Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
BAEISTIBOSNÍU UM
S AMGÖN GULEIÐIR
Elín Pálmadóttir var nýlega á ferð í Bosníu og
segir frá átakasvæðunum í Tuzla og Sarajevo, sem
eru undir vernd Friðargæsluliðs SÞ, en umkringd-
ar serbnesku liði.
egar komið er inn í bæi í
Bosníu-Herzegovinu eins
og Sarajevo og Tuzla, tvo
af þessum fimm bæjum
þar sem Friðargæsla SÞ á að veita
íbúunum vernd og aðstoða við að-
flutninga á matvælum, svara menn
spumingu fréttamanns: Núna er
rólegt - tiltölulega! Og þetta orð
„tiltölulega" sýnir strax að sam-
þykki stríðandi aðila um vopnahlé
er ákaflega afstætt. Maður heyrir
skothvelli frá átakalínunni í kring
um borgirnar, og allir vita að í þess-
um skógivaxna fjallahring em flug-
skeytahreiður sem senda óvænt
stöku flaug inn í bæinn og fólk
fellur fyrir leyniskyttum, þótt götu-
líf virðist eðlilegt. Jú, börn urðu
fyrir skotum og eldflaug lenti á
flugvellinum sem átti að vera opinn
í Tuzla og í Sarajevo kveða við
skothvellir er við förum út úr bíl
merkt hjálmum SÞ og skotvestum
til að taka mynd af húsarústunum
á óbyggðabeltinu við flugvöllinn,
þar sem norsk friðargæslusveit
stjórnar umferð birgðavéla. Þó seg-
ir fólkið manni að gífurlegur munur
sé frá í vetur, þegar alheimur fylgd-
ist í sjónvarpi með öllum hörmung-
um þess í Sarajevo, sem varð til
þess að Sameinuðu þjóðimar þving-
uðu stríðsaðila til að veita um-
kringdu borgunum þessa vernd. En
enginn sá þetta sama í Tuzla langt
inni í landi, þar sem fullur bær af
flóttafólki svalt heilu hungri í vet-
ur, af því að fréttamenn komust
ekki á staðinn vegna bardaga frem-
ur en matvælaflutningalestirnar.
Nú tekst við óhemjulega erfíð skil-
yrði og samningaþjark að koma
matvælum á báða staði. Bardagar
og mannfall er ekki langt undan
þótt svolítið tóm fáist til að sleikja
sár sín, eins og blasir við í íslömsku
og kristnu grafreitunum um alla
Sarajevo, þar sem fólk bograr m.a.
yfír gröfum sinna nánustu á gamla
íshokkívellinum frá hinum glæslu
Olympíuleikjum fyrir fáum árum.
í þessu grimmilega tveggja ára
stríði hafa Serbar lagt undir sig tvo
þriðju af landi Bosníu-Herzegovinu.
Eftir er á valdi heimamanna land-
tunga sem teygir sig með fjallgörð-
um upp í 2000 metra hæð upp frá
strandhéruðunum og allt norður
undir það sem nú er kallað Passa-
vina-sundið. Þessi landræma skiptir
Bosníu næstum í tvennt frá suðri
til norðurs, svo að ef Bosníu-
múslimum tekst að loka Passavina-
sundinu norðan við, sem ekki er
nema 5 km þar sem það er mjóst,
þá er slitin samgönguleiðin milli
serbnesku landsvæðanna beggja
mégin við. Hér er barist um afdrifa-
ríkar samgönguleiðir á átakalín-
unni. Bæjarstjórinn í litla bænum
Granadoc alveg norður undir Passa-
vina-sundinu, þar sem þijú böm
höfðu orðið fyrir skoti daginn áður,
sagði mér að Bosníumúslimar væru
nú að síga á og munau ná sínu
landi ef aðeins Sameinuðu þjóðimar
afléttu vopnasölubanni til þeirra.
Sem ég ók þarna með víglínunni,
standandi með bláan UN hjálminn
upp úr brynvörðum eftirlitsbíl
Friðargæslunnar, og horfði á sund-
urskotin bændabýlin þar sem fólkið
var í óða önn að yrkja jörðina og sá
í hvem blett fræi sem hjálparstofn-
anir höfðu komið þama inn í vor
með hjálp Friðargæslunnar, þá gat
maður varla ímyndað sér að þama
í skógi vöxnum hæðunum með allri
línunni fylgdust með serbneskir
hermenn með byssu í hönd. En það
var raunverulegt, því þetta sama
síðdegi kom í sjúkrahús Friðargæsl-
unnar þýzkur sjónvarpsmaður, sem
hafði stigið út úr bíl og mundað
vél sína er skotið var á hann. Hann
hafði farið úr axlarliðnum við að
halda myndavél sinni á flóttanum.
