Morgunblaðið - 03.06.1994, Page 1
88 SÍÐUR B/C
123. TBL. 82.ÁRG.
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Berlusconi
fullvissar
Clinton
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
(t.h.) sagði að Silvio Berlusconi
forsætisráðherra Italíu (t.v.)
hefði fullvissað hann um að ít-
alska ríkisstjórnin myndi hafa
lýðræðislegar leikreglur í
heiðri. Sagðist Clinton engar
áhyggjur hafa af setu þriggja
nýfasista í sljórninni og sagði
fjölda stjórnmálaflokka víða um
heim eiga rætur í enn ólýðræðis-
legri fortíð. Myndin var tekin á
blaðamannfundi eftir viðræður
leiðtoganna í gær. Milli þeirra
situr ítalska forsætisráðherr-
afrúin Veronica Berlusconi.
■ Ósammála um fóstureyðingar
og getnaðarvarnir/15
-----» ♦ ♦---
Kína lokar
fyrir CNN
Peking. Reuter.
SPENNA hefur vaxið í Kína að
undanförnu vegna ótta yfirvalda
um að lýðræðissinnar freisti þess
að minnast mótmælanna á Torgi
hins himneska friðar. í dag og á
morgun eru fimm ár liðin frá því
kínverski alþýðuherinn braut mót-
mælin á bak aftur með hervaldi
og myrti þúsundir óbreyttra borg-
ara.
Lögreglan í Peking er við öllu
búin, hefur stóraukið viðbúnað að
undanförnu, bæði á Torgi hins
himneska friðar og í háskólahverf-
inu.
Til þess að koma í veg fyrir
mótmæli skipaði lögreglan hótel-
um í Peking í gær að slökkva á
gervihnattamótttöku frá CNN-
sjónvarpsstöðinni og taka sjónvarp
á hótelherbergjum úr sambandi til
6. júní. Talið er að með þessu vilji
leiðtogar kínverska kommúnista-
flokksins hindra að til landsins
berist myndir frá því er hernum
var sigað á lýðræðissinna þegar
erlendar gervihnattasjónvarps-
stöðvar minnast fímm ára afmælis
atburðarins.
Býr í Túnis og vill ekki heim
Bettino Craxi á flótta undan rétt-
vísinni vegna spillingarmála
Róm. The Daily Telegraph.
BETTINO Craxi, fyrrverandi forsæt-
isráðherra og leiðtogi ítalska sósíal-
istaflokksins, virðist sestur að í Túnis
pg ætlar ekki að mæta fyrir rétti á
Italíu. Hann er einna kunnastur þeirra
stjórnmálamanna, sem koma við sögu
í spillingarmálunum í landinu.
Craxi á fjöldamargar ákærur yfir
höfði sér og er meðal annars sakaður
um að hafa tekið við næstum 12
milljörðum ísl. króna í mútur fyrir
flokkinn og sjálfan sig í þau 16 ár,
sem hann var formaður hans. Hann
dvelst nú í sumarhúsi sínu í Túnis og
í níu blaðsíðna yfirlýsingu, sem af-
hent var fréttamönnum, kallar hann
það „pólitískt óréttlæti" og „ofbeldi"
að dómarar í Mílanó skyldu hafa
ætlað að leggja hald á vegabréf hans.
Hann minntist hing vegar ekki á
heilsufar sitt en áður hefur hann
nefnt það sem ástæðu þess, að hann
hefur ekki snúið heim.
Craxi er ekki aðeins sakaður um
mútuþægni, heldur einnig um að
hafa átt þátt í gjaldþroti ítalska
bankans Banco Ambrosiano fyrir 12
árum en skömmu áður hafði banka-
stjórinn, Roberto Calvi, fundist
hengdur undir brú í London. Síðar
tókst að rekja sjö milljóna dollara-
greiðslu frá Calvi inn á svissneskan
bankareikning, sem gekk undir dul-
nefninu „vernd“ og er talinn hafa
verið á vegum ítalskra sósíalista.
Craxi og Anna, kona hans, búa
vel í Túnis og hann og Ben Ali, for-
seti landsins, eru góðir vinir. Búist
er hins vegar við, að ítölsk stjórn-
völd fari fram á, að hann verði fram-
seldur samkvæmt gildandi samning-
um milli landanna.
