Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 17 ■imism ■ ' wssmem Atlantshafsflug Utanríkisvidskipti VIÐSKIPTI fyrimxia Maryret J. Sigurz Ftgur&ardrottning lilandi 1994 Innilegar þakkir til allra sem minntust mín á 100 ára afmceli mínu þann 6. júní sl. Ögmundur Ólafsson frá Litla-landi, Vestmannaeyjum, Norðurbrún 1, Reykjavík. Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug með nœrveru sinni á áttrœðisafmœli mínu og glöddu mig með blómum, gjöfum og Skeytum. Guð veri með ykkur öllum. Margrét Sæmundsdóttir, Miðhúsum, Garði. Blab allra landsmanna! ptor0tutMafcife - kjarni málsins! Þar sem ferðalamé bvrjai SEGLA Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 62l •f Delta hættir flugi á Atlantshafsleiðum New York. Reuter. BANDARÍSKA flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að hætta flugi á fjórum leiðum yfir Atlants- haf í september og losa sig við all- ar 13 flugvélar sínar af gerðinni Airbus Industrie A-310. Þetta er liður í niðurskurðaráætlun, sem miðast að því að ná fram tveggja milljarða dollara sparnaði á næstu þremur árum. Hætt verður við flug á leiðunum Cincinnati-Munchen, New York- Ósló og New York-Stokkhólmur frá og með 12. september og á leið- inni Miami-London frá og með 10. september. Þar með hættir Delta öllu flugi til Óslóar og Stokkhólmsv en sem fyrr verður hægt að fljúga til Lond- on frá Atlanta, Cincinnati og Detroit og til Múnchen frá Atlanta og New York (Kennedy) að sögn félagsins. Delta hefur áður skýrt frá því að sagt verði upp 2.500 tæknimönn- um, eða 22% 11.000 tæknimanna félagsins, til þess að skera niður útgjöld tæknideildar þess um 175 milljónir dollara á ári. Þessar ráðstafanir eru liður í umfangsmikilli niðurskurðaráætlun Delta, sem var kunngerð í apríl. Alls hyggst félagið fækka 72.000 starfsmönnum sinum um 12- 15.000 fyrir 30. júní 1997. „Sú áætlun okkar að láta flugið yfir Atlantshaf bera sig er á réttri leið,“ sagði Ronald W. Allen, for- stjóri og aðalframkvæmdastjóri Delta, í yfirlýsingu. Hann sagði að hagnaður hefði orðið af fluginu yfir Atlantshaf í apríl, 12. mánuðinn í röð, og að bókanir á næstu mánuð- um bentu til þess að hagur félags- ins mundi halda áfram að batna. „Við gerum ráð fyrir að halda áfram að bæta stöðu okkar í Atl- antshafsfluginu ár frá ári með frek- ari ráðstöfunum til þess að efla reksturinn á Norður-Atlantshafi,“ sagði hann. Nýir frí- verslunar- samning- ar EFTA FRÍVERSLUNARSAMNINGAR EFTA-ríkjanna, þ.m.t. íslands, við Búlgaríu, Rúmeníu og Ungveijaland gengu í gildi 1. júní sl. Áður höfðu verið gerðir fríverslunarsamningar við Pólland og ísrael. Samhliða þess- um samningum hefur ísland gert tvíhliða samninga við þessi ríki um tilteknar landbúnaðarafurðir, sem tóku gildi frá sama tíma og fríversl- unarsamningarnir. Fjármálaráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um tollmeðferð innflutn- ings frá ofangreindum löndum í sam- ræmi við hina nýgerðu samninga, að því er segir í fréttatilkynningu. Fríverslunarsamningar þessir eru að meginefni samhljóða fríverslunar- samningum sem ísland hefurgert við Evrópusambandið. í samningunum er kveðið á um tollfrelsi allra iðnaðar- vara, þ.e. vara í 25. til 97. kafla tollskrárinnar. Að auki er kveðið á um fríverslun um tilteknar matvörur, unnar úr landbúnaðarhráefnum, og nokkrar tegundir sjávarafurða. I samningi íslands við hvert ofan- greindra ríkja eru ennfremur ákvæði sem heimila tollfijálsan innflutning nokkurra tegunda landbúnaðarvara. Fyrr á þessu ári hóf Delta sam- vinnu við nokkur evrópsk flugfélög og hætti ferðum milli New York og Brussel, Búdapest og Vínar. Félagið hætti einnig beinu flugi milli San Francisco og Frankfurt. Delta segir að eftir síðustu breyt- ingarnar og breytingar þær sem voru gerðar í fyrra muni félagið halda uppi 21% færri ferðum yfir Atlantshaf en í september 1993, en halda uppi þjónustu til nær allra markaða frá öðrum stöðum eða með samvinnu við önnur flugfélög. Áður hefur félagið skýrt frá fyr- irhuguðu samstarfi við Virgin Atl- antic Airways, sem muni gefa kost á ferðum milli London og Miami, Los Angeles, New York (Newark og JFK), San Francisco, Orlando og Boston. Fyrirhugað er að þessi samvinna hefjist í nóvember 1994 að fengnu leyfi bandarískra stjórn- valda. r - r r j \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.