Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 23
LISTIR
Sápuópera á Sykurási
Leikgleði og snerpa
Kvikmyndir
Regnboginn
SUGAR HILL ★ '/2
Leikstjóri Leon Ichaso. Handrit
Barry Michael Cooper. Tónlist Ter-
ence Blanchard. Aðalleikendur Wes-
ley Snipes, Michael Wright, Theresa
Randee, Clarence Williams HI.,
Eamie Hudson, Abe Vogady, Leslie
Uggams, Sam Bottoms, Joe Dalle-
sandro. Bandarísk. J & M
Entertainment 1994.
SNIPES lætur hugan reika til
dapurlegrar æsku sinnar í Harlem
þar sem tónlistarmaðurinn faðir
hans (Clarence Williams III.) sá fyr-
ir fjölskyldunni með fíkniefnasölu.
Snipes og bróðir hans (Wright)
máttu horfa uppá móður þeirra falla
í valinn fyrir eitrinu og faðirinn fara
í hundana. Engu að síður hafa þeir
bræður fetað í fótspor föðurins og
orðnir umsvifamiklir dópsalar í Sug-
ar Hill, hverfinu þeirra niðurnídda í
Harlem. Snipes líkar þó illa við hlut-
skipti sitt og eftir að hann kynnist
glæsilegri stúlku (Theresa Randee)
af allt öðru sauðarhúsi vill hann
komast út úr hverfinu og öllu því
sem það 'stendur fyrir. En það reyn-
ist vandkvæðum bundið.
Ekki leynir sér að Sugar HiII hef-
ur litið betur út á borði en í orði og
mynd. En þó að metnaðinn skorti
ekki og fáeinir kaflar nái í gegn líkt
og upphafsatriðið, þá er heildar-
Kvlkmyndir
Laugarásbíó
SÍÐASTI ÚTLAGINN
(THELASTOUTLAW
Leikstjóri Geoff Murphy. Handrit
Eric Red. Aðalleikendur Mickey Ro-
urke, Dermot Mulroney, Gavan
O’Herlihy, Ted Levine, John C.
McGinley, Steve Buscemi, Keith
David, Daniel Quinn. Bandarísk.
Odyssey/HBO Pictures 1994.
NÝJA Mexíkó skömmu eftir
Þrælastríðið. Nokkrir útlagar, fyrr-
um Suðurríkjahermenn, fara um
rænandi og ruplandi undir stjórn
rustans Graffs (Mickey Rourke). A
stríðsárunum var hann einnig foringi
þeirra en nú er ræningjaflokknum
farið að ofbjóða grimmd hans og
miskunnarleysi. Uppúr sýður á flótta
eftir bankarán og er Graff skotin
til bana (að menn halda) af félaga
sínum Eustis (Dermot Mulroney).
En kauði liggur ekki lengi í dáinu,
gengur á mála hjá leitarmönnum og
eftirförin verður að uppgjöri milli
mannanna tveggja.
Síðasti útlaginn er fremur ómerki-
myndin vond, svo sem ekkert skárri
en einn skammtur af dramatískri
sápufroðu á skjánum. Á löngum
köfium kafnar atburðarásin í málæði
og innantómum, siðferðilegum
vangaveltum sem ekkert skilja eftir.
Rauði þráðurinn er ekki sem verstur
og vafalaust þeldökkum íbúum fá-
tækrahverfa stórborganna mikið
hjartans mál, en flest sem prjónað
er utaná hann er rýrt í roðinu. Aðal-
persónusköpunin er þokukennd, Sni-
pes á í innri baráttu, þjakaður af
sekt, sorg og ringulreið, en allt sem
hann gerir er fálmkennt brölt útúr
gettóinu, þangað sem hann getur
stofnað fjölskyldu og lifað heilbrigðu
lífi á dópsölumilljónunm. Aukaper-
sónurnar eru lítið skárri. Eldri bróð-
irinn hvað greinilegastur í sæmileg-
um meðförum Wrights, Abe gamli
Vigoda skilar enn einu Guðföðurs-
mafíósahlutverkinu af sinni hoknu
reisn og Clarence Williams III.
stendur uppúr í túlkun sinni á föð-
urnum. Myndin hlýtur að vera Sni-
pes álíka vonbrigði og áhorfendum.
