Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994
35
Albert Guðmundsson
- Minningarorð
Albert Guðmundsson var at-
gervismaður. Saga hans er saga
af ungum dreng sem braust frá
fátækt til bjargálna af viljafestu
og einbeitni og fyrir eigin verðleika.
Hann var í fremstu röð þeirra
atgervismanna sem gerðu garðinn
frægan á erlendri grundu. Þegar
hann var á hátindi ferils síns sem
listamaður á knattspyrnuvöllum
Evrópu hljómaði nafn hans af vör-
um hundraða þúsunda sem dáðust
að leikni hans, keppnisþrótti og
marksækni.
Um leið og hann ávann sér nafn-
frægð á erlendri grund bar hann
með sér hróður íslands.
Heimkominn sneri Albert Guð-
mundsson sér upphaflega að kaup-
sýslustörfum. Meðfæddur félags-
málaáhugi, ræktaður í íþróttastarfí
og viljinn til að leggja til meðbræðr-
um sínum, ekki síst þeim sem bor-
ið höfðu skarðan hlut frá borði,
beindi honum síðan braut inn á
leikvang stjórnmálanna.
Fyrst haslaði hann sér völl á
vettvangi borgarmála; síðan var
hann kjörinn á Alþingi og varð að
lokum fjármálaráðherra í ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar
1983-1987.
Albert Guðmundsson var alla tíð
umdeildur maður. Hann fór ekki
alfaraleiðir. Hann rakst ekki vel í
flokki, eins og stundum er sagt.
Að lokum skildu leiðir með hon-
um og Sjálfstæðisflokki. Á örfáum
dögum í aðdraganda kosninga
1987 safnaði hann um sig liði og
náði umtalsverðu kjörfylgi.
Eins og verða vill um pólitísk
„skyndikynni" endast þau skamma
hríð.
Borgaraflokkurinn verður aðeins
fótnóta í sögunni en hún stendur
þar til að minna okkur á hvetju
sterkur einstaklingur getur fengið
áorkað þegar hann skírskotar beint
og milliliðalaust til fólks.
En eigi stjórnmálahreyfmg að
dafna og þroskast og fá einhverju
áorkað sem eftir stendur þarf hún
að standa dýpri rótum í samfélag-
inu.
Þegar skepnan hafði risið gegn
skapara sínum og Albert Guð-
mundsson greinilega orðinn ósáttur
við liðsmenn sína, þótti mér sem
utanríkisráðherra vel til fundið að
nýta foma frægð atgervismanns
meðal almennings í Frakklandi með
því að bjóða honum að gegna starfí
sendiherra íslands þar í landi.
Þannig lauk ferli hins aðsópsmikla
en umdeilda einleikara íslenskra
stjórnmála með virðulegum hætti.
Fyrir hönd utanríkisþjónustunn-
ar þakka ég Alberti Guðmundssyni
embættisstörfin hans á þeim vett-
vangi. Sem formaður Alþýðu-
flokksins flyt ég fjölmörgum stuðn-
ingsmönnum hans einlægar sam-
úðarkveðjur við fráfall kempunnar.
Við Bryndís flytjum frú Bryn-
hildi, börnum þeirra hjóna og fjöl-
skyldu allri dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Marrakesh 13. apríl 1994.
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra og formað-
ur Alþýðuflokksins, Jafnað-
armannaflokks íslands.
Albert Guðmundsson, Alli í Val,
eins og við vinir hans kölluðum
hann, er genginn á vit örlaga sinna.
Þessi stóri, sterki persónuleiki, sem
lék oftast á als oddi. Var hrókur
alls fagnaðar á góðra vina fundum.
Hér var á ferð foringi og mikill
dugnaðarforkur.
Þegar ég vil nú minnast vinar
og drengskaparmanns í þess orðs
fyllstu merkingu hrannast upp
minningar bjartar og hlýjar, svo
margar að erfitt verður að koma
þeim saman í fáum orðum.
