Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 39 Fjórar milljónir í söfn- un Rauða krossins ÞORGEIR Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, færir Sig- rúnu Árnadóttur, framkæmdastjóra RKI 250.000 króna ávísun í söfn- unina „Þau eru á þínum vegum“ sem er í þann mund að Ijúka. Með þeim á myndinni er Sigríður Guðmundsdóttir yfirmaður alþjóðasam- starfs RKÍ. í fréttatilkynningu segir: Alls hafa safnast um fjórar milljónir króna í söfnuninni sem hófst fyrir rúmum mánuði. Hún fór þannig fram að bréf með áföstum giróseðli var sent inn á heimili landsmanna. í bréfinu var leitað eftir stuðningi við Veraldarvakt Rauða kross Isiands, en vaktina standa svokallaðir sendifulltrúar, um 50 manns úr ýmsum starfsgreinum, sem eru reiðubúnir að fara utan til hjálparstarfa með stuttunl fyrirvara. Áralega sendi RKÍ á þriðja tug sendifulltrúa utan og þeir hafa starfað í 30 löndum. Á fimmta hundrað manns á niðjamóti í Garðinum Garði - Á fimmta hundrað manns kom á niðjamót Kjartans Heijólfs- sonar og Hildar Sveinsdóttur sem haldið var í Garðinum um helgina. Kjartan og Hildur bjuggu á Vatns- leysuströnd á 19. öld, lengst af að Miðgarði, þar sem þau eignuðust 13 börn. Fyrstu gestirnir mættu á föstu- dagskvöld og var tjaldbúðin reyst á tjaldstæðinu milli vitanna. Að- alsamkundan var svo á laugardag en henni lauk með varðeldi á mið- nætti. Á sunnudag var sameiginlegt kaffi í samkomuhúsinu áður en menn héldu til síns heima eftir vel- heppnað mót. Meðfylgjandi mynd er af hluta tjaldbúðanna tekin úr Garðskaga- vita, en gestirnir fengu að fara upp í vitann auk þess sem þeir höfðu afnot af vitavarðarhúsinu og sam- komuhúsinu á staðnum. Ný barna- fataverslun BARNAFATAVERSLUNIN Blá- skjár var opnuð nýlega á Suður- landsbraut 52, í bláu húsunum við Fákafen og snýr yerslunin upp að Suðurlandsbraut. í versluninni fæst tískufatnaður m.a. frá framleiðend- um Ragazzi í Hollandi og Lemmi í Þýskalandi o.fl. Til að byija með verður aðal- áherslan lögð á fatnað fyrir eins til sjö ára börn. Eigandi verslunarinn- ar er Arna Ragnarsdóttir. Þess má geta að verslunina myndskreytti 16 ára gömul lista- kona, Andrea Helgadóttir. Sýningu á myndverkum í Kring’lunni að ljúka AÐ UNDANFÖRNU hefur staðið yfir sýning á 106 myndverkum eftir unga íslendinga í Búnaðarbankan- um í Kringlunni. Sýningin er hluti af myndlistarverkefni á vegum ferðaátaksins „íslandsferð fjölskyld- unnar“ og Félags íslenskra inynd- listarkennara. Mikil aðsókn hefur verið á sýninguna og talið er að um 8.000 manns hafí skoðað hana. Tilefni þess að Búnaðarbankinn styrkir þetta framtak er þríþætt: 50 ára afmæli lýðveldisins, ár fjölskyld- unnar og mikilvægi ferðaþjónustu sem eins helsta vaxtarbrodds verð- mætasköpunar á íslandi. Eins og áður sagði lýkur sýning- unni 16. júní, en hún er opin frá kl. 13 til 18 daglega. KONAN eilip MED t-.t VIÐARVORN FRA WOOD Woodex LaS£W«X ER HÚH LJÓSHÆRO OC BROSJtHOI EIHS OC SÓLIH SEM CJECIST IHH UM CLUCCHHH Í MORCUHSÁRIO 7 ER HÚH OÖKK OC SVALMHOI EIHS OC SKUCCAHLIO SKÖCARIHS Á SÍDSUMARKVÖLOn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.