Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 Brynjólfur Helgason aðst.bankastjóri Landsbanka Ekkert bendir nú til vaxtalækkunar Meistarar þijú ár í röð Morgunblaðið/Þorkell KEFLAVÍKURSTÚLKUR urðu íslandsmeistarar í körfuknattleik þriðja árið í röð í gærkvöldi er þær sigr- uðu KR-stúlkur 68:58 í fimmta úrslitaleik liðanna. ÍBK hefur haft mikla yfirburði í kvennakörfunni undan- farin ár; íslandsmeistarar sex sinnum síðustu sjö árin og bikarmeistarar fimm sinnum á sama tímabiii. Hér fagna, Anna María Sveinsdóttir, til vinstri, og Björg Hafsteinsdóttir sigrinum. BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, á ekki von á því að bankinn lækki vexti næsta vaxtabreytingadag, sem er á fimmtudag. Hann segir að ekki liggi fyrir ennþá hvað bankinn muni gera eða hvort hann geri nokkuð en ekkert bendi til vaxtalækkunar í bili. Hann sagði að varðandi ríkis- skuldabréf kynni vel að vera að einhver leið væri til að lækka vexti á þeim, enda væru þau til langs tíma. „En við teljum ekki að það sé grundvöllur til lækkunar skammtímavaxta,“ segir hann. Menn hafí verið að velta fyrir sér vöxtum á óverðtryggðum útlánum, sem væru háir, en hann sæi ekki fram á að þeir lækkuðu í biii. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, ritaði á fimmtudag grein í Morgunblaðið þess efnis að vaxta- lækkun ætti að vera möguleg vegna batnandi hags bankanna, meiri stöðugleika í ríkisrekstri, lágs raungengis krónunnar, raun- vextir væru háir hérlendis og jafn- vægi ríkti í viðskiptum við útlönd. Sjá ekki fram á batnandi hag Sjávarútvegsráðherra um frumvarp um afnám verðiöfnunarsjóðs 2 milljarða króna. „Við sjáum það ekki hjá okkur að hagurinn fari batnandi,“ segir hann. „Árið í ár stefnir í að verða verulega erfiðara en í fyrra vegna minnkandi vaxta- munar.“ Hann sagði að bankinn hefði ekki tök á að minnka vaxtamuninn eins og staðan væri í dag en benti á að vaxtamunurinn hjá Lands- bankanum væri minni nú en á sama tíma í fyrra. Einnig væri ekki hægt að lækka innlánsvexti mikið frá því sem þeir væru í Landsbankanum í dag, nema þá á innlánsreikningum með lengsta bindingu sem ekki vægju þungt í innlánsviðskiptum bank- ans. Ástæðu þess að ekki væri svig- rúm til vaxtalækkana hjá bankan- um segir Bynjólfur vera ástandið í útlánamálum en bankinn hefur þurft að leggja háar fjárhæðir á afskriftarreikning til að mæta út- lánatöpum. í ár væru horfur á að bankinn legði svipaða upphæð og í fyrra á afskriftarreikning eða um Brugggerð var lokað LÖGREGLAN í Reykjavík lok- aði í gær bruggverksmiðju við Langholtsveg og játaði maður á fertugsaldri á sig sölu á um 200 lítrum af landa. Á staðnum var lagt hald á 50 lítra af eimuðum landa og 250 lítra af gambra, sem maðurinn hafði lagt í. Starfsemin fór fram í bíl- skúr sem hann hafði tekið á leigu. Hann hefur ekki áður komið við sögu bruggmála. í dag Vinnumiölun Býður upp á málamiðl- un með stjómarandstöðu ANNARRI umræðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um afnám Verðjöfnunarsjóðs og ráðstöfun eigna hans, um það bil 200 millj. kr., til reksturs Hafrannsóknastofnunar, var frestað á Alþingi í gær eftir miklar umræður. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagðist und- ir lok umræðunnar í gær vera reiðubúinn að koma til móts við sjónar- mið sljórnarandstöðunnar-á milli 2. og 3. umræðu og finna málamiðl- un. Töldu talsmenn stjórnarandstöðu, að ráðherra væri með þessu að gefa kost á að áfram yrði haldið sveiflujöfnun í sjávarútvegi. afurðum hefði hækkað að meðaltali um eitthvert tiltekið hlutfall og að ráðstöfun þeirra fjármuna, sem inn í sjóðnum eru, yrði óbreytt frá því sem frumvarpið er núna,“ sagði Þor- steinn. Halldór Ásgrímsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmenn Fram- sóknarflokksins, fögnuðu ummælum ráðherra og Halldór lagði til að um- ræðunni yrði frestað til að kanna möguleika á málamiðlun í ljósi mikil- vægra ummæla ráðherra. Nauðsyn- legt væri að fá niðurstöðu um hvers- konar sveiflujöfnun ætti að vera í framtíðinni. Þingmenn stjórnarandstöðu eru andvígir því að leggja Verðjöfnun- arsjóð niður og vitna fulltrúar minni- hlutans í sjávarútvegsnefnd m.a. tii álits Seðlabanka, Þjóðhagsstofnunar, VSÍ og ASÍ um nauðsyn áframhald- andi verðjöfnunar í sjávarútvegi. Telja þeir að að baki þessum breyt- ingum ríkisstjórnarinnar búi fyrir- ætlanir um upptöku auðlindaskatts til sveiflujöfnunar. Áfram sveiflujöfnunarkerfi Þorsteinn rakti röksemdir fyrir því að nema lögin um verðjöfnunarsjóð úr gildi, en sagði jafnframt, að verð- jöfnun gæti haft góð almenn efna- hagsleg áhrif. Við