Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ [ÉjllllSESB 42 myrtir í Sao Paulo ALLS voru 42 myrtir í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, um helgina, og segir lögregla að þetta sé blóðugasta helgi í sögu borgarinnar. Tólf fullorðn- ir voru myrtir í húsi í úthverfí borgarinnar, en þar var unga- barni þyrmt. Að sögn lögreglu höfðu flest hinna myrtu verið við eiturlyfjaneyslu, og hafði verið skotið í höfuðið. A öðrum stað réðust þrír menn inn í hús og skutu sex menn sem sátu að snæðingi. Arafat, Rabin og Perez í París YASSER Arafat, leiðtogi PLO, Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísrael og Shimon Perez, utanríkisráðherra ísrael, munu allir hittast í höfuðstöðvum Mennta- og Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í París, þann 6. júlí næstkomandi. Þar munu þeir taka við friðarverðlaunum stofnunarinnar, sem þeim voru veitt í september, eftir að hafa undirritað sögulegan friðarsátt- mála Bætur vegna bíóbekkjar ÍRA nokkrum, sem fyrir fimm árum skaddaðist á baki þegar bíóbekkur hrundi, voru í gær dæmdar sem svarar rúmlega 11 milljónum króna í bætur. Maðurinn hafði verið óvinnufær frá því óhappið varð. Kvik- myndahúsinu var gert að greiða bæturnar. Breytt viðhorf til kynlífs KYNLÍF veldur kínverskum hjónum ekki lengur vandræð- um, og nú á dögum ber það jafnvel við að kínverskar eigin- konur eiga frumkvæðið í kynlífi hjóna. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var í Kína, hafa orðið miklar breyt- ingar á viðhorfí fólks til kynlífs frá því kommúnistar tóku völdin árið 1949. Rúmlega 70 prósent svarenda kváðust ekki telja það hjónum til skammar að stunda kynlíf. Einungis eitt prósent taldi getnað vera eina tilgang- inn með kynlífi. Palestínskur lögreglumað- ur skotinn PALESTÍ N SKUR lögreglu- maður lést af skotsári þar sem hann var við skyldustörf á Gazasvæðinu í fyrrinótt. Atvik- ið átti sér stað um hálfan kíló- metra frá bækistöð ísraels- manna, en málið er að flestu leyti óljóst. Útvarp í ísrael seg- ir að lögreglumaðurinn hafí orð- ið fyrir slysaskoti úr eigin byssu. Palestínskir embættis- menn vildu ekkert segja um hvort einhver væri grunaður um aðild að málinu. Þetta er í fyrsta sinn sem palestínskur lögreglu- maður lætur lífið við skyldu- störf á Gazasvæðinu eftir að lögregla tók við gæslu á svæð- inu og í Jeríkó af ísraelsher, fyrir rúmum mánuði. SÞ vongóðar um vopnahlé í Jemen Dubai, Tókýó, Sanaa. Reuter. LAKHDAR Brahimi sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Jemen- deilunni sagði í gær að skriður væri kominn á tilraunir til að koma vopnahléi í kring í Jemen en það átti að koma til framkvæmda 1. júní. Heimildir í Aden hermdu í gær að bardagar sem blossuðu upp á mánudag hefðu Qarað út í gærmorgun. Brahimi sagði að samkomulag hefði náðst í gær um skipan nefnd- ar til að framfylgja vopnahléi og fylgjast með að það væri virt eftir að norðanmenn féllust á þá tillögu sunnanmanna að í nefndinni yrðu óháðir erlendir foringjar til viðbót- ar jemenskum liðsforingjum. Saudi-Arabar neita því að þeir hyggist búa Suður-Jemenum vopn í hendur, og segja ásakanir Norð- ur-Jemena um slíkt vera með öllu tilhæfulausar. Norður-Kóreumenn. hafa einnig borið af sér ásakanir sama efnis. Þá hafa Norður- Jemenar ennfremur sakað Saudi- Araba um að hafa safnað herliði við landamæri ríkjanna. Opinber fréttastofa Saudi-Arabíu hafði eft- ir embættismanni síðastliðinn sunnudag að ásakanirnar væru tilhæfuláusar, en kæmu ekki á óvart. Saleh sagði í síðustu viku að Norður-Kóreumenn hefðu fallist á að senda Suður-Jemenum orrustu- þotur og eldflaugar. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu fullyrti í gær að þær ásakanir væru „uppspuni frá rótum“. Vill svipta Zhirínovskíj þinghelgi Moskvu. Reuter. SETTUR ríkissaksóknari Rúss- lands, Alexej Ilyusjenko, fór í gær fram á að þjóðernisöfga- maðurinn Vladímír Zhírínovskíj yrði sviptur þinghelgi svo hefja mætti rannsókn á meintum stríðsáróðri hans. Að sögn Int- erfax fréttastofunnar er krafa saksóknarans byggð á frum- rannsókn á bók Zhírínovskíjs, „Síðasti leikur að sunnan.