Fyrstu kynni okkar Alla voru er
við mættum á knattspyrnuæfingu
hjá Val. Við áttum það sameigin-
legt að hrífast af þeirri íþrótt. Á
þeim árum þróaðist með okkur vin-
átta sem entist alla tíð síðan. Ég
dáði Alla, hve afburða snjall hann
var í þessari íþrótt, sem bar hróður
hans víða, ekki bara hér heima
heldur um allan heim. Hann var
einn besti knattspyrnumaður í Evr-
ópu fyrr og síðar.
Alli eignaðist ljölda vina um allt
land sem dáðu hann og elskuðu,
bæði sem snilling í knattspyrnu og
ekki síður sem mikilsvirtan stjórn-
málamann. Hann lét ekkert mann-
legt sér óviðkomandi. Þegar Alli
var kosinn í borgarstjórn fékk hann
aðstöðu sem hugur hans hafði lengi
staðið til. Nú gat hann hafist handa
um að hjálpa þeim sem minnst
mega sín í lífinu. Hann var baráttu-
maður fyrir aldraða, sjúka og ekki
síst þá sem áttu hvergi höfði sínu
að halla og urðu undir í lífsbarátt-
unni.
Það er vandi að skrifa minn-
ingargrein um góðan vin og góðan
dreng, sem sjálfur vildi vera en
ekki sýnast. Mann sem hugsaði
engu minna um annarra hag en
sinn.
Ég hef á langri ævi kynnst mörg-
um góðum dreng og ágætum sam-
starfsmönnum, bæði í starfí og leik,
en Alla mun ég þó ávallt minnast
sem eins af þeim allra bestu. Hann
var trúr og tryggur vinur í raun.
Hann sýndi mér og fjölskyldu minni
órofa tryggð í gegnum árin. Hann
hafði einstakt lag á að vera ávallt
þar sem styrks var þörf og að steðj-
aði sorg og þrengingar hjá vinum
og vandalausum og taka formála-
laust til starfa við hlið þess sem
hélt sig standa einan og óvarinn.
Hann hugsaði engu minna um ann-
arra hag en sinn eigin.
Nú fækkar óðum gömlu góðu
drengjunum og félögunum úr gull-
aldarliði Vals frá árunum 1930 til
1944 og nú kveðjum við þann besta
og litríkasta úr þeim hópi. Við sem
eftir lifum kveðjum nú þennan góða
dreng og félaga.
Ég læt öðrum eftir að skrifa um
það sem Albert hefur afrekað fyrir
land og þjóð á stjórnmálaferli sín-
um, sem er mikið og stórkostlegt.
Hann fór aldrei í manngreinarálit,
en setti svip á samtíðina og verður
því öllum minnisstæður fyrir afrek
sín á þeim vettvangi.
Samúðarkveðjur felast fremur
hugsun en orðum, ég vona að þær
nái ijölskyldu vinar míns. Vinátta
verður ekki goldin mælgi, en
kveðjuorð þessi eru lítill vottur
þakklætis fyrir áratuga vináttu.
Ég bið almáttugan Guð að blessa
minningu Alberts Guðmundssonar.
Kæra Brynhildur, ég bið góðan
Guð að styrkja þig og íjölskylduna
við fráfall góðs eiginmanns. Fá
hjón hef ég vitað jafn samrýnd og
þið voruð. Ég veit að ótal myndir
liðinna atburða í lífi ykkar verða
þér og þínum ljóslifandi á kveðju-
stundu. Þær minningar munu lifa
áfram.
Guð blessi ykkur öll.
Magnús Bergsteinsson
og fjölskylda.
Góður drengur er bui t kallaður.
Albert Guðmundsson er látinn.
Það var sár tilfinning og söknuð-
ur sem fór um hugann þegar ég
frétti lát vinar míns. Daginn áður
höfðum við að venju setið og spjall-
að ásamt nokkrum kunningjum og
vinum í síðdegiskaffinu á Borg-
inni. Það hefur verið venja okkar
um langt árabil að hittast þar og
þegar Albert sneri heim frá París
kom hann aftur inn í hópinn og
höfum við hist nær daglega síðan.
