Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Málefnasamningur Framsóknarflokks og Alþýðuflokks kynntur
MALEFNASAMNINGUR Fram-
sóknar- og Alþýðuflokks var kynnt-
ur á fyrsta fundi bæjarstjórnar í
gær. í kafla um atvinnumál segir
að atvinnuskrifstofa verði á vegum
atvinnumálanefndar. Hún sinni
þörfum atvinnulífsins og hafi á
hveijum tíma tiltækar upplýsingar
um stöðu og horfur í helstu atvinnu-
greinum í bænum.
Samningurinn gerir ráð fyrir að
Jakob Björnsson, Framsóknar-
flokki, verði bæjarstjóri, formaður
bæjarráðs og talsmaður þess - en
án atkvæðisréttar. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins verður
Guðmundur Stefánsson, Framsókn-
arflokki, formaður atvinnumála-
nefndar, Bragi V. Bergmann,
Framsóknarflokki, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs og Gísli
Úttekt á
fjárhags-
stöðu
bæjarins
Á SÍÐASTA fundi bæjar-
ráðs á fimmtudag var lögð
fram tillaga frá Sigurði J.
Sigurðssyni forseta bæjar-
stjórnar, Sigríði Stefáns-
dóttur, formanni bæjarráðs
og Halldóri Jónssyni bæjar-
stjóra þess efnis að löggilt-
um endurskoðanda Akur-
eyrarbæjar verði falið að
gera samantekt og umsögn
um eigna- og skuldastöðu
bæjarsjóðs og þróun þeirra
mála árin 1990-1994. Sam-
bærileg athugun verði gerð
á rekstrargjalda- og tekju-
þróun á sama tímabili og
einnig nái slík athugum til
stofnana og sjóða í eigu
bæjarins. Miðað verði við
núverandi uppgjörsaðferð
í reikningum Akureyrar-
bæjar.
Atvinnuskrif-
stofa sinni þörf-
um atvinnulífs
Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki,
formaður skipulagsnefndar.
Um atvinnumál segir að áhersla
verði lögð á vinsamleg og hvetjandi
viðhorf bæjaryfirvalda gagnvart
atvinnulífínu, m.a. á að beita öllum
tiltækum ráðum til að fá fleiri ríkis-
stofnanir til Akureyrar og skoða
hvort mögulegt sé að flýta fyrirhug-
uðum framkvæmdum Akureyrar-
bæjar. Frárennslisframkvæmdir
eru sérstaklega nefndar. Af öðrum
má nefna að reynt verði að efla
skipaiðnað og stuðla að markvissari
markaðssetningu Akureyrar sem
ferðamannabæjar.
Menningar- og menntamál
Um menningarmál segir að
byggt verði við Amtbókasafnið og
þjónusta við íbúa Glerárhverfis
bætt. Hefja skuli viðgerð Sam-
komuhússins og stefna að því að
henni ljúki á kjörtímabilinu. Hvað
skóla- og menntamál varðar ætla
flokkarnir að fjölga leikskólapláss-
um sem nemur a.m.k. einum fjög-
urra deilda leikskóla, auk Giljaleik-
skóla. Giljaskóli taki' til starfa
haustið 1995.
Ennfremur er talað um að nauð-
synlegt sé að tryggja samfelldan
skóladag í grunnskólum Akureyrar
og einsetinn skóla eftir því sem
hægt sé. Fram kemur að komið
verði upp félagsmiðstöð við Oddeyr-
arskóla.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
FYRSTI fundur nýrrar bæjarstjórnar í gær. Jakob Björnsson, Framsóknarflokki, bæjarstjóri í
ræðustól, Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðisflokki og
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi.
Auglýsendur
Auglýsingar sem eiga ab birtast sunnudaginn 19.
júní þurfa aö hafa borist auglýsingadeild fimm-
tudaginn 16. júní kl. 16.00.
Auglýsingar sem eiga ab birtast þriðjudaginn 21.
júní þurfa einnig að berast blaðinu
fyrir þann tíma.
IJterömMnMíb
- kjarni málsins
Nonna-
sýning í
Deiglunni
ZONiAKLÚBBUR Akureyrar
stendur fyrir Nonnasýningu í
Deiglunni 15.-19. júní. Sýndir
verða munir, myndir og bækur
í tengslum við minningu Jóns
Sveinssonar, Nonna.
