Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 35
4- MORGUNBLAÐIÐ listaverk, þar á meðal tvær málaðar myndir af Unni, og er önnur eftir Nínu, en hin eftir Gunnlaug Blön- dal. Margt af þessu fólki er nú látið, sumt um aldur fram og sjálf hefur Unnur orðið fyrir þungum persónu- legum áföllum. Heilsu hennar hefur hrakað mjög á síðustu árum og hefur hún oft þurft að dvelja á sjúkrahúsum, en áhugi á góðum bókum hefur enst henni ævilangt og lestur stytti henni stundir á meðan hún gat haldið á bók. Þegar ég kynntist Unni átti hún svo skemmtilegan grænan hatt sem fór henni mjög vel. Ég sé hana fyr- ir mér með hann núna! Þann hatt gaf hún reyndar Jóhannesi Kjarval, sem ágirntist hann mjög og bar hann um árabil og eru til margar ljósmyndir af meistaranum með hattinn á höfði. Aðstandendum fjölmörgum votta ég innilega samúð. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. Ég hugsaði til þín þar sem ég stóð og keypti hvítar liljur á mark- aðnum í Cambridge um daginn. Ég fann fyrir óákveðni þar sem ég stóð andspænis þessu fjölskrúðuga blómahafi en um leið og ég sá hvítu liljurnar vissi ég að ég vildi bara þær. Liljurnar stóður á efstu hill- unni, gnæfðu í senn og földu sig á bakvið hin blómin. Þær drupu svo fallega, látlausar og stílhreinar, gæddar þokka sem minnti mig á ballerínur. Þannig stóðst þú mér fyrir sjónum þegar ég var lítil stelpa og stendur enn, nú í dag þegar að ég er orðin fullorðin kona. Þú stóðst alltaf langt í burtu og fyrir ofan mannhafíð sem ég ann- ars lifði og hrærðist í. Yfír þér hvíldi ró sem ég fann ekki annars staðar. Eftir því sem lífið byrjaði að flæða yfír mig með sínum öldugangi, stóðst þú eins og aldagamall, þolin- móður klettur og veittir mér skjól þegar ég þurfti á því að halda. Þú spurðir aldrei neins eða reyndir að hafa áhrif á mínar gerðir, heldur stóðst bara þarna, þögul, látlaus og falleg eins og liljumar i blóma- hafínu. Ég lærði svo margt af þér sem bam, eiginleika og lífssýn sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri frá þér fyrr en ég fór að hugsa um það. Eftir því sem ég varð eldri fór ég þess vegna að forvitnast um og reyna að ímynda mér hvemig þitt líf hefði verið áður en að þú varðst amma mín. Ég komát að því hversu sjálfstæð og ævintýragjöm þú varst sem ung stúlka, hvað þú varst í rauninni langt á undan þínum tíma, fórst til Englands tvö sumur í röð sem táningsstelpa og komst til baka talandi ensku eins og innfædd og vannst sem leiðsögumaður hjá Geir Zoéga aðeins fjórtán ára gömul. Þú útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík aðeins átján ára gömul og útskrifaðist síðan úr Háskólan- um með BA í ensku og frönsku. Á þinn látlausa, hlédræga hátt varst þú ein af fyrstu íslensku nútímakon- unum. En stóran hluta af lærdómi barn- æskunnar kenndir þú mér sem amma. Þú hafði ósýnileg áhrif sem smugu inn í mig af daglegum sam- vistum við þig, talaðir við mig með rödd sem talar til mín enn þann dag í dag. Sem barn sá ég þig aldrei breyta um tón eða hegðun í sam- skiptum þínum við mismunandi fólk. Þú varst látlaus, hrein og bein og það skipti þig engu máli hvort þú hefðir áhrif á fólk eða ekki. Ég heyrði aldrei gervitón í rödd þinni eins og börn heyra hjá svo mörgu fullorðnu fólki. Við sem elskuðum þig, elskuðum þig vegna þess að þú hafðir svo mikla sál og svo mik- ið hjarta, ekki fyrir einhverja ímynd búna til fyrir annað fólk. Án þess að ég vissi af því þá kenndirðu mér sem barni að meta allt sem er fallegt. Fötin þín, skart- gripirnir, ilmurinn inni í herberginu þínu, útlendu hlutirnir sem þið afí