Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 25 Orökstuddur söguburður um atvinnulaust fólk OPINBERLEGA hefur verið fullyrt með tilheyrandi hneykslan að allt að þriðjungur atvinnu- lausra þiggi ekki vinnu þó að í boði sé. Enginn rökstuðningur hefur fylgt þessari fullyrðingu enda er hún vægast sagt ótrú- leg ef tekið er mið af eftirfarandi. Sam- kvæmt upplýsingum um norrænan vinnu- markað (Yearbook of Nordic Sta. 1993) er vinnuþátttaka okkar og annarra Norðurlandaþjóða þessi:(sjá töflu) Vinnuþátttaka eldra fólks er óvenju mikil á Islandi í saman- burði við jafnaldra annars staðar á Norðurlöndunum. Af þessu má sjá að íslendingar sækja vinnuna fast. Á það skal bent að upplýsingar frá árinu 1980, þ.e. fyrir atvinnu- leýsistímabilið, gefa svipaðar niðurstöður. Annað veigamikið atriði sem gefur til kynna vinnusemi okkar er að þó að skammtímaljarvistir frá vinnu séu nokkrar þá eru lang- tíma- og heildarfjarvistir frá vinnu til muna minni hér á landi en meðal nágrannaþjóða. (Ó. Ólafs- son: Hóprannsókn Hjartavemdar 1993.) Á ferðum mínum um landið hefí ég leitað upplýs- inga hjá fólki er sinnir sk. átaksverkefnum og atvinnuskapandi aðgerðum. Undan- tekningarlaust telja menn að atvinnumiss- ir sér gríðarlegt áfall og að fólk þiggi vinnu ef svo ber undir. Vissulega eru til und- antekningar, en varða oftast sk. „íhlaupa- eða átaksvinnu“ í skamman tíma og oft við gerólík störf en menn eru vanir, og skal ég nefna nokkur dæmi: * Auglýst var eftir tveimur iðnaðarmönnum. Fleiri tugir iðn- íslendingar sækja fast eftir vinnu, segir Olafur Olafsson, og vinnufælni er þeim ekki í blóð borin. aðarmanna sóttu um störfín en þar eð störfin reyndust mjög sér- hæfð var enginn ráðinn. * Hringt var í tvo iðnaðarmenn og þeim boðin átaksvinna í nokkrar vikur sem átti að hefjast daginn eftir. Þessir iðnaðarmenn höfðu aðlagað lífsmynstur sitt að lífí atvinnulausra, þ.e. þeir sinntu heimili og gættu barna. Á svo stuttum tíma gátu þeir ekki komið börnunum í fóstur svo að þeir urðu að neita boðinu. * Hringt var í atvinnulausa skrifstofukonu, sem hafði verið atvinnulaus í eitt og hálft ár og hafði fimm sinnum sótt um vinnu áður, en verið hafnað. Höfnunin hafði haft þau áhrif að hún missti kjarkinn og dró sig í hlé. Þessi viðbrögð eru algengustu fýlgik- villar atvinnuleysis, er hefur djúpstæðari áhrif en flesta grun- ar. Hún afþakkaði starfið. Eftir góða aðstoð og uppörvun fólks sem sinnti atvinnuskapandi að- gerðum virðist sem hún hafi aft- ur öðlast trúa sjálfa sig og hefur nú fengið starf. Margt bendir til þess að við þolum illa atvinnuleysi. T.d. er það vel þekkt að fólk sem missir atvinnu í litlum kaupstöðum úti á landi forðar sér fljótlega til margbýlisins á höfuðborgar- svæðinu en þar hverfa menn frekar í fjöldann. * Konu sem misst hafði lág- launastarf og fékk atvinnuleysis- bætur og barnabætur að upphæð 50.000 kr. á mánuði var boðið starf, er launað var með um 50.000 kr. á mánuði. Hún af- þakkaði. Lái henni hver sem vill! Flest þessara dæma urðu tilefni til mjög ýktra sögusagna um starfstregðu atvinnulausra. En við skulum hinkra við og skoða áhrif Ólafur Ólafsson þess að svo er komið að lágmarks- laun sem ætluð eru til lágmarks- framfærslu ná vart atvinnuleysis- bótum í þessu landi. ísland er í sérflokki hvað þetta varðar miðað við nágrannalönd. Lág laun og lágar atvinnuleysisbætur. Tilangur þessa greinarkorns er að benda á að íslendingar sækja vinnumarkaðinn fast og að vinnu- fælni er þeim ekki í blóð borin. Órökstuddar fullyrðingar um hið gagnstæða fá því ekki staðist. I annan stað er trúlega gagn- legt að sumir forystumenn vinnu- markaðarins kynni sér betur áhrif og afleiðingar atvinnuleysis. Ef til vill er besta ráðið gegn rógi að þegja og gera skyldu sína en ég deili aldrei við menn ef ég tel einskis vert hvaða skoðun þeir hafa. Höfundur er íandlæknir. (W^ FLISAJ * I J % \lt Hti r V f r 1 M Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 VINKLAR A TRÉ HVERGI UEGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ ^Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 VIRKA AUGLÝSIR Verslun okkar á Klapparstíg, sem var lokað 1. júní, hefur sameinast Virku, Mörkinni 3 við Suðurlandsbraut. Nú er allt á einum stað, tískufataefni, útsöluefni, bútasaumsefni, saumavörur o.fl. o.fl. