Morgunblaðið - 03.06.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 03.06.1994, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ PÁLMAR ÞÓR INGIMARSSON + Pálmar Þór Ingimarsson ráðgjafi var fæddur í Reykjavík 15. desember 1951. Hann lést á Landsjntalanum 21. maí síðastliðinn. Utfðr hans fór fram frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 31. maí. ÞEGAR vágestur hefur eitt sinn barið að dyrum kemur viss beygur að aðstandendum og allir biðja þess í hljóði að hann hverfi fyrir fullt og allt. Læknavísindin vinna sigur, allir anda léttara, en samt bíður lítil meinsemd þess að skjóta aftur rótum á afar viðkvæmum stað. Henni tekst það og henni tekst líka að gegnsýra heilan lík- ama, þrátt fyrir alla tækni og allar fyrirbænir, svo ekkert verður við ráðið. , Palli okkar er allur. Þessi góðvilj- aði og ljúfi drengur er horfinn úr þessu jarðlífí. Paili var maður íhyglinnar og rólyndisins. Hann hafði mikinn áhuga á síbreytileik mannlegs eðl- is, og honum var ekkert óviðkom- andi í þeim efnum. Hann gat sökkt sér niður í pælingar og þegar hann var að nálgast kjarnann, þá færðist gleðisvipur yfír andlitið og stóru augun hans stækkuðu ennþá meira. Hann fór vel með þessa hluti, út- hrópaði þá ekki, en notaði þá að- eins til frekari skilnings á mann- fólkinu. Nú á tímum leita margir upp- runans og stór ættarmót eru hald- in. Við Palli eigum bæði ættir að rekja til Óspaksstaðasels í Hrúta- firði. Þangað er um tveggja klukku- stunda gangur frá Óspaksstöðum. Við systkinin steðjuðum eitt sinn þangað ásamt fjölskyldum okkar, settumst á tóftabrotin og bróðir okkar kom öllum á óvart, dró upp farsíma og hringdi í ættmóðurina fyrir sunnan! En ári síðar lagði Palli léið sína í Hrútaijörðinn, rölti þessa sömu leið einn síns liðs, settist á tófta- brotin og lét hugann reika til ætt- feðra og ættmæðra okkar, sem börðust þarna áfram við erfíða lífs- afkomu og mikið heilsuleysi. Jónas Einarsson frændi okkar hefur skráð niður: Minningar frá Óspaks- staðaseli, rit sem er okkur öllum kært, og verður dýrmætara fyrir komandi kynslóðir. Þar er til stór mynd af Ingi- björgu Pálsdóttur, langömmu okk- ar með börnin sín tólf í litlum spor- öskjulögðum myndum í kring um sig. Pálína Björnsdóttir, amma okk- ar sker sig nokkuð úr, því hin sitja prúðbúin og vel greidd, en hár hennar er fremur strítt og stendur út í loftið. Ég hafði alltaf verið hálf hissa á þessu, en Palli frændi tók miklu ástfóstri við þessa mynd, hann skynjaði frumkraftinn í kon- unni og fannst svipurinn svo skond- inn á henni. Því miður kynntumst við henni aldrei, en Einar afí okkar bjó sín síðustu æviár á Borðeyri og þangað lágu oft leiðir. Palli bjó við mikið ástríki á heim- ili foreldra sinna, Möttu og Ingi- mars á Bugðulæknum. Fyrir tæp- um sex árum giftist hann Hildi MINIMINGAR Jónsdóttur, mikilli mannkostakonu og eignaðist með henni soninn Erl- ing og annaðist einnig dótturina Rögnu. Það er sárt til þess að hugsa og maður, sem var horfínn frá óreglu, virtur í starfi, búinn að finna sér vænan lífsförunaut, eignast af- kvæmi, þau búin að búa sér menn- ingarlegt heimili, að hann skuli í blóma lífs síns þurfa að kveðja þetta jarðlíf. Palli, Hildur og foreldrar Palla hafa sýnt mikinn kjark og dugnað í þessu veikindastríði. Systir Palla, Gunna Kata og eiginmaður hennar komu langan veg, eða alla leið frá Ástralíu til að vera í samvistum við Palla. Þau náðu aðeins að vera með honum í tvær klukkustundir, en þá gripu æðri máttarvöld í taum- ana. Samt eru þau þakklát, því ekki mátti