Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ingibjörg Sólrún:
Skýrsla fjármálaráðuneytisins um 4 ára áætlun í ríkisfjármálum
Jafnvægi þýðir aukinn
hagvöxt og lægri vexti
ÞJÓÐHAGSHORFUfí1988
Meðalbreytingar milli áranna 1997og 1988.
Hagvöxtur:
Þjóöarútgjöld:
Einkaútgjöld:
Samneyslæ
Fjárfesting:
Atvinnutekjur á mann:
Framfærsluvísitala:
Kaupmáttur ráöstöfunar-
tekna á mann:
Atvinnuieysi sem hlutfall
afmannafia:
Langtímavextir:
I Jnratartlrami
Halladaemi
Halladæmi
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
leggur mikla áherslu á að jafnvægi
náist í ríkisfjármálum á næstu árum
og aðal forsenda bættra lífskjara sé
að draga úr útgjöldum ríkissjóðs.
Hann kynnti í gær áætlun í ríkisfjár-
málum þar sem miðað er að ná jafn-
vægi í ríkisbúskapnum innan fjög-
urra ára.
Náist jáfnvægi í ríkisfjármálum
á næstu árum með markvissum
niðurskurði ríkisútgjalda myndi
hagvöxtur aukast og raunvextir
lækka, sem hefði í för með sér
auknar fjárfestingar fyrirtækja og
einstaklinga og drægi úr atvinnu-
leysi. Verði hins vegar ekkert að
gert mun fjárlagahalli verða rúmir
22 milljarðar árið 1998, þrátt fyrir
efnahagsbata og hagvöxt á tímabil-
inu. Þetta er niðurstaða skýrslu
vinnuhóps fjármálaráðuneytis sem
falið var að leggja drög að áætlun
í ríkisfjármálum.
í skýrslunni er stillt upp tveimur
dæmum. Annars vegar svokölluðu
halladæmi þar sem miðað er við að
tekjur og útgjöld ríkissjóðs verði á
grundvelli gildandi laga, samninga
og ákvarðana. Hins vegar svo-
nefndu jafnaðardæmi þar sem gert
er ráð fyrir að jafnvægi náist í ríkis-
fjármálum 1998. Þar er lögð áhersla
á að lækka samneysluútgjöld ríkis-
sjóðs um 3-4% að raungildi frá
núgildandi fjárlögum, lækka fram-
lög ríkisins til einstaklinga, fyrir-
tækja og samtaka um 3% að raun-
gildi og dregið verði úr fjárfesting-
um um fimmtung.
22 milljarða halli
Niðurstaða halladæmisins er sú
að ríkissjóðshalli meira en tvöfaldist
á tímabilinu og verði um 22 milljarð-
ar króna árið 1998. Þá aukist skuld-
ir ríkissjóðs úr 48% af landsfram-
leiðslu í 59%. Hagvöxtur gæti orðið
um 1,5% á ári samanborið við 2,5-3%
í nágrannalöndunum, Verðbólgayrði
2-2,5% og kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna yrði í besta falli óbreyttur.
Þá er talið að atvinnuleysi fari vax-
andi og verði að minnsta kosti 6%
í lok tímabilsins og raunvextir hækki
um að minnsta kosti 2% og verði
þá 7% eða meira.
í jafnaðardæminu er hins vegar
gert ráð fyrir að hagvöxtur verði
um 3% i lok tímabilsins. Raunvextir
muni lækka verulega, eða í 3,5%.
Atvinnuleysi verði um 5%. Starfs-
skilyrði atvinnugreina muni batna
að mun, vegna lægri vaxta og auk-
innar almennrar eftirspumar. Þá
muni skuldasöfnun ríkisins stöðvast
og viðskiptajöfnuður verða í jafn-
vægi allt tímabilið.