“ í bókinni ræðir Zhírínovskíj um að landamæri Rússlands verði færð út að Indlandshafí og Miðjarðarhafi. Saksóknarar eru sagðir vilja að kærur gegn honum verði meðal annars um stríðsáróður, en refsing gæti orðið allt að átta árum í fang- elsi. Reuter Kurteisi í Rósagarðinum AKIHITO Japanskeisari og Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, skála í veislu sem haldin var í Rósa- garði Hvíta hússins. Tilefnið var heimsókn keisarans og keisara- ynjunnar til Bandaríkjanna. Þjóðhöfðingjarnir hafa verið kurteisir hvor í annars garð og ekki hefur verið minnst á þær viðskiptadeilur sem ríkin hafa átt í. Kurteisisvenjur vöfðust dálítið fyrir gestum í veislunni í Rósagarðinum. Flestir banda- rísku gestirnir tóku hönd fyrir- mennanna að amerískum sið, en málið var öllu flóknara fyrir jap- önsku gestina sem voru á báðum áttum hvort þeir skyldu taka í hönd eða hneigja sig. Ur varð að þeir tóku í hönd Clintons, hneigðu sig fyrir keisaranum, tóku hönd forsetafrúarinnar og hneigðu sig fyrir keisaraynjunni. Rússneski sellistinn Mstislav Rostropovitsj hafði sinn háttinn á, og tók í hönd karlmönnunum en hneigði sig fyrir konunum og kyssti á hönd þeim. Eigikona fréttafulltrúa japanska sendi- ráðsins hneigði sig fyrir öllum. Rússnesk stjórnvöld vara Bandaríkjamenn og Bosníu-Serba við Segja afnám vopnasölubanns geta leitt til heimsstyijaldar Reutxir FRANSKIR friðargæsluliðar í Sarajevó þiggja veitingar hjá þjóni í króatíska sendiráðinu. Tilefnið var fyrsta heimsókn forseta Króatíu, Franjo Tudjman, til borgarinnar frá því stríðið í Bosníu hófst. Moskvu, Sarajcvó. R*uter. RÚSSAR hafa varað Bandaríkja- menn við því að sniðganga vopna- sölubann Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á stjómarherinn í Bosníu, þar eð slíkt gæti ýtt undir deilur á alþjóðavettvangi og jafvel leitt til þriðju heimsstyijaldarinnar. An- drei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að Serbar skyldu fallast á friðartillögur SÞ og láta af hendi mikinn hluta þess lands sem þeir hafa unnið í bar- dögum. Sir Michael Rose, yfírmað- ur gæslusveita SÞ í Bosníu, segir að herfylkingar þar hafi setið á sér síðan samið var um vopnahlé á fðstudaginn, og nú ríði á að stjórnmálamenn komist að sam- komulagi, áður en bardagar hefj- ast að nýju. Kozyrev notaði tækifærið í gær þegar hann fundaði með Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og gagnrýndi bandaríska stjórn- málamenn fyrir að samþykkja að Bandaríkin beiti sér fyrir því að vopnasölubanni á múslimi í Bosníu verði aflétt. „Ef þeir taka þannig afstöðu með múslimum mun það breyta ástandi stjórnmálanna ... Það myndi án efa verða kveikjan að nýrri heimsstyrjöld,“ sagði Koz- yrev við fréttamenn. Serbum sagt til syndanna Þetta eru hörðustu orð sem hann hefur látið falla í garð Bandaríkj- anna frá því átökin í fyrrum Júgó- slavíu hófust. En til mótvægis sagði hann að Serbar yrðu að láta af hendi megnið af því landi sem þeir hafa unnið. Hann tjáði Karadzic á fundi þeirra að Serbar, sem eru einunigs um 31% af íbúum Bosníu, skyldu fallast á friðartillögur SÞ, en í þeim er gert ráð fyrir að 51% lands heyri undir ríkjasamband Króata og múslima, og 49% til- heyri Serbum. „Ef þið viljið halda frið, þá getið þið treyst á afdráttar- lausan stuðning Rússa,“ sagði Koz- yrev við Karadzic, sem kom til Moskvu til þess að taka við bók- menntaverðlaunum. Evrópskir, rússneskir og banda- rískir embættismenn - tengslahóp- urinn svonefndi - vinnur nú hörð- um höndum að endanlegu korti af Bosníu, þar sem landinu er skipt milli múslima og Króata annars- vegar og Serba hinsvegar. Tengslahópurinn leggur til skipt- ingu þar sem Bosníustjórn fær heldur meira land en Serbar, en deiluaðilar hafa báðir hafnað slík- um tillögum hingað til. Rose sagði við fréttamenn í Sarajevó í gær að hermenn í landinu stæðu sig vel, og stríðsfylkingar sætu á sér. Það lægi mjög á því að stjórnmála- mennirnir næðu samningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.