Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 30 mánaða fangelsi og 20 milljóna bætur fyrir fjárdrátt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 45 ára gamlan mann, Stefán Hjaltested, til 30 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa í starfi hjá íslandsbanka, einkum sem þjónustustjóri í Grafarvogsútibúi, dregið sér og svikið út eða ráðstafað í heimildarleysi samtals um 47,3 milljónum króna af reikningum og öðr- um fiármunum viðskiptamanna sinna og bank- ans. Brot mannsins voru framin á árunum 1989- 1993. Maðurinn var dæmdur til að greiða bank- anum og einum viðskiptamanni samtals 20 millj- ónir króna í skaðabætur. Pjárdráttur mannsins var framinn með þeim hætti að hann dró sér fé af 13 bankareikningum eða fé sem honum bar að leggja inn á þá banka- reikninga. Féð nýtti hann heimildarlaust í eigin þarfir, ýmist með millifærslum á eigin reikn- inga, reikninga eiginkonu sinnar og fyrirtækja í eigu þeirra hjóna eða til endurgreiðslu inn á reikninga viðskiptamanna sem hann hafði áður dregið sér fjármuni af. Hluti fjárdráttarins, um 4 milljónir, var af sjóði sem ávaxtaður var á reikningi í bankanum og einnig var maðurinn sakfelldur fyrir að draga sér 2,6 milljónir af fé fólks sem hafði afhent honum fé til ávöxtunar. Setti skuldabréf til tryggingar skuldum eigin fyrirtækis Þá var maðurinn sakfelldur fyrir umboðssvik með því að taka við til innheimtu í bankanum skuldabréfum sem hann setti síðan að handveði til tryggingar á greiðslu skuldar eigin heildversl- unar í öðrum banka, samtals 1,2 millj. króna og fyrir að hafa notað víxil sem hann fékk útgef- ið og framselt frá viðskiptamanni til tryggingar vegna yfirdráttarheimildar sama fyrirtækis í íslandsbanka. Eins og fyrr sagði var fjárhæð sú sem maður- inn misfór með um 47 milljónir króna en hluta þess hafði hann notað til að leggja inn á reikn- inga sem hann hafði áður tekið af. í dómi Allans Vagns Magnússonar héraðs- dómara segir að brot mannsins hafi verið stór- felld, fjártökur hans hafi numið háum ijárhæð- um og bitnað á mörgum einstaklingum og sam- tökum. Maðurinn hafi misnotað aðstöðu sína í trúnaðarstarfi hjá bankanum þar sem hann naut sérstaks trausts viðskiptavina bankans. Maðurinn segist eignalaus og litlar líkur til að hann geti bætt það tjón sem af brotum hans leiði. Auk 30 mánaða fangelsisvistar var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og um 20 milljónir króna í skaðabætur; rúmar 17 millj- ónir til íslandsbanka og rúmar 2 milljónir til konu sem brot hans höfðu bitnað á. S VR á ný borgar- stofnun BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að Strætisvögnum Reykjavíkur hf., verði á ný breytt í borgar- stofnun og að hlutafélaginu verði slitið. Lagt er til að borgar- stjóm kjósi fimm menn og jafn marga til vara í stjórn SVR, frá og með félagsslitadegi hlutafé- lagsins. Gert er ráð fyrir að um störf stjórnar skuli gilda samþykktir SVR frá árinu 1967 með breyt- ingum á árinu 1974. Skal stjóm SVR taka yfir hlutverk stjórnar- nefndar um almenningssam- göngur eftir því sem við á. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks vísa í bókun sinni til umsagnar Hjörleifs B. Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar, sem gerð var að beiðni fyrrverandi borgar- stjórnar og fallast þeir á þá til- lögu að SVR hf., verði að nýju breytt í bprgarfyrirtæki. Borgarráðsfulltrúar Reykja- víkurlistans fagna því I sinni bókun að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins skuli hafa séð að sér og snúið af braut einkavæðing- arstefnu sem mörkuð var með eftirminnilegum hætti fyrir ári. Nú fari í gang fiókið ferli með tilheyrandi kostnaði sem betra hefði verið að losna við. Staða lands- bókavarðar erláus MENNTAMÁLARÁÐUNEYT- IÐ hefur auglýst laust til um- sóknar embætti landsbókavarð- ar við Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Umsóknar- frestur rennur út 30. júní næst- komandi. Framkvæmdum við Þjóðar- bókhlöðu er að ljúka og tekur safnið formlega til starfa 1. desember í ár undir nafninu Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn. í samræmi við nýsett lög um safnið verður ráð- inn til safnsins sérstakur lands- bókavörður til næstu sex ára. Allar stöður við Landsbókasafn og Háskólabókasafn verða Iagð- ar niður frá og með 30. nóvem- ber og starfsfólk ráðið til starfa við nýtt safn. Núverandi lands- bókavörður, Finnbogi Guð- mundsson, varð sjötugur fyrr á þessu ári og lætur af embætti 30. nóvember. Núverandi há- skólabókavörður er Einar Sig- urðsson. Tillögu um aðstoðarmann vísað til borgarslj órnar Fundur í borgarráði Morgunblaðið/Kristinn FYRSTI fundur borgarráðs nýs meirihluta var var haldinn í gær, og þar komu til fundar þau Árni Sigfússon, Gunnar Eydal ritari borgarráðs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Pétur Jónsson og Guðrún Ágústsdóttir auk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sigrúnar Magnúsdóttur. Á fundinum var borgarstjóri kjörinn formaður ráðsins og Pétur Jónsson varaformaður. Ingibjörg vill ráða Kristínu Arnadóttur TILLÖGU um að heimila borgar- stjóra að ráða mann sér til aðstoðar utan stjórnsýslu borgarinnar var vís- að til borgarstjómar á fundi borgar- ráðs í gær. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sagði að sér væri engin launung á að hún hefði Krist- ínu Árnadóttur í huga sem aðstoðar- mann. Gert er ráð fyrir að aðstoðar- maður hverfi úr starfí um leið og borgarstjóri og að laun og önnur starfskjör verði sambærileg við kjör aðstoðarmanna ráðherra. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins Iögðu fram fyrirspurn vegna ráðningarinnar, þar sem bent er á að með ráðningu aðstoðarmanns þyrfti líklega að breyta samþykktum borgarstjórnar. Spurt er um verk- svið aðstoðarmanns í stjómkerfi borgarinnar, hvort það sé mat borg- arstjóra að stjórnkerfíð verði skil- virkara og opnara með ráðningunni og hvort ráðgert sé að forseti borg- arstjórnar ráði sér pólitískan aðstoð- armann. Loks er spurt um heildar- iaunakostnað vegna aðstoðarmanns. Utan við stjórnsýslu í bókun borgarstjóra segir að það sé mat þeirra sem skoðað hafi mál- ið, að ekki sé nauðsynlegt að gera breytingar á samþykktum borgar- stjómar vegna ráðningar aðstoðar- manns. Fram kemur að aðstoðar- maður vinni í umboði borgarstjóra og að þeim verkum sem borgarstjóri feli honum á hveijum tíma. Tillagan feli í sér að hann stapdi utan við stjómsýslu borgarinnar og hafi ekki Morgunblaðiö/Kristinn Lyklar afhentir JÓN G. Tómasson borgarritari, afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra lyklana að skrifstofu borgarstjóra, þegar hún kom til vinnu á fyrsta starfsdegi sem borgarstjóri í gær. sérstaka stjórnskipulega stöðu innan borgarkerfisins. Það sé alkunna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið um stjórnartaumana og mótað starfsemi borgarkerfsins í samfellt 60 ár. Það sé markmið R-listans að kerfið verði opnara og lýðræðislegra en verið hafi. Það yrði ekki síst á ábyrgð borgarstjóra að stýra því og til að það takist hratt og vel ásamt öðru telur borgarstjóri mikilvægt að fá til liðs við sig persónulegan aðstoð- armann. í bókun borgarráðsmanna Sjálf- stæðisflokks, segir að svörin beri með sér að þau séu samin í flýti en ekki ígmnduð sem skyldi. Eðlileg vinnubrögð borgarstjórnar hefðu verið að leita lögfræðilegs álits á spumingunni um breytingar á sam- þykktum fyrir stjórn Reykjavíkur- borgar. Ekici verði séð að svo mikið liggi á aðstoðarmanni borgarstjór- ans, sem aldrei áður hefur verið tal- in þörf fyrir, að ekki megi hafa vand- aðan undirbúning að ráðningu hans. Samþykktir í borgarráði Úttektá fjárhags- stöðu BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða tillögu R-listans um að fela óháðum aðila utan borg- arkerfisins að gera úttekt á núverandi fjárhagsstöðu borgarinnar. Það verði gert með sambærilegum hætti og þegar breyting varð á meirihluta borgarstjórnar árið 1978 og 1982. í bókun borgarráðsfulltrúar D-lista, kemur fram að ekki sé lagst gegn því að gerð verði úttekt á fjárh'agsstöðu borgar- innar af löggiltum endurskoð- endum. Rétt sé að benda á að í umfjöllun um borgarmál að undanförnu hafi verið gerð ítar- leg grein fyrir fjárhagsstöðu borgarinnar. í rekstrar- og fjár- hagsyfirliti ársreiknings borgar- sjóðs vegna ársins 1993 komi meðal annars fram að sameigin- legar tekjur voru 14,5 milljarðar og nettó skuldir 5,4 milljarðar, þannig að nettó skuldir séu 37% af sameiginlegum tekjum. Staðan sterk Félagsmálaráðuneytið miði við að nettóskuldir sveitarfélaga fari að jafnaði ekki yfir 50% af sameiginlegum árlegum tekjum. Þetta sýni að staða borgarsjóðs ■ sé afar sterk. Þá segir að á þessu ári nemi aukafjárveitingar um 590 millj., þar af um 400 millj. vegna atvinnumála, auk væntanlegra útgjalda umfram fjárhagsáætlun er nemi um 500 millj. vegna fjárhagsstöðu Fé- lagsmálastofnunar og atvinnu- mála skólafólks. Atvinnu- ráðgjafar ráðnir BORGARRÁÐ1 hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að ráðið verði í tvær stöður at- vinnuráðgjafa hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, sem tekur til starfa undir lok mánaðarins að Engjategi 11. Vísað er til frásagnar starfs- mannastjóra borgarinnar og framkvæmdastjóra vinnumiðl- unar borgarinnar af skipulagi og framkvæmd vinnumiðlunar í Noregi og Svíþjóð. Jafnframt til draga að tillögu að skipulagi Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar. 150 millj. til sumarstarfa BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða að leggja til 150.610.000 króna aukafjár- veitingu vegna sumarstarfa á vegum borgarinnar. Gert er ráð fyrir 275 störfum hjá embætti gatnamálastjóra, 160 störfum hjá embætti garð- yrkjustjóra, 150 störfum hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og 32 störfum á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs eða samtals 617 störfum. Jafnframt er lagt til að heim- ild verði veitt til að ráða skóla- fólk í samtals 80 störf á vegum veitustofnananna þriggja. Fram kemur að með þessum ráðstöf- unum sé talið að tekist hafi að tryggja öllu skólafólki í borginni sumarstarf í átta vikur að jafn- aði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.