Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lög’bannskröfu vegna sölu á hlut Stöðvar 2 í Sýn var hafnað
Ný krafa um lögbann og
málið til kasta Héraðsdóms
LÖGBANNSKRÖFU nýs meirihluta stjórnar Stöðvar 2 á sölu 20%
hlutar stöðvarinnar í Sýn var hafnað hjá embætti sýslumannsins í
Reykjavík í gær. Ragnar H. Hall, lögmaður, sagði að málinu yrði
skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur, líklega þegar í dag. Þá var lögð
fram lögbannskrafa sömu aðila hjá embætti sýslumannsins á Blönduósi
í gær, til að koma í veg fyrir að Jóhannes Torfason, sem keypti 1.850
þúsund króna hlut í Sýn, geti framselt eða nýtt sér hlutinn. Lög-
bannskröfunni var einnig hafnað þar í gærkvöldi. Jóhannes Sigurðs-
son, lögmaður fráfarandi meirihluta, kvaðst ekki óttast niðurstöðu
Héraðsdóms, né hótanir um opinbera rannsókn á tildrögum sölunnar.
Fulltrúi sýslumanns í Reykjavík
tók ákvörðun í málinu í gærmorg-
un. í niðurstöðum hans segir, að
synjað sé um lögbann hvað varði
eignarhlut að nafnvirði 1.850 þús-
und krónur, sem seldur var Jóhann-
esi Torfasyni, bónda að Torfulæk,
með samningi á föstudag, 10. júní.
Er það gert með vísan til 1. mgr.
24. gr. laga um kyrrsetningu, lög-
bann o.fl, en lögbann verður ekki
lagt við athöfn sem þegar er lokið.
Þá var það niðurstaða fulltrúa
sýslumanna að gerðarbeiðendum
hefði ekki tekist að sanna eða gera
sennilegt að athafnir gerðarþola,
PÁLL Magnússon, sjónvarpsstjóri
Stöðvar 2, hefur gert starfsloka-
samning við stjótnarformann ís-
lenska útvarpsfélagsins, Ingimund
Sigfússon. Samkvæmt samningn-
um lætur Páll af störfum eigi síðar
en 8. júií, en þá verður haldinn hlut-
hafafundur félagsins, þar sem nýr
meirihluti tekur við stjórnartaum-
um. Páll lýsir sig þó reiðubúinn til
áframhaldandi starfa fyrir félagið,
að breyttum forsendum.
Páll kynnti starfsfólki Stöðvar 2
þessa ákvörðun á fundi í hádeginu
í gær. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær, að
hann hefði gert starfslokasamning
við stjórnarformanninn á mánu-
dagskvöld. „Það eru tvær ástæður
fyrir þessari ákvörðun," sagði hann.
„Önnur er sú, eins og ég tíundaði
í bréfi til stjórnarinnar fyrir helgi,
að það liggja fyrir ítrekaðar yfirlýs-
ingar sumra stórra hluthafa, sem
eru að mynda nýjan meirihluta, um
að öðru leyti, bijóti eða muni btjóta
gegn rétti gerðarbeiðenda og skil-
yrðum 24. greinar fyrir lögbanni
því ekki fullnægt.
Ragnar H. Hall, lögmaður nýs
meirihluta innan Stöðvar 2, sagði
í gær að ákvörðun sýslumannsemb-
ættisins yrði vísað til Héraðsdóms
Reykjavíkur, líklega þegar í dag og
þess væri að vænta að niðurstaða
fengist þar innan fárra daga. „ís-
lenska útvarpsfélagið ráðstafaði
2.000 hlutum á einu hlutabréfi í
Sýn til þriggja aðila og við fórum
fram á lögbann þegar á föstudag,“
sagði hann. „Þegar málið var fyrst
að þeir vilji mig út úr félaginu. í
framhaldi af því dreg ég þá ályktun
að ég njóti ekki nægilega mikils
trausts frá nægilega mörgum stór-
um hluthöfum til að gegna starfínu
sem skyldi. Hin ástæðan er sú, að
ég tel hatrömm átök milli hluthafa
skaða félagið og gera að verkum
að starf mitt á meðan á þessu stend-
ur er að sumu leyti unnið fyrir
gýg. Við það get ég ekki unað.“
Reiðubúinn til
áframhaldandi starfa
Páll sagði að hann hefði sent
stjómarmönnum og varamönnum í
stjóm Islenska útvarpsfélagsins
bréf, þar sem hann lýsti sig reiðubú-
inn til að starfa áfram, breytist þess-
ar tvær forsendur. „Samningurinn
kveður á um að starfslok mín verði
eftir nánara samkomulagi við stjórn-
arformanninn, en þó eigi síðar en
8. júlí,“ sagði Páll, sem kvaðst engu
geta spáð um framhald málsins.
tekið fyrir á laugardag kom í ljós
að þessir þrír aðilar höfðu framselt
hluta réttinda sinna samkvæmt
bréfínu til Jóhannesar Torfasonar,
eða 1.850 hlutum, með samningi á
föstudag. Ákvörðun fulltrúa sýslu-
manns tekur sérstaklega til þess
að ekki geti orðið af lögbanni vegna
þess hlutar sem framseldur var til
Jóhannesar áður en beiðnin var
fýrst tekin fyrir hjá sýslumanni og
að varðandi þá 150 hluti sem eftir
standa hafí ekki tekist að sanna eða
gera sennilegt að brotið sé gegn
rétti gerðarbeiðenda. Þessu verður
ekki unað, heldur höfðað dómsmál."
