið. Besta lausnin væri einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn og að ailir búi við jafn örugg eftirlaun, en litlar líkur eru á því að svo verði. - Þegar á reynir vill enginn slá af sínu, jafnvel ekki bæta kjör þeirra lægstu, - nema í orði. Eftirlauna- fólk er ekki hávær þrýstihópur, álits þess er sjaldan leitað. Örorkubætur sliga sjóðina Samruni smærri lífeyrissjóð- anna er mikilvægur sem og að þeir starfi ekki eins og útibú fagfé- laga, heldur eins og varfærin fjár- festingafyrirtæki, þó með ríkis- ábyrgð, t.d. eins og sjálfsagt þykir að bankar og opinberir sjóðir njóti. Erfitt mun vera að koma samruna á vegna þess hve mörg verkalýðs- félög eru háð sjóðunum, bæði fé- lags- og ijárhagslega. Örorkubæt- ur eru þyngsti fjárhagslegi baggi sjóðanna, en sú samtrygging vegur þungt félagslega. Lífeyrissjóðirnir ættu ekki að bera þennan kostnað, hann á ekkert skylt við uppsöfnun lífeyris og er hæpin ráðstöfun á sparifé. - Örorkubætur á að fjár- magna á annan hátt, bæturnar gagnast aðeins fólki undir eftir- launaaldri. - Lífeyrisþegar hafa lítil áhrif á ákvarðanir sjóðstjórna. Félagslegur búhnykkur Um almennu sjóðina var samið ■ BYGGÐASAFN Hafnar- fjarðar mun í sumar taka í notkun nýtt geymslu og sýningarhúsnæði að Strandgötu 50, Hafnarfirði. í tilefni opnunar ætlar safnið að hafa sýningu á ýmsum gömlum leikföngum. Safnið á lítið safn af gömlum leikföngum en biður fólk sem á gömul leikföng og vill lána/gefa safninu þau í 3 mánuði að hafa samband við safnvörð. í kjarasamningum við mjög erfiðar aðstæður, áhugi var lítill, verð- bólga geisaði, engin verðtrygging og vextir neikvæðir. í fyrstu var litið á þá sem fasteignalánasjóði fyrir félagsmenn, án tillits til þess að verðbólgulánin sköðuðu lífeyr- istrygginguna. Sjóðirnir urðu eins konar lánastofnanir félaganna sem færðu þeim meiri völd og fjárhags- lega aðstoð við rekstur skrifstof- anna. Þetta var því féiagslegur búhnykkur og ekki að undra þótt smærri félög vildu hafa sinn eigin lífeyrissjóð þegar í ljós kom hve mikið hnoss þessu fylgdi hjá þeim stærri. - Við skulum ekki lá þeim þetta, það er lenska hér að gleyma gildi stærðarhlutfalla, einkum við arðsemisútreikninga. Valfrelsi er lausnarorðið! Meðan sjóðirnir áttu minni pen- inga og lánastofnanir þurftu ekki að auglýsa eftir viðskiptum, hafði enginn áhuga á „mannréttinda- brotum“ lífeyrissjóðanna. Það er ekki fyrr en frelsi er aukið á pen- ingamarkaði, verðbréfa- og fjár- mögnunarfyrirtæki verða til og samkeppni hefst fyrir alvöru um sparifé, að áhuginn vaknar. Emb- ættismannasjóðirnir eru ekki vændir um vanhæfni, þótt í þá sjóði hafa menn í einkageiranum ekki frelsi tii að sækja hversu mikið sem þá langar, enda einu sjóðirnir sem geta bæði boðið vel og tryggt það „Hægt væri að skilja þessa tvöfeldni ef þeir sem eru í opinberu sjóð- unum hefðu valfrelsi, gætu ávaxtað öðruvísi, en svo er ekki. - Hvað veldur? Er hugsanlegt að áhuginn sé meiri á að ná í peningana en að tryggja öllum öldr- uðum örugg og betri eftirlaun?“ sem þeir bjóða. Lán hafa einnig fengist með betri kjörum en al- mennt gerist. - Leggja ber því áherslu á frelsi til að velja á milli allra lífeyrissjóða, - án undantekn- inga! Breyta þarf skipulaginu? Þrátt fyrir allt hefur sjóðunum í flestum tilfellum tekist að tryggja fólki lífeyri, sem er mikilvæg við- bót við þann lífeyri er Trygginga- stofnunin greiðir. Almennu sjóðirn- ir eru yfirleitt aðeins rúmlega 20 ára og helming þess tíma geisaði verðbólga, með mjög neikvæðum vöxtum. Þeir sem harðast gagn- rýna nú hafa varla hugað að ein- Árni Brynjólfsson stöku framkvæmdaatriðum, t.d. hvernig skuli fylgst með því að allir séu í sjóðum eins og lög bjóða, rekstri flókinnar innheimtu, sem teygir sig til ystu annesja o.fl. Hvernig á að haga þessu við breyttar aðstæður, á hver að sjá um sig? Væri ekki flókið fyrir reynslulitla að fóta sig á veikum fjármálamarkaði? Yrðu fleiri án líf- eyris? - Það er mikilvægt að benda á hvernig auka má arðsemi lífeyris og að spara beri állan óþarfa kostn- að, en gagnlegt væri að koma fram með nýtt og betra rekstrarmynstur í stað þess að stilla aðeins upp hæpnum hagtölum og ríflegri, ótryggri ávöxtun, sem segir fátt, en lofar miklu. - Væri betra að sjóðsstjórnir væru kjörnar beint af sjóðsaðilum? Stjórnunarlegum helmingaskiptum ASÍ-VSÍ yrði hætt? Sjóðsaðilar ættu atkvæðis- rétt í samræmi við innborganir, einnig lífeyrisþegar? - Kæmi til greina að láta lífeyrissjóðina í friði? Ekkert á að fela Ræða þarf þessi mál opið og af raunsæi, ekki síst vegna þess að um er að ræða viðkvæman sparn- að, kokhraustir spekingar ættu ekki einir að fjalla um þetta í hálf- kæringi. Því miður vantar mikið á að aðstandendur sjóðanna hafi gert hreint fyrir sínum dyrum í fjölmiðlum, fáir hafa verið þar til andsyara. Þessi mikla hlédrægni veldur tortryggni, ekki síst þegar helstu forsvarsmenn sjóðanna hafa sífellt talað um að skerða þurfi réttindi vegna fortíðarvanda og bjartsýnna loforða. Þeir hafa fram- kvæmt slíkan niðurskurð, en bregðast ókvæða við þegar fullyrð- ing kemur fram frá öðrum um lé- lega stöðu sjóðanna. - Þeir haga sér því miður oft eins og banka- stjórar, enda ólíklegt að svona til- kynning birtist þótt vel áraði: „Vegna betri afkomu sjóðanna verður lífeyrir aukinn og ekkjum bætt það sem af þeim var tekið.“ Höfundur er fv. stjórnarmaður SAL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.