Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 37
KRYDD-
JURTIR
Fyrri hluti
KRYDDJURTIR hafa verið rækt-
aðar frá ómunatíð og notaðar til
þess að bragðbæta mat og drykk.
Hér á landi hafa þær verið rækt-
aðar um áratuga skeið þó fjöl-
breytnin hafi ekki verið ýkja mik-
il á því sviði, e.t.v. fyrir þá sök
að margir virðast álíta að ræktun
þeirra sé vandasamri en raun er
á. Nú á síðustu árum
er greinilegt að áhugi
manna fyrir ræktun
kryddjurta hefur auk-
ist til muna og mun
því þessum þætti og
hinúm næsta verða
varið til þess að segja
lítillega frá þeim.
Flestar kryddjurtir
eru það harðgerðar
að þær þrífast svo að
segja í hvaða jarðvegi
sem er, en þær þurfa
skjól og þeim þarf að
velja sólríkan stað í
garðinum. Þeim sem
engan garðinn eiga
má benda á að auð-
veldlega má rækta
þær í keri eða hæfi-
lega stórum pottum sem koma
má fyrir á góðum stað, t.d. við
grillið vinsæla, á svölum eða jafn-
vel í gluggakistu. Þó jurtir þessar
séu yfirleitt nægjusamar eru
sumar hveijar þurftarfrekari en
aðrar, eins og gengur með annan
gróður, en það kemur fljótt í ljós
við ræktun hve mikil ábúrðaþörf-
in er.
Af kryddjurtum er ýmist notuð
öll plantan eða einstakir plöntu-
hlutar svo sem rætur, stönglar,
blöð, blóm og jafnvel fræ. Nú er
BLOM
VIKUNNAR
290. þáttur
Um&jón Ájjúsla
líjörnsdótlir
orðinn heldur knappur tími til að
sá, en ekki er að efa að það hafa
margir þegar gert, en þeir sem
ekki voru svo forsjálir skulu á það
minntir að á vori hvetju bjóða
garðyrkjustöðvar vítt og breitt
um landið upp á plöntur af fjöl-
mörgum tegundum slíkra jurta.
Verður nú getið nokkurra teg-
unda kryddjurta sem reynst hafa
vel hér á landi:
Steinselja (persille) er ein
kunnasta kryddjurt
ræktuð hér á landi.
Hún þarf ftjóan
moldatjarðveg og
mikinn raka yfir
vaxtartímann. Hún
þarf góða birtu svo
blöðin verði hrokkin,
dökkgræn og bragð-
góð. Vöxtur stein-
selju er hægur og
gott að hafa plast-
skýli yfir henni til
að bytja með. Henni
veitir ekki af áburð-
argjöf á 10 daga
fresti yftr vaxtartím-
ann. Blöð steinselju
eru notuð í súpur,
sósur, til bragðbætis
í salöt og steikur.
Einnig notuð til skreytingar á
matarföt.
Dill er einær, harðgerð jurt
sem þarf góða birtu og töluverðan
raka yftr vaxtartímann. Varast
skal sendinn og þurran jarðveg.
Af dilli eru notuð blöðin, blóm-
sveipirnir eða fræin. Blöðin eru
skorin af plöntunni eitt og eitt
eftir að hún hefur náð 8-10 cm
hæð. Blöðin eru notuð í súpur og
sósur og ýrpsa fisk- og kjötrétti.
Einnig eru þau ómissandi þegar
lax er grafinn. Dill má þurrka og
Karsi
Garðaperla
geyma í lokuðum krukkum eða
frysta.
Karsi — garðperla er auð-
ræktaður í bökkum eða pottum.
Fræinu sáð í létta moldarblöndu
og haldið röku með því að úða
það með volgu vatni 2-3 sinnum
á dag. Ekki er þörf að hylja fræ-
ið og það er mjög fljótt að spíra.
Blöðin eru jafnan nothæf eftir
10-14 daga. Ekki myndast aftur
ný blöð og er því rétt að sá á
tveggja vikna fresti allt sumarið,
raunar allt árið um kring. Ný-
skorin karsablöð eru mjög vítam-
ínrík, þau eru afbragðs álegg,
einnig góð í hverskyns salöt,
skreytingar o.m.fl. Ef blöðin eru
soðin hverfur hið hressandi bragð
þeirra.
Skessujurt er gömul lækn-
inga- og kryddjurt. Hún er fjö-
lær, harðgerð og má fjölga henni
með skiptingu. Hún er mjög auð-
veld í ræktun og ætti að vera í
hvetjum garði. Hún getur orðið
allt að 2 m á hæð og fer best ein
sér. Vegna síns sérstaka krydd-
bragðs er hún oft nefnd „Maggí-
jurt“. Af henni má nýta rót, unga
leggi, blöð og fræ. Skessujurtin
hefur verið notuð í aldaraðir,
Rómvetjar notuðu rótina við
maga- og þarmasjúkdómum.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Stór urriði í Laxá
FRÉTTIR
VEIÐI hófst á urriðasvæðunum í
Laxá í Þingeyjarsýslu á miðvikudag
og var góð þrátt fyrir afleitt veður,
mikinn kulda og hríðarskúrir á köfl-
um. Jóhanna Magnea Stefánsdóttir,
bústýra í veiðihúsinu Rauðhólum i
Laxárdal, sagði í samtali í gær, að
fyrsta daginn hefðu veiðst 25 urriðar
á sjö og hálfa stöng. „Þetta voru
mjög feitir og fallegir silungar, allt
að 5 punda og margir 4 punda. Fáir
undir 3 pundum. Þeir voru hressir
karlarnir og sáu mikið af fiski. Það
voru menn hérna við merkingar á
urriða síðustu daganna áður en veiði-
tíminn hófst og sögðu þeir sömu
söguna, það væri mikið af fiski og
hann væri vænn,“ sagði Jóhanna.
