Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 133. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR15. JÚNÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norðmenn grípa til aðgerða gegn íslenskum skipum á Svalbarðasvæðinu Skotið að togaranum Má og troll klippt af 3 skipum Varnaræfing í Seoul SUÐUR-kóreskir slökkviliðsmenn í höfuðborg'inni Seoul æfa hvað gera skuli ef til árásar Norður-Kóreumanna kemur. Viðamikil æfing verður um alla Suður-Kóreu í dag vegna hættunnar. Sljórnin í Pyongyang segir sig úr Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni Bandaríkja- stjórn hyggur á refsiaðgerðir Seoul, Tókýó. Reuter. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR víða um heim lýstu í gær áhyggjum sínum af þeirri ákvörðun Norður-Kó'reustjórnar að segja sig úr Alþjóðakjarnorkumálastofn- uninni, IAEA, en ágreiningur er um næstu viðbrögð. Bandaríkjastjórn er að ganga frá drögum að refsiaðgerðum en Moskvustjórnin hvetur enn til, að haldin verði alþjóðaráðstefna um öryggismá! á Kóreuskaga. Pasteur Bizimungu fulltrúi skæruliða í fundarhléi í Túnis. Vopnahlé samþykkt í Rúanda Túnis. Reutcr. SKÆRULIÐAR í Afríkuríkinu Rúanda samþykktu í gærkvöldi vopnahlé í bardögunum við stjórnarherinn. Tilkynnt verður formlega um það á fundi Eining- arsamtaka Afríkuríkja (OAU) i dag. Engin fullvissa er þó fengin fyrir því að ógnaröldinni linni í landinu. IAEA ákvað sl. föstudag að hætta tæknilegri aðstoð við Norður-Kóreu vegna þess, að hún hefði hafnað eftirliti með kjarnorkuverum í land- inu og á mánudag tilkynnti stjórnin í Pyongyang, að hún hefði kallað fulltrúa sinn hjá stofnuninni heim. Talsmaður IAEA sagði í gær, að Norður-Kóreustjórn bæri eftir sem áður skylda til að leyfa eftirlit þar sem hún hefði undirritað samninginn um takmörkun á útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Bándaríska utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýsingu í gær, að þróun mála í Norður-Kóreu væri „afar hættuleg“ og í fyrradag sagði Mad- eleine Albright, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, að drög að refsiaðgerðum yrðu tilbú- in innan sólarhrings. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, talaði við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í gær og að sögn talsmanns Hvíta hússins voru þeir sammála um refsi- aðgerðir í aðalatriðum. Jeltsín sjálfur kvaðst hins vegar hafa tengt hugs- anlegar refsiaðgerðir alþjóðlegri ráð- stefnu um öryggismál á Kóreuskaga. Frakkar og fleiri þjóðir hafa lýst áhyggjum af ástandinu á Kóreu- skaga en Kínverjar, einu bandamenn N-Kóreu, leggjast enn gegn refsiað- gerðum. í Suður-Kóreu er herinn í viðbragðsstöðu og óttinn við hugsan- legt stríð liafði þau áhrif í gær, að verulegt verðfall varð á verðbréfa- markaðinum. - fullyrða íslendingar en Norðmenn segja engu skoti hafa verið hleypt af NORSKT strandgæsluskip skaut að sögn íslenskra skipstjóra úr fallbyssu á togarann Má SH frá Ólafsvík við Svalbarða rétt fyrir kl. 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma en ekki var vitað í gær hvort um púður- eða föst skot var að ræða. Norski sjóðliðsforinginn Trond Taraldsen segir að ekki hafi verið hleypt af skoti. Svavar Þorsteinsson útgerðarmaður Más segir að skipið hafi ekki verið að veiðum þegar atburðurinn varð og ekki verið með veiðarfæri í sjó. Svavar sagði að sér skildist að ekkert amaði að áhöfn skipsins. Fyrr um daginn klipptu skip norsku strandgæslunnar troll- in aftan úr Blika, Hegranesinu og Hágangi II þar sem skipin vorU að veiðum á Svalbarðasvæðinu og gerði tilraun til að klippa aftan úr Stakfelli. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hittast í dag ásamt formanni utanríkismálanefndar Alþingis, Birni Bjarnasyni, vegna þessa. Segir forsætisráðherra aðgerðir norsku strandgæslunnar óvæntar, þær verði að skoða alvarlega, og jafnframt muni stjórnvöld að líkind- um knýja á um löglegan úrskurð. í sama streng tekur Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra sem segist líta á málið sem grafalvar- legt. Segir hann Norðmenn vera taka þá áhættu að af hljótist mála- rekstur fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Aðgerðir að skipun varnamálaráðuneytis Aðgerðir norsku strandgæslunnar voru að skipan varnarmálaráðuneyt- isins norska, eftir fund utanríkis-, varnar-, dóms- og sjávarútvegs- málaráðuneytanna, eftir því sem NTJ5-fréttastofan skýrir frá. Á þeim fundi voru lagðar línur í baráttunni gegn „sjóræningjaveiðunum" en Jan Henry Olsen sjávarútvegsráðherra vildi ekki gefa nánari upplýsingar um í hveiju þær fælust. I fréttum iVTR-fréttastofunnar segir að norska strandgæslan hafi klippt trollin aftan úr íjórum íslenskum togurum en útgerðarmenn Blika, Hegraness og Más höfðu það eftir íslenskum skipstjórum á Svalbarða- svæðinu að klippt hafi verið aftan úr þremur togurum. Skipveijum á Blika og Hegranesinu tókst að slæða trollin upp á ný. ■ Glæfralegar aðgerðir/2 ■ Grafalvarlegt/52 Kullmann Five vill skýringar BJ0RN Tore Godal, utanríkis- ráðherra Noregs, verður kraf- inn skýringa á aðgerðum norsku strandgæslunnar til að stöðva veiðar á fiskverndar- svæðinu við Svalbarða, í utan- ríkismálanefnd norska Stór- þingsins. „Ég býst fastlega við að utanríkisráðherrann muni gefa nefndum Stórþingsins upplýsingar um þetta mál,“ sagði Kaci Kullmann Five, full- trúi Hægriflokksins í nefnd- inni, í samtali við NTB. Kullmann Five kveðst fylgj- andi þeirri stefnu að stöðva verði ólöglegar veiðar en setur spurningarmerki við aðferðirn- ar sem beitt var. „Þessi deila snertir mörg og erfið alþjóðleg deilumál en enginn vafi er á því að skip sem eru að veiðum á verndarsvæðinu án þess að hafa kvóta, stunda ólöglegt athæfi. Ég geri ráð fyrir að við munum fá upplýsingar [um málið] fyrir vikulok."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.