Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 27 -=á*. ftorgwtMiiMí STOFNAÐ 1913 - ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Haraldur Sveinsson. RITS.TJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnársson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 69111 l„Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691.329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, augíýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innán- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. * * URSLIT EVROPU- KOSNINGA KOSNINGARNAR til Evrópuþingsins, sem haldnar voru í ríkjum Evrópusambandsins í síðustu viku, segja margt um hið pólitíska andrúmsloft í Evrþpu þessa stundina. í fyrsta lagi hljóta menn að staldra við almennt áhuga- leysi á kosningunum og dræma kosningaþátttöku. Að meðaltaLi tóku 56,5% kjósenda þátt í kosningunum STJÓRIMMÁL memi Tölvuvinnsla/Ingólfur Guðmundsson Jón Baldvin í markið sem er nokkuð minna en í síðustu Evrópukosningum. I nokkrum ríkjum var kosningaþátttakan vægast sagt léleg s.s. í Portúgal (35,7%), Hollandi (35,6%), Bretlandi (36,2%) og írlandi (37%). Jafnvel i Danmörku þar sem hefð er fyrir mikilli kosningaþátttöku, líkt og annars stað- ar á Norðurlöndum, sáu einungis 52% kjósenda ástæðu til að mæta á kjörstað. í öðru lagi snerust kosningarnar í fæstum ríkjanna um það sem þær hefðu í raun átt að snúast um, þ.e. Evrópu- þingið, störf þess og framtíð. Kjósendur voru með at- kvæði sínu fyrst og fremst að segja álit sitt á stöðu innan- ríkismála en ekki Evrópumála. Sigur Helmuts Kohls og kristilegra demókrata í þýsku Evrópukosningunum er því öðru fremur til marks um að efnahagsleg uppsveifla í Þýskalandi mun koma kanslaranum til góða í komandi þingkosningum, ekki síst þar sem Rudolf Scharping, leið- togi Jafnaðarmannaflokksins, hefur ekki náð að telja kjós- endum trú um að hann valdi kanslaraembættinu. Á sama hátt er skýringin á stórsigri Verkamanna- flokksins í Bretlandi ekki sú, að Bretar telji almennt að Evrópuþingmenn flokksins hafi staðið sig áberandi betur en Evrópuþingmenn íhaldsflokksins. Raunin er sú að lang- flestir kjósendur hafa ekki hugmynd um hvað Evrópuþing- mennirnir hafa verið að aðhafast í Strassborg undanfarin ár. Það eru fyrst og fremst hinar miklu óvinsældir ríkis- stjórnar Johns Majors sem liggja að baki því að íhalds- flokkurinn beið sinn mesta kosningaósigur frá því 1832. Góð útkoma flokks Silvios Berlusconis, forsætisráð- herra Ítalíu, vekur einnig athygli en flokkurinn bætir við sig tíu prósentustigum frá þingkosningunum í vor. Engum dettur í hug að skýra þann árangur með því að flokkur- inn Áfram Ítalía hafi sannfært kjósendur um Evrópu- stefnu sína, hún er einfaldlega ekki til staðar. í þriðja lagi hljóta menn að staldra við þá staðreynd að þar sem Evrópumálin voru alvarlega til umræðu náðu framboð, sem beinlínis voru stofnuð til höfuðs samruna- þróuninni í Evrópu (að minnsta kosti í þeirri mynd sem hún birtist í í Maastricht-samkomulaginu) óvæntum árangri. Slík framboð var að finna í Frakklandi og Dan- mörku, þ.e. tveimur af þeim þremur ríkjum þar haldin var þjóðaratkvæðgreiðsla um Maastricht-samkomulagið, og skipulagðar andstöðuhreyfingar því til staðar. I báðum ríkjunum fengu framboð af þessu tagi um fjórðung at- kvæða. Lélega þátttaka í kosningunum, áhugaleysið á starfi Evrópuþingsins og greinileg andstaða við frekari samruna í flestum aðildarríkjunum hlýtur að vera ráðamönnum innan ESB verulegt áhyggjuefni, ekki