Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÖRN H. MATTHÍASSON,
lést þann 13. júní á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ólafur Örn Arnarson, Kristín Sólveig Jónsdóttir,
Sylvía Arnardóttir, Magnús Snorrason,
Ingólfur Arnarson, Halldóra Haraldsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu,
áður á Hofsvallagötu 15,
andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 13. júní.
Vilborg Jónsdóttir,
Pálfna Aðalsteinsdóttir, Valberg Gíslason,
Halldóra Aðalsteinsdóttir, Magnús Þorbjörnsson,
Agnes Aðalsteinsdóttir, Brynjóifur Sandholt,
Guömundur Aðalsteinsson, Steinunn Aðalsteinsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ENGELHARTSVENDSEN,
Dvergholti 10,
Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu mánudaginn 13. júní.
Jónína Valdimarsdóttir,
Hafþór Svendsen,
Hrafnhildur Svendsen, Daníel Olsen,
Valdimar Svendsen,
Engelhart Þór Svendsen.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI HJÖRLEIFSSON
skósmiður,
lést í Borgarspítalanum laugardaginn
3. júní.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýju.
Sigrún Gísladóttir,
Kristrn Helgadóttir, Björn Bjarnason,
Gerður H. Helgadóttir, Gunnar Gunnarsson,
Hjörleifur H. Helgason, Sigríður Ingibjörg Björnsdóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ENOK GESTSSON,
Ofanleiti 15,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 13. júnf.
Sesselja Gunnarsdóttir,
Sævar Magnússon, Stefanía Guðmundsdóttir,
Theodór Magnússon, Helga M. Guðmundsdóttir,
Brynjar Ómar Magnússon,
Gunnar Magnússon, Snjólaug Nielsen
og barnabörn.
t
Ástkær móöir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR
frá Ytri-Ey,
Blönduhlið 3,
Reykjavik,
sem lést í Borgarspítalanum föstudag-
inn 10. júní, verður jarðsett frá Sauðár-
krókskirkju laugardaginn 18. júníkl. 14.
Minningarathöfn verður í Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 15.
Sigrfður Þorvaldsdóttir, Friðrik Eiríksson,
Bryndís Mc Rainy,
Gissur Þorvaldsson,
Þráinn Þorvaldsson,
Þór Þorvaldsson,
Ásgeir Þorvaldsson,
Hrefna Ásmundsdóttir,
Soffía Þorgrímsdóttir,
Guðbjörg Bjarman,
Elenóra Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
UNNUR
JÓNSDÓTTIR
+ Unnur Jónsdótt-
ir var fædd í
Reykjavík, 16. apríl
1916, dóttir hjón-
anna Jóns Hjálmars-
sonar vélstjóra, sem
ættaður var frá
Látrum í Aðalvík,
og konu hans Elísa-
betar Sigfúsdóttur
frá Syðri-Völlum í
Miðfirði. Hún ólst
upp í Reykjavík.
Unnur lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið
1934. Samhliða
menntaskólanámi lauk hún
prófi í píanóleik frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. Árið 1938
giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum Úlfari Þórðarsyni
augnlækni og eignuðust þau
fjögur börn: Þórð Jón flugmann,
f. 1939, en hann Iést 18. mars
1963, Ellen Elísabetu innanhús-
arkitekt, f. 1942, Unni frétta-
mann, f. 1948, og Svein Egil
hagfræðing, f. 1950. Hún lauk
BA-prófi í ensku og frönsku frá
Háskóla íslands árið 1954 áuk
þess sem hún var ein af þeim
fyrstu er lauk prófi í kennslu-
fræðum frá Háskóla Islands. Á
þessum árum tók hún virkan
þátt í starfi Kvenstúdentafélags
Islands og Kvenréttindafélags
Islands. Hún stundaði kennslu
við Gagnfræðaskóla Vesturbæj-
ar og var kennari við Mennta-
skólann í Reykjavík um árabil.
NÚ ER liðið hátt á þriðja áratug frá
því að ég hitti Unni Jóndóttur
tengdamóður mína fyrsta sinni. Frá
þeim tíma var hennar heimili og
Úlfars mitt annað heimili og hefur
verið síðan. Mér varð fljótlega ljóst
þegar ég kynntist Unni að hún var
að ýmsu leyti mjög sérstæður per-
sónuleiki. Það fór tæpast fram hjá
neinum sem henni kynntist að hún
var fáguð og vel menntuð kona í
orðsins fyllstu merkingu. Hugðar-
efnin lutu einkum að bókmenntum
og listum en sagnfræði, ævisögur
og ýmis annar fróðleikur fylgdi með.
Raunvísindi voru henni hinsvegar
fjarlæg. Tungumál og bókmenntir
nam hún í háskóla en
þekkingin spannaði
miklu meir en nokkur
skólaganga getur veitt.
Eg minnist þess hversu
oft hún kom mér á
óvart með svörum við
spurningum sem aðrir
höfðu ekki. Þetta átti
við um margt en ekki
síst bókmenntir og
sagnfræði.
Eins og oft gerist
með listhneigt fólk
hafði Unnur á stundum
nokkuð aðra sýn á
menn og málefni en
gengur og gerist. Hún
hafði skilning á mannlegum breysk-
leikum en þoldi illa ef þeir birtust í
grófu hátterni. Hún var fremur fá-
skiptin og undi sér best með nán-
ustu fjölskyldu, einkum barnabörn-
unum. Hún hafði oftar en einu sinni
á orði hversu skemmtileg henni
þættu börn. Þau væru sá félagsskap-
ur sem hún kysi hvað helst. Eg varð
vitni að þessu í samskiptum hennar
við dætur mínar sem hún átti mikið
samneyti við í gegnum árin og furð-
aði mig oft á þolinmæðinni sem hún
hafði við að lesa fyrir þær eða spila
á spil. Mér er minnisstætt hversu
Unni var ávallt skemmt yfír þeirri
tilhneigingu yngri dóttur minnar að
hagræða spilunum sér til vinnings.
