Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 Morgunblaðið/Kristinn Auðar skurðstofur JÓNAS Magnússon, yfirlæknir á handlækningadeild Landspítala, stendur í einni af mörgnm skurðstofum á sjúkrahúsinu sem standa lengst af auðar um þessar mundir, því undanþágur meinatækna leyfa aðeins að framkvæmdar séu um 10% þeirra aðgerða sem þar eru venju- lega gerðar. Verkfall meinatækna hefur víðtæk áhrif á sjúkrahusum landsins Höfum færst aftur um áratugi í meðferð sjúkra - segir Jónas Magnússon yfirlæknir á handlækningadeild Landspítala „VERKFALL meinatækna má ekki standa fram í næstu viku. Ef það gerist er heilbrigðiskerfið gjörsamlega úr sögunni, óstarfhæft. Núna, þegar hálfur mánuður er liðinn af verkfallinu, höfum við þegar færst aftur um áratugi í meðferð sjúklinga, þar sem við erum að fálma blindandi í líkama sjúklinga í leit að réttri sjúkdómsgreiningu en engin skýr svör liggja fyrir um hver hún raunverulega er. Við verðum að beita ágiskunum og vona að okkar eigin þekking bregð- ist ekki. Spurningin er ekki hvort óbætanleg mistök verði ef verk- falli lýkur ekki brátt, heldur hvenær. Eft.ir því sem deilan dregst á langinn, harðr.ar afstaða meinatækna og undanþágum þeim sem við höfum fengið mun fækka í kjölfarið. Það má ekki gerast,“ segir Jónas Magnússon, yfirlæknir handlækningadeildar Landspítalans. Vigdís Magnúsdóttir Halldór Jónsson Sólveig Sverrisdóttir Verkfall meinatækna hefur nú staðið í tæpan háifan mánuð og ber enn mikið á millj deiluaðila. Engin lausn virðist innan seilingar. Neyðarástand Um 230 meinatæknar eru í fé- lagi þeirra og hafa um 20 félags- manna starfað í verkfallinu til að sinna nauðsynlegri bráðaþjónustu á sjúkrahúsunum, en stöðugt dregur úr starfsemi og ýmis teikn eru á lofti um að deilan harðni enn. Vinna rannsóknarstofa og af þeim sökum sjúkrahúsanna ber svip af þeim skorti á þjónustu sem verkfallið hefur í för með sér; öllum aðgerðum sem „þo!a“ bið er skotið á frest og biðlistasjúklingar bíða upp á von og óvon og þurfa að líða ýmis óþæg- indi vegna núverandi aðstæðna sem Jónas lýsir sem „óþolandi". Lækna- ráð Landspítala hefur varað við hættu á óbætanlegum óhöppum haldi verkfall áfram, enda ókleift að inna af hendi venjabundna þjón- ustu. Stjórn Félags ungra lækna líkir stöðunni við neyðarástand, og segir „greiningu og meðferð bráð- veikra sjúklinga stefnt í hættu“. Sjúkrahús án sjúklinga Við venjulegar aðstæður eru framkvæmdar um 4.500 aðgerðir á ári á skurðstofum Landspítala, eða um 20 aðgerðir á dag. Nú eru þær aðeins 5 og þar af 2 sem teljast mikilvægar, eða 10% af afkasta- getu. Af þeim tíu aðgerðum sem gerðar eru á viku eru sex hjartaað- gerðir, en þær eru einu aðgerðirnar sem enn ganga eðlilega fyrir sig, enda forgangsaðgerðir þar sem fólk er jafnvel í bráðri lífshættu. Á hin- um ýmsu biðlistum eru yfir 1.300 manns og þeir listar hafa ekki hreyfst í tvær vikur. „Allir biðlistar færast óbreyttir inn í framtíðina, nákvæmlega jafn lengi og verkfall meinatækna varir,“ segir Jónas. „Við getum eingöngu gert aðgerðir sem eru þess eðlis að ástand sjúkl- ings krefst þess, þ.e. bráðaaðgerðir, og ennfremur á þeim sjúklingum sem voru á svokölluðum flýtilista vegna hjartaaðgerða og voru orðnir svo illa haldnir að við fengum að taka þá framfyrir á lista og veita nauðsynlega meðhöndlun. Einnig getum við gert aðgerðir sem þarfn- ast ekki rannsóknarlegs undirbún- ings og öruggt er að leiði ekki til blæðinga að aðgerð lokinni. Öll lið- skipti bíða, flest allar