Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐYIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
BRÉFRITARA þykir með ólíkindum að kostnaðurinn af því að
geyma peninga sína í banka skuli vera meiri heldur en ávöxtunin.
*
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsingasafni
þess. Morgunblaðið áskilur sér
rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu
eða á annan hátt. Þeir sem af-
henda blaðinu efni til birtingar
teljast samþykkja þetta, ef ekki
fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Ohæfir sijórnendur
bankastofnana ?
Frá Birni Finnssyni:
ÍSLENSKIR bankar eru sérkennileg-
ar stofnanir. Af öllu undarlegu í
starfsemi þeirra gegnum tíðina, er
aðferðin við að breyta gerðum samn-
ingum um tékkareikninga sérkenni-
legust. í venjulegum viðskiptum tíðk-
ast að segja upp samningum sem
breyta á og gera nýja. Þetta virðast
stjórnendur bankastofnana ekki hafa
hugmynd um, nema þá þeir virði við-
skiptavini bankanna lítils. Nú á dög-
unum fékk ég tilfmningu um að
samningur við bankann um tékka-
reikning minn væri breyttur. Avís-
anaeyðublöð sem ég kynni að eiga
eða muni kaupa, hækka ekki en ef
ég dirfist að nota þau þá kostar það
19 kr. hvert sinn. Á sama tíma er
mér boðið upp á nýja aðferð við út-
tekt af eigin reikningi sem kostar
aðeins 9 kr. hvert sinn. Virðist mér
sem hækkun á fyrri aðgerðinni sé
mest til að hægt sé að sýna hversu
ódýr hin síðari er.
Slík vanvirða við viðskiptamenn
er utan eðlilegra viðskiptahátta. Eðli-
legra væri að selja ávísunarþjón-
ustuna á því verði sem vilji bankanna
stendur til svo hægt sé að ákvarða
strax hvort þetta væri keypt eður
ei. Bakreikningaaðferðin er ljót til
viðskipta. Það vekur líka furðu að
bankarnir með sín fullkomnu tölvu-
kerfí skuli þurfa önnur fyrirtæki til
reksturs á úttektarkortum banka-
reiknings. Eitthvað hlýtur það að
kosta.
Enn eitt atriði þessa máls er út-
gáfa bankakorta sem persónuskil-
ríkja. Samkvæmt því sem ég kemst
næst hafa hvorki bankastofnanir né
heldur kortafyrirtæki, rétt til útgáfu
löglegra persónuskilríkja sem nota á
við fésýslu og fjárskuldbindingar.
Slíkt mun vera hlutverk Iögreglu-
stjóraembætta og hagstofu og má
lesa um í lögum um peningaþvætti.
Stofnanir og félög sem haga sér
á þann máta sem íslenskar banka-
stofnanir gera nú gagnvart við-
skiptav/num sínum samrýmast engu
því sem eðlilegt getur talist í siðuðu
samfélagi. Öllu líkara sýnist mér það
einræðissamfélögum eða miðalda
villimennsku. Það er von mín að eig-
endur viðkomandi stofnana finni sér
hæfa, skynsama stjórnendur sem
skilja að peningar í bönkunum eru
eign annarra og aðeins í umsjá bank-
anna. Fólk setti fé sitt í banka til
ávöxtunar og öryggis, en nú er svo
komið að kostnaðurinn er meiri en
ávöxtunin og óvissan í stað öryggis-
ins, sem hlýtur að leiða til þess að
fólk leiti annarra leiða með fjármuni
sína.
BJÖRN FINNSSON,
Ásgarði 143, Reykjavík.
A að ganga af olíufyrir-
tækjunum dauðum?
Frá Eggert E. Laxdal:
ÞEGAR ég las í dagblöðunum að nú
skyldu olíufélögin hefja samkeppni
sín á milli í þeim tilgangi að þrýsta
olíuverðinu niður, þá hugsaði ég sem
svo: „Nú á að ganga af þessum fyrir-
tækjum dauðum, eins og svo mörgum
öðrum sem hafa orðið að lúta í lægra
haldi í þessari miskunnarlausu orra-
hríð, sem frjálshyggjan býður uppá
og sett mörg fyrirtæki endanlega á
hausinn."