Reuter
Rússar endurnýja ekki vináttusamninga við Pyongyang
Jeltsín segir hættu
stafa af N-Kóreu
Jeltsín átti viðræður í gær við
Kim Young-sam forsætisráðherra
Suður-Kóreu í Moskvu. Að sögn It-
ar-Tass fréttastofunnar lýsti Jeltsín
þar yfir að Rússar myndu að öllum
líkindum ekki endumýja friðar- og
vináttusamning við Norður-Kóreu
frá 1961 er rennur út eftir tvö ár.
Rússar eru skuldbundnir samkvæmt
samningnum að tryggja norðan-
mönnum sjáifkrafa hernaðaraðstoð
kæmi til hernaðar á Kóreuskaga.
Jeltsín sagði að neituðu Norður-
Kóreumenn áfram eftirlitsmönnum
Alþjóða kjarnorkumálastofnunar-
innar (IAEA) að skoða kjarnorkum-
iðstöðvar myndu Rússar styðja
refsiaðgerðir gegn þeim.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagðist í gær myndu knýja á um
þvingunaraðgerðir gegn Norður-
Kóreu ef það væri niðurstaða sér-
fræðinga IAEA að þeir hefðu gerst
brotlegir við sáttmála um takmörk-
un kjarnorkuvopna.
Japanir freista þess nú að fá stað-
festan grun um að Norður-Kóreu-
menn hafi lagt tundurdufl á Japans-
hafi. Fregnin um tundurduflin kem-
ur í kjölfar frétta af nýjum tilraun-
um norðanmanna með eldflaugar í
þessari viku.
London. Moskvu. Róm. Tókíó. Daily Telegraph. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fordæmdi í gær kjarnorkuáætlun
Norður-Kóreu og sagði Rússum stafa hætta af henni. Lýsti hann
stuðningi við refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna deilunnar
um eftirlit með kjarnorkuverum þar í landi ef þær reyndust nauð-
synlegar, eins og hann komst að orði.
Fagna samstarfi
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti (t.h.) skálar við Kim Young-sam
forsætisráðherra Suður-Kóreu eftir að hafa undirritað samn-
inga um gagnkvæmt samstarf og viðskipti í Moskvu í gær.
Bærinn
fluttur
New York. Daily Telegraph.
ÍBÚAR bæjarins Chelsea í
Iowa-ríki hafa ákveðið að
flytja bæinn eins og hann legg-
ur sig upp á hærra land til
þess að draga úr hættu á að
hann einangrist af völdum
flóða eins og í flóðunum miklu
í Mississippi, Missouri og Iowa
í fyrra.
Chelsea stendur á bökkum
árinnar Otter Creek og þegar
hún og áin Iowa sem rennur
þar skammt frá flæða yfir
bakkana fer bærinn undir vatn.
Gerðist það fjórum sinnum í
fyrra og á tímabili var ástandið
í bænum það slæmt að flytja
varð matvæli og önnur aðföng
á bátum 37 daga í röð.
Verða öll hús bæjarins, 132
íbúðarhús og 20 verslanir og
smáfyrirtæki við Aðalstræti,
flutt i heilu lagi upp á ása í
um eins kílómetra fjarlægð frá
árbakkanum. Hús sem þar
standa fyrir sakaði ekki í flóð-
unum í fyrra.
Bæjarstjórnin, sem skipuð
er fjórum mönnum, samþykkti
flutninginn með þremur at-
kvæðum gegn einu og flestir
íbúar Chelsea voru viðstaddur
fundinn sem haldinn var á
slökkvistöð bæjarins. íbúar
Chelsea eru 330, flestir þeirra
bændur og aldrað eftirlauna-
fólk.
Sviss
Bannað að
tala á ferð
Ztírich. Morgunbladið.
HÆSTIRETTUR í Sviss hefur
komist að þeirri niðurstöðu að öku-
menn megi ekki halda á símtóli eða
hafa það klemmt á milli axlar og
eyra þegar þeir aka bíl. Símtal hef-
ur ekki truflandi áhrif á ökuhæfi-
leika þeirra, samkvæmt úrskurðin-
um, en símtæki sem þeir þurfa að
halda á kemur í veg fyrir að þeir
geti ekið eins og umferðarlög gera
ráð fyrir. Þeir hafa ekki báðar hend-
ur til að stýra og stjórna tækjabún-
aði bílsins ef þeir halda á símtóli í
annarri hendi og þeir geta ekki
hreýft höfuðið til að líta í bakspegil-
inn eða til hliðanna ef þeir hafa
tólið klemmt á milli axlar og eyra.