Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 fclk ( fréttum Kate Moss klæðist hér Calvin Klein dragt; köflóttu stuttpilsi með samsvarandi jakka við ásamt ljósum rúllukragabol. Eftirtekt vakti hversu margar sýningarstúlknanna klæddust fíatbotna skóm. Hönnuðurinn Troa Cho reiknar með að háir uppreimaðir klossar verði enn í tisku í haust. Hér kæðist mód- el stuttum jakka, sem minnir einna helst á hermannajakka með háum uppábrotum á ermum og skrautleg- um sokkabuxum við. TISKA Vísir að hausttísku Tískuhönnuðir eru langt komnir með undirbúning fyrir næsta haust og jafnvel fyrir næsta vetur. Á meðfylgjandi myndum má sjá örlítið brot af því sem verður í boði frá Bandaríkjunum. HÆFILEIKAR Tengdamóðir Rods Stewarts teiknar framliðna Janeen Phillips, móðir fyrirsætunnar Rachel Hunter, segist búa yfir þeim hæfileikum að geta teiknað framliðna. Kveðst hún fá leiðbein- ingar gegnum árur látinna sem vilja komast í samband við eftirlifandi ættingja sína. Haft er eftir Meg Simpson, sem er vinkona Rachel, að hún og Rod Stewart hafi mikla trú á hæfileikum Janeen. Segir sagan að móðirin hafi teiknað dóttur sína barnshafandi jafnvel áður en Rachel vissi sjálf um ástand sitt. Þá hefur Janeen nýlega teiknað mynd af syni Meg, sem lést af völdum krabbameins í fyrra. Þessar sýningarstúlkur klæðast fötum framleiddum úr efnum sem endurunnin voru úr plastflöskum. Flíkurnar voru til sýnis á sýning- unni „Hönnuðir framtíðarinnar" sem haldin var í New York. TONLIST Fjör í útgáfuteiti Skífan sendi á dögunum frá sér lög áttu á plötunni, SSSól, Vinir róm að leik sveitanna, sérstaklega safnplötuna Heyrðu 3 og hélt vors og blóma og Quicksand Jes- að leik Vina vors og blóma sem af því tilefni mikið útgáfuteiti í us. Margt var um manninn á þóttu ná upp miklu fjöri. Hfessó. Þar léku hljómsveitir sem staðnum, og gerðu gestir' góðan OPERA Fékk inngöngu í óperu- deild Guildhall Vinir vors og blóma voru í miklu stuði. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bjöm I. Jónsson tenórsöngvari hefur náð þeim áfanga að fá inngöngu inn í óperudeild Guild- hall School of Music and Drama í London og hefur hann nám í haust. Var hann meðal 11 nem- enda af 500-600 umsækjendum sem fengu inngöngu. Aðeins einn Islendingur stundar nú þar nám og er það kærasta Björns, Þóra Einarsdóttir, en hún komst inn í skólann í fyrra og hlaut ýmsa menningarstyrki frá íslandi vegna þess árangurs síns. Bjöm er 27 ára, sonur Guðbjarg- ar Lilju Maríusdóttur og Jóns Ingi- bergs Bjamasonar. Hann útskrif- aðist úr Söngskólanum 1993 og var aðalkennari hans þar Ólöf Koi- brán Harðardóttir ópemsöngkona. Að sögn Björns hafa ekki marg- ir íslendingar stundað nám við óperudeild skólans, t.a.m. hafi Diddú stundað nám við skólann, en ekki verið í óperudeildinni. „Guildhall skólinn er sérstakur að því leyti að hann gerir jafn , miklar kröfur í söng og leiklist, enda er skóladagurinn langur eða frá 10-17,“ sagði Björn þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í vikunni. Hann sagði jafnframt að Guild- hall væri talinn annar af tveimur bestu skólum í heimi á þessu sviði, en hinn væri í Bandaríkjunum. „Þessir tveir skólar útskrifa nem- endur þannig að þeir eru tilbúnir að taka þátt í óperustarfi í hús- um.“ Námið tekur tvö ár. Á fyrsta ári, sem er gmnnnám, er m.a. kennd leiklist, dans og skylming- ar, en á öðru ári taka nemendur þátt í ópersýningum. „Þá er öllum umboðsmönnum frá óperuhúsum í Englandi og frlandi boðið að vera viðstaddir og geta þeir valið úr nemendur sem þeir taka síðan að sér,“ sagði Bjöm. Hann segist ekki búa að ann- arri leikkunnáttu en þeirri sem hann öðlaðist hjá íslensku óper- unni, en hann var í kór óperunnar frá 1989 og lék hlut Normanos í Lucia di Lammermoor 1993. Auk þess tók hann þátt í leiklistarná- mskeiði á vegum Söngskólans. Þegar Björn var spurður hvort hann og Þóra kæmu heim að námi loknu sagðist hann ekki vita það. „Við verðum hér að minnsta kosti næstu tvö árin og svo verðum við bara að sjá til hvort ópera verður Rod Stewart og Rachel Hunter eru sögð hafa mikla trú á hæfi- leikum Janeen Phillips. starfandi á íslandi á þeim tíma og hvaða möguleika við höfum,“ sagði hann. Björn I. Jónsson tenórsöngvari var einn af ellefu nemendum sem komust inn í Guildhallskólann. REIKI- NÁMSKEIO - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. 23.-24. apríl, 1. stig, helgarnámskeið. Upplýsingar og skráning mánud.-miðvikud. kl. 10-14 í síma 33934. Þeir sem hafa áhuga á 2. stigi, vinsamlegast hafið sam- band. Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.