Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 Brynjólfur Helgason aðst.bankastjóri Landsbanka Ekkert bendir nú til vaxtalækkunar Meistarar þijú ár í röð Morgunblaðið/Þorkell KEFLAVÍKURSTÚLKUR urðu íslandsmeistarar í körfuknattleik þriðja árið í röð í gærkvöldi er þær sigr- uðu KR-stúlkur 68:58 í fimmta úrslitaleik liðanna. ÍBK hefur haft mikla yfirburði í kvennakörfunni undan- farin ár; íslandsmeistarar sex sinnum síðustu sjö árin og bikarmeistarar fimm sinnum á sama tímabiii. Hér fagna, Anna María Sveinsdóttir, til vinstri, og Björg Hafsteinsdóttir sigrinum. BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, á ekki von á því að bankinn lækki vexti næsta vaxtabreytingadag, sem er á fimmtudag. Hann segir að ekki liggi fyrir ennþá hvað bankinn muni gera eða hvort hann geri nokkuð en ekkert bendi til vaxtalækkunar í bili. Hann sagði að varðandi ríkis- skuldabréf kynni vel að vera að einhver leið væri til að lækka vexti á þeim, enda væru þau til langs tíma. „En við teljum ekki að það sé grundvöllur til lækkunar skammtímavaxta,“ segir hann. Menn hafí verið að velta fyrir sér vöxtum á óverðtryggðum útlánum, sem væru háir, en hann sæi ekki fram á að þeir lækkuðu í biii. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, ritaði á fimmtudag grein í Morgunblaðið þess efnis að vaxta- lækkun ætti að vera möguleg vegna batnandi hags bankanna, meiri stöðugleika í ríkisrekstri, lágs raungengis krónunnar, raun- vextir væru háir hérlendis og jafn- vægi ríkti í viðskiptum við útlönd. Sjá ekki fram á batnandi hag Sjávarútvegsráðherra um frumvarp um afnám verðiöfnunarsjóðs 2 milljarða króna. „Við sjáum það ekki hjá okkur að hagurinn fari batnandi,“ segir hann. „Árið í ár stefnir í að verða verulega erfiðara en í fyrra vegna minnkandi vaxta- munar.“ Hann sagði að bankinn hefði ekki tök á að minnka vaxtamuninn eins og staðan væri í dag en benti á að vaxtamunurinn hjá Lands- bankanum væri minni nú en á sama tíma í fyrra. Einnig væri ekki hægt að lækka innlánsvexti mikið frá því sem þeir væru í Landsbankanum í dag, nema þá á innlánsreikningum með lengsta bindingu sem ekki vægju þungt í innlánsviðskiptum bank- ans. Ástæðu þess að ekki væri svig- rúm til vaxtalækkana hjá bankan- um segir Bynjólfur vera ástandið í útlánamálum en bankinn hefur þurft að leggja háar fjárhæðir á afskriftarreikning til að mæta út- lánatöpum. í ár væru horfur á að bankinn legði svipaða upphæð og í fyrra á afskriftarreikning eða um Brugggerð var lokað LÖGREGLAN í Reykjavík lok- aði í gær bruggverksmiðju við Langholtsveg og játaði maður á fertugsaldri á sig sölu á um 200 lítrum af landa. Á staðnum var lagt hald á 50 lítra af eimuðum landa og 250 lítra af gambra, sem maðurinn hafði lagt í. Starfsemin fór fram í bíl- skúr sem hann hafði tekið á leigu. Hann hefur ekki áður komið við sögu bruggmála. í dag Vinnumiölun Býður upp á málamiðl- un með stjómarandstöðu ANNARRI umræðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um afnám Verðjöfnunarsjóðs og ráðstöfun eigna hans, um það bil 200 millj. kr., til reksturs Hafrannsóknastofnunar, var frestað á Alþingi í gær eftir miklar umræður. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagðist und- ir lok umræðunnar í gær vera reiðubúinn að koma til móts við sjónar- mið sljórnarandstöðunnar-á milli 2. og 3. umræðu og finna málamiðl- un. Töldu talsmenn stjórnarandstöðu, að ráðherra væri með þessu að gefa kost á að áfram yrði haldið sveiflujöfnun í sjávarútvegi. afurðum hefði hækkað að meðaltali um eitthvert tiltekið hlutfall og að ráðstöfun þeirra fjármuna, sem inn í sjóðnum eru, yrði óbreytt frá því sem frumvarpið er núna,“ sagði Þor- steinn. Halldór Ásgrímsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmenn Fram- sóknarflokksins, fögnuðu ummælum ráðherra og Halldór lagði til að um- ræðunni yrði frestað til að kanna möguleika á málamiðlun í ljósi mikil- vægra ummæla ráðherra. Nauðsyn- legt væri að fá niðurstöðu um hvers- konar sveiflujöfnun ætti að vera í framtíðinni. Þingmenn stjórnarandstöðu eru andvígir því að leggja Verðjöfnun- arsjóð niður og vitna fulltrúar minni- hlutans í sjávarútvegsnefnd m.a. tii álits Seðlabanka, Þjóðhagsstofnunar, VSÍ og ASÍ um nauðsyn áframhald- andi verðjöfnunar í sjávarútvegi. Telja þeir að að baki þessum breyt- ingum ríkisstjórnarinnar búi fyrir- ætlanir um upptöku auðlindaskatts til sveiflujöfnunar. Áfram sveiflujöfnunarkerfi Þorsteinn rakti röksemdir fyrir því að nema lögin um verðjöfnunarsjóð úr gildi, en sagði jafnframt, að verð- jöfnun gæti haft góð almenn efna- hagsleg áhrif. Við