En frá þessari löngu og hlykkjóttu
átakalínu kring um Tuzlahéraðið
koma daglega særðir menn af öllum
þjóðarbrotunum og liggja hlið við
hlið á spítalanum í Tuzla, Serbar,
Króatar og Múslimar. Furðulegt
stríð!
Þeir sem til þekkja segja manni-
að ekki séu þetta bara vondu Bos-
níuserbamir gegn góðu Bosníu-
múslimunum, þeir hafí bara yfir-
höndina núna. Þeir segja það líka
hreina fjarstæðu að þetta sé trúar-
bragðastríð, Bosníu-múslímar séu
ekki heittrúaðir og skilgreina sig
eingöngu þjóðemis- og sögulega.
Raunar voru Múslimar aldrei nema
um milljón manns í Bosníu og bæði
Króatar og Serbar mun fleiri. Og
þrátt fyrir stríðið búa enn um 10
þúsund Serbar í bænum og bæjar-
stjórnin er samsett af öllum þjóðar-
brotunum.
TOM Johansson á flugvellinum í Tuzla. Bak við hann má sjá
„Himmelbjærget“, þaðan sem Serbamir sendu flugskeyti á flutn-
ingavél Sameinuðu þjóðanna, þótt flugvöllurinn eigi að vera opinn.
UNGVERJALAND
Króatíuher
Banjaluca
Gracanica
IEJEVO
Mostar,
SVARTFJALLA
LAND
SLOVENIA
ZAGREB
VO VODINA
Passavina-sundið
Júgóslaviu-
her
Dubrovmk
50 km
□
m
□
Víglína Serba
Herir Serba í Króatíu
Herir Bosníu-Serba
Herir Króata í Bosníu
Bosníuher (Múslimar)
Verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna
NORSK flutningabílalest með matarbyrgðir til
Tuzla kemur heil í gegn, Sænska friðargæslu-
sveitin sótti hana gegn um skarð með Serba á
báðar hliðar og raðaði brynvörðum vögnum
milli bílanna.
„ , Morgunblaðið/Elín
ÍBUUM Sarajevo gefst nú ráðrúm undir vernd
Sameinuðu þjóðanna til að sinna lifandi og látn-
um. Skautasvæði frá hinum glæstu Olympíuleikj-
um í Sarajevo er nú tekið undir grafir.
Brynvarin norsk bílalest
Norrænu friðargæslusveitimar
hafa stórt hlutverk í norðurhluta
Bosníu. Þeirra hlutverk er hjálp við
nauðstadda og að hjálpa Flótta-
mannahjálpinni og öðrum að koma
matvælum til |okaðs Tuzlahéraðs.
Vegurinn úr austri frá Belgrad lok-
aðist alveg og úr austri gegn um
Króatíu einnig meðan Króatar og
Bosníumúslimar börðumst þar líka,
þar til þeir sættust fyrir 2-3 vikum.
Og því von um einhveija flutninga
þeim megin. Þjóðvegurinn að sunn-
an frá Sarajevo lenti líka Serbíu-
megin við víglínuna, svo SÞ urðu
að leggja nýjan veg, Skodaveginn
yfir fjöllin. Allir aðflutningar verða
að koma um hann frá Split á strönd-
inni ög tekur það bílalestirnar
tveggja daga akstur, ef ekki fímm
þegar komið er alla leið frá Zagr-
ep. Þetta er gífurlega erfítt, enda
má ekki rigna eða snjóa svo ekki
renni allir vegir út, eins og Elíasen
kapteinn úr sænsku sveitinni sem
hefur á hendi samgöngumálin sagði
mér.
Ég hélt með þeim að suðurmörk-
unum, þar sem von var á 27 bfla
norskri flutningabflalest, í gegn um
svæði Serbanna. Að sjálfsögðu með
leyfí þeirra. Mikill viðbúnaður var
þama, erida þurfti sænska sveitin
að sækja bílalestina suður fyrir
hættulegt skarð með serbneskum
víghreiðrum beggja megin. Sunnan
við röðuðu Svíarnir brynvörðum
bílum inn í lestina svo að bílstjórarn-
ir ættu sem styst að hlaupa í þá
ef Serbarnir byrjuðu að skjóta. Bíl-
arnir eru búnir flaugum og byssum