Mikilvægt að draga úr
útgjöldum
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra kynnti skýrsluna í gær, og
sagði að sú umræða ætti sér gjarnan
stað í þjóðfélaginu að ríkissjóður
geti sífellt bjargað við atvinnulífinu
og því megi ekki undir nokkrum
kringumstæðum draga úr ríkisút-
gjöldum því þá sé verið að búa til
samdrátt. „Við teljum okkur færa
mjög sterk rök fyrir því að þetta sé
bull. Það sem þvert á móti skipti
máli sé að draga úr útgjöldum ríkis-
sjóðs til þess að framkalla meiri at-
vinnu og betri lífskjör í landinu,“
sagði Friðrik. m
Friðrík sagði skýrsluna grundvöll
umræðu sem þyrfti að fara fram í
ríkisstjóminni og þjóðfélaginu.
„Skýrslan er lögð fram vegna þess
að við teljum að það sé kominn tími
til þess nú, þegar við sjáum að hag-
vöxtur fer að glæðast hér á landi,
að við notum einmitt uppsveifluna,
hversu lítil sem hún verður, til að
bæta stöðu ríkissjóðs því það mun
hafa þær afleiðingar að staða ann-
arra þátta í efnahagslífinu batnar
hraðar en ella,“ sagði Friðrik.
Kristján Jóhannsson, óperusöngvari
Ég held að við
stefnum í mjög
góða tónleika
Tónleikar með Krist-
jáni Jóhannssyni,
tenór, verða í Laug-
ardalshöll, fimmtudaginn 16.
júní næstkomandi. Tónleik-
amir hefjast klukkan 19.00
og undirleik annast Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Hljóm-
sveitarstjóri er Rico Saccani.
Og hann er mættur til
leiks, búinn að prófa höllina,
en þar hafa staðið yfír gagn-
gerar breytingar og miklar
framkvæmdir, til að hljóm-
burðurinn megi vera sem
bestur.
„Ég er mjög lukkulegur
með breytingarnar í Laugar-
dalshöll," sagði Kristján.
„Þótt við getum varla talist
fullgild evrópsk menningar-
þjóð fyrr en við byggjum
tónlistarhöll, þá hefur komið
í ljós að það má margt gera
ef viljinn er fyrir hendi. Ég mundi
segja að hljómburðurinn í Höllinni
sé bara orðinn betri en í Háskóla-
bíói. Það eina sem vantar í húsið
er svörun en þeir ætla að setja
upp skerma á morgun.“
Hvaða máli skiptir svörun?
„Jú. Röddin fer út í húsið en
kemur ekki til baka. Þá átta ég
mig ekki eins vel á styrknum.“
Hvernig iíst þér á hljómsveitina,
eftir fyrstu æfinguna?
„Hún er mjög góð. Þar eru allir
svo elskulegir og vilja gera mjög
vel. Rico Saccani er líka frábær,
svo ég held að við stefnum í mjög
góða tónleika.“
Einhverjar fréttir hafa borist
af því að þú hafir gert samning
um geisiapiötu.
„Já, núna í september erum við
Saccani að fara í upptöku á Aidu
hjá Naxos geisladiskaútgáfunni.
Þetta er mín fyrsta geislaplata og
í hlutverki Aidu er Maria Dragoni,
upprennandi stórstjarna á Ítalíu.
Kórinn kemur hins vegar alls stað-
ar að, frá Englandi, Skotlandi,
Wales og jafnvel Írlandi. Það verða
alls 600 manns, að mér skilst, svo
það verður mikill „colore."
Uppinn Radames
„En fyrst Aida er nefnd þá var
ég að syngja hana í Hamborg um
daginn og það var undarleg upp-
færsla. Þú mannst kannski eftir
Sigurmarsinum, sem kórinn syng-
ur - mjög frægur mars. Þeir í
Hamborg breyttu honuml í jarðar-
för. Kórinn kom inn með líkkistur
og þeir sem höfðu lifað af stríð
Egypta og Eþíópa komu í hjóla-
stólum, voru handalausir eða fóta-
lausir. En þeir sem voru heilir, óðu
inn á sviðið og að konunum, skeiltu
þeim í gólfíð og nauðguðu þeim.