bakaðgerðir bíða, allar aðgerðir sem koma á biðlista í almennum handlækning- um bíða, allar aðgerðir á gallblöðru bíða, kviðslitsaðgerðir bíða, æða- hnútaaðgerðir bíða og lýtaaðgerðir bíða. Við erum búnir að glata tveggja vikna afköstum og gríðar- lega margir sjúklingar bíða eftir því að komast í aðgerð. Til dæmis liggur barn hér á fyrsta ári inni í sk. gifsvöggu, og átti að fara í að- gerð seinasta mánudag en undan- þágu var hafnað. Foreldrarnir sættu sig vitaskuld ekki við þennan úrskurð en þurftu'að berjast í fimm daga til að fá undanþágu sam- þykkta og aðgerðin verður loks gerð eftir helgi. Ungur piltur hefur verið innritaður á barnadeild í hálf- an mánuð en bíður heima hjá sér, því hér er ekkert að gera, eftir því að komast í nýrnaaðgerð. Á lýta- lækningadeild liggur sjúklingur sem er með sýkt legusár, sem eru bæði sársaukafull og illviðráðanleg. Hann bíður eftir aðgerð og hefur enn ekki fengið undanþágu. Þræð- ingarstarfsemi hjartadeildar liggur ennfremur niðri. Ef einhver kemur með slæma bijóstverki og kvartar, og er því e.t.v. með kransæðasjúk- dóm, getum við fátt gert því sá bið- listi er frosinn. Ástandið á Landspít- ala og annars staðar er farið að minna á sjónvarpsþátt sem sagði frá sjúkrahúsi án nokkurra sjúklinga; reksturinn var í mjög góðu jafnvægi og stefndi í að sjúkrahúsið yrði það best rekna í heimi — vegna þess að engir sjúklingar voru til staðar.“ Gætum öryggis Hætta er á að sjúklingar „fái röng lyf og ranga meðhöndlun", segir Sigurður Guðmundsson lækn- ir á Landspítala og varar ennfremur við að andrúmsloft spillist á vinnu- stað og að hættu á mistökum og misskilningi sé boðið heim. Jónas tekur undir þetta sjónarmið. „Það er enginn vandi að meðhöndla fólk ef menn vita með vissu hvað geng- ur að því, en þegar ekki er hægt að rannsaka það og gera nauðsyn- legar prófanir er allri greiningu stefnt í óvissu. Eftir því sem lyf virka betur, því meiri usla geta þau valdið í líki aukaverkana á blóð, salt í líkamanum o.s.frv. og ef ekki er hægt er mæla áhrif lyfjanna er hætt við vandræðum. Ýmis lyf eru þess eðlis að mæla verður þau í blóðinu til að geta stýrt meðferð Nú er allt þetta farið nema örlítið brot af blóðrannsóknum vegna blóð- þynningar," segir Jónas. „Við höfum farið þá leið að gæta öryggis í hvívetna og ýta ekki í gegn þeim tilfellum sem kalla á þjónustu meinatækna. Við getum ekki sniðgengið ástandið, enda væri það óábyrgt og óveijandi að gera aðgerð á sjúklingi sem valdið gæti t.d. blæðingu og þegar sú blæðing er orðin staðreynd að fá ekki rönd við reist vegna verkfalls- ins. En með þessum hætti höfum við fengið að gera hjartaaðgerðirn- ar og halda gjörgæsludeild opinni. Ef við hefðum farið þá leið að knýja í gegn hveija aðgerðina á fætur annarri, hefðu hjartaaðgerðirnar verið stöðvaðar og gjörgæslu lokað. Þá hefðum við brugðist fólkinu í landinu, því þetta eru mikilvægustu þættir starfseminnar nú.“ Hin blóðuga afleiðing Hin blóðuga afleiðing af þessu verkfalli er að sjúkrahúsin eru vængstýfð, segir Jónas; afkasta- mikil „verksmiðja" eins og Land- spítalinn sem kostar 7 milljarða á ári er rekin með 10-20% afköstum, sem er „vond latína. Aðgerðir hafa ekki verðmiða, en tjónið er gífur- legt, bæði með tilliti til fjármuna og fólks. Verkfallið er alvarlegt því það hefur staðið í tvær vikur án þess að lausn sé í sjónmáli. Verkfall- ið er miklu afdrifaríkara en t.d. verkfall svæfingarlækna í fyrra, því áhrif þess eru svo miklu víðtækari; segja má að áhrif fyrrnefnda