Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 VQKHPn/AIVINNUUF Gjaldþrot Schneider fer fram á gjaldþrotaskipti Frankfurt. Reuter. Helzta rekstrarfyrirtæki þýzka fasteignajöfursins, sem er horfinn, Jiirgens Schneiders, hefur beðið um gjaldþrotaskipti og athugun er hafin á því hve miklu verði hægt að bjarga af dauðvona fasteignastór- veldi hans. Héraðsdómur í bænum König- stein, þar sem Schneider stjórnaði viðskiptum sínum úr kastala í Taun- us-hæðum skammt frá Frankfurt, sagði að fyrirtækið Dr. Júrgen Schneider AG hefði beðið um gjald- þrotaskipti þar sem það væri greiðsluþrota. Um 40 af bönkum, sem Schneider skuldaði, hafa skýrt frá því að skuld- ir hans nemi fímm milljörðum marka. Rannsókn er hafin í máli Schneid- ers og konu hans, sem hvarf ásamt honum fyrir viku, vegna gruns um Ford eign- astHertz- leiguna Detroit. Reuter. FORD-bifreiðafyrirtækið hef- ur ákveðið að seija fjármögn- unarfyrirtæki sitt í Kalifor- níu, First Nationwide Financ- ial Corp., First Madison-bank- anum í Dallas fyrir 1,1 miHj- arð dollara. Ford hefur einnig samþykkt að kaupa 46% hlutabréfa í Hertz Corp. og verður þar með eini eigandi stærstu bílaleigu Banda- ríkjanna. Þar af keypti Ford 26% hlut sænska bifreiðafyrirtækis- ins Volvo í bílaleigunni, en stjórn Hertz átti 20%. Að sögn Volvo voru sænsku hlutabréfin seld fyrir 145 millj- ónir dollara til þess að gera fyrir- tækinu kleift að einbeita sér að aðalverkefnum sínum. Ford seg- ir að haldið verði áfram fram- leiðslu á fjölnotabílnum Aerostar vegna aukinnar eftirspumar. Áður hafði Ford sagt frá fyrir- ætlunum um að hætta við fram- leiðslu á Aerostar í verksmiðju sinni í St. Louis í ágúst og fram- leiða Ford Explorer í staðinn. Ford hyggst veija 555 milljónum dollara til þess að stækka verk- smiðjuna í St. Louis, aðallega vegna smíði Explorers. fjársvik í sambandi við aðeins eina af um 80 lúxusfasteignum hans víðs vegar í Þýzkalandi. Auk þess sem Schneider skuldaði um 40 bönkum skuldaði hann kaup- mönnum og seljendum 250 milljónir marka. Mál Schneiders hefur orðið til þess að bankar í Frankfurt hafa sætt harðri gagnrýni fyrir vítavert gáleysi í lánveitingum. Formaður félags lítilla og meðalstórra fyrir- tækja segir að bankarnir hafi „van- rækt eftirlitsskyldu sína á glæpsam- legan hátt og sýnt þá heimsku að veita stórum viðpskiptavinum for- gar.gsmeðferð, þótt þeir eigi það ekki skilið". Klaus Bregger, formaður félags- ins sem er tengt CDU — flokki Helmuts Kohls kanzlara — sagði í viðtali við blaðið Osnabriicke Zeit- ung að breyta yrði skipulagi þýzkra eftirlitsnefnda þannig að fleiri hefðu eftirlitshlutverkið með höndum. Þýzkir bankastjórar eiga sæti í hundruðum nefnda, sem hafa eftirlit með fyrirtækjum, og Bregger kvað Ijóst að álagið á þeim væri of mikið. Gagnrýnin minnir á ásakanir, sem bankarnir sættu fyrir gáleysi í máli Metallgesellschaft AG, 14. stærsta fyrirtækis Þýzkalands, sem rambaði á barmi gjaldþrots í janúar. Bankarnir hafa einnig verið gagn- rýndir þar sem verðbréf hafa lækkað í verði vegna beiðni Schneiders um gjaldþrotaskipti. Martin Kohlhaussen, stjórnarfor- maður Commerzbank, hefur varið bankana á þeirri forsendu að ef Schneider hefði verið á dagskrá fyr- ir hálfum mánuði hefði Commerz- bank verið legið á hálsi fyrir að sýna fyrirtækjum hans of lítinn áhuga. Helztu bankarnir, sem Schneider skuldar, hafa ákveðið á koma á fót „samstarfsnefnd" í því skyni að hjálpa þúsundum seljenda og kaup- manna, sem verða fyrir barðinu á hruni Schneider-stórveldisins. í tilkynningu eftir fund bankanna við yfirmenn Schneiders AG er til- gangur nefndarinnar að bjóða bönk- unum og öðrum hlutaðeigandi aðil- um að reynt verði að fínna „hugsan- lega lausn“ eða að minnsta kosti takmarka skaðann. Nefndin mun reyna að benda á þær af byggingum Schneiders, sem hægt sé að vinna áfram við. Bankarnir virðast einnig hafa samþykkt að bíða með sölu á eignum Schneiders, sem þeir eiga tilkall til vegna skulda hans. R AÐSTE F N U MIÐSTOÐ — Frá aðalfundi Ráðstefnu- skrifstofu íslands. Flugleiðafólk sló á létta strengi. Talin frá vinstri Pétur J. Eiríksson, Steinn