Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 7 Vinnumiðlun borgar innar í nýtt húsnæði Skráning skólafólks hefst á mánudaginn VINNUMIÐLUN Reykjavíkur- borgar er þessa dagana að flylja hluta starfsemi sinnar í nýtt hús- næði á Engjateig 11. Á mánudag- inn hefst þar skráning skólafólks sem óskar eftir vinnu hjá borg- inni. Skránin 14 og 15 ára nema í Vinnuskóla Reykjavíkur hefst 2. maí. Onnur starfsemi Vinnu- miðlunar flyst á Engjateig í vor. Að sögn Oddrúnar Kristjánsdótt- ur, framkvæmdastjóra Vinnu- miðlunar borgarinnar, munu með þessum breytingum skapast aðstæður til að veita atvinnu- lausu fólki betri þjónustu en hægt hefur verið að veita hingað til. Á síðasta ári veitti Reykjavíkur- borg öllum ungmennum vinnu í Vinnuskólanum sem sóttu um. Alls störfuðu rösklega 2.200 manns í Vinnuskólanum, en það eru ungl- ingar á aldrinum 14-15 ára. Um 3.700 skólanemar á aldrinum 16-25 ára sóttu um vinnu hjá borginni, en um 2.600 fengu vinnu. Rúmlega 1.000 fengu vinnu eftir öðrum leið- um. Oddrún sagði, að menn viti Flugfélag Austurlands 2 milljóna rekstrar- hagnaður Egilsstöðum. FLUGFÉLAG Austurlands var rekið með hagnaði upp á 2 millj- ónir síðastliðið ár, ef frá eru tal- in fjármagnsgjöld. Að þeim með- töldum er tap upp á fimm hundr- uð þúsund. Flugfélagið gerir út 2 vélar og eru stöðugildin fimm og hálft. Þar af eru þrír flug- menn. Eftir nokkur erfið ár er rekstur Flugfélags Austurlands nú komin í jafnvægi. Eiginfjárhlutfall félagsins er um 30% og heildarskuldir losa 17 milljónir. Að sögn framkvæmda- stjóra félagsins Gústafs Guðmunds- sonar, er fjárhagsstaðan góð og allt er í skilum. Flugfélagið sinnir mest stuttum flugum á Austurlandi en fer þó tvisvar í viku til Reykjavík- ur. Einnig er nokkuð um það að flogið sé með íslendinga til Fær- eyja. Sjúkraflug er stór þáttur í rekstri félagsins og hafa ferðir með sjúklinga verið um 130 á ári. Heild- arflugtími á síðasta ári var um 900 hundruð klukkustundir, en þarf að vera heldur meiri. Komu í veg fyrir aukningu Gústaf segir að úthlutun á flug- leyfi til handa íslandsflugi á síðasta ári til Egilsstaða hafi komið í veg fyrir aukningu umsvifa Flugfélags Austurlands. Að hans mati átti fé- lagið að fá leyfi á þessari leið og þar með hefði skapast grundvöllur undir kaup á stærri flugvél. Sá grundvöllur væri hins vegar ekki fyrir hendi nú. Hann sagði þó ekki mikla hættu á að félagið legðist af vegna þessa. Sjúkraflugi þyrfti allt- af að sinna, og það væri ekki hægt að gera frá Reykjavík. Bjart framundan Gústaf sagði að ekki væri ástæða að óttast framtíðina hjá Flugfélagi Austurlands. Félagið væri vissulega lítið en ef það fengi frið til að sinna sínum málum væri framtíðin björt. Nú er meðal annars búið að ákveða að fljúga til Vestmannaeyja í sumar þrisvar í viku með viðkomu á Hornafirði. -Ben.S ekki hvað mörg ungmenni óski eft- ir vinnu í ár, en stefnt sé að því að veita öllum vinnu sem þess óska. Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar er til húsa í Borgartúni 3 í þröngu húsnæði. Oddrún sagði, að þröng húsakynni hefðu lengi háð stofn- unni og löngu tímabært hefði verið að bæta þar úr. „Við stefnum að því að taka upp breyttar aðferðir við vinnumiðlun, sérstaklega varð- andi ráðgjöf fyrir þá sem eru at- vinnulausir. Rýmra húsnæði gefur okkur tækifæri til að veita betri þjónustu og virkari vinnumiðlun," sagði Oddrún. Fólk sem er á atvinnuleysisskrá, á áfram að koma í Borgartún 3 til að skrá sig, en skólafólk er beðið um að fara í nýju húsakynnin á Engjateig ef það óskar eftir vinnu hjá borginni í sumar. x' 5S 5i g | mmm; Morgunblaðið/Þorkell Yinnumiðlunin flytur SKRÁNING skólafólks hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar hefst í nýjum húsakynnum á Engjateig 11 næstkomandi mánudag. Frá- gangi á nýja húsnæðinu er að ljúka. Hvað fœrðu fyrir mikil innlánsviðskipti í bankanum þínum... ...annað en vexti? Til mikils aö vinna meö Vildarþjónustu íslandsbanka! Vildarþjónustu íslandsbanka njóta þeir vibskiptavinir sem eiga mikil og gób innlánsvibskipti vib bankann; ab lágmarki 500.000,- kr. í samanlögbum innstœbum. Þú hefur beinan abgang ab þjónustufulltrúa. Forgangsverkefni hans er ab veita persónulega þjónustu og þekkja vibskipti þeirra sem eru í Vildarþjónustunni og vera þeim innanhandar um hvabeina sem varbar dagleg samskipti vib bankann. Þú fœrb afhent nafnspjald þjónustufulltrúans meb beinu símanúmeri hans. Eftir lokun tekur símsvari vib skilabobum sem þjónustufulltrúinn afgreibir síban strax ab morgni. Þú fœrb yfirlit reglulega yfir vibskipti þín í bankanum. VILDARÞJONUSTA ISLANDSBANKA Þar ab auki spararbu þér umtalsverbar fjárhcebir árlega vegna niburfellingar ýmissa þjónustugjalda eins og eftirfarandi dœmi sýnir: Yfirdráttarheimild 200.000 kr., 50% nýting 9.000,- Tólf tékkhefti 3.300,- Þrjú skuldabréf meb einni afborgun á ári í innheimtuþjónustu 2.175,- Mánabarleg innheimta á húsaleigu 5.820,- Creibslukort, árgjald 1.750,- Vibskiptayfirlit 190,- Samtals: 22.235,- Efþú vilt fá meira en vexti fyrir mikil innlánsviöskipti skaltu kynna þér Vildarþjónustu íslandsbanka; menn hafa skipt um banka fyrir minna! veU>öí ISLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.