Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 41
hefur eldra skipið af hólmi og reynst
framar öllum vonum þrátt fyrir
liáan aldur. Mættu fleiri ferjuút-
gerðir taka Djúpbátinn hf. til fyrir-
myndar í skipakaupum. Með þraut-
seigju sinni og útsjónarsemi hefði
Kristján án efa getað tryggt ferju-
reksturinn með byggingu feiju-
mannvirkis við Djúp sem sárlega
skortir. Er nú skarð fyrir skildi í
sjósamgöngum um ísafjarðardjúp
þegar Kristján Jónasson er allur.
Þá átti Kristján hlut að því á síð-
ari æviárum að stofna rækjuvinnsl-
una Bakka hf. í Hnífsdal og reka
hana en rækjuvinnslan er nú eitt
öflugasta og umsvifamesta fyrir-
tæki í sinni grein. Kristján hafði
látið af þátttöku í rekstri fyrirtækis-
ins og selt sinn hluta fyrir skömmu
síðan og var að búa sig undir að
snúa sér að nýjum viðfangsefnum
þegar hann andaðist.
Kristján Jónasson gekk ungur í
hjónaband, þann 6. júní árið 1959.
Eftirlifandi eiginkona hans er Hans-
ína Einarsdóttir Steindórssonar frá
Hnífsdal. Hansína var Kristjáni
góður lífsförunautur og mikil stoð
og stytta. Hún er eins og hann var
forkur dugleg og fylgin sér en um
leið hugulsöm kona og hjartahlý,
trygglynd og vinföst. Ekki spillti
það sambúð þeirra að bæði voru
þau félagslynd og glaðsinna, kát
og fjörug í vinahóp, orðheppin og
skemmtilegir félagar. Hjónaband
þeirra var traust og gott og far-
sælt. Það er von mín að styrkur
góðra minninga hjálpi Hansínu til
að komast yfir það áfall sem hún
hefur orðið fyrir.
Börn Hansínu og Kristjáns eru:
Einar Valur, húsasmíðameistari á
ísafírði. Hann er kvæntur Guðrúnu
Aspelund. Þau eiga þrjú börn; Krist-
inn Þórir, húsasmíðameistari á
ísafírði. Hans kona er Berglind Óla-
dóttir. Þau eiga tvö börn; Steinar
Örn, húsasmíðameistari, búsettur í
Noregi. Hans kona er María Vals-
dóttir. Þau eiga tvö börn; Ólöf Jóna,
húsmóðir, búsett í Svíþjóð. Hennar
maki er Björgvin Hjörvarson. Þau
eiga þrjú börn; Guðmundur Annas,
sem stundar verkfræðinám í Sví-
þjóð. Kona hans er Svanhildur Ósk
Garðarsdóttir. Þau eiga eina dóttur.
Allt eru þetta mannvænleg börn,
sem bera foreldrum sínum og heim-
ili gott vitni.
Kristján- Jónasson vár einn af
þeim mönnum sem leggja gjörva
hönd á margt og láta sér fátt óvið-
komandi. Fyrir utan farsælan
starfsferil í atvinnulífínu átti hann
merkan starfsferil í félagsmálum
og þó mikið væri einatt að gera hjá
Kristjáni Jónassyni þá gaf hann sér
ávallt tíma til að sinna áhugamálum
sínum og leita leiða til að greiða
fyrir samborgurum sínum með góð-
vild sinni og atorku. Kristján Jónas-
son tók mikinn þátt í íþrótta- og
æskulýðsstarfsemi. Hann var leik-
inn knattspyrnumaður og keppti í
öllum aldursflokkum Vestra og í
úrvalsliði ísfirðinga í knattspyrnu.
Hann átti í mörg ár sæti í stjórn
Vestra og í knattspyrnuráði á
ísafirði. Hann var kosinn í stjórn
Knattspyrnusambands Islands árið
1980 og átti þar sæti til dauða-
dags. Kristján var meðal fararstjóra
íslenska landsliðsins og fór í marg-
ar keppnisferðir með landsliðinu.