Ragnar sagði að málið snerist um
að koma í veg fýrir að þeir sem
fari með þau réttindi, sem fýlgi þess-
um hlut í Sýn, geti ekki framselt
þau eða nýtt, þar til málið hefur
verið til lykta leitt. „Þess vegna
hefur nú verið farið fram á lögbann
vegna þessara 1.850 hluta, sem Jó-
hannes Torfason hefur yfír að ráða,
auk þess sem við förum fram á að
Héraðsdómur Reykjavíkur hnekki
ákvörðun embættis sýslumanns að
því er hina 150 hlutina varðar."
Ragnar sagði að hugsanlega yrði
farið fram á öpinbera rannsókn á
tildrög sölunnar á hlut Stöðvar 2 í
Sýn. „Ég hef ekki farið fram á slíka
rannsókn, en þetta er vissulega einn
möguleikinn í stöðunni. Mér sýnist
nokkuð augljóst að stjórnarmenn-
irnir hafí gerst brotlegir við lög,
því salan var samþykkt á fundinum
á föstudag, þrátt fyrir að þá lægi
fyrir ósk um að málið yrði afráðið
á hluthafafundinum þann 8. júlí.“
Jóhannes Sigurðsson, lögmaður
fráfarandi meirihluta, sagði eftir
að ákvörðun sýslumannsembættis-
ins lá fyrir að það væri grundvallar-
atriði að stjórn íslenska útvarpsfé-
lagsins færi með æðsta vald í mál-
efnum félagsins milli hluthafa-
funda. „Þetta er meginregla, sem
bundin er í hlutafélagarétti, auk
þess sem þessi regla er áréttuð í
samþykktum félagsins," sagði Jó-
hannes. „í greinargerð vegna lög-
bannskröfunnar var einnig bent á,
að ákveðin rök væru fyrir sölunni
á 20% hlut í Sýn. Gagnýnisraddir
höfðu heyrst vegna þess að Islenska
útvarpsfélagið hafði virk yfirráð
yfir tveimur af þeim fjórum VHF-
rásum sem í boði eru. Þessi sala er
í raun framhald af aðgerð, sem
hófst í fyrra, þegar stjórnin seldi
80% hlut í Sýn. Það var að sjálf-
sögðu miklu stærri ákvörðun, en
þá kom engin athugasemd fram.“
Jóhannes var inntur eftir því
hvort sú sala hefði ekki verið vegna
þess skilyrðis útvarpsréttarnefndar
fyrir sjónvarpsleyfi Sýnar, að Stöð
2 ætti ekki meira en 20% í félaginu
og sagði hann að vissulega hefði
samningur þess efnis verið gerður,
en salan nú væri rökrétt framhald
þeirrar sölu.
Jóhannes sagði einnig að þegar
framkvæmdastjóri seldi hlutafé og
stjórn félagsins samþykkti ákvörð-
unina og framseldi hlutinn, þá hefðu
þessir aðilar heimildir til að binda
félagið og ákvörðuninni yrði ekki
hnekkt. „Þá má enn nefna, að jafn-
vel þótt bluthafar leggi fram ósk
um að slík sala verði tekin fyrir á
næsta hluthafafundi, þá frestar það
ekki sölunni. Það væri ekki hægt
að reka fyrirtæki ef alltaf ætti að
bíða ákvörðunar hluthafafundar.
Það má líka benda á, að nýir hlut-
hafar öðlast ekki atkvæðisrétt fyrr
en 15 dögum eftir að kaup þeirra
eru tilkynnt. Ef hluthafafundur
hefði verið haldinn á föstudag þá
hefðu þeir menn sem nú gera at-
hugasemd verið í minnihluta."
Jóhannes kvaðst hvorki óttast
niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík-
ur í málinu, né heldur opinbera
rannsókn, verði af henni.
Páll Magnússon sjónvarpssljóri
Lætur af störfum
að öllu óbreyttu
nzr'
Lýðveldisafmæli 17. júní
Eftir
... Skárren ekkert, skátar,
3 síldarþlan, þjóðdansar,
i dœmrlöv í hálfa öld.
