Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson Ný flugvél Suðurflugs FLUGFÉLAGIÐ Suðurflug á Keflavíkurflugvelli hefur nýlega fest kaup á Cessna 402 B Businessliner farþegaflugvél. Flugvélin er keypt frá Danmörku, þar sem hún var notuð í ýmis verkefni, til að mynda póstflug. Flugvélin tekur átta farþega og mun Suður- flug nota hana í leiguflug og útsýnisflug. Henni hefur verið gef- ið nafnið Suðurfari. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Ferðir fyrir Skagann tvisvar í viku Skagaströnd - Kálfshamarsvík á Skaga er ein af perlunum í náttúru íslands, sem fáir hafa skoðað. Nú eru hafnar dagsferðir fyrir Skagann með ferðamenn tvisvar í viku í tengslum við ferðir Norðurleiða milli Reykjavík- ur og Akureyrar. Það er Hallur Hilmarsson á Blöndu- ósi sem sér um ferðimar og í sam- vinnu við ktakkana í vinnuskólanum á Skagaströnd voru íjörumar í Kálfs- hamarsvík hreinsaðar í byijun júní. í ferðunum fyrir Skagann er lagt upp frá Blönduósi og ekið yfir Þver- árfjall til Sauðárkróks þannig að þeir sem vilja geta hafið ferðina þar. Síðan er ekið fyrir Skagann með viðkomu á fallegum stöðum svo sem á Ketu- bjargi, hjá Víkum, í Kálfshamarsvík og á Króksbjargi. Þá er boðið upp á silungsveiði í ferðinni í Geitakarlavatni. Hallur seg- ir, að í ferðum þessum komist fólk í snertingu við náttúruna því menn geti virt fyrir sér fjölskrúðugt fugla- líf, seli og hvali að leik og veitt sér silung í matinn auk þess að skoða stórbrotið landslag. Tvær ferðir em í viku, á þriðjudögum og fimmtudög- um. fk •m H ^ j lsland Sæiqum þaöhem! Viltu veiða þér í soðið? Tilvalið er að ná sér í ferskan fisk eða nýveiddar skeljar með því að bregða sér í veiðiferð með Eyjaferðum. Erum með sérútbúinn bát í veiðiferðir fyrir allt að 20 manns. Hópferðir og einstaklings- ferðir. Einnig skemmtisiglingar og fjöl- breytt gisting. Leitið upplýsinga. Stykkishólmi, s. 93-81450. Landsbyggðarfólk í Hafnarfirði er gott að tjalda. Engin stórborgarumferð, fallegt umhverfi og frítt í sund. Verið velkomin. Tjaldsvæðið Vfðistaðatúni. r; -gistingog góður matur - ávallt skammt undan FERÐALÖG ÞURIÐARBUÐ á Stokkseyri. RJÓMABÚIÐ á Baugstöðum. Ferðaþjónusta við suðurströndina Hestaferðir um Stokks- eyrarfjörur Morgunblaðið/Sigurður Jónsson AÐALHEIÐUR Karlsdóttir og Magnús Ingi Gíslason reka hestaleiguna Boða á Stokkseyri. Selfossi - HESTAFERÐIR með fylgdarmanni um fjörumar á Stokkseyri og næsta nágrenni em eitt af því sem ferðafólki býðst á leið með suðurströndinni. Fyrir þessu standa hjónin í Birkihlíð á Stokkseyri, Magnús Ingi Gíslason og Aðalheiður Karlsdóttir, sem reka hestaleiguna Boða. „Fólk er afar ánægt með þetta enda er leiðin mjög falleg," segir Magnús Ingi. Hann fer með fólkið um fjömna og upp úr henni hjá Pálsbústað, upp í heiðina ofan við Stokkseyri. Ferðirnar taka frá 1-3 klst. Þá er einnig hægt að staldra við hjá þeim hjónum og leyfa börn- um að fara á bak í stuttan tíma. Fyrsti klukkutíminn kostar 1.300 kr. en síðan lækkar verðið eftir því sem túrinn er lengri. Þau hjónin vom ánægð með móttökurnar sem hestaleigan hefur fengið hjá hótelum, ferðaskrifstof- um og leiðsögumönnum. Mikið er um það að ferðamannahópar komi í rútum og hafi viðdvöl í Stokkseyr- arfjöru til að skoða fuglalífið og grýtta ströndina. Þuríðarbúð opin Ferðafólk á leið um Stokkseyri þarf að gefa sér tíma til að kynn- ast horfnum starfsháttum og skoða