Þar að auki var Kristján virkur í
mörgum félögum, m.a. í Lions-
hreyfíngunni.
Kristján gekk ungur til liðs við
jafnaðarstefnuna og gerðist for-
ystumaður alþýðuflokksmanna á
Isafirði og á Vestfjörðurn. Hann var
kjörinn í bæjarstjórn ísafjarðar í
maí 1978, forseti bæjarstjórnar ísa-
fjarðar var hann kjörinn í júní 1982
og var forseti bæjarstjórnar sam-
tals í tvö kjörtímabil til ársins 1990
þegar hann tók þá ákvörðun að
hætta í bæjarstjórn. Hann var um
margra ára skeið ritstjóri Skutuls,
blaðs jafnaðarmanna á Vestfjörð-
um, og var um skeið formaður kjör-
dæmisráðs Alþýðuflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi. Kristján átti sæti
í miðstjórn Alþýðuflokksins, í sveit-
arstjórnarráði hans og átti sæti á
mörgum flokksþingum.
Þá átti Kristján einnig sæti í
stjórn Orkubús Vestfjarða og í
ýmsum nefndum og ráðum um
málefni Vestfjarða, enda var Krist-
ján einn af kunnustu og áhrifa-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
mestu forystumönnum Vestfirð-
ingafjórðungs.
Kristján var í fjórða sæti á fram-
boðslista Alþýðuflokksins við síð-
ustu alþingiskosningar.
Segja má að við Kristján Jónas-
son höfum orðið samferða inn í
stjórnmálin. Það gerðist þannig að
árið 1974 vorum við Vilmundur
heitinn Gylfason valdir til þess að
leiða framboðslista Alþýðuflokksins
á Vestfjörðum. Þar sem við vorum
þá báðir aðkomandi, þó að við ætt-
um hvor með sínum hætti rætur í
kjördæminu, var talið nauðsynlegt
að fá sem kosningastjóra staðkunn-
ugan og duglegan heimamann.
Kosningastjórninni þótti það mikill
happafengur þegar ungur og vel
metinn forystumaður í félags- og
íþróttalífi á ísafirði fékkst til þess
að taka að sér að stjórna kosninga-
baráttu hinna ungu frambjóðenda.
Þessi maður var Kristján Jónasson.
Hann var vakinn og sofinn í kosn-
ingabaráttunni, beitti þar vinsæld-
um sínum og eldmóði og tókst það
sem hann ætlaði sér — Alþýðuflokk-
urinn endurheimti þingsæti á Vest-
fjörðum og hefur haldið því síðan
og meira að segja stundum átt þau
tvö samtímis. Þetta var upphafið
að stjórnmálaferli okkar beggja og
mikilli vináttu okkar og farsælu
samstarfi.
Eftir því sem-ég kynntist Krist-
jáni Jónassyni betur og átti lengra
samstarf við hann þeim mun meira
þótti mér til hans koma. Honum
féll aldrei verk úr hendi en tók samt
öllum erindum og öllu kvabbi jafn
ljúfmannlega og vildi jafnan allra
manna götu greiða. Hann var ein-
staklega útsjónarsamur og laginn
við að fá sitt fram, ekki síst til að
leysa vandamál annarra, og gaf sig
aldrei fyrr en árangur var fenginn.
Ef Kristján tók mál að sér má segja
að þar með hafi það verið komið í
höfn en slíkir voru eðliskostir hans
að þó hann væri bæði ákveðinn og
ýtinn þá var ljúfmennskan svo mik-
il og lundarfarið og viðmótið svo
gott að hann bjó sér aldrei til and-
stæðing. Menn létu undan Kristjáni
með ljúfu geði. Ég þekki engan
annan mann sem getur haft sitt
fram með þeim hætti að gera mót-
stöðumenn sína að vinum sínum
enda átti Kristján Jónasson sér
enga andstæðinga — bara misjafn-
lega mikla samheija.