Sagði Jóhanna og, að menn hefðu
notað jöfnum höndum straumflugur
og púpur. Ekki treysti hún sér til
að hafa eftir flugunöfn, þar sem í
mörgum tilfellum hefðu menn notað
frumsamdar flugur sem hefðu ein-
faldlega ekki hlotið nöfn enn sem
komið væri.
Við þetta er að bæta, að veiði var
einnig góð miðað við aðstæður á efri
hluta urriðasvæðisins í Mývatnssveit.
Að Arnarvatni fengust þær upplýs-
ingar að fáir hefðu komið til að skrá
aflann enn sem komið væri, aðeins
tveir með veiði fyrsta dagsins. Annar
hafði fengið kvótann, 7 fiska í Geira-
staðalandi, hinn 4 urriða í Geldinga-
ey. Allt voru þetta 3,5 til 5 punda
fiskar og feitir vel, rétt eins og í
Laxárdalnnum.
Laxar
Fyrsti veiðidagurinn í Norðurá gaf
35 laxa sem er afbragðsgott og 31
laxi meira en veiddist fyrstu tvo og
hálfan daginn í fyrra. I gærmorgun
voru svo dregnir 10 laxar til viðbótar
og enn var hann við á síðdegisvakt-
inni. Áin hefur sjatnað nokkuð og
gruggið er að hverfa úr henni, en
Stórsilungur
VEIÐI hefur verið að glæðast
í Þingvallavatni að undan-
förnu og þar er alltaf von á
vænum fiski. Það fékk Hjalti
Magnússon að reyna á dögun-
um er hann veiddi þessa 8,5
punda bleikju á rækju.
enn er hún mjög köld. „Hún er að-
eins 3-4 gráður og svona góð veiði
í slíkum kulda segir okkur ekkert
annað en að mikill lax er genginn í
ána,“ sagði Jóhannes Stefánsson
staðarhaldari á Rjúpnahæð. Hann
sagði í gærkvöldi að stærsti laxinn
væri um 15 punda fiskur dreginn
fyrsta daginn í Munaðarnesinu. Hins
vegar hefði Jón G. Baldvinsson misst
17-18 punda lax á Stokkhylsbroti
eftir langa glímu og miklar svipting-
ar í gærmorgun. „Þetta var blóðugt,
laxinn sleit tauminn eftir mikinn
bardaga,“ sagði Jóhannes.
RADA UGL YSINGAR
B 0 Ð »>
Þjóðminjasafn íslands
Endurbætur utanhúss
Gluggar og tréverk
Framkvæmdasýslan, f.h. mennta-
málaráðuneytisins, óskar eftir tilboð-
um í endurbætur utanhúss á Þjóð-
minjasafni íslands. Verkið felst, í
megin dráttum, í því að endurnýja
gler og gugga í húsinu, skipta um
glersteinsglugga að hluta, endur-
bætur á þakköntum o.fl.
Verkið skal hefjast í lok júní næst-
komandi og Ijúka í október.
Útboðsgögn verða seld á kr. 12.450,-
frá og með þriðjudeginum 7. júní
1994, hjá Ríkiskaupum, Borgartúni
7, 150 Reykjavík. Tilboð verða opnuð
á sama stað 23. júní 1994 kl. 11.00
að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska.
BORCARTÚNI 7. 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739
IÐNSKÓLINN í
HAFNARFIRÐI
REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI
SÍMAR 51490 OG 53190
Innritun á haustönn 1994
SÍÐASTIINNRITUNARDAGUR!
Innritað er á skrifstofu skólans alla daga frá
kl. 9.00 til 18.00. Síðasti innritunardagur er
í dag, 3. júní. Við innritun skal fylgja prófvott-
orð frá þeim skólum, er umsækjandi hefur
áður stundað nám við. Námsráðgjöf verður
veitt á meðan innritað er.
Námsbrautir skólans eru:
- Nám fyrir samningsbundna iðnnema.
- Almennt 1. stigs nám.
- Grunndeildir fyrir
- háriðnir
- málmiðnir
- rafiðnir
- tréiðnir.
- Framhaldsdeildir fyrir
- háriðnir (á vorönn)
- málmiðnir
- tré- og byggingariðnir.
- Tækniteiknun og AUTO-CAD tölvuteiknun.
- Hönnunarbraut.
- Iðnaðar- og mannvirkjabraut.
- Trefjaplasttækni.
- Fornám og frumnám.
- Meistaraskóli.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Eyjamenn í Reykjavík!
Mætið á Ármannsvöllinn í Sigtúni í kvöld kl.
20.00 og á gervigrasið í Laugardal kl. 17.00
á morgun og hvetið okkur í fjórðu deild.
Framherjar í Vestmannaeyjum.
Aðalfundur SÁÁ
Aðalfundur SÁÁ verður haldinn í Síðumúla
3-5, Reykjavík, þann 11. júní 1994 kl. 14.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum
félagsins.
. im
cm
■
Askirkja
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safn-
aðarheimili Áskirkju sunnudaginn 5. júní nk.
kl. 12.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstaröf.
2. Önnur mál.
Sóknarnefnd.
- kjarni málsins!