Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 33
MINNINGAR
sinn. Síðar er Þyrí lést af slysförum
og Lóa hafði misst kæra systur
og ég frænku, sem okkur þótti svo
vænt um, þá urðu böndin sterkari.
Mörgum árum seinna, þegar systir
mín dó, þá kom Lóa, sagðist vita
að hún gæti ekki komið í stað syst-
ur minnar, en kannski að einhvetju
leyti. Og hún var þannig kona að
hún stóð við það sem hún sagði.
Alltaf hringdum við á afmælisdög-
um. Og núna í maí bjóst ég ekki
við hringingu. Viti menn, um
kvöldið hringir Hjálmar maður
hennar, með kveðju frá henni og
segir mér að hún sé komin á spít-
ala. Nú er Dúa ein eftir af systkin-
unum, þær áttu alltaf heima ekki
langt hvor frá annarri og núna
síðast í sama húsi. Það var alltaf
kært með þeim systrum.
Ég votta Dúu, Oddi og fjölskyldu
samúð mína. Lóa var gift Hjálm-
ari Hafliðasyni, ágætasta manni
og áttu þau eina dóttur, Sigríði.
Þau áttu fallegt heimili, sem gott
var að koma á og finna að maður
var velkominn. Þau hjón voru bæði
fagurkerar. Ég man er þau fengu
sér land uppi við Elliðarvatn. í
upphafí ætluðu þau að rækta kart-
öflur. En ekki leið á löngu áður
en þama var kominn fagur reitur
til að dvelja á. Tún, blóm, og lítið
hús með blómakerum undir hvetj-
um glugga, en í þá daga var það
nýjung á íslandi. Dóttir mín kall-
aði það ævintýrahúsið hennar Lóu
frænku.
Hjónin ferðuðust víða um heim-
inn og líka hér innanlands og fékk
dóttir þeirra að njóta þess með
þeim. Þær mæðgur voru mjög nán-
ar og eins var með ömmubörnin,
Svönu og Hjálmar litla.
Lóa átti aðra dóttur frá fyrra
hjónabandi, Birnu. Hún er búsett
í Bandaríkjunum. Það var kært
með þeim mæðgum og ijölskyldu
hennar og kom hún oft í heimsókn
til íslands og þau út til hennar.
Kæra Birna, ég votta þér og
fjölskyldu þinni samúð mína og
óska ykkur alls góðs. Kæri Hjálm-
ar, Sigga og fjölskylda, ég veit að
þið hafið mikið misst, en það er
eitt sem ekki er hægt að taka frá
ykkur, það eru minningarnar og
það er svo gott að eiga góðar minn-
ingar. Lóa var falleg kona, há og
samsvaraði sér vel, hafði sérstaka
rödd, en það sem einkenndi hana
mest, var hið ljúfa viðmót. Kæra
Lóa, þakka þér fyrir allt, ég ber
þér kveðju frá mér og fjölskyldu
minni. Ég enda með orðum systur
minnar: „Við sjáumst einhvers
staðar einhvern tímann.“
Brynja Helga Kristjánsdóttir.
Nú er hún elsku amma mín dáin
eftir langvarandi veikindi. Þegar
fólk er búið að ná svona háum aldri
getur maður alltaf búist við því að
það fari sína hinstu för, en samt
sem áður bregður manni þegar
maður fær að vita að einhver ná-
kominn manni er látinn.
Ég og amma mín höfðum gert
margt skemmtilegt saman og þegar
ég var lítil var hún eins og ein af
vinkonum mínum. Hún var aldrei
löt við það að leika við mig, við
fórum í alls konar leiki sem mér
þóttu skemmtilegir, t.d. búðarleik,
þá fékk ég alltaf að vera búðarkon-
an og hún kom svo og verslaði hjá
mér, og oftast var það snyrtidót og
skartgripir sem ég seldi henni, en
hún var ekkert hrædd við að lána
mér þá. Hún kippti sér aldrei upp
við það þótt ég draslaði allt út hjá
henni, tæki snyrtidótið hennar og
skartgripina og rifi allt út úr öllum
skápum til þess að fínna mér eitt-
hvað til að leika mér að. Eitt sem
mér þótti afar gaman að gera var
það að sulla í vaskinum hjá henni
með alls konar mat eins og hrís-
gijón og hveiti og þykjast vera
kokkur. Svo kom hún og þóttist
smakka og sagði alltaf að maturinn
væri svo góður.