umræðurnar hefði verið bent á ýmsa aðra möguleika til sveiflujöfnunar í sjávarútvegi en notaðir hafi verið og sagði hann vel koma til álita, að taka tillit til við- horfa talsmanna stjórnarandstöð- unnar. „Ég get vel hugsað mér, til þess að koma til móts við þau sjónar- mið, að málið verði tekið til skoðunar milli annarrar og þriðju umræðu á þann veg, að inngreiðslur í sjóðinn yrðu stöðvaðar og hugsanlega á þann hátt, að ráðherra yrði heimilt að hefja þær á nýjan leik þegar til- teknum skilyrðum væri fullnægt, til að mynda ef þorskafii væri kominn upp í 250 þúsund lestir eða verð á 2.000 króna seðill í umferð næsta ár SEÐLABANKINN hefur sent Sighvati Björgvinssyni viðskiptaráðherra tillögu þess efnis að tekinn verði upp 2.000 króna seðill. Var tillagan rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Að sögn Stefáns Þórarinssonar hjá Seðlabankanum verður andlitsmynd af Jóhannesi Sveinssyni Kjarval list- málara á framhlið seðilsins og verður grunnurinn málverkið Úti og inni sem hann málaði árið 1943. Á bak- hlið hans verður svo mynd af mál- verkinu Flugþrá sem Kjarval gerði árið 1954. Stefán kvaðst búast við því að seðillinn yrði svipaður 1.000 króna seðlinum að stærð. I I t I \ X í i t I i i i i i i Skráning skólafólks 7 Bundurísku þyrlurnur —--------------------I---- Árásin óskiljanleg 26 Bygging frumhuldsskólu Undirstrikar mikilvægi Akureyrar 24 Leiöuri_____________________ Ný sóknarfæri í heimsverzlun 28 nsaw flnMvifVttl ► Tómas Ingi Olrich um sér- stöðu íslenskrar hestamennsku - Eysteinn í Skáleyjum um vanda dúnframleiðenda - Minn- ispunktar frá Kanaríeyjum |Hor0tml>labt2> MEIMNING LISTIR ► Gildi kassans er list - Metn- aðurinn meiri - Á leið til Moskvu - Vatnslitir - Samviska myndlistarheimsins - Gerða- safn opnað Böm meinatækna fá dagvistun að nýj u Ef af útgáfu seðilsins verður má búast við því að hann komist í gagn- ið seinni part næsta árs, segir Stef- án. Það er eftir að ljúka við hönn- unina og undirbúningsvinna fyrir prentun sé tímafrek. Vonast er til þess að nýi seðillinn muni örva seðla- notkun og draga þannig úr notkun ávísana, segir hann. GUÐMUNDUR Arni Stefáns- son, heilbrigðisráðherra, hefur greitt fyrir því að tekið verði á móti börnum meinatækna á barnaheimilum ríkisspítala. Foreldrum barnanna hafði verið tilkynnt að ekki yrði tek- ið á móti þeim á heimilunum fyrr en verkfall leystist. Und- anþága var veitt vegna bráða- þjónustu. stöðuna með okkur. En við fórum ekki fram á neitt við hann og hann lofaði engu,'“ sagði Edda Sóley. Edda Sóley Óskar-sdóttir, for- maður Meinatæknafélags Islands, sagði að meinatæknar hefðu farið yfir stöðu yfirstandandi kjaradeilu með heilbrigðisráðherra í gær- morgun. „Okkur fannst langt um liðið frá því við höfðum hitt hann og vildum segja honum hvernig við litum á stöðu rnála. Hann tók okkur ljúfmannlega og fór yfir fundur hefur verið boðaður í deil- unni fyrir hádegi í dag. Sjá frétt: „Höfum færst aftur um áratugi ..." Stefán segir ástæðu þess að 2.000 króna seðill hafi orðið fyrir valinu vera meðal annars þá að Evrópuþjóð- irnar væru að taka upp peningaseðla í seríunni 1, 2 og 5 í stað 1 og 5 ems og verið hefur hér á landi. Gengið í málið Hún sagði að ráðherra hefði Könnun um nafn nýs sveitarfélags á Snæfellsnesi getið þess að ákvörðun um að vísa börnum meinatækna frá barna- heimilum ríkisspítala á meðan á verkfalli stæði væri ekki runnin undan hans rifjum. Henni væri hins vegar kunnugt um að hann hefði gengið í málið í gær og yrði tekið á móti börnunum á barna- heimilunum á mánudag. Ekki var tekið á móti þeim á barnaheimilun- um á fimmtudag og föstudag. „Undir jökli“ vinsælast NAFNIÐ Undir jökli nýtur mestrar liylli sem nafn á nýju sveitarfé- lagi á vestanverðu Snæfellsnesi ef marka má skoðanakönnun sem fór fram meðal íbúa hins nýja sveitarfélags. í öðru sæti lenti nafnið Jökulbyggð og í þriðja sæti varð Nesbyggð. Hlutfallslega nefndu hins vegar flestir nafnið Jöklabyggð. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna að fara eftir niðurstöðu könnunar- Ekkert þokaðist í kjaradeildu meinatækna og viðsemjenda hjá ríkissáttasemjara í gær. Annar fjögurra, sem standa að nýja sveit- arfélaginu, Ólafsvík, Neshreppur utan ennis, Breiðavík og Staðar- sveit, taka endanlega ákvörðun um nafn á sveitarfélaginu. Sveitar- stjórnirnar eru ekki skyldugar til innar, en Stefán Garðarssón, bæjar- stjóri í Olafsvík, segist telja’víst að eitt þessara þriggja nafna verði fyrir valinu. Hann segist reikna með að endanleg ákvörðun um nafnið verði tekin í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.