Þeir voru svona hungraðir eftir
að hafa verið í stríðinu."
Hvernig tóku áhorfendurþessu?
„Þeir púuðu og voru hundóá-
nægðir. Og það er sko ekki allt
búið, því í atriðinu þar sem Ramf-
is, æðstiprestur, á að rétta mér
(Radames) sigursverðið, þá færði
hann mér stresstösku í staðinn.
Þegar ég svo syng hinn mikla
dýrðaróð til Guðs, opna ég töskuna
og þá er í henni tölva.
Ég ýti á takka, eins og
mér er uppálagt að gera
og hvað heldurðu ... ?
Það þjóta bara sex skot-
flaugar upp í rjáfur á
leikhúsinu, eldrauðar með tilheyr-
andi óhljóðum og reykjarmekki.
Það er ekki orðið syngjandi í
Þýskalandi út af þessum níðings-
skap á óperunni. Margir af mínum
kollegum sem eru komnir í
fremstu röð kunna alls ekki að
meta þetta. Ef þeir eru ekki að
►Kristján Jóhannsson
hefur á undanförnum
árum sungið í öllum helstu
óperuhúsum heims, meðal
annars La Scala í Mílanó,
Metrópólitan-óperunni í
New York og Ríkisóper-
unni í Vínarborg. Kristján
er nú einn af eftirsóttustu
tenórsöngvurum í heimi.
syngja í „new production", það er
að segja fyrstu frumsýningu á
uppfærslu, þá óska þeir eftir
myndbandi með uppfærslunni
áður en þeir skrifa undir samning.
Vesalings Amneris var ekki
heldur neitt öfundsverð. í Nílars-
enunni er hún látin koma með
gríðarlegan blómvönd, íklædd
brúðarkjól og með slör sem nær
aftur í búningsherbergi. Þegar
hún fær ást Radamesar og Aidu
staðfesta, tínir hún af sér spjarirn-
ar; byijar á hönskunum, sem hún
fleygir út í sal, svo slörinu og
áfram heldur hún þar til hún
stendur á brókinni. Hún á að vera
svo örvæntingarfull."
Hvað ætiarðu að syngja á tón-
leikunum á fimmtudaginn?
„Ég ætla að syngja nokkrar
perlur óperubókmenntanna, meðal
annars tvær aríur, sem ég hef
aldrei sungið áður. Annað er
„impróvojo" úr Andrea Chénier.
Þetta er mjög fræg hetjutenórsar-
ía. Svo syng ég líka, í fyrsta skipti,
aríu úr 2. þætti II Trovatore.
Síðan bregð ég mér í léttari
tækni; syng úr La Boheme, sem
ég hef ekki sungið frá því árið
1981. í samtali sem ég átti við
Placido Domingo um daginn rædd-
um við einmitt hvað það væri sér-
kennilega valið í tenórhlutverk
þeirrar óperu í dag. Það er alltaf
verið að láta létta lýríska tenóra
syngja það, en þetta er mjög flók-
ið hlutverk, meira karakter tenór
og La Boheme skilar sér ekki vel
nema með dramatískari tenór.
Næst á efnisskránni verður
Vesti la giubba úr Pacliacci, þá
Nessun Dorma úr Turandot og svo
verð ég með aríu úr Carmen.
Hvað verður af auka-
lögum, veit ég ekki -
en ég hef fullan hug á
að vera með eitt ís-
lenskt lag. Hef þá helst
í huga Hamraborgina
mína.“ Þar með var tvöföldu „ex-
pressó" kaffibollunum lokið, Krist-
ján staðinn upp til að láta hendur
standa fram úr ermum, til að ná
því að uppfylla allar skyldur sínar
- og það er ólíklegt annað en
honum takist það, þvílík er orkan,
sem hann býr yfir.
Syngur perlur
óperupók-
menntanna