Hverjum þeim sem eignast góða
vini á lífsleiðinni fellur mikil gæfa
í skaut. Einn slíkan átti ég þar sem
Albert var. Snemma lágu leiðir
okkar saman, fyrst í KFUM og Val
og vorum við Albert orðnir góðir
kunningjar áður en hann fór utan.
Eftir að Albert kom heim úr sinni
miklu frægðarför fór hann fljótlega
að hafa afskipti af íþróttamálum,
en síðar tók hann við forystu í
Knattspyrnusambandi íslands.
Vinátta okkar varð fljótt náin, enda
áttum við auk íþróttanna mörg
sameiginleg áhugamál.
Um pólitískan feril vinar míns
mun ég ekki ræða í þessum kveðju-
orðum, aðrir verða til þéss. En
Albert bjó alltaf yfir sterkri sann-
færingu og þegar ákvörðun var
tekin í einhveiju máli var ekki aft-
ur snúið og hann fylgdi því fast til
enda.
Oft hefur verið um það rætt
hver sé orsök þess mikla persónu-
fylgis og vinsælda sem Albert naut
meðal almennings. Menn virtust
treysta honum til góðra verka hvar
í stétt eða flokki sem þeir stóðu.
Minnisstæður er sá atburður
þegar pólitískir andstæðingar Al-
berts í borgarstjórn náðu völdum
eitt kjörtímabil hér í Reykjavík, en
þá komu þeir til hans og báðu hann
að taka að sér forystu í þeirri nefnd
sem fjallaði um málefni aldraðra
og sjúkra. Þetta litla dæmi segir
allt sem segja þarf um ástæðuna
fyrir vinsældum hans, menn ein-
faldlega treystu drengskap Alberts,
heiðarleika og réttsýni.
Það er margt sem fer um hug-
ann á skilnaðarstundu og gott að
minnast áranna áður en Albert fór
sem sendiherra til Parísar. Þá var
oft setið að tafli eða farið á hand-
bolta- eða fótboltaleik og svo var
það sumarbústaðurinn við Þing-
vallavatn, þangað var gott að
koma. Nú við andlát Alberts eiga
margir um sárt að binda, en enginn
hefur þó meira misst en elskuleg
eiginkona hans, Brynhildur Jó-
hannsdóttir. Samband þeirra var
svo náið og innilegt að segja má
að hún hafi verið öll hans gæfa í
lífinu. Hún fylgdi honum ung að
árum á knattspyrnuferlinum og bjó
honum heimili víðsvegar um Evr-
ópu. Eftir að heim var komið og
þau hófu búskap við Laufásveginn
varð heimili þeirra brátt afburða-
fallegt, prýtt fögrum og fágætum
iistaverkum sem bera smekkvísi
húsfreyjunnar fagurt vitni.
Ég vil að lokum fyrir hönd okkar
félaganna í Borgar-klúbbnum
senda hlýjar samúðarkveðjur til
Brynhildar og barnanna, Helenar,
Inga Björns, Jóhanns og fjöl-
skyldna þeirra.
Magnús Sigairjónsson.
Við skyndilegt andlát Alberts
Guðmundssonar er fallinn frá mik-
ill velgjörðarmaður ÍR.
Iþróttafélag Reykjavíkur hefír
verið svo lánsamt að hafa fengið
að njóta eijusemi hans í 36 ár.
Albert kom til starfa sem formaður
félagsins á erfiðum tíma hjá ÍR.
Skuldir höfðu hrannast upp og
rekstur allur erfiður af þeim sökum.
Eftir að hafa kynnst því hvernig
hann tók á þeim vanda á ég erfitt
með að koma auga á að nokkur
annar hefði hreinlega ráðið við
þetta verkefni.
Það er varlegá til oi-ða tekið að
hann hafi verið stjórnsamur og það
var ekki auðvelt fyrir alla að taka
því, en oftar en ekki var það ein-
mitt það _sem þurfti.