Þá var það einnig einkennandi
fyrir Kristján Jónasson hvað hann
var langt frá að vera verklatur. Það
var sama hversu mikið Kristján
hafði að gera, ef komið var í óefni
hljóp hann til og gerði það sem
gera þurfti og spurði þá hvorki um
fyrirhöfn né fé. Ef blaðaútgáfa var
komin í eindaga þá leysti Kristján
það, ef auglýsingaöflun hafði mis-
farist þá kippti Kristján því í liðinn,
ef fundarboðun hafði gleymst þá
sá Kristján um það, ef þurfti að
sætta sjónarmið eða fá menn til að
fallast á að slíðra sverðin og taka
tillit til sjónarmiða annarra þá gekk
Kristján í verkið. Aldrei önugt orð,
aldrei að skjóta sér undan ábyrgð,
aldrei að víkja sér undan verkum.
Slíkt var einfaldlega ekki til í lífs-
bók Kristján Jónassonar.
Nú þegar Kristján Jónasson er
kvaddur reikar hugurinn til baka
og svo margar myndir vakna í
minningunni um hann bæði frá
gleðistundum og átakatímum að
þeim verður ekki lýst. Með Krist-
jáni Jónassyni er genginn traustur
vinur og mikill drengskaparmaður
í öllu samstarfi. Á minninguna um
hann slær hvergi neinum skugga.
Fyrir hönd jafnaðarmanna á Vest-
íjörðum þakka ég Kristjáni fórnfús
störf hans, trausta og drengilega
forystu. Sjálfur kveð ég Kristján
Jónasson með mikluin söknuði og
eftirsjá. Við fráfall hans misstu ís-
firðingar góðviljaðan og hjartahlýj-
an drengskaparmann — forystu-
mann sem átti miklu verki ólokið.
Guð blessi minningu Kristjáns Jón-
assonar og styðji eiginkonu hans
og fjölskyldu í sorgum þeirra.
Sighvatur Björgvinsson.
Aðeins nokkrar línur til minning-
ar um tengdason minn Kristján
Jónasson frá ísafirði.
Margar eru þær gjafirnar sem
ég hefi óverðskuldað þegið úr hendi
Skaparans, en dýrmætari en flest
annað hefur íjölskyldan hans Krist-
jáns heitins orðið mér. Hansínu fékk
ég í heimanmund með konu minni
þegar við tókum saman fyrir u.þ.b.
fimmtíu árum, en litla telpan kom
aldrei inn á mitt heimili nema sem
gestur því þegar við mamma henn-
ar giftumst þá varð sú stutta eftir
fyrir yestan.
Og tímar liðu og Kristján Jónas-
son bættist í íjölskylduna sem eigin-
maður Hansínu. Og svo fæddist
fyrsta barnið, svo annað, og þriðja
og fjórða og fimmta og þótt ég
hefði ekkert með uppeldi barnanna
að gera þá varð ég þarna margfald-
ur afi, ekki á borði heidur í raun
því þessi barnahópur hafði tekið
eðlislæga kærleikslund og hlýju í
arf frá foreldrunum og þess naut
ég strax frá fyrstu kynnum — og
nýt enn því nú eru barnabörnin líka
farin að kalla: Afi.
Þótt þessar línur séu kveðja mín
til Kristjáns þá verður hann ekki
kvaddur með orðum einum. Hans
stúss í daglegu lífí var margvíslegt,
en ekki á dagskrá þegar við hitt-
umst. Þegjandi gátum við setið
saman og báðum liðið vel — hvorug-
ur virtist þurfa að gorta af afrekum
sínum og baslið fyrir vestan lét
Kristján liggja á milli hluta og
reyndi ekki að láta á afrekum sínum
bera þótt vitað væri að þar sem
skoðana hans eða atorku naut mun-
aði meira um hann en gengur og
gerist meðal þeirra sem í atinu
standa. Þó tel ég nokkurn veginn
víst að hann hafi ekki gert sér þetta
ljóst.
Ég þakka Guði fyrir þennan
mannkostamann og ég þakka hon-
um látnum fyrir yndislegu fjölskyld-
una sem hann kvaddi ómeðvitað
þegar óviðráðanlegar náttúruham-
farirnar dundu yfir.
Steinar Guðmundsson.