komuð með úr ferðum ykkar hvað- anæva úr heiminum, allt varð þetta að mínum eigin heimi þar sem ímyndunaraflið fékk að ráða eins og það gerir í kringum aUt sem er MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 35 MINNINGAR fallegt. Enn þann dag í dag þegar að ég er orðin fullorðin og barns- ímyndunaraflið mikið til horfíð, upplifí ég sérstaka tilfínningu í hvert skipti sem ég kem inn á Báru- götuna, tilfínningu sem er órjúfan- lega tengd þér. Þú skapaðir mér heim sem barni, heim sem hvíldu á álög og gera enn. Það var ró og friður sem einkenndi þennan heim líkt og liljumar sem hvíla þöglar í blómahafínu. Þú opnaðir líka fyrir mér glugga að stóra heiminum sem umlykur þessa litlu eyju og sem umlukti minn barnsheim á Bárugötunni. Þú gast spilað Tsjajkovskíj og Rach- maninov á píanóið, þú talaðir fjöl- mörg tungumál, þú varst alltaf að lesa bækur og ég sem barn smitað- ist af þér. Þú hafðir þessa einstöku forvitni sem einkennir sanna mennta- og listamenn og þannig kenndirðu mér að meta víðsýni ofar öllum mannkostum. Þrátt fyrir að þú hafír verið framúrskarandi námsmaður þá held ég að ég hafí fundið hjá þér einhvern skilning á lífínu sem liggur ofar öllum námsgráðum og fínum skólum, þú eyddir aldrei tímanum í að dæma annað fólk, þú hafðir um annað að hugsa og lifa fyrir. Þetta gerðir þú allt á þinn hljóðláta hlédræga hátt, gædd slíkum þokka að í mínum augum urðu allir hálfklaufalegir í samanburði við þig. Þannig lærði ég hvað orð duga stutt og hversu mikilvæg nærvera og gerðir eru. Börn elskuðu þig, amma mín, vegna þess að við fundum í þér sálufélaga, vemdara, vinkonu og leikfélaga. Þú leyfðir okkur allt; við litlu stelpurnar fengum að klæða okkur í fallegu ítölsku silkikjólana og dragtimar, eyðileggja háhæluðu skóna þína og týna skartgripunum þínum. Þannig fengum við að leika litla listamenn, láta ímyndunaraflið ráða og verða áð nýjum persónum með hveijum búningi. Mest held ég að við höfum reynt að líkjast þér því að þú varst sú hefðarkona sem litlar stelpur reyna að líkjast þegar þær eru í fínufrúarleik. Þegar heim- ur futlorðna fólksins varð flókinn og erfiður, sem hann og virðist svo oft verða þegar maður stækkar, þá komum við til þín, þar sem óvissa og hræðsla viku fyrir friðsæld og kyrrð, þar sem ást þín og um- hyggja mynduðu undirstöðuna í blíðum bamaheimi. Síðustu árin, þegar að ég fór að búa í útlöndum, breyttist ekkert okkar á milli. Þegar ég kom heim á Bámgötuna leið mér eins og barni, þar sem við sátum tvær sam,- an uppi í herberginu þínu. Ég þurfti aldrei að útskýra gerðir mínar fyrir þér, þú gagnrýndir mig aldrei, held- ur hlustaðir á mig og samsinntir mér. Við þurftum ekki að tala mik- ið í orðum heldur gátum notið þeirr- ar kyrrlátu, blíðu tilfmningar sem tengir okkur saman. - Heimurinn sem þú skapaðir mér sem barni er ennþá til á Bárugötunni og afí varð- veitir hann nú þegar þú ert farin. Elsku amma mín, ég á þér svo mikið að þakka. Ég er óskaplega farsæl að geta tekið með mér minn- inguna um þig með mér út í lífíð. Stundum hef ég ímyndað mér þig með mér úti í útlöndum, sem unga konu, forvitna og ævintýragjarna eins og þú varst og stundum fínnst mér ég vera að halda áfram leið þinni um heiminn. Ég veit og afí veit að þú ferð aldrei frá okkur. Ég verð alltaf hjá þér og þú verður alltaf hjá mér. Þín Ellen Gunnarsdóttir. Þegar ég minnist hennar ömmu minnar þá koma mér í huga hlýjar og skemmtilegar minningar. Hún var alltaf svo blíð og góð viðmóts og umfram allt friðelskandi. Við áttum svo sannarlega góðar stundir saman í litla herberginu hennar þar