Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ I DAG BRIDS Umsjón Guðm. l'áll Arnarson SAMLAGNING í brids er ekki alltaf einföld. Það er til dæmis ekki sjálfgefið að níu plús einn sé tíu. í spili dagsins á sagnhafí níu slagi heima og einn í blind- um, en samt eru 4 spaðar fjarri því að vera borðleggj- andi. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 843 ¥ 1042 ♦ 8742 ♦ ÁG10 Vestur ♦ 10962 V 98763 ♦ G ♦ D95 Austur ♦ 7 V G5 ♦ ÁD109 ♦ 876432 Suður ♦ ÁKDG5 1 ÁKD ♦ K653 ♦ K Veslur Norður Austur Suður 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass lltspil: tigulgosi. Austur tekur á tígulás og spilar drottningunni til baka - kóngur og trompað. Vest- ur spilar sig út á hjartaníu og sagnhafi leggur niður ÁK í trompi. Hans helsta von á þessu stigi var að komast inn á spaðaáttu blinds til að geta tekið tí- unda slaginn á laufás. En vestur á of mörg tromp. Hvað er þá til ráða? Næsta skref er að taka annan slag á hjarta. Þegar gosinn fellur, sprettur upp nýr og glæsilegur mögu- leiki. Sagnhafi tekur síðasta trompið af vestri, yfirdrepur laufkóng með ás, spilar lauf- gosa og hendir hjartadrottn- ingu heima!! Vestur fær óvæntan slag á laufdrottningu, en verður að spila hjarta eða laufi og gefa blindum tvo slagi á tíumar í þeim litum. Pennavinir FRÆÐISTÚDENT með áhuga á ferðalögum, tón- list, bókmenntum og íþróttum: Thomas Egerland, Grossheidestrasse 23’ D-22303 Hamburg, Germany. SVISSNESK 52 ára kona með margvísleg áhuga- mál getur skrifað á ensku eða þýsku: Clara Scherrer, Holeestrasse 71, CH-4054 Basel, Switzerland. • SJÖ ára tékknesk stúlka með áhuga á dýrum: Veronika Baresova, DNV 102, 507 81 Lazne Belo- hrad, Czech Republic. LEIÐRETT Rangt nafn undir grein RANGT NAFN var undir minningargrein um Eirík Eiríksson frá Djúpadal á blaðsíðu 37 í Morgunblað- inu í gær. Þar áttu að standa nöfnin Ása, Stef- án og Jóhanna Dröfn. Hlutaðeigendur eru inni- lega beðnir afsökunar á mistökunum. Arnað heilla Ljósmyndastofa Jóh. Valg., Hornafírði * * HJÓNABAND. Þann 21. maí sl. vora gefin saman í hjónaband í Hofskirkju af sr. Önundi Björnssyni. Auður Lóa Magnúsdóttir og Birgir Amason. Heim- ili þeirra er í Sandbakka 7, Höfn. GEFIN vora saman í hjóna- band 12. mars sl. í Lága- fellskirkju af sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur Rakel Þóra Finnbogadóttir og Einar Laverne Lee. Heim- ili þeirra er I Hálsaseli 56, Reykjavík. Með morgunkaffinu HOGNIHREKKVISI „ po M'ATT SlTJA pAfthiA Í HOl?WINU þAHGAÐ TIL þO HA6A* P’tfí. VIE> HÆ.FI / Ást er... Þú komst of seint núna. Næsta afborgun af lystisnekkjunni minni er eftir viku, svo þá skaltu koma á étt- um tíma. tot Ang«ie» Times Synhcate 104ö Bibt NEI, HERRA minn. Þú getur ekki kvartað undan víninu þótt þú hafir fengið timburmenn eftir að hafa drukkið það. Hvað er að vélinni, Ólafur? ÓLAFUR? flir b’ranccs Drakc * TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill vinnuhestur og átt a uðvelt með að koma skoðunum þínum á fram- færi. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú vinnur vel og hefur enga ástæðu til að vanmeta fram- lag þitt. í hönd fer tímabil )ar sem ástin er í hávegum. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki neikvæðan vin koma í veg fyrir að þú fáir notið þeirra lystisemda sem dagurinn hefur uppá að bjóða. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þú verður fyrir einhverjum töfum í vinnunni, en sumum býðst tækifæri til að vinna sjálfstætt að áhugaverðu verkefni. Krdbbi (21. júní - 22. júlí) Hg Þú færð góðar hugmyndir og átt auðvelt með að tjá þig, en viðbrögð annarra geta lát- ið á sér standa. Þú gerir góð kaup í dag. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú hugsar betur um útlit þitt og klæðnað næstu vikumar. Viðræður við fulltrúa lána- stofnana bera góðan árangur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú gefur þér meiri tíma til að eyða með ástvinum næstu vikumar. Þú finnur þér tóm- stundaiðju sem eykur skiln- ing þinn og þekkingu. Vog (23. sept. - 22. október) Fjármálin þróast til betri veg- ar í dag. Þú þarft tíma útaf fyrir þig, en á næstu vikum færist fiör í félagslífið. Sporódreki (23. okt.-21. nóvember) Næstu vikurnar lofa góðu varðandi frama þinn í starfi. Þér bjóðast tækifæri til að skemmta þér, en vinur getur yaldið vonbrigðum. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Sumum hentar vel að taka sér sumarfrí næstu vikumar. Þú tekur til hendi við gamalt verkefni sem hefur beðið lausnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú tekur mikilvæga ákvörðun varðandi fjárfestingu á næst- unni. Vinur gerir þér greiða og félagar standa vel saman. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Astin verður í fyrirrúmi næstu vikurnar. Þér gefst tækifæri til að bæta stöðu þína í vinnunni og fjárfesting lofar góðu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) I Þér verður brátt falið verk- efni í vinnunni sem verður gaman að fást við. Nú er rétti tíminn til að undirbúa ferða- lag. Stj'órnuspána á að lesa sem dægradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staó- • reynda. I 11 ■ : 1 ■ ; ' MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 43 STJÖRNUSPÁ I I Silkislæður Frönsku /l/lalfroy silkislæðurnar komnar í öllum litum. SNVRllNÖRUVFRsi IININ ai 1_jK Leyrni félag? ...aldrei fæ eo að vla neiit. Lekur bílskúrsþakið? Svalirnar? Útitröppurnar? Aquafin-2K er níðsterkt, sveigjanlegt 2ja þátta sementsefni, sem sannað hefur ágæti sitt sem yfirborðsþétting á steypta fleti. 12. ára sigurganga erlendis og 3ja ára reynsla hérlendis, renna stoöum undir þá fullyrðingu, að Aquafin-2K er í algjörum sérflokki, meöal slíkra efna, enda verndað meö einkaleyfi. Kostir: Mögnuð viðloðun, frostþol og vatnsheldni. * Árið 1990 var Aquafin-2K sett á göngubrú, skammt frá Frankfurt, í Þýskalandi. Þrátt fyrir að tugir manna fari yfir brúna daglega, er ekki merkjanlegt slit á efninu . Þessi efnisseigla gerir Aquafin-2K, að valkosti nr. 1, þegar þétta á svalir og útitröppur. Aquafin-2K andar og má því berast á raka fleti, en það er lykilatriði hérlendis, þar sem steyptir fletir ná afar sjaldan að gegnþorna. PETURSSON HF. Sími: 91-673730

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.