síst þeim, sem hafa barist fyrir auknum völdum Evrópuþingsins á kostn- að þjóðþinga aðildarríkjanna og framkvæmdastjórnarinn- ar. Rökin hafa verið sú að það yrði að auka „lýðræðið" innan bandalagsins. Evrópukosningarnar nú sýna greinilega fram á að hið gagnstæða yrði líklega niðurstaðan. Hið lýðræðislega umboð Evrópuþingsins er á engan hátt sambærilegt við umboð þjóðþinganna. Kosningarnar staðfesta einnig þá þróun, sem sjá hefur mátt í skoðanakönnunum undanfar- ið, að þróunin innan ESB hefur gengið lengra en almenn- ingur getur sætt sig við. Ef þau skilaboð kjósenda verða hunsuð, til dæmis með því að auka völd Evrópuþingsins í þeirri von að kjósendur neyðist til að taka það alvar- lega, er hætta á að verulegir brestir komi í Evrópusam- starfíð. .ijjniMsröá J 8\.rtá h .Hfiai Ogd mií iiun9a I_ og Sighvatur á bekkinn Niðurstöður flokksþings Alþýðuflokksins í for- manns- og varaformannskjörinu nú um helgina gera það að verkum að Alþýðuflokkur framtíðarinnar er enn óræðari stærð, en fram til þessa. Agnes Braga- dóttir rýnir á bak við tjöldin hjá krötum JÓN BALDVIN Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins notaði líkingamál íþróttanna í ræðu sinni á flokksþingi Alþýðuflokksins síðastliðinn föstudag. Hann komst einhvern veg- inn þannig að orði, að það væri aumt hlutskipti fyrir formann stjórnmála- flokks, að geta ekki sinnt því hlut- verki sem skyldi að vera í framvarða- sveit, þegar hann þyrfti að eyða miklu af tíma sínum í bakvörn, til þess að koma í veg fyrir að samherjar hans skoruðu sjálfsmark. Engum sem á hiýddi, blandaðist hugur um að þarna beindi formaðurinn sérstaklega orð- spjótum sínum að mótframbjóðandan- um Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú, að afstöðnu flokksþingi, for- manns- og varaformannskjöri, biand- ast fáum hugur um það, að flokks- þing Alþýðuflokksins hefur dæmt for- mann sinn til þess að bakka enn aft- ar í vörninni, og beinlínis að gerast markvörður. Hans hlútskipti næstu tvö árin, getur vart orðið annað en að dansa eftir marklínunni, jafnt til þess að veijast pólitískum andstæðingum annarra flokka, sem til þess að forða því að andstæðingar innan forystu- sveitar Alþýðuflokksins skori sjálfs- mark. Þetta er líklegt nú eftir að flokksþing hefur kjörið Guðmund Árna Stefánsson, yfirlýstan stuðn- ingsmann Jóhönnu Sigurðardóttur og bróður eins hatrammasta andstæð- ings formannsins innan þingflokks- ins, Gunnlaugs Stefánssonar, honum við hlið, sem varaformann. Svona rétt til gamans má geta þess hér, að gárungarnir í stuðningsmannaliði Jóns Baldvins nefna Gunnlaug klerk Stefánsson gjarnan sín á milli „De Klerk"! Þeir telja fullvíst að Gunn- laugur muni beita sér af afli í and- stöðu sinni við formanninn, í gegnum bróður sinn, nýkjörinn varaformann. Mjög miður sín fyrst eftir úrslit Þótt ljósvakamiðlamir hafi nú um helgina gefið þá mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur, að hún hafi tekið ósigri sínum af mikilli hugprýði, og brugðið fyrir sig gamanmálum, áður en þún gaf hina alvarlegu yfirlýsingu um að „í ósigri kynnu rætur vel- gengni að finnast. Minn tími mun koma!“ er ekki nema hálf sagan sögð. Jóhanna tók ósigri sínum afar illa, þegar niðurstaða !