Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 9 FRÉTTIR 20 punda úr Laxá „Þetta var alveg sérstaklega fallegur fiskur og gaman að verða vitni að svona uppákomu," sagði Friðrik D. Stefánsson framkvæmdastjóri í sam- tali við Morgunblaðið, en hann var staddur með Áma Baldurssyni við Mánafoss í Laxá á Ásum um helgina er Ámi veiddi stærsta laxinn sem enn hefur frést af það sem af er sumri. Það var 20 þunda hrygna sem Ámi veiddi á maðk þama í fossinum. „Það vora ekki fleiri fískar þama í Mánafossi og þetta var fyrsti laxinn sem veiðist fyrir ofan Dulsana," bætti Friðrik við. Veiðin var annars sérstak- lega góð þennan veiðidag hjá þeim félögum, 11 laxar lágu í valnum, auk þess 20 p'unda, einn 17 punda, einn 16 punda, þrír 15 punda og einn 14 punda og svo ijórir 12 punda! „Ég held að enginn okkar hafi munað eft- ir því að hafa tekið þátt í veiði með annari eins meðálvigt," sagði Friðrik, en með afla þeirra voru komnir um 30 laxar úr ánni og siðustu fregnir herma að enn veiðist vel. Kjarrá góð en erfið... Það bytjaði framúrskarandi vel í Kjarrá, sérstaklega miðað við afar erfíð skilyrði fyrstu daganna. Hóp- urinn sem veiddi þijá fyrstu daganna gat aðeins bleytt færin í einn og hálf- an veiðidag vegna gruggs og flóða. Samt komu 26 laxar á land, flestir veiddir á flugu. „Þetta var erfítt og það þurfti að leita að fiskinum, en þegar hann fannst var hann í töku- skapi,“ sagði Þorgeir Jónsson, einn veiðimanna við Kjarrá í opnuninni. Síðustu daga hefur áin verið vatns- mikil og nokkuð lituð, en veiði verið góð miðað við aðstæður. Hefur sjatn- að nokkuð í henni nú undir það síð- asta. Frábær byrjun í Laxá í Leir. Laxá í Leirársveit reyndist vera full af vænum laxi, 36 laxar veiddust tvo fyrstu daganna, allt fískur frá 10 til 18 pund og flestir 11,12 og 13 pund. „Áin var geysierfið, vatnsmikil og lit- uð. Fyrir vikið var allur neðri hluti veiðisvæðisins frá Laxfossi og niður úr nánast óvéiðandi. Megnið af aflan- um veiddist í Laxfossi og Vaðstrengj- unum,“ sagði Haukur Geir Garðars- son sem var meðal þeirra sem opnuðu ána. Haukur fékk einn flugulax, þann eina í opnuninni. „Það var greinilega nóg af laxi og það skemmtilega var, að það veiddust líka laxar í Eyrar- - fossi og Miðfellsfljóti, en það er óvenjulegt svona í byijun veiðitímans. Garðsláttuvélar Sláttuorf Mosatætarar Grasklippur Morgunblaðið/FDS. Veiðifélagar með hörkuveiði ÁRNI Baldursson sem er til hægri á myndinni heldur á tuttugu punda hrygnunni sem fékkst fyrir neðan Mánafoss í Laxá á Asum. Hrygnan fékkst á maðk í fossinum. -Jl Melka Quality Men s Wear 50 ára afmælisafsláttur 20% afsláttur af vönduðum MELKA sumarjökkum fram til 17. júní. Viltu gera góð kaup' 40% afsláttur á afsláttarstandinum Nú bætum við minnkapelsum, stuttum og síðum á afsláttarstandinn Gríptu tækifærið ífJin*J*:;: - A )•.::« -X Skipuleggbu eigin fjármál Þegar þú hefur reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs færðu handhæga áskriftarmöppu undir gögn um sparnað fjölskyldunnar. Mappan inniheldur einnig eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald og með þeim getur þú skipulagt fjármál heimilisins enn betur en áður. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs og fáðu senda möppuna Sparnað heimilisins - Áskrift ab spariskírteinum ríkissjóðs. Nú getur þú skipulagt fjármál heimilisins - og sparað um leið. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.