Til skamms tíma hefur hann verið
ein skærasta stjarnan í breiðfylkingu
framúrskarandi hópi þeldökkra kvik-
myndaleikara. Hann má gæta sín,
Wesley Snipes hefur skapað sér nafn
sem á að standa fyrir gæðum. Leik-
stjórn Ichaso óskipuleg, líkt og hann
hafi ekki getað gert upp við sig
hvort Sugar HiII ætti að vera drama
eða spennumynd og tímaskeiðin
neinilla klippt saman með einstak-
lega ófullnægjandi útkomu.
leg, útsölulykt af mannskapnum -
beggja vegna myndavélarinnar.
Handritshöfundurinn Eric Red, sem
á nokkrar B-myndir að baki bæði
sem leikstjóri og höfundur, á slæman
dag, handritið bragðdauft, hrotta-
fengið og klisjukennt. Verst þegar
reynt er að leggja þorpurunum eitt-
hvað vitsmunalegt í munn. Það
hljómar illa. Leikurinn er ekki hótinu
skárri og þrekraun að sitja undir
ömurlegum, Brandóstælingum Ro-
urke. Maðurinn er greinilega ekki
fær um að skapa aðra manngerð og
töffarinn hans er vægast sagt orðinn
þreytulegur. Mulroney jafnvel enn
nöturlegri. Þannig að aðalleikararnir
eru ekki til þess að gleðja augað.
Forvitnilegir aukaleikararnir eru ill-
skárri; Buscemi, McGinley, David
og Levine. Kvikmyndatakan spenn-
andi og umhverfið hrikalegt. Leik-
stjórinn, Nýsjálendingurinn Geoff
Murphy, lofaði góðu með frumraun-
inni Utu, síðan ekki söguna meir.
Síðasti útlaginn er framleidd fyrir
Bandarískar kapalstöðvar en fram-
leiðurnir hafa bersýnilega talið hana
fullboðlega evrópskum kvikmynda-
húsgestum. Þeim skjátlast hrapal-
lega.
Sæbjörn Valdimarsson
TONLIST
Háskólabíó
PÍ ANÓTÓNLEIKAR
Vladimir Ashkenazy lék verk eftir
Beethoven og Prokofiev.
Mánudagur 13. júni.
VLADIMIR Ashkenazy hóf tón-
leika sína á Listahátíð með því að
leika tvær sónötur eftir Ludwig
van Beethoven. Þær eru báðar
opus 31, nr. 1 i G-dúr og nr. 2 í
d-moll, samdar árið 1802. Þær
marka tímamót í tónsmíðum Beet-
hovens. Hann hafði nýlokið við
Tunglskins- og Pastoralsónöturnar
og gat þess þegar þeim lauk að
nú hygðist hann taka upp nýja
stefnu í tónsmíðum. Rómantíkin
var að ná tökum á honum. Kjörorð
nýrrar aldar í bókmenntum og list-
um var „Sturm und Drang“. I stað
skynsemi og rökhyggju upplýs-
ingarinnar og klassíska tímans í
tónlist skyldu tilfinningar og inn-
blástur ráða gerðum manna.
Túlkun Ashkenazys á sónötum
Beethovens var full andstæðna. í
fyrri sónötunni sat hraði og gáski
í fyrirrúmi en í síðari sónötunni,
Der Sturm, kafaði hann í dýpt
verksins og gaf sér nægan tíma.
í lokaþætti seinni sónötunnar dró
hann einnig mjög vel fram dökkan
lit neðra sviðs hljóðfærisins en út-
víkkun tónsviðsins var einmitt eitt
af fyrstu einkennum rómantískrar
tónlistar.
Á síðari hluta tónleikanna lék
Ashkenazy tvö verk eftir landa
sinn Sergei Prokofiev, fyrst tvo
þætti úr ballettsvítunni Rómeó og
Júlíu í útsetningu tónskáldsins
sjálfs og sónötu nr. 8 opus 84 í
B-dúr. Prokofiev er eitt merkasta
tónskáld Rússa á þessari öld ásamt
Igor Stravinský og Dimitri Sjos-
takovitsj. Hann hafði sérstæðan
stíl sem þótti því miður of fram-
sækinn í Rússlandi á keisaratíman-
um, of íhaldssamur í París þegar
hann fluttist þangað og of borgara-
legur þegar hann loks sneri heim
í Sovét-Rússland árið 1936. Hann
hélt sig alla tíð við form klassísku
meistaranna; samdi sónötur, kon-
serta og sinfóníur að hætti þeirra
en einnig óperur, balletta og kvik-
myndatónlist.