á fyrir. Sú staðreynd að hún hlaut innan við 40% atkvæða virðist hafa komið henni gjörsamiega í opna skjöldu. Hún rauk á dyr, og nærstaddir sáu að hún var mjög miður sín. Þetta var áður en niðurstöður í formannskjörinu voru tilkynntar opinberlega. Af fyrstu viðbrögðum hennar að merkja, virðist ljóst að þeir hafa ver- ið allmargir flokksþingsfulltrúarnir sem töluðu tungum tveim við hana og hennar stuðningslið og gáfu til kynna að þeir myndu styðja hana, en' studdu síðan formanninn. En hún var fljót að taka sig saman í andlit- inu, því lítt var að merkja hversu brugðið henni var, er hún sté í pontu og hóf spaugyrði sín um Jón Baldvin og klókindi hans. Það voru margir leikþættir svið- settir baksviðs á flokksþinginu í því augnamiði að finna ásættanlega málamiðlun um varaformannskandíd- at, áður en gengið var til kosninga, síðdegis á laugardag. Mest var reynt að fá fráfarandi varaformann, Rann- veigu Guðmundsdóttur, til að gefa kost á sér aftur. t Þannig var talið að hægt yrði að forða því að um sund- urlausan óvinafögnuð yrði að ræða í fremstu sveit flokksins. Allar þær tilraunir voru árangurs- lausar, jafnvel þótt menn beittu geysi- legum fortölum. Þar var Sighvatur Björgvinsson fremstur í flokki, sem var því gjörsamlega andvígur að Öss- ur Skarphéðinsson yrði kjörinn vara- formaður. Jón Baldvin og hans nánustu sam- verkamenn ræddu það samkvæmt mínum upplýsingum í sínum hópi á miðvikudagsmorgun fyrir réttri viku að væri það rétt, að enginn bilbugur fyndist á Rannveigu, þá hlytu þeir að vinna að kjöri Össurar sem vara- formanns. Sighvatur mun hafa hrokkið illyrm- islega við, þegar hann heyrði það fyrst á miðvikudag að til stæði hjá Össuri að bjóða sig fram til varaform- anns og líkur væru á að Jón Baldvin styddi slíkt framboð. Hann mun þeg- ar í upphafi hafa lýst megnri and- stöðu sinni við slíkt framboð. Sú afstaða Sighvatar mun ekki hvað síst hafa mótast af hugleiðing- um í þá veru, að ef hér verður mynd- uð vinstri stjórn að afloknum næstu kosningum, þá verður ráðherrafjöldi Alþýðuflokksins, taki hann á annað borð þátt í slíkri ríkisstjórn, ekki hinn sami og í núverandi. stjórnarsam- starfi. Því er ekki óiíklegt áð Sighvat- ur hafi talið, að með því að Össur yrði varaformaður, en hann ekki, væri Össur kominn fram fyrir hann í ráðherraefnaröð krata. Hlutur sem hann óttast líklega meira, þegar Öss- ur á í hlut, en Guðmundur Árni Stef- ánsson, eða einhver kvennanna. Sætleiki hefndarinnar Ástæður þess að Rannveigu varð aldrei hnikað eru taldar vera tvenns- konar: í fyrsta lagi mun hún hafa gert sér í hugarlund, þegar ljóst var að það stefndi í harkalegt uppgjör á milli Jóhönnu og Jóns Baldvins, að um það gæti myndast sátt, að hún yrði þriðji maðurinn - þau drægju sig í hlé, og hún yrði kjörinn formaður Al- þýðuflokksins!; í öðru lagi, þegar henni varð ljóst, að svo gæti aldrei orðið, þá munu hún og þeir sem henni standa næst, hafa látið að því liggja að tími hefnda væri upprunninn. Nú skyldi þeim hegnt sem tóku þá ákvörðun í fyrrasumar, að gera Össur Skarphéð- insson að ráðherra, eftir að Eiður Guðnason vék úr ríkisstjórn, en ekki hana! Þar var að sjálfsögðu fyrst og fremst um sjálfan formanninn að ræða, Jón Baldvin Hannibalsson. Vera má að sætleiki hefndarinnar kitli bragðlauka Rannveigar um hríð, en ólíklegt hlýtur að teljast að þessi staðfesta hennar eigi eftir að skila henni auknum pólitískum frama, þeg- ar til framtíðar er horft. Miklu lík- legra er að á daginn komi að hún hafi skotið sjálfa sig í hina pólitísku fætur með því að afsala sér þeim völdum og áhrifum sem hún þó hefði sem varaformaður flokksins. Fari leikar svo að Jóhanna Sigurð- ardóttir segi af sér sem ráðherra, í kjölfar ósigursins um formanninn, sem engan veginn liggur fyrir, þegar þetta er skrifað, þá er sjálfgefið að