Minningarorð forseta bæjar-
sljórnar ísafjarðar um Kristján
Knút Jónasson flutt á fundi bæj-
arsljórnar 6. apríl 1994.
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast fyrrverandi bæjarfulltrúa og
forseta bæjarstjórnar, Kristjáns
Knúts Jónassonar, sem andaðist á
sviplegan hátt að morgni þriðju-
dagsins 5. apríl.
Foreldrar Kristjáns voru Jónas
Guðjónsson frá Skjaldarbjarnarvík,
húsasmíðameistari hér í bæ pg Jóna
Petólína Sigurðardóttir frá ísafirði.
Kristján var borinn og barnfædd-
ur ísfirðingur fæddur 19. nóvember
1934. Hann var gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Isafjarðar og síðar
húsasmíðameistari frá Iðnskólanum
á ísafirði.
Frá unga aldri stundaði Kristján
ýmis störf til sjós og lands og er
þar helst að nefna verslunar- og
skrifstofustörf og nú síðast var
hann um langt árabil framkvæmda-
stjóri Djúpbátsins hf. Einnig var
hann mikill hvatamaður að stofnun
ýmissa fyrirtækja, má þar nefna
rækjuverksmiðjuna Bakka hf. í
Hnífsdal.
Kristján starfaði alla tíð mikið
að félags- og framfaramálum, var
einstakur áhugamaður um íþróttir
og æskulýðsmál, sat í stjóm ýmissa
félaga og var m.a. formaður Vestra
og Knattspyrnuráðs ísafjarðar. Sat
í stjórn Knattspyrnusambands Is-
lands og annarra samtaka íþrótta-
fólks. Hann .var virkur félagi í Li-
onsklúbbi ísafjarðar.
Kristján var alla tíð virkur jafn-
aðarmaður, formaður Alþýðuflokks
ísafjarðar um skeið, sat í kjör-
dæmisráði Alþýðuflokksins og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í
þágu flokksins. Hann var kosinn í
bæjarstjórn í maí 1978 fyrir Al-
þýðuflokkinn og sat fyrsta fundinn
þann 1. júní 1978. Hann var kosinn
forseti bæjarstjórnar 3. júní 1982
og sat samfleytt sem forseti í tvö
kjörtímabil til 1990. Honum voru
falin margvísleg nefndarstörf og sat
í stjórn ýmissa stofnana á vegum
vestfirskra sveitarfélaga.
Kristján var alla tíð mikill hug-
sjónamaður, oft á tíðum fljóthuga
og framkvæmdasamur. Hann hik-
aði ekki við að nýta sér þá náðar-
gáfu sem honum var í brjóst borin,
einlægan húmor, við nánast öll
tækifæri. Vestfirðingur var hann í
húð og hár. Hugsjónir hans náðu
Oft á tíðum út fyrir skilning okkar
sem störfuðu með honum í bæjar-
stjórn. Þannig er það með fram-
kvæmdamenn að erfiðlega getur
verið að ná eyrum fólks, jafnt ráða-
manna sem almennings. En bar-
áttuhugur hans og eldmóður var
bráðsmitandi, það eitt fleytti okkur
oft yfir erfiðustu hjallana. Mörg eru
þau stórmálin sem rekja má til
hugmynda Kristjáns. Kristján var
alla tíð vel liðinn og þekktur borg-
ari hér á ísafirði og er því mikill
sjónarsviptir við fráfall hans.
Eftirlifandi eiginkona Kristjáns
er Hansína Einarsdóttir frá Hnífs-
dal. Þau eignuðust fimm börn, Ein-
ar Val, Kristin, Ólöfu, Steinar og
Guðmund. Hansína liggur nú á
Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði.
Fyrir hönd bæjarstjórnar á Isafirði
óskum við henni fulls bata. Megi
Guð og gæfa fylgja henni.
Einar Garðar Hjaltason.
Kitti frændi á ísafirði er dáinn.