Lárusson, Sigurður Helgason og Bjargey Elíasdóttir. Ferðaþjónusta Kanna þarfþörfina fyrir ráðstefnumiðstöð - segir Magnús Oddsson, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofu íslands Símta ó d ý r a r a STJÓRN Ráðstefnuskrifstofu ís- lands telur nauðsynlegt að lagt verði í kostnað til að kanna raun- verulega þörf fyrir sérhæfða ráðstefnumiðstöð hérlendis. Magnús Oddsson, stjórnarfor- maður Ráðstefnuskrifstofunnar, sagði á aðalfundi fyrirtækisins í gær að það muni verða nauðsyn- legt að ráðast í slíka fjárfest- ingu, en hvenær það verði ráðist af niðurstöðum væntanlegra kannana. Ekki verði ljóst fyrr en að að þeim loknum hvenær þörf skapist fyrir ráðstefnumið- stöð eða hvers konar byggingu eigi að reisa. Magnús sagðist í ræðu sinni vilja vara við þvi að ákvarðanir um fjár- festingar yrðu teknar á öðrum grundvelli en þörfinni til að þjóna væntanlegum fundum og ráðstefn- um. Jafnframt mætti ekki byggja slíkar ákvarðanir á öðru en niður- stöðum kannana sem sýndu fram á að slík fjárfesting skapaði nýja tekjumöguleika sem ekki væru fyr- ir hendi nú með tilliti til gistirýmis í landinu og fleiri þátta. „Akvarðan- ir um slíka fjárfestingu má ekki taka vegna annarra hagsmuna eins og t.d. atvinnuástands eða vöntunar á öðrum sérhæfðum byggingum. Þegar slík ráðstefnumiðstöð rís á hún að vera byggð með sérþarfir til ráðstefnu- og fundarhalda að leiðarljósi." grunar „Það á aftur á móti að sjálfsögðu að skoða alla mögulega kosti til að samnýta þætti sem hægt er að sam- nýta án þess að slíkt komi niður á notagildi bygginga. Um getur verið að ræða sameiginleg bílastæði, veit- ingaaðstöðu, snyrtingar o.fl. ef nið- urstaða kannana leiðir til sameigin- legrar niðurstöðu hvað varðar stað- setningar tveggja eða fleiri slíkra sértækra bygginga. Þegar slíkt hús verður byggt þá mun ekki veita af að til staðar sé öflugt markaðsstarf fyrir ráðstefnur sem hefur kynnt ísland sem ráðstefnu- og fundar- stað.“ Fjármál Landsvirkjun gerir 5.450 millj. lánssamning Lánið er til fjögurrá ára og greiðast af því breytilegir vextir LANDSVIRKJUN hefur gert lánssamning við Union Bank of Switzerland, JP Morgan, Chemical Bank, Enskilda Corporate og sex aðrar fjármálastofnanir um lán að fjárhæð 75 milljónir bandaríkjadollara sem jafngildir 5.450 milljónum. Það voru þeir dr. Jóhannes Nordal sljórnarformaður og Halldór Jónatansson forstjóri sem undirrituðu lánssamninginn í London á fimmtudag. Lánið er til fjögurra ára og greiðast af því breytilegir vextir sem miðast við millibankavexti í London (Libor) að viðbættu 0,35% Út á land á laugardögum 10 mínútna símtal frá Reykjavíktil Eskifjarðar um helgar kostar aðeins ^3459 PÓSTUR OG SÍMI Sjá nánar í símaskránni bls, 9. Til sölu Bæjarsíða 3, Akureyri, sem er 6 herbergja einbýlishús á þremur pöllum, samtals 307 fm. Á efri hæð er rúmgott eldhús með vandaðri innréttingu, stórt sjónvarpsherbergi, rúmgott baðherbergi með góðri innréttingu, hjónaherbergi með vönduðum skápum. Á miðhæð er stofa með teppi á gólfi, mjög vandaður arinn, blómaker er steypt upp með stigauppgöngu. Á neðri hæð eru 3 herbergi með innréttingu og góðri geymslu innaf. /q\ FASTEIGN ASALAN Brekkugötu 4, símar 21744 & 21820. Fax 27746. vaxtaálagi, segir í frétt frá fyrir- tækinu. Landsvirkjun er heimilt að draga á lánið í áföngum á láns- tímanum í samræmi við fjár- magnsþörf fyrirtækisins á hverj- um tíma og þá ekki aðeins í banda- ríkjadollurum, heldur einnig í öðr- um gjaldmiðlum. Upphaflega átti þessi lántaka að nema 60 milljónum bandaríkja- dollara en vegna þess hversu góð- ar viðtökur Landsvirkjun fékk á hinum evrópska lánamarkaði var ákveðið að hækka lánsfjárhæðina í 75 milljónir dollara. Meginhluta lánsins verður varið til að greiða upp fyrirfram eldra og óhagstæðara lán Landsvirkjun- ar að fjárhæð 60 milljónir banda- ríkjadojlara sem tekið var árið 1985 fyrir milligöngu Manufactur- ers Hanover Limited en að öðru leyti verður lánsfénu varið til al- mennrar endurfjármögnunar eldri lána fyrirtækisins. í.slundskostur /irsháíídir Veró frá 1400 kr. á mann 61 48 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.