Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 19 ...ma eg þá frekar biðia um ERLENT Kardínálar funda Lítthrifmr af uppgjöri við söguna Páfagarði. Reuter. KARDÍNÁLAR kaþólsku kirkj- unnar hafa tekið heldur fálega þeirri tillögu Jóhannesar Páls páfa, að kirkjan geri hreint fyrir sínum dyrum og verði búin að játa sínar sögulegu syndir fyrir aldamót. Þeir hafa hins vegar ákveðið að herða baráttuna gegn mannfjöldastefnu Sameinuðu þjóðanna og kalla hana „menningarlega heimsvalda- stefnu“ gagnvart fátækum þjóð- um. Kardínálarnir, 114 að tölu, hafa verið á tveggja daga fundi með páfa til að ræða hvemig fagna skuli upphafi þriðja árþúsundsins í sögu kristninnar. í setningarræðu sinni sagði hans heilagleiki, að kaþólska kirkjan ætti að hafa þrek til að viðurkenna mistök sín í ald- anna rás og væru aldamótin ágætt tilefni til þess. Talsmaður Páfagarðs, Joaquin Navarro-Valls, sagði í gær, að flestir kardínálarnir hefðu hins vegar verið þeirrar skoðunar, að aldamótahátíðin ætti að snúast um ímynd Krists sem frelsara fremur en um ákveðna þætti í sögu kirkj- unnar. Danski forsætisráðherrann giftist Evrópuþingmanni Skyrtustraujun- kostaði hana næstum stjórn- málaferilinn Kaupmannahöfn. Morgimblaðið. DANSKA forsætisráðuneytið til- kynnti í gær að Poul Nyrup Ras- mussen forsætisráðherra hefði gengið að eiga Lone Dybkjær sam- býliskonu sína og nýkjörinn Evr- ópuþingmann. Þau hafa búið saman í tæp tvö ár, en láta nú verða að því að fá pappír upp á sambandið. Þau eru ekki úr sama flokki, Nyrup er jafnaðarmaður en Dybkjær í Róttæka vinstriflokknum. Flokk- arnir eru hins vegar saman í stjórn. Dybkjær hefur mátt þola að sjá stjórnmálaferil sinn í lægð vegna sambandsins, en nú er útlit fyrir að hann taki aftur að rísa með þing- kjörinu. Það vakti óskipta athygli Dana þegar Nyrup og Dybkjær mættu hönd i hönd á Pavarotti-tónleika í Kaupmannahöfn fyrir tæpum tveimur árum. Síðan hafa staðið yfir látlausar vangaveltur um hve- nær og hvort þau létu staðar num- ið við pappírslausa sambúð, eða giftu sig. Dybkjær sagði strax að þau myndu gifta sig, þegar þau hefðu tima. Ekki gekk það þó eftir, því þau giftu sig i upphafi kosningabar- átturnnar. Þau völdu þá þann kost- inn að gifta sig i leyni á heimili sínu, án nokkurs tilstands. í gær buðu þau hins vegar blaðamönnum að hitta sig á garðveitingahúsi á Friðriksbergi, þar sem þau skáluðu og stigu léttan vals fyrir blaða- menn. Það hefur komið í ljós að Dyb- kjær hefur gengið illa að finna sér fótfestu bæði sem stjórnmálamaður og fylgikona forsætisráðherra. Hún er fyrrverandi ráðherra og nýtur mikils álits sem stjórnmálamaður, þannig að hún hefði verið eðlilegt ráðherraefni flokksins. Það lét hún þó framhjá sér fara. Hún situr á þingi, en sagði eftir trúlofunina að hún ætlaði sér að hafa hægt um sig, en það þótti ekki viturlegt af þingmanni að segjast ekki ætla að beita sér. í upphafi tilhugalifsins lét hún taka myndir af sér straujandi skyrt- ur Nyrups og sú mynd virðist hafa fest á sjónhimnu Dana, því hún hefur sífellt mátt heyra glósur um að nú ætlaði hún bara að sinna heimilisstörfum. En fyrir nokkru tilkynnti hún að nú væri hún hætt að strauja, skyrturnar væru bara sendar í þvottahús og hún stefndi á Evrópuþingið. Þar með er hún í hringiðu stjórnmálanna, en ekki lengur alveg á sömu þúfu og eigin- maðurinn. I gær gat hún svo bæði fagnað glæsilegum kosningasigri og brullaupstilkynningunni, eins og eiginmaður hennar benti á, um leið og hann bætti við að sjálfur gæti hann aðeins fagnað. Allir skildu að hann átti hér við slæma útreið hans flokks. HAGKAUP GALLAJAKKI KR. 3.995,- SKYRTA KR. 1.195,- GALLABUXUR KR. 2.495,- SKÓR KR. 3.595,- JAKKIKR. 4.995,- KJÓLL KR. 2.995,- SKÓR KR. 2.995,- GALLASKYRTA KR. 2.495,- BUXUR KR. 1.995,- BELTIKR. 989,- SKÓR KR. 3.595,- BLÚSSA/VESTI KR. 1.995,- BUXUR KR. 1.995,- SKYRTA KR. 1.695,- VESTI KR. 2.995,- JAKKI KR. 5.495,- SKYRTA KR. 2.995,- SKÓR KR. 2.995,- BUXUR KR. 1.995,- SKÓR KR. 3.595,- PILS KR. 3.495,- SKÓR KR. 3.995,- Nýtt kortatímabil hefst í dag Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu, þá minnum við á grænt númer póstverslunar 99 66 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.