verk- fallsins hafi teygt sig innanhúss en verkfall meinatækna nái yfir landið og miðin. Viðsemjendur meina- tækna hafa ekki uppi neina tilburði til að leysa það og alvarlegt að stjórnvöld leyfi og líði að þetta ger- ist jafn oft raun ber vitni. Einhveij- ir gætu litið á þetta sem dulbúna sparnaðarleið, þar sem yfirvinna og efniskostnaður minnkar meðan verkfallið stendur yfir, en á móti kemur að þunginn tvöfaldast um leið og verkfalli lýkur. Afleiðingin er tap á allan hátt,“ segir Jónas og varar við því að fleiri rekstrarleg vandamál eru fyrirsjáanleg ef hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og röntgentæknar notfæra sér verk- fallsvopnið, nú þegar samningar þeirra eru lausir. „Það er athyglis- vert að þjóðfélagið skuli líða vinnu- deilur á þessum vettvangi, því heil- brigðiskerfið ásamt skólakerfinu er tvímælalaust mikilvægasta þjón- ustusvið samfélagsins. Allir þegnar frá nýfæddum börnum til gamal- menna njóta þjónustu innan okkar veggja. Verkföll innan veggja sjúkrahúsa eru að verða árviss við- burður sem endurspeglar gjaldþrota launastefnu hins opinbera. Það er fráleit stjórnunarstefna að fram- leiða aðeins tvo bíla þegar hægt er framleiða hundrað. Sjúkrahúsin hafa engar skyldur við sjúkrahúsin: Við erum aðeins til fyrir sjúkling- ana. Skyldur okkur eru við fólkið sem kemur hingað inn og þarf að koma aftur til heilsu, en nú kemur ekkert fólk hingað inn því við getum ekki sinnt því. Ástandið er hreint út sagt óþolandi," segir hann. Rekstur á undanþágum En hversu slæmt er ástandið á einstökum deildum? Á barnadeild eru 23 rúm vannýtt, eða um helm- ingur, öll rúmin eða 21 alls á lyf- lækningadeild og 17 rúm á hand- lækningadeild, segir Vigdís Magn- úsdóttir, hjúkrunarforstjóri Land- spítalans. „Þetta fer að verða mjög erfitt ef fram heldur sem horfir. Staðan versnar alltaf og hún versn- ar ekki línulega heldur óvænt og gríðarlega. Þegar ástandið leiðir til verkfalls eins og nú hefur gerst, tekur alltaf langan tíma að finna lausn. Meinatæknar gætu t.d. af- numið undanþágur ef þeim sýndist svo. Þjóðfélagslega séð kostar verk- fallið mikla fjármuni; við erum full- möhnuð en getum ekki rekið spítal- ann á fullum afköstum, þetta tefur fyrir því að fólk komist út í þjóðfé- lagið til að vinna o.s.frv. í mínum huga þýðir þetta mikið fjárhagslegt og líkamlegt tap,“ segir Vigdís. Allar deildir spítalans eru reknar á undanþágum, eða upp á „náð og miskunn" eins og Jónas lýsir ástandinu. Deildirnar afkasta að- eins hluta þess sem þær fá annars áorkað. Auð rúm og sjúkrastofur er hvarvetna að finna og miðað við fyrri heimsóknir blaðamanns eru gangarnir nánast auðir; yfir allri starfseminni hvílir óeðlilegur höfgi. Starfsmenn sjúkrahússins sem Morgunblaðið ræddi við voru sam- mála um að verkfallið yki skrifræði mikið, þar sem fylla þarf út umsókn um hveija einustu undanþágu vegna aðgerða og senda til með- ferðar hjá meinatæknum. Þettatefji þær bráðaaðgerðir sem þó fæst leyfi fyrir. Til dæmis á nýrnadeild hefur verið óvenju mikið af mjög veiku fólki á sama tíma og verkfallið hef- ur staðið sem hæst, aðgerðir hafa verið gerðar en þeim hefur seinkað og í einu tilfelli hefur maður beðið í heila viku umfram það sem hann ella hefði þurft. Þá eru ótaldir allir sjúklingarnir sem bíða í heimahús- um eftir að verkfallinu linni. Starfs- fólkið lýsir ástandinu sem „afleitu" en kveðst samt hafa þróað með sér eins konar æðruleysi af ætt forlaga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.