Neytendur fagna yfir nýrri bráð,
sem þeir fá til þess að rífa í sig á
löglegan hátt. Gróði þessarra fyrir-
tækja hefur ekki verið svo ýkja mik-
rll, miðað við veltu og kostnað. Ég
spái því að þau muni flest fara „fal-
lít“ á nokkrum árum ef fer sem horf-
ir og hver græðir á því? Sumum er
kannski alveg sama, það kemur ekki
við þá, þótt menn séu gerðir eigna-
lausir og reknir út á götuna, þar sem
ekkert býður þeirra nema böl. Ég fæ
ekki séð að þvílíkt sé fagnaðarefni,
nema síður sé.
Þótt ég sé ekki auðmaður, þá get
ég vel unnt hinum ríku að vera það
áfram og njóta ávaxta elju sinnar,
eins og aðrir og búa við öryggi, sem
sérhver þjóðfélagsþegn á rétt á.
EGGERT E. LAXDAL,
Frumskógum 14, Hveragerði.
Þau ætla á þjóbhátíbina
17) júní
þau á leiðinni í l/) til þess að fá sér þj<
þess vegna eru
Ný Morgan og
Kookai sending,
Ný Shelly's
skósending
GerOu
góð kaup
V* á tilboðsdögum
13. og 16.júni.
Dæmi um tilboð:
Peysur 1.200
Big Star gallabuxur 3.000
Reimaðir bolir 900
Hnepptir bolir 990
Jakkar 4.900
Rúllukragapeysur 2.500
auk annarra frábærra verða.
Tökum vel
á móti ykkur
í rétta skapinu.
10% afsláttur
af öllum vörum
15.-16. júuí.
Sendum í póstkröfu
Opiö fimmtudag.
Til kl.20.00
í Kringluimi
Til kl.21.00
á Laugavegi
QLuÍÁleýfi. þjctffótáÍ,
Laugavegi, sími 17440
Kringlunni sími 689017
NÝJA BILAHOLLIN FUNAHOFÐA I S:
BiLATORC
FUNAHOFÐA I
GLEÐILECA LYÐVELDISHATIÐ
fíange fíover Vouge árg. ‘90, blásans, sjálf- Subaru Legacy Artic árg. ‘93, hvitur, sjálfsk.,
skiptur, sóllúga, ek. 55 þ. km. Verð kr. 2.800.000. ek. 20 þ. km. Verð kr. 2.190.000, skipti á jeppa.
Mazda 626 LX árg. ‘88, gullsans, sjálfsk., ek.
98 þ. km. Verð kr. 690.000. Góð kjör.
Nissan Prímera 2000 SLX árg. ‘91, hvftur, ek.
75 þ. km. Verð kr. 1.250.000.
Subaru Justy J-12 árg. ‘91, grænsans, ek.
34 þ. km. Verð kr. 770.000.
Ford E-350 Club Wagon 7,3 diesel, turbo
árg. ‘89, 4x4, ek. 48 þ. km., blár/grár, dana 60
A/F, loft læs., 2 millikassar, leður, 38“ dekk,
spil, þjófav. Verð aðeins kr. 3.950.000 stgr.,
Honda Civic Sedan GL árg. ‘91, ek. 38 þ. km.,
grár, 5 g. Verð kr. 860.000 stgr., ath. skipti,
engin útborgun.
Mercedes Benz 280 SE árg. ‘85, ek. 107 þ.
km., drapplitaður, sjálfsk., Htuð gler, sóllúga,
central læs., 4 hausp., pluss, innfluttur (nýr).
Verð kr. 1.790.000 stgr., ath. skipti.
Toyota Corolla XL árg. ‘91, Ijósblár, ek. 36
þ. km., sjálfsk., 5 dyra.
Verð kr. 840.000 stgr. Bein sala.
Subaru Legacy 1,8 árg. '90, ek. 51 þ. km.,
drapplitaður, 5 g. Verð kr. 1.290.000 stgr.,
ath. skipti. Topp. bill.