Dætrum mínum báðum var hún
hvorttveggja í senn nærgætin amma
og vinur alla tíð. Hún hafði margvís-
leg og góð áhrif á þær og ég verð
henni ætíð þakklátur fyrir.
Unnur og Úlfar urðu fyrir þungu
áfalli árið 1963 þegar elsta barn
þeirra, Þórður Jón, fórst í flugslysi.
Unnur bar harm sinn í hjóði en lífið
varð ekki samt á eftir. Síðustu árin
átti hún við veikindi að stríða sem
voru henni erfið. Mér er ekki grun-
laust um að hún sé hvíldinni fegin.
Ég mun ávallt minnast Unnar
tengdamóður minnar með hlýhug
og þakklæti. Hvíli hún í friði.
Gunnar Gunnarsson.
Nú að leiðarlokum langar mig til
þess að setja á blað nokkur kveðju-
orð til Unnar, svilkonu minnar.
Ég kynntist henni í upphafi
fimmta áratugarins, þegar stríð var
skollið á í Evrópu. Hún var þá til-
t
Ástkeer faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓNAS KRISTINN
TRYGGVASON,
lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar föstudag-
inn 10. júní sl.
Útför hans fer fram frá Siglufjarðar-
kirkju laugardaginn 18. júní nk.
kl. 14.00.
Steinar Jónasson, Vilborg Jónsdóttir,
Margrét Jónasdóttir, Einar Hermannsson,
Gunnlaugur Jónasson, Rannveig Guðlaugsdóttir,
Sólveig Jónasdóttir, Gunnar Þórðarson,
Bryndís Jónasdóttir, Guðmundur Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁRNI INGIMUNDARSON
klœðskera-
og húsasmfðameistari,
Skarðsbraut 19,
Akranesi,
sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 9. júní
sl., verður jarðsunginn frá Akranes-
kirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness.
Lilja Ingimarsdóttir,
Auðbjörg Dfana Árnadóttir, Jón Hermansson,
Ingimundur Árnason, Jónina Þórarinsdóttir,
Ingvi Jens Árnason, Ása Helga Halldórsdóttir,
Ingimar Arndal Arnason, Halldóra S. Einarsdóttir,
Rakel Árnadóttir, Bjarni Vestmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
tölulega nýkomin heim frá Dan-
mörku með kornungan son sinn,
en Úlfar, maður hennar, sem stund-
aði framhaldsnám í augnlækning-
um í Kaupmannahöfn, hafði orðið
eftir og sat nú fastur í herkví Þjóð-
veija. Horfur á sameiningu fjöl-
skyldunnar í bráð virtust hverfandi
litlar. Þó átti Úlfar, ásamt fleiri
Islendingum, eftir að vinna það ein-
stæða afrek að sigla litlu fleyi gegn-
um hættuleg sprengjubelti og síðan
sjálft úthafið og ná farsællega landi
hér. Fyrir þetta urðu þeir félagar
að minnsta kosti landsfrægir. Á
þessum tíma hafði Unnur með
höndum starf í dómsmálaráðuneyt-
inu og bjó í húsi móður sinnar við
Sólvallagötu.
Mér þótti Unnur mjög aðlaðandi
við fyrstu kynni og menningarlegur
áhugi virtist mér þá kjölfestan í
skapgerð hennar. Á menntaskólaár-
um sínum hneigðist hún fljótt að
áhuga á bókmenntum, enda voru
bekkjarsystkini hennar mörg bók-
menntalega sinnuð, og vil ég nefna
Lárus Pálsson, leikara, sem var einn
bekkjarbræðranna. Unnur var ágæt
málamanneskja og átti síðar eftir
að ljúka BA-prófi í ensku og
frönsku frá Háskóla íslands. Þórður
Sveinsson, tengdafaðir hennar, sem
deklameraði latnesk spakmæli með
tilhlýðilegum handaútslætti, svona
til að lyfta huganum frá gráum
hversdagsleikanum, hafði gaman
af að taka stikkprufur af latínu-
kunnáttu þessarar fjölgáfuðu
tengdadóttur.
Unnur var fyrst og fremst ljóð-
rænn persónuleiki og daglegt amst-
ur var henni eiginlega alla tíð frem-
ur leiðigjarnt. Hún hafði sterka
þörf fyrir að svala listrænni þrá.
Jafnhliða náminu við Menntaskól-
ann hafði hún stundað nám í píanó-
leik við Tónlistarskólann í Reykja-
vík og var alla tíð handgengin tón-
list, sótti tónlistarviðburði og naut
tónlistar á heimili sínu. Hún komst
einnig í nána snertingu.við mynd-
list samtímans. Nína Tryggvadóttir
var æskuvinkona hennar og héldust
böndin við hana traust alla tíð. Eft-
ir að Úlfar og Unnur festu kaup á
Bárugötu 13 urðu þær Nína um
skeið nágrannakonur, þó Nína væri
oftast með annan fótinn erlendis
og kæmi hingað sem farfugl líkt
og krían á tjörninni. Heimilið á
Bárugötu varð brátt vettvangur
fólks með áhuga á listum og bók-
menntum og stóð svo um nokkurt
árabil. Sumir þessara gesta hafa
skilið eftir sig á stofuveggjunum
Sérfneðingar
í blóiiiaskreyliiig'uin
vió öll (avkilieri
blómaverkstæði
MNNA*
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
Eríidrvkkjur
GJæsileg líalfi-
lilaðÍKii'ð fallegir
salir og nijög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síina 2 23 22