Rannveig verður ekki ráðherrann sem fyllir sæti hennar í ríkisstjórn, en hefði verið jafnsjálfsagt að hún gerði, ef hún hefði gefið kost á sér til endur- kjörs. Raunar eru fáir eftir um hit- una, um mögulegan ráðherrastól Jó- hönnu, og sá eini sem kæmi til greina er sennilega Sigbjörn Gunnarsson. Þótt Sighvatur hafi verið jafnand- vígur varaformannskjöri Össurar og raun ber vitni, er fullyrt, að hann hafi aldrei ætlað sér í varaformanns- slaginn sjálfur, og þar sé ein; meginr * 557 bækur, blöð o g rit voru gefin út á Islandi 1944 Þjóðarger- semar, bók- menntir o g fróðleikur í bland Telja má víst að útgáfustarfsemi á lýðveldisárinu hafi verið sérstaklega blómleg vegna tímamóta í lífi þjóðarinnar, segir í samantekt Gísla Sigurðs- sonar sem hefur kynnt sér bókaútgáfu ársins 1944. FYRIR daga sjónvarps, myndbanda, útvarpsrása og „glanstíma- rita“ hafði bókin allt aðra og sterkari stöðu sem afþreyingarmið- ill til viðbótar við eilíft menningarhlutverk sitt. skýring þess að hann hvarf hljóðlítið af landinu og sigldi áleiðis til Evrópu að hætti Egils, en nýtti sér ekki nútí- matækni hinna kraftmiklu þotna Flug- leiða, sem hefði vissulega gefið honum dýrmætan kosningabaráttutíma, hefði hann í alvöru hugað á framboð. Sighvati var nóg boðið á laugar- dag, þegar talið var mögulegt að Össur færi með sigur af hólmi, í bar- áttunni við Guðmund Árna, og lét þá um hríð að því liggja að hann myndi einnig gefa kost á sér, en hvarf síðar frá því. Hann gerði hvað hann gat til þess að ná samstöðu um annan kandídat í varaformannssætið en ein- hvern ráðherranna þriggja. Reyndi að fá Önnu Margréti Guðmundsdóttur úr Keflavík í framboð og sömuleiðis Petrínu Baldursdóttur þingmann flokksins úr Grindavík, en árangurs- laust. Þegar það lá ljóst fyrir, stað- hæfa menn að Sighvatur hafi beitt sér fyrir að fulltrúar styddu fremur Guðmund Árna en Össur, þótt Sig- hvati hafi verið manna best kunnugt um það hvaða hug formaður hans hafði til þess möguleika að fá Guð- mund Árna að hlið sér í fiokksforyst- unni. Stuðningsmenn Sighvatar segja þessar staðhæfingar fjarri öllum sanni. Hann hafi' hvorugan þeirra Guðmundar Árna og Össurar viljað. Hvað sem líður óánægju Sighvatar með þá niðurstöðu sem varð, er full- yrt, að hún muni ekki tii langframa varpa skugga á hið mikla og nána samráð og samstarf sem Jón Baldvin og hann hafa haft á undanfömum árum og ekki hvað síst eftir að Jón Sigurðsson hvarf úr ríkisstjórn í fyrra. Jón Baldvin muni eftir sem áður velja sér sem nánustu samráðs- og sam- starfsmenn, þá sem hann treystir best, og þar sé Sighvatur fremstur í flokki. Það er svo annað mál hvort Jón Bald- vin hefur burði eða vald til þess að ákveða að Sighvatur verði ráðherra- efni, næst þegar þingflokkurinn kemur til með að velja ráðherra sína. Fullyrt er að ef Sighvatur hefði tekið af skarið áður en hann fór utan, jafnvel eftir að hann var kominn til Parísar, og ákveðið að sækjast eftir varaformannsembættinu, þá hefði Össur ekki boðið sig fram. Hann hafi verið reiðubúinn til þess, fram til sl. miðvikudags, en eftir að hann hafi gefið yfirlýsingar um framboð sitt í fjölmiðlum, hafi einfaldlega ekki verið aftur snúið. Vildu ekki „einsleita forystu" Á hinn bóginn er talið jafnvíst, að Sighvatur hefði aldrei náð kjöri sem varaformaður Jóns Baldvins, vegna þess að Jóhönnu-armur flokksins og Hafnarfjarðarkratar Guðmundar Árna hefðu aldrei sætt- sig við svo „einsleita forystu" eins og þeir nefna það. Segja að slík niðurstaða hefði verið vísasti