sem við sátum tímunum saman ýmist að spila, lesa eða bara að spjalla um lífíð og tilveruna. Sér- staklega þótti amma góð í að lesa dönsku Andrésblöðin yfír á íslensku á sinn einstæða hátt, og helst vildi ég ekki spila við neinn annan en ömmu, því hún leyfði mér alltaf að vinna. Við þijú yngstu barnabörnin kepptumst alltaf um að fá að sofa í rúminu hjá ömmu og oft var held- ur þröngt á þingi þegar reynt var að gera öllum til hæfis. Amma var mjög brosmild og kát sem kom oft að góðum notum þegar eitthvað bjátaði á, því umhyggjusemi hennar í garð annarra var ógleymanleg. Elsku amma mín, ég kveð þig með sárum söknuði, eftir situr skarð sem enginn getur fyllt upp í nema hlýjar minningar sem ylja mér um hjartarætur. Guð blessi þig. Þín nafna, Unnur Edda. t Jarðarför móður okkar, ELLENAR EYJÓLFSDÓTTUR, sem andaðist 7. júní sl., hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Guðrún S. Sverrisdóttir, Eyjólfur Sverrisson. t Faðir minn, GARÐAR BERNHARÐ WAAGE, Hátúni 10, Reykjavík, lést á hejmili sínu 23. maí 1994. Útförin hefur farið fram. Geir Waage. t ÁGÚST HALBLAUB, Digranesheiði 17, Kópavogi, verður jarðsettur frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 13.30. Jónína Haiblaub, Sigriður Halblaub, Hreinn Jónásson, Sólveig Halblaub, Ólöf Halblaub, Bragi Ásgeirsson, Helga Halblaub, Bjarni Hannesson, Björn Halblaub, Ása Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA TRYGGVADÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 13.30. Tryggvi Eyvindsson, Jóhanna Björnsdóttir, Guðrún Eyvindsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, bróðir, tengdasonur og mágur, RONALD MICHAEL KRISTJÁNSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. júníkl. 13.30. Auðbjörg Stella Eldar, Bella Sigurjónsson, Ellen Mjöll Ronaldsdóttir, Jóhanna Bella Ronaldsdóttir, Edda Rós Ronaldsdóttir, Sigurjón Helgi Kristjánsson, Jóhanna Ottósdóttir Bacher, Ottó Karl Eldar. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVÍK MAGNÚSSON frá ísafirði, Holtsgötu 29, Ytri-Njarðvík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 12. júní. Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14.00. Sigriður Helgadóttir, Maria Lúðvfksdóttir, Kristján Kristinsson, Óli M. Lúðvíksson, Guðrún Þórðardóttir, Jóna Lúðvfksdóttir, Jóhann Jóhannsson, Halldóra Lúðvíksdóttir, Hannes Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIGURBRANDSDÓTTUR frá Flatey, Breiðafirði, Hraunbæ 34. Einar Aöalsteinsson, Magnea Jónsdóttir, Elsa Aðalsteinsdóttir, Skúli Skúlason, Oddný Einarsdóttir, Sigþór Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KONRÁÐS INGIMUNDARSONAR fyrrv. lögregluþjóns, Dalbraut 20.. Þuríður Snorradóttir, Ingigerður Konráðsdóttir Halliday, Malcolm Halliday, Hrafnhildur Konráðsdóttir, Halldór Sigurðsson, Gylfi Konráðsson, Þóra Grönfeldt, Ingimundur Konráðsson, Áslaug Hafstein, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS SVEINBJÖRNSSONAR frá Súðavík. Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir, Jakob K. Þorsteinsson, Grétar Már Kristjánsson, Kristján Kristjánsson, Sveinbjörn Kristjánsson, Samúel Kristjánsson, Háifdán Kristjánsson, Sigurborg K. Kristjánsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Svandís Kristjánsdóttir, Hanna Sigmannsdóttir, Lára Þorsteinsdóttir, Helga Sveinbjarnardóttir, Sesselja G. Ingjaldsdóttir, Rannveig Ragnarsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Sveinn Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ( 111 S 2 « «:0 4 4 M.tS J» « « *JI l *.#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.