Innan ÍR starfar formannafélag
ÍR, skipað fyrrum formönnum fé-
lagsins. Formannafélagið er nokk-
urs konar „öldungaráð" til ráðgjaf-
ar stjórn félagsins á hveijum tíma.
Þau átta ár sem undirritaður
gegndi formennsku fyrir ÍR áttu
sér stað byijunarframkvæmdir á
hinu nýja íþróttasvæði félagsins.
Ég leyfi mér að fullyrða, að þær
framkvæmdir væru ekki komnar
svo vel á veg sem raun er, ef ekki
hefði komið til öflugur stuðningur
formannafélagsins, en þar var Al-
bert að sjálfsögðu fremstur í flokki.
Hann var kjörinn heiðursformað-
ur félagsins árið 1978, en það er
æðsta viðurkenning sem félagið
veitir.
Ég kynntist Albert fyrst er hann
varð formaður ÍR, en við áttum
eftir að starfa mikið saman á öðrum
vettvangi, sem ég ætla ekki að
rekja hér, og urðu kynni okkar því
all náin. Ég væri ekki heiðarlegur
ef ég segði að aldrei hefði soðið
uppúr á milli okkar, en það var
aldrei erft og því gátum við í raun
unnið vel saman. Ég vissi alltaf að
undir niðri sló gott hjarta og „vinur
litla mannsins“ var ekki bara slag-
orð, því svo sannarlega var hann
það.
Þegar Albert tók við formennsku
í ÍR var ég formaður skíðadeildar,
en þá var einmitt verið að byggja
skíðaskálann í Hamragili. Þrátt
fyrir hið erfiða starf við að rétta
við fjárhag félagsins veitti Albert
skíðadeildinni ómetanlegan stuðn-
ing við byggingu skálans.
Hann bar ávallt hag ÍR fyrir
bijósti og lagði mikið upp úr því
að fastir fundir formannafélagsins
væru haldnir. Nokkuð fóru þessir
fundir úrskeiðis er Albert hvarf til
sendiherrastarfa í París. í ánægju-
legri heimsókn til þeirra hjóna í ~
fyrrasumar kom berlega í ljós að
honum þótti þetta miður og lagði
hann ríka áherslu á að fundirnir
yrðu haldnir, því gott starf for-
mannafélagsins væri besti bakhjarl
sem ÍR gæti átt.
Albert ólst upp við lítil efni og
þekkti því vel baráttu fólks við að
láta enda ná saman. Hann var
óþreytandi að hlusta á og greiða
úr vandræðum fólks og fór þar
hvergi í manngreinarálit. í raun
var hann sjálfskipaður „umboðs-
maður“ borgarstjórnar og annarra
yfirvalda til að gæta hagsmuna
þeirra sem áttu í baráttu við kerfið.
Þrátt fyrir mikið annríki í iðu
stjórnmálanna gaf hann sér alltaf
tíma til að sinna málefnum ÍR og
hann sinnti ekki einungis málefnum
ÍR, því hann varð miklum tíma
fyrir önnur félög og íþróttasamtök-
in í heild og að sjálfsögðu ekki síst
knattspyrnuna.
ÍR-ingar eru afar þakklátir fyrir
að hafa notið starfskrafta þessa
mikla drengskaparmanns og nafn
hans mun verða skráð ofarlega á
spjöld sögunnar hjá íþróttahreyf-
ingunni um ókomin ár.
Fyrir hönd ÍR, mín og fjölskyldu
minnar vil ég færa Brynhildi, börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um innilegustu samúðarkveðjur og
megi almættið halda verndarhendi
yfir þeim á erfiðri stundu.
F.h. íþróttafélags
Reykjavíkur,
Þórir Lárusson.
Nú er hann þrefaldur
Þessi 400 krona miði
-gerði eiganda
10.668.717,- krónum ríkari
(tíumiHiónirsexhundruðsextíuogáttaþúsundsjöhundruðogsautján)
-laugardaginn 12. mars þegar dreginn var út þrefaldur fyrsti vinningur
Vertu með