Þuríðarbúð, sem er gömul sjóbúð kennd við Þuríði formann, sem var formaður á vetrarvertíðum á Stokkseyri og í Þorlákshöfn í 25 ár, frá 1815-1840. Þegar útgerð var í mestum blóma á Stokkseyri skiptu vermenn hundmðum á vetr- arvertíð og 1840 vom 46 sjóbúðir á Stokkseyri, hlaðnar úr torfi og gijóti og voru þær allt í senn; svefn- skáli, matstofa og dagstofa. Nú era allar þessar sjóbúðir horfnar en Stokkseyringafélagið í Reykjavík stóð að byggingu sjóbúð- ar 1949 til minningar um Þuríði formann og horfna starfshætti. Rjómabúið og galleríið Sólgarður Skamrrit austan við Stokkseyri er Rjómabúið þar sem fólk getur skoðað starfsháttu fyrri tíma við matargerð úr ijóma. Nokkru austar, á bænum Lækj- arbakka, er starfrækt listagalleríið Sólgarður. Þar tekur listakonan Þóra Siguijónsdóttir á móti fólki. í Sólgarði kennir ýmissa grasa, þar em málaðar steinamyndir, akrýl- og vatnslitamyndir og í sumar ætlar listakonan að vera með litlar með- færilegar myndir sem ferðafólk á gott með að taka með sér. Skammt sunnan við bæinn eru sundmerki fyrir gömlu innsigling- una í Baugstaðasund, en þar var útræði á árum áður. Þá er mikið fuglalíf við ströndina sem laðar að fólk og það gerir einnig hafaldan sem svarrar við ströndina. HÓTEL Vík Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nýtt hótel í Vík Vík - Nýtt hótel með 21 tveggja manna herbergi var opnað á laugar- daginn og heitir Hótel Vík. Ætlunin er að nýta matsal Víkurskála, Strönd- ina, fyrir gesti hótelsins. Við opnunina var fjöldi fólks mættur, bæði heima- menn og gestir. Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri rakti byggingarsögu hótelsins og afhenti Guðmundi Elías- sjni forstjóra Víkurskála lyklana. Ymsir gestir kvöddu sér hljóðs og lúðrasveit úr Tónskóla Mýrdælinga spilaði og karlakórinn Átta í lagi söng nokkur lög. Síðan var gestum boðið að þiggja veitingar í Víkurskála. Hótelið er í eigu hlutafélagsins Mókletts og eru helstu eigendur Kaupfélag Árnesinga, Esso, Vá- tryggingafélag Islands, Iðnþróun- arsjóður Suðurlands, Mýrdalshrepp- ur, búnaðarfélögin á svæðinu og 20-30 einstaklingar. Byggingarkostnaður var um 35 milljónir og tókst að safna nægu hlutafé, en smíði hótelsins tók 6 mánuði. Karl Ragnarsson teiknaði húsið og var einnig yfirsmiður. Bygg- ingafélagið Klakkur sá að mestu um smi'ðavinnu og Einar H. Ólafsson um raflagnir. Ferðir í vikunni Fí 16.-19 júní er ferðin Skaftafell- Hrútafjallstindar og einnig Skaflafell-Morsárdalur-Kjós. Fimmtud. 16.júní kl. 20 er Lýð- veldisganga á Esju Ferðafélag- ið tekur þátt í að skipuleggja gönguferðir á Þingvöllum 17.júní og verða það stuttar gönguferð frá stjórnstöð: kl. 10 Langistígur, kl. 13 Flosagjá, kl 14 Langistígur. Sunnud. 19. júní verða dagsferðir kl. 10,30 Strandarheiði, Seljaferð og kl. 13 Hrafnagjá. Þl NGVALLARG ANG A BJORN Finnsson stendur fyrir göngu til Þingvalla og verður lagt upp kl.23 lB.júní frá gömlu Fákshesthúsunum I Elliðaárdal. Göngunni lýkur á Þingvöllum kl. 11 fh. á þjóðhátíðardaginn. Menn eru minntir á að klæða sig vel og skynsamlega. HAFNARGÖNGUHÓPURINN í kvöld 15. júní verður gönguferð um Kvosina og ná- grenni. Lagt er asf stað frá Bryggjuhús- inu í Grófinni(Vesturgötu 2) og gengið upp á Amarhól og síðan um nýju og gömlu svæðin í Kvosinni,. Brugið verður á leikinn „Leitin að þremur krummum" og fleira verður til gamans gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.