vegurinn til þess að gera „allt vitlaust í flokknum og leiða til klofnings". Það lá raunar ekki ljóst fyrir hvort Guðmundur Árni eða Össur myndi hafa betur, fyrr en niðurstaða í for- mannskjörinu var ljós, síðdegis á laugardag. Eftir að fyrir lá að Jó- hanna hafði tapað, þá varð jafnljóst að Guðmundur Árni myndi sigra í varaformannskjörinu. Hann hafði þegar trygg hin tæpu 40% sem Jó- hanna fékk og þurfti því ekki að tryggja sér á eigin spýtur meira en 12% atkvæða. Enda fór það svo að hann rétt komst yfir 50% atkvæða, sem getur vart talist nein afburða- kosning nýkjörins varaformanns, sem árum saman hefur verið nefndur „erfðaprins Alþýðuflokksins“. Það er afar erfitt að sjá að endur- kjörnum formanni og nýkjörnum varaformanni Alþýðuflokksins takist í sameiningu að að mynda samhent forystulið, sem blæs til sóknar, hvað sem orðum beggja líður. Saga sam- skipta þessara manna hefur sýnt, að þeir hvorki eiga lund né pólitískar áherslur saman, og hvað sem niður- stöðum í flokksþingkosningunum líð- ur, þá eru engin teikn á lofti um að þar verði nokkur breyting á. Því má með sanni segja, ef illa fer, að það verði ekki endilega við kjörna forystusauði að sakast, heldur við flokksþingið sem hafði hvorki í sér burði né þor til þess að kjósa sér pólitískt samhenta forystu - heldur valdi hina sígildu málamiðlun, til þess að fpða hugaræsing augnabliksins. UPPGANGINUM sem varð í efnahagslífi lands- manna á stríðsárunum fylgdi að mörg fyrirtæki voru stofnuð á skömmum tíma eftir langt kyrrstöðutímabil. Þar á meðal voru ný útgáfufyrir- tæki - flest þeirra eru þó ekki til lengur - og mikill fjörkippur hljóp í hverskonar útgáfustarfsemi. í ritaskrá Landsbókasafnsins fyr- ir árið 1944 er skráð allt sem út var gefið; þýddar og frumsamdar bækur, dagblöð og tímarit, allskonar smárit og sérprentaðar skýrslur. í skránni kemur fram að alls hafa verið gefnar út 557 bækur, blöð og smárit. Telja má víst að útgáfustarf- semin hafi verið sérstaklega blómleg vegna hinna miklu tímamóta í lífi þjóðarinnar. Af þeirri ástæðu er tals- verð áherzla á útgáfu þjóðarger- sema; til dæmis er Flateyjarbók, 1. bindi, gefin út og ritar Sigurður Nordal formála. Ekki færri en tvær útgáfur af Njáls sögu koma út. Önnur þeirra með formála eftir Vil- hjálm Þ. Gíslason, en hina útgáfuna bjó Magnús Finnbogasort til prent- unar og Menningarsjóður gaf út. Það er að vonum að talsverð áherzla er á fornritaútgáfu. Þar á meðal má telja íslensk fornrít, VI. bindi, sem Björn Karel Þórólfsson og Guðni Jónsson sáu um, en þar að auki gaf Guðni út íslenska sagna- þætti og þjóðsögur. Út komu einnig Árbækur Espólíns, kenndar við Jón Espólín, 1769-1836. Það var ný- mæli að bókin var ljósprentuð í Lit- hoprenti en formála ritaði Árni Páls- son. Af sama toga er Ferðabók Dufferins lávarðar, sem Hersteinn Pálsson þýddi og kom út á lýðveldis- árinu. Á þessu merkisári þótti við hæfi að gefa út Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Það gerði Bókaútgáfan Helgafell, sem nú var heldur betur tekin að láta að sér kveða undir stjórn Ragnars í Smára. Steingrímur Pálsson bjó Heimskringlu til prent- unar. En það var víðar feitt á stykkinu í þjóðlega geiranum. Þar á meðal má telja Frá yztu nesjum - vest- firska sagnaþætti, sem Gils Guð- mundsson tók saman og frá hans hendi kom einnig þetta ár Skútuöld- in, fyrra bindi. Eftir Pál Eggert Ólason kom út hjá Menningarsjóði Saga íslendinga, 4. bindi, og hjá útgáfunni Þjóð og sögu komu út Neistar úr þúsund ára lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu, eftir Björn Sig- fússon, háskólabókavörð. Annaðhvort væri nú að minnst væri Jóns Sigurðssonar forseta á þessum tímamótum. Það gerði Vil- hjálmur Þ. Gíslason í bók sem Norðri gaf út og heitir Jón Sigurðsson í ræðu og ríti. Af öðrum þjóðlegheit- um má nefna íslenzkar þjóðsögur og ævintýrí sem Einar Ólafur Sveinsson prófessor valdi. Þetta var einskonar viðhafnarútgáfa með myndum eftir íslenzka listamenn. „Merkasta alþýðuskáld íslendinga“ segir í auglýsingu í Morgunblaðinu um Ljóðasafn Páls Ólafssonar, sem kom út á árinu. Og Jón Helgason prófessor í Kaupmanna- höfn lagði sitt til útgáf- unnar á merkisárinu með Bréfum Bjarna Thorar- ensen; Safn fræðafélags- ins gaf út. Það var að vonum og vel við hæfí að gefa út Leiðsögn um Þingvelli við Óxará. Það verk tók Guðmundur Daníelsson _frá Gutt- ormshaga að sér. Árni Óla var þá fyrir löngu orðinn mikilvirkur við söfnum og skrásetningu á þjóðleg- um fróðleik, sem birtist aðallega í Lesbók Morgunblaðsins, en 1944 kom auk þess út eftir hann hjá Bókfellsútgáfunni bókin Landið er fagurt og frítt. Sigurður Nordal prófessor var um þetta leyti í miðjum klíðum að semja ritröð sem vakti mikla athygli: Afangar, en 2. bindi, kom þetta ár út hjá Helgafelli. Björn Guðfinnsson var þá búinn að semja merkilega skólabók, sem átti eftir að endasf lengi síðan og margir íslendingar af eldri kynslóðinni telja að þeir búi alltaf að henni: íslenzk málfræði 3. útgáfa kom út á árinu. Fagurbókmenntir Að lokum er að geta bókar sem óhætt er að segja að hafi verið bam síns tíma, en ekki notið almennra vinsælda, enda var hún þáttur í pólitísku alheimstrúboði: Saga Kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna kom út í þýðingu Bjöms Franz- sonar og Víkingsútgáfan gaf hana út. Fáir voru oftar í fréttunum á lýð- veldisárinu en Winston Ghurchill, forsætisráðherra Breta, sem átti eftir að fá Nóbelsverðlaun í bók- menntum síðar, mörgum til allnokk- urrar undmnar. Hann var engu að síður kunnur rithöfundur á stríðsár- unum og í þýðingu Benedikts Tóm- assonar, skólastjóra í Flensborg, kom út eftir hann minningabókin Bernskubrek og æskuþrek. Séra Sigurður Einarsson, síðar prestur í Holti en þá kunnur útvarpsþulur, þýddi hinsvegar Ævisögu Byrons eftir André Maurois. Þegar litið er yfir það sem út kpm af skáldskap og fagurbókmenntum yfirleitt, er einn greinilegur munur frá því sem nú sést í hinu árlega bókaflóði: Þýddar bókmenntir voru tiltölulega miklu fyrirferðarmeiri í útgáfunni 1944 en núna. Aðalá- stæðan er augljós. Rithöfundar voru í fyrsta lagi mun færri en nú. í annan stað var Ríkis- útvarpið eini ljósvakam- iðillinn og framboð á af- þreyingarefni var hverf- andi á móti því sem nú er orðið. Fyrir daga sjón- varps, myndbanda, út- varpsrása og „glanstímarita“ hafði bókin allt aðra og sterkari stöðu sem afþreyingarmiðill til viðbótar við eilift menningarhlutverk sitt. Þar er skýringin á þessum fjölda þýddra bóka 1944. Fyrst er að telja þá bók sem var svo fræg 1944 að hvert mannsbarn mun hafa þekkt hana og fjöldi manns hafði notið þess unaðar að hlusta á Helga Hjörvar lesa hana í útvarp. Hér er að sjálfsögðu átt við Bör Börsson eftir norska rithöfundinn Johan Falkberget; bókin kom ein- mitt út þetta ár í þýðingu Helga Hjörvar. Annað ennþá frægara Norður- landaskáld þýddi Kristmann Guð- mundsson, nefnilega Sigrid Undset. Sú bók heitir Heim til framtíðarinn- ar. Hinn snjalli ljóðaþýðandi Magnús Ásgeirsson var upp á sitt bezta um þetta leyti og frá hans