Tjaldstæði á
þjóðhátíð
► SKIPULAG umferðar og há-
tíðarhalda á þjóðhátíð veldur
því að hefðbundin tjaldsvæði í
þjóðgarðinum verða lokuð frá
því í dag, miðvikudaginum 15.
júní, til laugardagsins 18. júní.
Á þessum tíma er óleyfilegt að
(jalda innan þjóðgarðsgirðing-
ar. Þjóðhátíðarnefnd hefur hins
vegar opnað tún og flatir innan
girðingar í Skógarhólum fyrir
tjaldbúa og þá er einnig heimilt
að reisa tjöld í Bolabás, sem er
norðan girðingar. Einnig er
fólki heiniilt að tjalda i austur-
hlíðum Ármannsfells og á Hof-
mannsflöt. Ekkert gjald verður
innheimt vegna tjöldunar á
þessu tímabili, en þjónusta verð-
ur jafnframt í lágmarki. Vatn
og snyrtingar verða aðeins í
Skógarhólum og Bolabás.
Kóngafólk á
snekkju
►MARGRÉT Danadrottning,
Karl Gústaf Svíakonungur og
Haraldur Noregskonungur
munu gista ásamt mökum sínum
á snekkju þess síðastnefnda,
m/s Norge, sem koma mun
hingað til lands á morgun,
fimmtudag, og liggja fyrir ank-
erum í Reykjavíkurhöfn. For-
seti Finnlands mun hins vegar
annað hvort nátta í finnska
sendiráðinu eða á hóteli hér í
bæ. Norsku kongungshjónin
koma hingað til lands með
venjulegu áætlunarflugi á 16.
júní, en sænsku konungshjónin
og drottning og prins Danmerk-
ur, ásamt forseta Finnlands,
koma hingað til lands með
einkaflugvélum og lenda á
Reykjavíkurflugvelli. i
Viðgerð
hafin á
Hágangi I
ÍSLENSKIR viðgerðarmenn eru
nú staddir í Harstad í Noregi
að gera við Hágang I. Áður
hafði skipinu verið neitað um
norska viðgerðarþjónustu og til-
boð sænskra aðila reynst óað-
gengilegt að sögn Friðriks Guð-
mundssonar framkvæmdastjóra
Tanga hf.
Lega fór í gírnum á Hágangi
I. Friðrik sagði að tafirnar
vegna aðgerða Norðmanna
mundu ekki kosta fyrirtækið
mikla peninga.
Skar mann á
háls með
bjórflösku
MAÐUR á fertugsaldri skar ann-
an á háls og veitti honum 10 cm
alldjúpan skurð með stút af brot-
inni bjórflösku í íbúð í Þingholt-
unum í gær. Gert var að sárum
mannsins á slysadeild og fékk
hann að fara af sjúkrahúsinu að
því loknu. Lögregla var kvödd
á staðinn klukkan rúmlega 2 í
fyrrinótt. Árásarmaðurinn var
þá farinn af staðnum en sá slas-
aði var þar fyrir ásamt þremur
mönnum og konu sem orðið
höfðu vitni að árásinni.
Hún mun hafa átt sér stað
skömmu eftir að árásarmaður-
inn kom í húsið. Honum varð
þá sundurorða við hinn, tók upp
hníf og eftir að hann hafði verið
afvopnaður, braut hann bjór-
flösku og lagði í háls hans.
Árásarmaðurinn var hand-
tekinn á heimili sínu um klukkan
5 í gærmorgun og færður í
fangageymslur og í dag til yfir-
heyrslu hjá RLR.
I
Auglýsingar
bannaðar
SAMKEPPNISSTOFNUN hef-
ur bannað tvær auglýsingar frá
íslensk Ameríska verslunarfé-
laginu. Annars vegar er um að
ræða auglýsingu um Yes Ultra
Plus þvottalög, en í henni er
fullyrt að hann endist sex sinn-
um lengur en venjulegur upp-
þvottalögur. Hins vegar er á
ferðinniu auglýsing um Ariel
Ultra þvottaefni. I auglýsing- >1
unni er fullyrt að þvottaefnið
leysi upp fitu við 40 gráðu hita. 1
í hvorugu tilvikinu gat ís-
lensk Ameríska lagt fram gögn i
frá hlutlausum aðila sem sönn-
uðu réttmæti fullyrðinganna.
Austlæg átt og í
skúrir á 17. júní|
►VEÐURSPÁIN fyrir Þing-
velli á föstudag, þar sem til
stendur að fagna 50 ára afmæli
lýðveldisins, hljóðar upp á hæga
austlæga átt og að gangi á með
skúrum. Reiknað var með að
lægð yfir landinu á hádegi á
föstudag ylli rigningu og allt
að sex vindstigum á Þingvölluin,)
en nú á lægðin að fara framhjá
sunnanverðu landinu, þannig aðí
veður verði mun betra en hald-
ið var í fyrstu. Fyrir norðan og 1
austan er búist við björtu og
þurru veðri fram eftir degi en
þá fari að þykkna upp.