Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 3
57. SJOMANNADAGSINS I REYKJAVIK 1994
UAUGARPAOUR «■ JÚWÍ:
í tilefni Sjómannadagsins veröur Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar T Súðavogi 4 opið
almenningi á milli kl. 13 og 17. Aðgangur ókeypis.
Kl. 14.00 Knattspyrnukeppni áhafna reykvískra togara á íþróttasvæði Leiknis í Breiðholti.
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ - SJÓM ANNAPAGURINN:
Kl. 08.00 Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn.
Kl. 10.00 Sjóminja- og smiðjumunasafnið í Súðavogi 4 opnað almenningi. Aðgangur ókeypis.
Kl. 11.00 Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskupinn yfiríslandi, herra Ólafur
Skúlason, minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Hjalti Guömundsson þjónar fyrir altari.
Organisti Marteinn H. Friöriksson. Sjómenn aðstoða við messuna.
Lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði.
ÚTIHÁTÍÐARHÖLD VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN:
Kl. 13.00 Skemmtisigling frá Faxagarði með varðskipinu Tý og skólaskipi Slysavarnaskóla
sjómanna, Sæbjörgu, inn um Sund og út í eyjar. Merki dagsins gildir sem aðgöngumiði.
Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára, er verða að vera í fylgd fullorðinna. Klæðist vel.
Útsýnisflug frá Faxagarði með þyrlu á vegum Þyrluþjónustunnar.
Á MIÐBAKKA HAFNARINNAR:
Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðar- og sjómannalög. Stjórnandi Eiríkur Stephensen.
Kl. 14.00 Samkoman sett.
Þulur og kynnir Hannes Þ. Hafstein, fyrrv. forstjóri Slysavarnafélags íslands.
ÁVÖRP:
1. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra.
2. Fulltrúi útgerðamanna, Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips.
3. Fulltrúi sjómanna, Jónas Ragnarsson, form. Stýrimannafélags íslands.
4. Guðmundur Hallvarðsson, Alþm., form. Sjómannadagsráðs sæmir aldraða sjómenn
heiðursmerki Sjómannadagsins.
5. Aðrar heiðranir.
Kl. 15.30 Ýmis skemmtiatriði og uppákomur. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun og björgunar-
sveitir S.V.F.Í. sýna ýmis atriði varðandi björgun og björgunarbúnað. Slökktur eldur á þilfari báts
úr þyrlu, koddaslagur og flekahlaup. Kappróður skipshafna ásamt landsveitum karla og kvenna.
Fjölmenn sveit úr Harmoníkufélagi Reykjavíkur leikur létt lög frá þilfari báts er siglir um höfnina.
Athygli skal vakin á því að Sjómannadagsblaðlð og merki dagsins verða seld á svæðinu. Auk þess sem handavinna vistm^nna Hrafnistu,
„Siglingasaga Sjómannadagsráðs", sjómannalögin „Á frívaktinni" og ýmislegt fleira verður til sýnis og sölu í stóru tjaidi á Miðbakka, t.d. ný íslensk
framleiösla á fatnaöi til útivistar. Þar verður einnig gos- og sælgætissala. Þá veröa ýmsar tegundir af botndýrum og gróðri til sýnis í sælífskerjum, auk
nokkurra fisktegunda.
Nokkur fyrirtæki sýna báta, vélar og ýmsan búnaö, t.d. björgunarvesti, flotgalla, skjólfatnað o.fl.
Kaffisala með hlaðborði kvennadeildar SVFÍ1 Reykjavík verður í matsal á 4. hæð Hafnarhússins.
Sölubörn: Sjómanndagsblaðið og merki dagsins verða afgreidd í tjaldi á Miðbakka. 25% sölulaun.
HRAFNISTUHEIMILIN:
Kl. 13.30 til 17.00
Handavinnusýning og sala á handavinnu verður opnuð í
„Súðinni" á 4. hæð E-álmu Hrafnistu í Reykjavík.
Kl. 14.00
Kaffisala í báðum borðsölum Hrafnistu í Reykjavík. Allur ágóði
rennur til velferðarmála heimilisfólks Hrafnistu í Reykjavík.
Kl. 14.00 til 17.00
Handavinnusýning og sala verður opin í vinnusal Hrafnistu í
Hafnarfirði. Kaffisala verður í vinnu- og skemmtisal. Allur
ágóði rennurtil velferðarmála heimilisfólks Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Laugardagur:
Kl. 11.00 - 17.00 Sigling út á
Faxaflóa með þriggja mastra
seglskipinu „KHERSONES" frá
Úkraníu. Verð kr. 2.900,-
Sunnudagur:
Kl. 13.00 - 17.00 Seglskipið
„KHERSONES" til sýnis almenningi.
Kl. 18.00 Sigling út á Faxaflóa með
seglskipinu „KHERSONES".
Verö kr. 2.900,- Klæöist vel!