skeika einum degi. Elsku Hildur, Ragna og Erling- ur, Matta og Ingimar, Gunna og Jóhanna, ættingjar, venslafólk og vinir. Guð gefí okkur öllum styrk til að ganga í gegnum þessar þrengingar. Við minnumst góðvild- ar og hjartagæsku Palla og látum þá eiginleika þjappa okkur saman og vísa okkur áfram veginn. Marsibil Ólafsdóttir. Það var komið fram yfir mið- nætti. Hann sat þarna í gluggakist- unni frammi í dimmum ganginum, dálítið slompaður, skeggjaður í úlpu með fangið fullt af blómum sem greinilega voru fengin úr garð- inum fyrir utan húsið eða þá ein- hvetjum öðrum garði. Ég held að hann hafí verið álíka skelkaður og ég þegar dyrnar oppnuðust. Við störðum hvor á annan litla stund án þess að koma upp orði. Hann varð fyrri til. Ég ætlaði bara að bjóða ykkur velkomin í húsið, átti Ieið framhjá. Guð minn góður, hvað höfðum við nú fengið yfír okkur? Var þetta ekki sonur þeirra á efri hæðinni, við höfðum bara heyrt að hann væri til? Sigga var komin framúr til að sjá hvað um væri að vera, hún ríghélt í handlegginn á mér, því næturheimsóknir voru ekki daglegt brauð í okkar húsum. Mað- urinn stóð upp úr gluggakistunni, rétti fram blómvöndinn og kynnti sig. Ég heiti Pálmar og bý hér uppi. Ég tek við blómunum, veit ekki hvor á meira í þeim, ég eða hann. Maðurinn sem kynnti sig sem Pálmar stóð nú í ljósinu innan úr íbúðinni og nú sá ég hann skýrt og það sem einkenndi hann mest, augun. Hann horfði beint í augun á mér og þó maðurinn væri slomp- aður duldi það ekki forvitnina í þessum augum, ekki áreitna for- vitni heldur heilbrigða forvitni, að minnsta kosti er það seinni tíma túlkun mín. Ég sá það alveg á honum að eitt „halló“ var ekki nóg svo ég bauð honum inn með hálfum hug, sem ég sjálfsagt hefði aldrei gert ef ég væri ekki næturhrafn sjálfur. Þetta voru fyrstu kynni okkar af Palla fyrir 13 árum þegar við vorum nýflutt á hæðina fyrir neðan Ingimar og Möttu og þessi stund var einhverju hlaðin sem aldrei hverfur okkur Siggu úr minni. Þessi heimsókn var svo út úr korti sem hugsast gat fyrir mig að minnsta kosti og enn þá frekar fyrir konuna mína. En þessi óvænta næturheimsókn varð upphafíð að ævarandi vináttu og hafði sína þýðingu 'fyrir vináttu sem tókst með okkur hjónum og Ingimar og Möttu sem þróaðist í að verða eins og góð fjölskyldubönd. Það var setið lengi og rabbað i raun eins og við hefðum oft spjallað saman áður, og sem síðar var oft endur- tekið bæði í eldhúskróknum „niðri“ eða á „efri hæðinni" heima á Bugðulæk. Okkur varð strax ljóst að þessi óvænti gestur var greindur og ákaflega þægilegur maður sem var gaman að ræða við. Ég skynjaði það síðar að Palli var þó engan veginn ánægður með sjálfan sig og tilveruna. Hann hafði áhuga á að mennta sig en ein- hverra hluta vegna höfðu allar áætlanir um það farið í vaskinn. Unglingsárin höfðu verið fremur erfið og ekkert varð úr frekari skólagöngu fyrr en hann komst á samning í bólstrun, starf sem ég hef grun um að hann hafi ekki verið sáttur við, þó að hann léti það aldrei beint í ljós. Hann stofn- aði ekki fjölskyldu en lifði fremur „glöðu“ ungkarlalífi. En þetta líf- erni átti engan veginn við hann. Ég kynnist Palla á þeim árum sem mikið er að bijótast um í honum og í raun verð ég vitni að því, svona í ijaríægð, hvernig Palla verður það smám saman ljóst að algjör kú- vending á lífí hans er eina leiðin til að höndla hamingjuna. Og þessa kúvendingu tók hann. Hann fór í meðferð og tók sjálfan sig taki í alla staði. Það má segja að Palli hafí hreinsað til. Sjaldan hef ég séð mann þroskast