Þegar við systkinin fengum þessa
frétt var eins og einhveiju stöðugu
væri kippt undan fótum okkar og
eftir erum við í lausu lofti. Einu
okkar varð á orði: „Það er eins og
Vestfjarðakjálkinn sé farinn.“ Sú
var ekki raunin heldur það að Kitti
og Hanna, oftast nefnd í sama orð-
inu, þýddu í okkar huga sem barna
ísafjörður, og við fráfall hans
fannst okkur sem höggvið væri á
þau bönd sem tengdu okkur Vest-
fjörðum.
Þrátt fyrir að við ættum heima
austur á Norðfirði (Neskaupstað)
var stundum eins og Kitti og Hanna
byggju í næsta húsi að okkur
fannst. Pabbi talaði oft um Kitta
bróður sinn, sagði skemmtilegar
sögur frá ungdómsárum þeirra og
hafði gaman af því að segja frá.
Fyrir vikið hefur okkur fundist við
eiga svolítið í Kitta frænda.
Eftir að pabbi dó höfum við leit-
ast við að halda sambandi við Kitta.
Það voru ófá símtölin við hann, allt-
af var hann jafn ljúfur þegar við
hringdum, stundum bara til að
spjalla og stundum til að leita ráða.
Alltaf reyndi hann að veita einhver
ráð eða vera okkur innan handar
ef mögulegt var.
Samverustundirnar voru ekki
margar vegna fjarlaigðarinnar en
vissan um væntumþykju var til
staðar og það var okkur nóg. Við
vissum að þar sem Kitti frændi var
fyrir vestan þá áttum við rætur
þar. Ofarlega í huga okkar eru
skemmtilegar samverustundir á
ættarmóti sem haldið var á Snæ-
ljallaströnd sumarið 1991. Þá fund-
um við hve sterk fjölskyldubönd eru
mikils virði.
Nú þegar við kveðjum Kitta
frænda okkar í hinsta sinn, biðjum
við góðan guð að styrkja Hönnu,
Einar, Krissa, Lóu, Steina, Gumma
og fjölskyldur þeirra í sorginni, og
vottum þeim okkar dýpstu samúð.
Högnabörn.
Alltaf er maður jafn óviðbúinn
fréttum af andláti góðs vinar, að
mæta þeirri breytingu sem verður
og það bijótast út reiði, vonbrigði
og sorg. En svo fer maður í hugan-
urn yfir liðinn tíma, finnur svo
margt jákvætt í minningasjóðnum
og reynir af alefli að lifa með sorg-
inni.
Kristján K. Jónsson var fæddur
1934 og var því aðeins 59 ára er
hann lést af slysförum. Hann var
sonur Jónu P. Sigurðardóttur og
Jónasar Guðjónssonar á ísafirði.
Þau eru bæði látin. Amma Jóna
átti fjögur börn og var Kristján
yngstur þeirra. Hin eru Svanfríður
K. Benediktsdóttir, býr í Reykjavík.
Tryggvi Jónasson, býr í Vest-
mannaeyjum, og Högni Jónasson,
látinn. Én Högni lést á sama hátt
og Kristján fyrir um 19 árum í
snjóflóði í Neskaupstað. Högni lét
eftir sig eiginkonu og átta ung börn.
Kristján var giftur Hansínu Ein-
arsdóttur frá Hnífsdal og áttu þau
fimm börn. Ég, systurdóttir hans,
fékk ung að árum að kynnast mann-
kostum lians á þeim tíma sem ég
dvaldi á heimili þeirra hjóna við
barnagæslu elstu sona þeirra. Ótal
minningar leita fram í hugann.
41
Kristján var einstakur maður,
gæddur þeim eiginleikum sem ætíð
eru manninum til sóma. Okkur
ættingjum hans er í fersku minni
samvera okkar á ættarmótinu á
Snæfjallaströnd sumarið 1991. Þar
var Kristján hrókur alls fagnaðar.
Þessi samvera þar verður okkur
dýrmæt minning um góðan vin og
frænda.
Ég vil að lokum þakka Kristjáni
samfylgdina. Minningin um góðan
dreng og frábæran vin mun lifa
áfram í huga okkar.
Elsku Hanna, Einar, Krissi,
Steinar, Lóa, Gummi og aðrir ást-
vinir, Guð gefi ykkur styrk í sorg-
inni.