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18. Lokað á laugardögum til 1. september VIRKA Mörkinni 3, sími687477 I vlnnu af heildarmannfjölda 1991 Aldur 16-74 ára ísland Danmörk Flnnland Noregur Svíþjóð °/o % % % »/o Karlar .................... 84,6 73,0 65,1 70,2 83,5 Konur ..................... 72,5 62,2 59,2 59,2 79,8 Alls ...................... 78,6 67,6 62,2 64,7 - 81,7' 1 Marglr f atvlnnuskapandi vinnu. Vinnuþátttaka íslendinga er einna mest á Norðurlöndunum. í vinnu af heildarmannfjölda 1991 Aldur 60-64 ára og 65-74 ára ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð 60-64 ára allir ..... 83,3 34,8 23,5 53,8 58,0 65-74 ára allir ..... 53,8 11,0 4,4 14,2 9,6 Mig langar aðeins að vekja hér athygli, segir Jón Aðalsteinn Jónsson, á þessu skemmtilegá og um leið merka framtaki þeirra hjóna á Skeiðflöt. ast við og við myndir af löngu látnu fólki, þar sem fyrnzt hefur yfir nöfn þeirra. Lesendur Fb hafa svo á stund- um borið kennsl á þetta fólk, og koma nöfnin þá fram í næstu blöð- um. Að sjálfsögðu er hið þarfasta verk að freista þess að ráða í nöfn þessa fólks, áður en það verður með öllu um seinan. Snemma tóku þau Eyþór og Sæ- unn að birta í blaðinu minningarorð um látna Skaftfeliinga, hvort sem þeir áttu heima í sýslunni eða voru burtfluttir. Þetta efni hefur aukizt mjög og það svo, að t.d. með 1. og 2. tbl. þessa árgangs, sem er 40 bls. að stærð fylgir sérstakt blað, Skaft- fellingaþættir Fréttabúa, sem er 24 bls_. í seinni tíð hafa svo birzt viðtöl við fjölda búenda þar eystra. Þessi viðtöl eru áhugaverð, enda felst jafn- framt í þeim saga sveitanna og saga þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað á liðnum áratugim. Þessi viðtöl hafa þess vegna heimildagildi fyrir ókomnar kynslóðir. Eg get fullyrt af reynslu minni af Fb., að hann kafnar ekkj undir nafni, síður en svo. En mig furðar einungis á því, hvernig þau geta haldið blaðinu gangandi og það í hjáverkum frá mikilli vinnu við myndarlegt bú sitt. Það sýnir svo mikla fórnarlund, að ekki má láta liggja alveg í láginni að geta um þetta mikla og óeigingjarna starf, sem þau inna af hendi í þágu sýsl- unga sinna og um leið allra þeirra, sem gaman hafa af að fylgjast með daglegu lífi Skaftfellinga. Af framansögðu þykir mér þess vegna undarlegt og reyndar óskilj- anlegt, hvernig á því stendur, að allt of margir lesendur trassa að greiða það hóflega áskriftargjald, sem upp er sett. Hefurþað verið 1.500 krónur á ári, en verður því miður að hækka upp í 2.000 kr., þar sem nú leggst á þessa útgáfu eins og annað lesefni í landi okkar hinn mjög svo vafasami virðisaukaskattur. Er svo komið, samkvæmt umsögn í síðasta tbl., að þau Skeiðflatarhjón neyðast til að strika út nöfn nokkurra tuga áskrif- enda. Er mikil skammsýni að láta sig muna um þessar krónur, því að hér er á ferð óvenjumerkilegt átak, sem sjálfsagt er að styrkja með ráð- um og dáð, meðan þau Eyþór og Sæunn treysta sér til að fórna nær öllum tómstundum sínum fyrir þetta áhugamál sitt. Þetta bið ég þá les- endur Fb, sem kunna að lesa þessar línur, að íhuga vandlega. Jafnframt hvet ég Skaftfellinga, bæði heima- menn og burtflutta, sem og aðra þá, sem vilja fylgjast ineð því, sem ger- ist úti á landsbyggðinni, eindregið til þess að gerast áskrifendur Fréttabúa. Höfundur er orðabókarritsjóri. 3J XjJ-jJJjij Ingvar og Óskar, gríllmeistaramir á Argentínu steikhúsi, gefa ráð sem svínvirka á gríllið f altt sumar. lilílverður grísaveisla í allt sumar. Þú gríllar með elskunni, vinunum, í brúðkaupinu, með fótbottaliðinu og þegar sólin skín. Hefur þú haldið grísaveislu nýlega? að kjötia feslíst Bkki á grillinu er nauösyntegt að hafa grindumar hrelnar. þena allan vökva af kjötinu I og pensla það með olíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.