Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Hlunnindajarðir
við Gilsfjörð
Frá Hilmari Óskarssyni:
UNDANFARNAR vikur og mánuði
hefur mikið verið rætt og ritað um
brúun Gilsfjarðar, sérstaklega vegna
sinnaskipta Náttúruverndarráðs ný-
verið. Helstu rök Náttúruverndar-
ráðs eru þau að lítið brot rauðbryst-
ingsstofnsins fái sér aukabita á leir-
um Gilsfjarðar vegna þess að þar
fellur seinna að en annarsstaðar við
Breiðafjörð, (hvers eiga aðrir rauð-
brystingar að gjalda?).
Eg held að hver meðalgreindur
maður sjái að þessi framkvæmd hef-
ur ekki mirmstu áhrif á viðgang rauð-
brystingsstofnsins, sem hefur hér
viðdvöl á ferðum sínum til og frá
norðlægari slóðum.
Önnur rök gegn brúun Gilsfjarðar
eru þau að hitastig við fjörðinn muni
lækka og þá muni verða óbyggilegt
við innanverðan fjörðinn, þar sem
hefðubundinn búskapur á nú þegar.
í vök að verjast vegna búmarksskerð-
ingar og annarra hremminga.
En þama emm við einmitt komin
að kjama málsins. Við brúun Gils-
fjarðar, ef rétt er að málum staðið,
opnast miklir möguleikar fyrir land-
eigendur við Gilsfjörð. Landeigendur
gætu farið þess á leit við vegagerð-
ina að sjálf brúin yrði stytt frá því
sem fyrirhugað er t.d. allt niður í
10 metra, en í tengslum við hana
yrðu byggð mannvirki sem til þyrfti
fyrir hafbeitarstöð. Líklegt er að
vegagerðin tæki þessu vel, þar sem
kostnaður við þessar framkvæmdir
þyrfti ekki að verða meiri en við 40
metra langa brú. Vatnsborði fjarðar-
ins yrði haldið í hámarki þannig að
sjaldan félli sjór inn í hann og yrði
vatnið í honum nær ósalt. Landeig-
endur við Gilsfjörð gætu stofnað
veiðifélag og ræktað upp silung í fírð-
inum og selt veiðileyfi allan ársins
hring, stangveiði á sumrin og dorg-
veiði gegnum ís á vetrum. Vegna
aukningar á eftirspurn eftir fískmeti
samfara minnkandi náttúrulegum
fískistofnum, er mikil framtíð í alls-
konar fiskirækt, þar á meðal hafbeit-
arrækt laxa, og er þetta því gullið
tækifæri fyrir bændur við Gilsfjörð
að færa sér í nyt þessar óhefðbundnu
búgreinar.
Hafa landeigendur við Gilsfjörð
ekki velt þessum möguleika fyrir sér
og hefur umhverfisráðherra sjálfur
„laxadoktorinn" virkilega ekki séð
þessa miklu möguleika? Með brú-
un Gilsfjarðar, ef rétt er að staðið,
verður mun lífvænlegra við fjörðinn
en hingað til, og mun ferðamanna-
iðnaður aukast í héraðinu. Megi
heimamenn og stjórnvöld bera gæfu
til að taka rétta stefnu í þessu máli.
HILMAR ÓSKARSSON,
rafvirki, Búðardal.
Ekki öðlast allir íslend-
Smáfólk
'50 WERE I AM
'RIPIN6 ON THE
BACK OF MV MOM'S
BICVCLE..
N0U), WE TURN
AROUNó 0ECAU5E
5HE FOR60T TME
__CAR KEV5..
cr-
NOW, 5HE REMEMBER5
5HE P0E5N'T NEEP TME
CAR KEY5 BECAU5E 5ME'5
RIDIN6 MER BICVCLE..
\\^zc
Og hér er ég aftan á reiðhjól- Nú snúum við við því að
inu hennar mömmu... hún gleymdi bíllyklun-
um...
M0M 16 REALLV
5TRE55EP OUT..
íA i
\ í
V \c i $
Nú man hún að hún þarf ekki
billyklana af því að hún er á reið-
hjóli...
Mamma er
stressuð...
ofsalega
ingar íslenskan ríkis-
borgararétt við fæðingu
Frá Amal Rún Qase:
ÞEGAR ég sótti um íslenskan ríkis-
borgararétt á sínum tíma og fór að
kynna mér lög þar að lútandi kom
mér á óvart að samkvæmt þessum
lögum fæðast ekki öll íslensk börn
jafn rétthá. í fyrstu grein laga um
íslenskan ríkisborgararétt kemur
skýrt fram að stundum er ekki nóg
að fæðast íslendingur til að fá ís-
lenskan ríkisborgararétt. Islenskum
börnum er mismunað eftir því hvort
foreldrar þeirra eru giftir og hvemig
ríkisborgararétti þeirra er háttað. I
fyrrnefndri lagagrein segir orðrétt:
„Barn öðlast íslenskt ríkisfang við
fæðingu: 1. ef það er skilgetið og
faðir þess eða móðir er íslenskur rík-
isborgari, 2. ef það er óskilgetið og
móðir þess er íslenskur ríkisborgari.
Samkvæmt þessari grein er móð-
erni metið meira en faðerni. Barn
sem fæðist utan hjónabands og hefur
íslenskan föður en móður sem er
ekki íslenskur ríkisborgari öðlast
ekki íslenskan ríkisborgararétt við
fæðingu. Ef barnið hins vegar hefði
fæðst óskilgetið með íslenska móður
hefði það fengið íslenskan ríkisborg-
ararétt án tillits til faðernis. Augljóst
er af þessu að ekki fæðast allir ís-
lendingar jafnir samkvæmt lögum.
Þessi lög eru að mínu mati ekki
bara fáránleg heldur einnig óréttmæt
og bijóta gegn grundvallarmannrétt-
indum. Ekkert barn á að þurfa að
líða fyrir þessi lög. Lögin þvinga
erlendar mæður til að annaðhvort
giftast feðrum barna sinna eða sækja
sjálfar um íslenskan ríkisborgararétt
til þess að börnin þeirra geti öðlast
íslenskan ríkisborgararétt áður en
þau eru lögráða enda hljóðar önnur
Ekki fæðast allir íslendingar
jafnir samkvæmt lögum.
grein þessara laga á pessa leið: „Nú
eiga íslenskur karlmaður og erlend
kona börn saman áður en þau ganga
í hjónaband, og öðlast börnin þá ís-
lenskt ríkisfang við giftingu foreldr-
anna, ef þau hafa eigi gengið í hjóna-
band og eru eigi fullra_ 18 ára.“
Eg skora á Alþingi Islendinga að
breyta þessum óréttmætu lögum og
tryggja þannig jafna réttarstöðu
allra íslenskra barna. Jafnrétti til
handa öilum íslenskum börnum er
besta afmælisgjöfin sem þjóðin getur
gefið börnum sínum í tilefni af fímm-
tíu ára lýðveldisafmælinu.
AMALRÚNQASE.