Þegar ég var búin í skólanum á
daginn fór ég alltaf til hennar og
gaf hún mér þá alltaf eitthvað gott
að borða. Allt sem hún bjó til fannst
mér gott og er mjög eftirminnilegt
hvað hún bjó til gott kjöt í karrý
og hrísgijónagraut. Ég gat aldrei
borðað þetta tvennt nema amma
hefði búið það til og get ég það
ekki enn þótt margir hafi boðið mér
það og öllum finnist það gott nema
mér. Allavega er eitt víst að ég
mun sakna eldamennsku ömmu
minnar.
Mér og ömmu minni fannst alltaf
svo gaman að syngja saman og
gerðum við það oft tímunum sam-
an. Hún kenndi mér mörg skemmti-
leg lög sem hún hafði lært og ég
kenndi henni líka.
Nú kveð ég hana ömmu mína
og vona ég að henni líði nú vel eft-
ir allt sem hún hefur þurft að þola
vegna veikinda sinna. Ég mun aldr-
ei gleyma því hvað hún var alltaf
góð við mig og hvað það var alltaf
gott að koma til hennar og afa
míns, sem ég bið góðan guð að
hjálpa í sorg sinni. Eg held að það
verði að leita langt til að finna eins
góða ömmu og amma mín var.
Svana.
SIGURJÓN HALLDÓRSSON
+ Sigurjón Magn-
ús Halldórsson
fæddist í Reykjavík
4. desember 1948.
Hann lést í Reykja-
vík 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Sigrún
Lína Helgadóttir, f.
2. ágúst 1920, og
Halldór Sigurðs-
son, f. 30. des. 1913,
d. 1970.
Systkini Sigur-
jóns eru fimm tals-
ins, talin í aldurs-
röð: Jóhann Jör-
undur, Guðmundur Freyr, Yal-
geir Rafn, Helgi og Sigurlína
Anna. Ungur að árum fór Sig-
urjón að Hólum í Hjaltadal og
nam þar búfræði. Síðar lærði
hann húsgagnabólstrun og
starfaði við þá iðn sína ásamt
því að vera sendibílsljóri á
Nýju sendibílastöðinni í gegn-
um árin. Einnig starfaði hann
á Sólheimum í Grímsnesi síðast-
liðin tíu ár með hléum. Hann
hóf sambúð með Ernu Katrínu
Óladóttur árið 1971 og giftu
þau sig 26. desember 1974. Þau
eignuðust þijú börn sem eru:
Óli Halldór, f. 4. apríl 1973,
Sigrún Lína, f. 16. sept. 1974,
og Siguijóna Soffía, f. 26. sept.
1978. Fyrir átti Erna þijár
stúlkur sem hann ól
upp. Þær eru: Linda,
f. 26. sept. 1961, Rut,
f. 19. ágúst 1964, og
Bergþóra, f. 26. októ-
ber 1965. Siguijón og
Erna slitu samvistir
eftir 13 ára sambúð.
Seinni kona Sigur-
jóns var Sigríður
Kragh frá Gelti í
Grimsnesi, f. 26. júlí
1961 og eignuðust
þau tvö börn sem eru:
Andri Þór, f. 1. júlí
1986, og Elín Ósk, f.
6. apríl 1988. Fyrir
átti Sigríður einn son sem er
Viðar Hreinn, f. 15. apríl 1980.
Siguijón og Sigríður slitu sam-
vistir 1993. Útför Sigurjóns fór
fram frá Áskirkju fimmtudag-
inn 9. júní síðastliðinn.
VINUR er fallinn í valinn langt
fyrir aldur fram. Mig langar að
minnast þín með örfáum orðum og
þakka fyrir góð kynni. Það var fyr-
ir tíu árum sem kynni okkar hófust
og sá ég strax að þarna var ljúf-
menni á ferð, enda þegar ég lít nú
yfir farinn veg sé ég að þar hefur
mér ekki skjátlast.
Hvort sem við ferðuðumst saman
eða við hittumst einhvers staðar
varstu alltaf tilbúinn með þitt góð-
látlega bros og jákvæðni, en oft
hugsaði ég að ekki liði þér alltaf
samkvæmt því. En þú virtist lítið
gefínn fyrir að koma byrðum þínum
á aðra, en tókst frekar þarfir ann-
arra fram yfir þínar þyrftu þeir á
því að halda.