áþreifanlegar en hann og fáa læra svo mikið af eig- in reynslu og kunna að beita henni, úr rótlausum manni í það að verða heilsteyptur, alvörugefínn, ábyrgð- arfulíur maður. í gegnum kúvend- inguna varðveitti hann fínustu kosti sína og þroskaði með sér aðra. Það líf sem hann hafði lifað varð lærdómsríkur skóli, prologus að lífí- þroskaðs manns. Greind hans og einstök mannþekking fékk nú að njóta sín. Palli varð ' fljótlega meðferðar- fulltrúi hjá SÁÁ. Þetta starf kemst næst því sem ég hefði getað hugs- að mér Palla starfa við. Ég hefði getað hugsað mér hann sem sál- fræðing því það var hann í eðli sínu. Hann hafði ótrúlega innsýn í annað fólk og var fljótur að átta sig á aðstæðum. Það einkenndi Palla að hann „las“ gerðir og orð fólks, hafði vald á að túlka og fara undir yfirborðið á því sem fólk sagði og gerði og hann sá ekki bara vanda- málin heldur líka kostina, mögu- leikana og ekki síst kómísku hlið- arnar á vandamálunum, því oft klæðir fólk tilfinningar sínar í hinn skringilegasta grímubúning. Hann umgekkst þó tilfinningar fólks með fullri virðingu og tók þær alvar- lega. Þetta gilti bæði um börn og fullorðna. Palli hafði sem sagt flesta eiginleika góðs mannþekkj- ara. Þetta eru eiginleikar sem fólk læðist ekki með heldur þroskar með sér. Sumt kemur í uppeldinu, sér- staklega sá þáttur að láta sér annt um annað fólk. Það hefur Palli fengið í ríkum mæli frá foreldrum sínum, Ingimar og Möttu. Huguls- amari og betri manneksjur en þau eru vandfundnar. Sumt öðlast mað- ur gegnum lestur á góðum bók- menntum og þann áhuga hafði Palli aHan þann tíma sem ég þekkti hann. Palli las nánast allt, en fagur- bókmenntir höfðuðu þó meira til hans en annað. Sumt öðlast maður af sinni eigin persónu, átökum við sjálfan sig, sinn eigin breyskleika, sjálfskoðun og sjálfskilning. Þá baráttu heyr flest fólk en af misj- öfnum heiðarleika, með misjöfnum árangri. Palli var heiðarlegur í sinni baráttu og uppskar í samræmi við það. Það er þess vegna enn sárara að Palli skyldi verða veikur einmitt þegar hann hafði opnað allar gátt- ir út í nýja framtíð. Fráfall hans veldur okkur Siggu og börnunum djúpum harmi. Við söknum góðs vinar og manneskju. Við fínnum til innilegrar samúðar með vinum okkar heima á Bugðulæk og Hildi og Erling litla og hefðum viljað geta verið þeim nærri nú og stutt þau í sorg þeirra. Minningin um Palla mun lifa og ylja um leið og hún nærir sáran söknuðinn. Ilaukur og Sigríður. Til Palla Dauðinn kemur fyrr eða síðar. Stundum kemur hann aðeins fyrr. Þú gafst mér allt sem ég þurfti, vinskap þinn og hlýju. Ég man að ég hljóp upp þegar ég heyrði að þú varst kominn heim. Ég hljóp upp í faðm þinn og þú sagðir að ég væri þitt Unubam. Ég kom oft + Maðurinn minn og faðir okkar, HALLGRÍMUR KRISTINSSON, Kópavogsbraut 72, Kópavogi, varð bráðkvaddur að kvöldi 1. júní. Ágústa Björnsdóttir, Kristinn Logi Hallgrímsson, Björn Þór Hallgrímsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA BJARNADÓTTIR frá Ólafshúsum, Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. júní sl. Bjarney Erlendsdóttir, Gísli Grímsson, Victor Úraniusson, Hulda Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Kær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG LAXDAL, lést 25. maí á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför hennar hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar Skjóls. Þröstur Laxdal, Edda G. Laxdal, Þyri Laxdal, Trausti Ríkarðsson, Bernharð Laxdal, Anna B. Laxdal, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR J. LILLIENDAHL. Gústaf Lilliendahl, Anna Maria Lilliendahl, Jónas Rafn Lilliendahl, Margrét Katrín Erlingsdóttir, Atli Lilliendahl, Inge Heinrich, Margrét Lilliendahl, Helgi E. Kristjánsson og langömmubörn. og settist á hné þín. Þú þurftir ekki að segja neitt, ég elskaði að sitja þarna hjá þér. En svo varðst þú veikur og áttir bágt. Það er óréttlæti lífsins. Þú komst og þú fórst fljótt, en þú ert maður sem enginn gleymir. Takk, góði Guð fyrir að hann fær að hvíla í friði hjá þér. Og ég vona, Palli minn, að við sjáumst þar. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, það mun ég ætíð vernda innst inni. Una. Palli frændi minn er látinn. 21. maí sl. tengi ég gleði og sorg. Þann dag skein sólin sem skærast á Seyðisfirði. Langþráðum áfanga í lífí mínu var náð. Brosandi var ég að hlaupa út í vorið. Þá hringir móðir mín og segir mér að Palli sé við það að skilja við. Á einu andartaki fyllisL hugur minn af vanmetakennd og sorg. Þegar við vorum börn þá var mikill samgangur á milli heimila okkar. Það var farið í hefðbundin boð, tilfallandi heimsóknir eða í ferðalög saman. Oftast fórum við norður í Hrútafjörð, en þar liggja okkar sameiginlegu rætur. Yfirleitt var líf og fjör í Bugðu- læknum, spjallað, hlegið og mikið sungið. Samt var það svo að eftir smátíma drógum við Palli okkur í hlé og fórum inn í herbergið hans. Þar spiluðum við, töluðum, sungum eða bara þögðum. Bæði erum við þannig gerð að orð eru stundum óþörf. Það var á þessum árum sem á milli okkar myndaðist sú vináttu- taug sem aldrei slitnaði. Þá var Palli einn af föstu punktunum í lífi mínu og mér fannst fráleitt að hugsa mér lífið án náinna sam- skipta við hann. í mínum huga er og verður hann Palli frændi. Ég verð alltaf örlítið undrandi þegar ég heyri talað um hann sem Pálm- ar Þór og hugsa hvort örugglega sé átt við sama manninn. Þó fór það svo að eftir að við urðum fullorðin þá rofnaði sam- bandið. Ég flutti austur á Seyðis- fjörð og Palli þurfti sinn tíma til að finna fótfestu í lífinu. Alltaf vissi ég af honum, hvað hann starf- aði, þegar hann fór í áfengismeð- ferð, er hann veiktist, þegar hann hitti Hildi og er þau eignuðust drenginn sinn. Fyrir tveimur árum hittumst við óvænt. Fann ég þá um leið fyrir gömlu vináttunni og hlýjunni í framkomu hans. Síðan höfðum við slitrótt samband og er ég óendan- lega þakklát fyrir það. Gott fannst mér að leita til hans sem fagmanns, en það gerði ég talsvert bæði sem ættingi og í tengslum við starf mitt. Hann var fljótur að greina kjarnann frá hisminu og gat jafnvel verið óþægi- lega hreinskilinn. Mildin var á sín- um stað og stutt í kímnina. Þegar ég sit og skrifa þessi minningabrot þá finnst mér ég heyra í honum því hann hafði sérstakan málróm með þannig hrynjandi að maður fór ósjálfrátt að hlusta á hann. Ég heimsótti Palla um páskana og duldist þá ekki hvað af honum var dregið. Æðruleysið, vonin og baráttuþrekið voru á sínum stað. Gaman var að finna hinn stöðuga áhuga sem hann hafði á fólki bæði lífs og liðnu. Eitt það síðasta sem hann sagði við mig var að hann ætlaði að vinna veikindastríðið því hann þyrfti að styðja pg leiðbeina Erling Atla í lífínu. Ég er þess fullviss að Palli leiðir hann á sinn hátt enda þótt handleiðslan sé ekki jafn áþreifan- leg og hann hefði viljað. Kæra Hildur, börn, foreldrar og systur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Hvíl í friði, Palli frændi minn. Sigrún Ólafsdóttir. Fleiri minningargreinar um Pálmar Þór Ingimarsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.