Píanósónatan í B-dúr var samin
á árum síðari heimsstyijaldarinn-
ar. Tónlistin heldur sig innan
marka dúr- og mollkerfisins en
myndar stöðugt ný þríundasam-
bönd svo hana ber sífellt á nýjar
brautir. Ashkenazy lék þættina úr
Rómeó og Júlíu á undan líkt og
tvö inngönguvers að sónötunni;
frábað sér klapp á milli. Hann
hefur næma tilfinningu fyrir
dramatískri framvindu sem kom
einkum fram í lokaþætti sónötunn-
ar. Fyrsti þáttur hennar er hægur
og undirförull, annar þátturinn
léttari og gæddur skemmtilegum
hljómasamböndum en í þriðja þætti
blossar skapið upp. Túlkun As-
hkenazys á Prokofiev var stórkost-
leg og ber ríkum skilningi á tónlist-
inni vitni.
Það er hveijum þeim ljóst sem
sótti tónleika Vladimirs Ashkenaz-
ys að hann er einn fremsti tónlist-
armaður okkar tíma. Flutningur
hans einkennist af leikgleði og
snerpu. Fingrafimi hans er einstök
og kappið ódrepandi. Hann var
heiðursgestur Listahátíðar að
þessu sinni og var vel að því kom-
inn. Áheyrendur fögnuðu honum
innilega og hann lék fyrir þá að
skilnaði Impromptu opus 90 eftir
Franz Schubert.
Gunnsteinn Ólafsson
Myndlist
Farandsýning á
verkum barna
og unglinga
í GRUNNSKÓLANUM í
Stykkishólmi er hafin sýning á
120 úrvalsverkum úr myndlist-
arverkefnum barna og ungl-
inga, á vegum ferðaátaksverk-
efnisins ísland — sækjum það
heim.
Sýningin er farandsýning og
er þetta önnur sýningin í sum-
ar, en hún stendur til 19. júní.
Fyrsta sýningin var opnunar-
atriði Listahátíðar í Reykjavík,
en hátt í tíu þúsund gestir sóttu
þá sýningu sem haldin var í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
í fréttatilkynningu segjr:
„Eins og alkunna er fagna Ís-
lendingar 50 ára afmæli ís-
lenska lýðveldisins á þessu ári,
en jafnframt er árið tileinkað
íjölskyldunni. í tilefni þessara
merkilegu tímamóta þótti við
hæfi að vekja ungu kynslóðinni
til umhugsunar um landið. Því
var ákveðið að hleypa af stokk-
unum myndlistarverkefni fyrir
börn og unglinga, til að vekja
athygli þeirra á nánasta um-
hverfi sínu, landi og sögu.“
Sýningin er opin alla daga
frá kl. 13 til 17 og kl. 20 til 22.
Ingunn í Eden
SÝNING á olíu- og vatnslita-
myndum eftir Ingunni Jens-
dóttur hófst í Eden, Hveragerði
þriðjudaginn 14. júní. Ingunn
heldur sýninguna í minningu
móður sinnar sem er nýlátin.
Ingunn hefur undanfarin ár
starfað sem leikstjóri, aðallega
með áhugaleikfélögum. Síðast-
liðið ár hefur hún starfað með
Leikfélagi Akureyrar þar sem
hún setti upp barnaleikritið
Ferðin til Panama. Ingunn hef-
ur fengist við vatnslitamálun
undanfarin ár sem áhugamál
og hefur haldið nokkrar sýning-
ar. Sýning hennar í Eden stend-
ur til 26. júní.
Sæbjörn Valdimarsson
Útlagar á útsölu
FJÖLSKYLDUBILL A FINU VERÐI!
Lada Samara hefur notið gífurlegra vinsælda
hériendis. Sífellt fleiri eru komnir á þá
skoðun að það vegi þyngst að aka um á
rúmgóðum, sparneytnum og ódýrum bí! þótt
eitthvað vanti á þann íburð sem einkennir
marga bíla, en kemur akstr'num ekkert við
NY LADA SAMARA
1300 cc, 5 dyra, 5 gíra
ræður
594.000
LITTU A
VERÐIÐ
kr. á götuna
Útvarp, segulband, hátalarar og mottur