umræðurnar hefði verið bent á ýmsa aðra möguleika til sveiflujöfnunar í sjávarútvegi en notaðir hafi verið og sagði hann vel koma til álita, að taka tillit til við- horfa talsmanna stjórnarandstöð- unnar. „Ég get vel hugsað mér, til þess að koma til móts við þau sjónar- mið, að málið verði tekið til skoðunar milli annarrar og þriðju umræðu á þann veg, að inngreiðslur í sjóðinn yrðu stöðvaðar og hugsanlega á þann hátt, að ráðherra yrði heimilt að hefja þær á nýjan leik þegar til- teknum skilyrðum væri fullnægt, til að mynda ef þorskafii væri kominn upp í 250 þúsund lestir eða verð á 2.000 króna seðill í umferð næsta ár SEÐLABANKINN hefur sent Sighvati Björgvinssyni viðskiptaráðherra tillögu þess efnis að tekinn verði upp 2.000 króna seðill. Var tillagan rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Að sögn Stefáns Þórarinssonar hjá Seðlabankanum verður andlitsmynd af Jóhannesi Sveinssyni Kjarval list- málara á framhlið seðilsins og verður grunnurinn málverkið Úti og inni sem hann málaði árið 1943. Á bak- hlið hans verður svo mynd af mál- verkinu Flugþrá sem Kjarval gerði árið 1954. Stefán kvaðst búast við því að seðillinn yrði svipaður 1.000 króna seðlinum að stærð. I I t I \ X í i t I i i i i i i Skráning skólafólks 7 Bundurísku þyrlurnur —--------------------I---- Árásin óskiljanleg 26 Bygging frumhuldsskólu Undirstrikar mikilvægi Akureyrar 24 Leiöuri_____________________ Ný sóknarfæri í heimsverzlun 28 nsaw flnMvifVttl ► Tómas Ingi Olrich um sér- stöðu íslenskrar hestamennsku - Eysteinn í Skáleyjum um vanda dúnframleiðenda - Minn- ispunktar frá Kanaríeyjum |Hor0tml>labt2> MEIMNING LISTIR ► Gildi kassans er list - Metn- aðurinn meiri - Á leið til Moskvu - Vatnslitir - Samviska myndlistarheimsins - Gerða- safn opnað Böm meinatækna fá dagvistun að nýj u Ef af útgáfu seðilsins verður má búast við því að hann komist í gagn- ið seinni part næsta árs, segir Stef- án. Það er eftir að ljúka við hönn- unina og undirbúningsvinna fyrir prentun sé tímafrek. Vonast er til þess að nýi seðillinn muni örva seðla- notkun og draga þannig úr notkun ávísana, segir hann. GUÐMUNDUR Arni Stefáns- son, heilbrigðisráðherra, hefur greitt fyrir því að tekið verði á móti börnum meinatækna á barnaheimilum ríkisspítala. Foreldrum barnanna hafði verið tilkynnt að ekki yrði tek- ið á móti þeim á heimilunum fyrr en verkfall leystist. Und- anþága var veitt vegna bráða- þjónustu. stöðuna með okkur. En við fórum ekki fram á neitt við hann og hann lofaði engu,'“ sagði Edda Sóley. Edda Sóley Óskar-sdóttir, for- maður Meinatæknafélags Islands, sagði að meinatæknar hefðu farið yfir stöðu yfirstandandi kjaradeilu með heilbrigðisráðherra í gær- morgun. „Okkur fannst langt um liðið frá því við höfðum hitt hann og vildum segja honum hvernig við litum á stöðu rnála. Hann tók okkur ljúfmannlega og fór yfir fundur hefur verið boðaður í deil- unni fyrir hádegi í dag. Sjá frétt: „Höfum færst aftur um áratugi ..." Stefán segir ástæðu þess að 2.000 króna seðill hafi orðið fyrir valinu vera meðal annars þá að Evrópuþjóð- irnar væru að taka upp peningaseðla í seríunni 1, 2 og 5 í stað 1 og 5 ems og verið hefur hér á landi. Gengið í málið Hún sagði að ráðherra hefði Könnun um nafn nýs sveitarfélags á Snæfellsnesi getið þess að ákvörðun um að vísa börnum meinatækna frá barna- heimilum ríkisspítala á meðan á verkfalli stæði væri ekki runnin undan hans rifjum. Henni væri hins vegar kunnugt um að hann hefði gengið í málið í gær og yrði tekið á móti börnunum á barna- heimilunum á mánudag. Ekki var tekið á móti þeim á barnaheimilun- um á fimmtudag og föstudag. „Undir jökli“ vinsælast NAFNIÐ Undir jökli nýtur mestrar liylli sem nafn á nýju sveitarfé- lagi á vestanverðu Snæfellsnesi ef marka má skoðanakönnun sem fór fram meðal íbúa hins nýja sveitarfélags. í öðru sæti lenti nafnið Jökulbyggð og í þriðja sæti varð Nesbyggð. Hlutfallslega nefndu hins vegar flestir nafnið Jöklabyggð. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna að fara eftir niðurstöðu könnunar- Ekkert þokaðist í kjaradeildu meinatækna og viðsemjenda hjá ríkissáttasemjara í gær. Annar fjögurra, sem standa að nýja sveit- arfélaginu, Ólafsvík, Neshreppur utan ennis, Breiðavík og Staðar- sveit, taka endanlega ákvörðun um nafn á sveitarfélaginu. Sveitar- stjórnirnar eru ekki skyldugar til innar, en Stefán Garðarssón, bæjar- stjóri í Olafsvík, segist telja’víst að eitt þessara þriggja nafna verði fyrir valinu. Hann segist reikna með að endanleg ákvörðun um nafnið verði tekin í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.