Eftir að ég frétti andlát þitt hef
ég enn einu sinni hugsað um til-
gang þessa alls, en það er nú einu
sinni þannig í þessu lífi að maður
fær ekki svör við öllu, kannski sem
betur fer.
Öll lendum við í erfiðleikum í líf-
inu, mismiklum þó og fórst þú ekki
varhluta af þeim. Eg held að þú
hafir lent í þeim ótrúlega miklum
og sigrast á þeim án þess kannski
að taka eftir því sjálfur. Það sann-
ast bara enn einu sinni að góð-
mennska og kærleikur duga ekki
alltaf í lífsbaráttunni.
Þú lætur eftir þig fimm yndisleg
börn sem eru góður minnisvarði um
þig og ekki skulum við gleyma fóst-
urbörnunum þínum fjórum sem þú
svo sannarlega reyndist vel. Allir
þessir einstaklingar munu alltaf búa
að því sem þú gafst þeim. Ég votta
þeim, móður þinni, systkinum og
öllum þeim sem eiga um sárt að
binda við fráfall þitt mína dýpstu
samúð.
Hvíl þú í friði.
'Gunnar Björnsson.
Sterkasta
bílabónið
sem við höfum
selt sl. 10 ár!
Það er ekkert venju-
i > legt bón, sem er
vJsölunæst hjá okkur
5 ár í röð.
ULTRA GLOSS
hefur verið það.
ESSO
STOÐVARNAR
Sterkasla
bílabónið
okkar Þolir
tjöruþvott
Því ULTRA GLOSS
leysist hvorki upp í
W tjörueyði, white
spirit né
terpentínu
ESSO
STOÐVARNAR
Sterkasta
bílabónið
okkar er
mjög auðvelt
\ í notkun
Fylgdu íslenskum
"^núleiðbeiningum og
þá skilurðu
vinsældir
ULTRA GLOSS
ESSO
IM >*á • STÖÐVARNAR
BOSCH fræsari- POF 600 ACE
Verð áður kr. 26.403.
Tilboðsverð kr. 16.960.
BOSCH borvél
— CSB 650 RE
— Verð áður kr. 22.241
Tilboðsverð kr. 14.950
BOSCH hefill — PHO 100
— Verð áður kr. 17.793.
Tilboðsverð kr. 10.950.
BOSCH pússikubbur —
PSS 23 — Verð áður kr. 9.327
Tilboðsverð kr. 6.490.
BOSCH stingsög — GST 60 PBE
— Verðáður kr. 26.616.
Tilboðsverð kr. 18.900.
BOSCH slípirokkur — GWS 9-150 CMS —
Verð áður kr. 17.385. Tilboðsverð kr. 11.960.
BOSCH slípirokkur — GWS 20-180 — Verð áður kr. 25.920.
Tilboðsverð kr. 17.980.
BOSCH borvél f. rafhlöður
— GBM 9.6 VES
— Verð áður kr. 32.670.
Tilboðsverð kr. 23.980.
BOSCH hjólsög — GKS 54 — Verð áður kr. 22.100.
Tilboðsverð kr. 15.980. ____
BOSCH fræsari
— GOF 900 A
— Verðáður kr.31.496.
Tilboðsverð kr. 23.300.
BOSCH múrfræsari
— GNF20 CA
— Verð áður 59.282. "
Tilboðsverð kr. 35.220.
BOSCH pússikubbur
— GSS 16 A —
Verðáðurkr. 10.889. -
Tilboðsverð kr. 7.980.
BOSCH nagari — GNA 2.0
— Verðáðurkr. 38.715.
Tilboðsverð kr. 28.670. _>
BOSCH klippur — GSC 1500
— Verð áður kr. 33.271. ,
Tilboðsverð kr. 14.890. I
BOSCH flöskufræsari
— GGS 27L — Verð áður kr. 36.245.
Tilboðsverð kr. 19.980.
FYRIRTÆKI, VERKTAKAR OG VELALEIGUR !
Bjóðum einnig stórar sem smáar brot- og borvélar á afsláttarverði
Símapöntun 91-38825
Sendum í póstkröfu
B R Æ Ð U R N
sími 38825
BOSCH
Verkfæratilboð