Margir munanna hafa ekki
áður verið sýndir á Akureyri.
Nefna má biblíu sem móðir
Nonna færði honum áður en
hann hélt 12 ára út í heim, þrjár
Akureyrarmyndir eftir Coll-
ingwood og teikningar Arngn'ms
Gíslasonar af Manna og Sveini
Þórarinssyni.
A sýningunni verður kafii úr
bókinni Nonni og Manni á 14
tungumálum. Myndband með
heimildarmynd um Nonna verð-
ur sýnt.
Sýningin verður opin frá kl.
14 til 22 og er aðgangur ókeyp-
is. Nonnahús er opið frá kl. 10
til 17 alla daga.
Miðstöð fólks í
atvinnuleit
Rótuferð
MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit
efnir til rútuferðar fram í Eyja-
fjörð í dag, miðvikudaginn 15.
júní.
Fyrst verður farið að Syðra-
Laugalandi og Þróunarsetrið
skoðað. Séra Hannes Örn Blan-
don, sóknarprestur í Lauga-
landsprestakalli, ávarpar ferða-
langa og verður til leiðsagnar
um sveitina. Sest verður að
kaffiborði í Blómaskálanum Vín
áður en haldið verður heim á ný.
Allir atvinnulausir eru vel-
komnir og er ferðin þeim að
kostnaðarlausu. Ahugasamir eru
hvattir til að mæta tímanlega.
Brottför verður frá Akureyrar-
kirkju kl. 15.15.-
„Lögmannavaktin" verður í
Safnaðarheimilinu milli kl. 16.30
og 18.30. Umsjónarmaður er
Sveinn Jónsson.
Gamli bærinn í Laufási er dæmigerður fyrir íslenska bæjargerð
400 heim-
sóknir
bókaðar
17. júní
„HINGAÐ hefur verið vaxandi
straumur ferðamanna síðustu
árin. Flestir komu í fyrra, eða
hátt í 7.000, og töluvert hefur
verið bókað fyrir sumarið. Ég
nefni sem dæmi að þegar hefur
verið bókuð heimsókn 140 er-
lendra ferðamanna af Maxim
Gorki 16. júní og hátt í 400 ann-
arra þjóðhátíðardaginn 17.
júní,“ segir Ingibjörg Siglaugs-
dóttir umsjónarmaður Gamla
bæjarins í Laufási. Byggðasafnið
er að venju opið frá 1. júní tií
15. september. Safnið er opið
milli kl. 10 og 18 alla daga nema
mánudaga.
Ingibjörg sagði að elsti hluti
Gamla bæjarins væri brúðarhús
frá árinu 1841. Bærinn hefði síð-
an verið byggður upp og gamli
bærinn lagfærður af sr. Birni
Halldórssyni á árabilinu 1870 og
1880. Búið hefði verið í bænum
til 1936 og hann færður Þjóð-
minjasafni á sjötta áratugnum.
Gamli bærinn í Laufási þykir
mjög stílhreinn burstabær og
Morgunblaðið/Rúnar Þór
HEIÐA Björk Pétursdóttir og Anita Briem aðstoða við móttöku
ferðamanna í Laufási í sumar.
dæmigerður fyrir íslenska bæj-
argerð að því frátöldu að hann
er allmiklu stærri. Algengt var
að 20 til 30 manns byggju í Lauf-
ási því margt vinnufólk þurfti
til að nytja jörðina. Hún er talin
mikil kostajörð, gróðursæl, með
fisk í ánni og æðardúni.
Lagfæringar
Gagngerar breytingar standa
nú yfir á Gamla bænum. „Verið
er að endurbyggja skemmuna,
syðsta húsið, en austurveggur-
inn var að springa inn. Nú er
búið að taka torf af þakinu og
hingað eru komnir smiðir til að
endurgera tréverkið. Síðan
koma hingað hleðslumenn og
reisa austurvegginn aftur.
Svona verða burstirnar endur-
byggðar hver af annarri á næstu
árum,“ sagði Ingibjörg. Vegna
lagfæringanna hefur hún þurft
að færa kaffistofu, sem hún rak
við miklar vinsældir í skem-
munni síðasta sumar, yfir í
næsta hús, dúnhúsið. Þar má
gæða sér á kaffi og jólaköku
eftir heimsókn í bæinn.