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir.
Kveðja frá Knattspyrnu-
sambandi íslands
Félagi okkar, Kristján Knútur
Jónasson, er skyndilega látinn af
slysförum. Náttúruhamfarir sem
ekki gerðu boð á undan sér, hrifu
sumarbústað hans í heijargreipar
og lést Kristján fljótlega eftir komu
á sjúkrahús en Hansína Einarsdótt-
ir eiginkona hans lifði af þetta
hörmulega slys.
Hinir fjölmörgu félagar Kristjáns
í knattspyrnuhreyfingunni voru
harmi slegnir þegar þessi sorgar-
frétt barst. Stjórnarfundur var boð-
aður samkvæmt dagskrá laugar-
daginn 9. apríl og ég var einmitt
að undirbúa þann fund þegar mér
barst fréttin um andlát vinar okk-
ar. Það er ávallt mikið tilhlökkunar-
efni þegar fullskipaðir stjórnarfund-
ir fara í hönd að hitta félaga utan
af landsbyggðinni og eiga með þeim
góða stund.
Kristján starfaði í áratugi innan
knattspyrnuhreyfíngarinnar. Fyrst
sem leikmaður í liði Isfirðinga um
árabil, forystumaður í knattspyrnu-
málum ísfirðinga til margra ára,
og nú síðustu 14 árin sem stjórnar-
maður í Knattspyrnusambandi ís-
lands. Hann var góður stjórnarmað-
ur, tillögu- og úrræðagóður, og
hafði mjög eindregnar skoðanir á
framfaramálum í knattspyrnunni.
Allra best fannst mér Kristján njóta
sín í rökræðum. Ef menn voru ekki
sammála hans skoðunum og hann
þurfti að veija þær og rökstyðja
og berjast fyrir því að fá þær sam-
þykktar, kom vel í ljós hversu sjóað-
ur Kristján var í heimi félagsmál-
anna.
Kristján var mjög heilsteyptur
maður og hafði til að bera marga
hæfileika sem nýttust honum vel á
lífsleiðinni. Hann var mikill félags-
málamaður og á vettvangi þeirra
var hann í essinu sínu. Kristján var
mikill mannkostamaður, drengur
góður og hvers manns hugljúfi.
Hann naut sín afskaplega vel á
góðum stundum í fjölmennum
kunningjahópi og lék þá á als oddi
og var manna skemmtilegastur. Nú
riQast glögglega upp sá stjórnar-
fundur sem KSÍ hélt á ísafirði vor-
ið 1990. Kristján hafði veg og vanda
af undirbúningi þess fundar og
móttökurnar voru stórkostlegar. I
sérstökum hátiðarkvöldverði var
Kristján að sjálfsögðu veislustjóri
og var hrókur alls fagnaðar. Hann
hélt aðra hverja ræðu og sagði sög-
ur langt fram á nótt og þetta kvöld
er ógleymanlegt í minningu okkar.
Kristján var mikill gæfumaður í
einkalífínu. Hjónaband hans og
Hansínu var einstaklega hamingju-
ríkt og áttu þau miklu barnaláni
að fagna. Þau hjónin voru sérlega
samrýnd og það gustaði af þeim.
Innan knattspyrnuhreyfingarinnar
voru þau orðin að þjóðsagnapersón-
um. Þeir eru ófáir knattspyrnu-
mennirnir sem komið hafa til ísa-
íjarðar og notið gestrisni og hjarta-
hlýju þeirra hjóna. Hafa þau hjón
notið mikillar virðingar innan knatt-
spyrnuhreyfingarinnar um margra
ára skeið.
Fyrir hönd Knattspyrnusam-
bands íslands vil ég þakka Kristjáni
hans miklu störf að íslenskri knatt-
spyrnu. Hann var einn af þeim
hugsjónamönnum sem í gegnum
árin hafa haldið merki fótboltans á
loft i mótbyr jafnt sem meðbyr, og
það eru slíkir menn sem eiga heiður-
inn af því að knattspyrnan er lang-
fjölmennasta og vinsælasta íþrótta-