hendi kom ljóðabókin Meðan sprengjurnar falla, þýðingar á norskum og sænskum ljóðum. Ævinlega þótti fengur í bók eftir Pearl S. Buck, bandarískan rithöf- und sem um tíma bjó í Kína og hlaut Nóbelsverðlaunin 1938. Þetta árið kom út á íslenzku Móðirin í þýðingu Maju Baldvins. Hún hafði fleira á sinni könnu þetta árið; þýddi klass- ískt stórverk, Don Kíkóta frá Manc- ha eftir Cervantes. Á léttari nótum voru Ástir og ævi Casanova í þýð- ingu Helga Sæmundssonar. Allt eru þetta þekkt bókmenntaverk og það var einnig GreiFmn af Monte Christo eftir Alexander Dumas, sem Ólafur Þ. Kristjánsson íslenzkaði, svo og Nikulás Nickleby, eftir Charles Dic- kens í þýðingu þeirra Haraldar Jó- hannssonar og Hannesar Jónssonar. í þessari þýðingarunu er líka Gatan eftir sænska skáldið Ivar Lo-Johan- son, sem séra Gunnar Benediktsson þýddi. Fjöldi þýddra bóka er með ólíkindum. Fyrir utan það sem nefnt hefur verið komu út þýddar bækur eftir Asbjörnsen vg Moe, Vicki Baum, Eskine Caldwell, Aghöthu * Christie, F.J. Cooper, A. Conyan Doyle, George Goodchild, Helen Hunt Jackson, Sinclair Lewis, Walter Pitkin, Sally Salminen, F.E. Sill- anpáá, Georges Simenon, Jules Verne, Frans Werfel, og Stefán Zweig. Þá eru reyndar margir ótald- ir. Fáar nýjar skáldsögur Að sjálfsögðu voru nokkur höf- uðskáld fyrri alda dregin fram í lýð- veldisljósið. Til dæmis Hallgrímur Pétursson, en Hallgrímsljóð, sálmar og kvæði, komu út hjá Leiftri. Úr- valsljóð komu út eftir Jón Thorodd- sen hjá ísafold; Unnur Benedikts- dóttir Bjarklind valdi. Ljóðmæli Jón- asar Hallgrímssonar komu út og rit- aði Freysteinn Gunnarsson formála. Sögur Jóns Trausta um Höllu og heiðarbýlið og Önnu á Stóruborg voru fólki í mjög fersku minni 1944 þótt höfundurinn (Guðmundur Magnússon) væri látinn fyrir 26 árum. Nú þótti lag að gera út á vin- sældir hans og út kom Ritsafn Jóns Trausta V bindi, og stóð Bókaútgáfa Guðjóns Ó. að því. í þessum flokki er loks að geta Einars H. Kvaran, sem þá var látinn» fyrir 6 árum. Ritsafn hans kom út og sá Jakob Jóh. Smári um útgáfuna. Eins og venjulega var það þó nýjabrumið sem mesta athygli vakti pg þá umfram flest annað sá hluti íslandsklukkunnar eftir Halldór Kiljan Laxness sem heitir Hið Ijósa man og kom út hjá Helgafelli. Ánn- ars verður engan veginn sagt að verulegt fjör eða breidd hafi verið í skáldverkaútgáfu á þessu merkis- ári. Guðmundur Hagalín var þó jafnan mikilvirkur. Eftir hann komu út hjá Víkingsútgáfunni Förunautar og ádeiluritið Gróður og sandfok. Jóhann Magnús Bjarnason, f. 1866, var þá enn á lífi og 1944 kom út,. hin vinsæla saga hans Brasilíufararnir. Eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson kom út skáldsag- an Fjallið og draumurinn, sem Heimskringla gaf út og hjá ísafold kom út Evudætur eftir Þórunni Elfu Magn- úsdóttur. Hvíta höllin heitir skáld- saga eftir Elínborgu Lárusdóttur, sem út kom hjá Þorsteini M. Jóns- syni á Akureyri þetta ár og Guð- mundur Böðvarsson sendi frá sér ljóðabók: Undir óttunnar himni. Á_ ljóðræna sviðinu voru einnig Söngv- ar helgaðir lýðveldisstofnun, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Huldu. Útgefandi og kostnaðarmaður var Jón Björnsson. Síðast en ekki sízt er að telja það sem Eggert Stefáns- son, söngvari, lagði til málanna. Það var óðurinn til ársins 1944, sem kom út á bók, en Eggert hafði áður flutt hann í útvarpið á nýársdag 1944. AA vonum var áherzla á fornrita- útgáfu. Bókin var sterkari afþreyingar- miðill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.