Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Ikvöld
Knattspyrna kl. 20
1. deild karla:
Laugardalsvöllur:_ Fram - KR
Bikarkeppni KSÍ -1. umferð:
Sandgerði: Reynir - Ægir
Kópavogsvöllur: HK - Víðir
Ásvellir: Haukar - Hamar
ísafjörður: BÍ - Ármann
Grindavík: G.G. - Leiknir R.
ÍR-völlur: ÍR - Afturelding
Helgafv.: Smástund - Njarðvík
Hofsós: Neisti - Tindastóll
Blönduós: Hvöt - Magni
Siglufjörður: KS - Þrymur
Dalvík: Dalvík - Völsungur
Vopnafjörður: Einhetji - KBS
Seyðisfjörður: Huginn - Höttur
Neskaupstaður: Þróttur - KVA
Djúpivogur: Neisti - Sindri
BÞau sextán lið sem komast
áfram úr fyrstu umferð fara í
32 liða úrslit. Þar dragast þau
heima gegn einhverju þeirra
liða sem sitja hjá. Þau lið sem
sitja hjá eru liðin sem léku í
fyrstu deild á síðasta ári og
sex efstu liðin í 2. deild sl.
sumar. Það eru ÍA, FH, ÍBK,
Fram, KR, Valur, Þór, ÍBV,
Breiðablik, Stjarnan, Fylkir,
Víkingur, Leiftur, KA, Grinda-
vík og Þróttur Reykjavík.
HJOLREIÐAR
BÆKUR
(i \ X 1 I. I N I. K l: II
KNATTSPYRNA
n* -FYRSTU Sl’ORIN'-
Lineker
kennir
byrjendum
knattspyrnu
Mál og menning hefur gefið
út bókin Knattspyrna -
fyrstu sporin, kennslubók í knatt-
spymu fyrir byijendur. Höfundur
er enski knattspyrnumaðurinn Gary
Lineker, en hann hefur tvívegis leik-
ið í úrslitakeppni heimsmeistara-
mótsins. í bókinni nýtir höfundur
reynslu sína til að kenna byijendum
öll helstu tækniatriðin. Hann fræðir
unga knattpspyrnumenn um leik-
reglur, knattmeðferð og nokkrar
leikfléttur. Bókina prýðir ijöldi ljós-
mynda sem skýra málið lið fyrir lið.
- Bókinni fylgir veggspjald um
heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu sem hefst í Bandaríkjunum
þann 17. júní. Einnig fylgja límmið-
ar af búningum þeirra landsliða sem
þar keppa og hægt er að líma þá
á veggspjaldið og fylgjast þannig
grannt með gangi mála í keppninni.
Bókin er 31 blasíða prentuð á
Italíu og kostar 1.190 krónur.
(Úr fréttatilkynningu)
Þríþrautar-
kappinn bestur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Einar Jóhannsson sigraði í bikarmótinu í hjólreiðum í Öskjuhlíð á sunnudag-
inn þar sem þessi mynd var tekin. Hann keppir í þríþrautarmóti i Þýskalandi
í næsta mánuði.
Einar Jóhannsson sigraði í bikar-
móti Hjólreiðafélags Reykja-
víkur sem fram fór í Öskjuhlíðinni
á sunnudag. Einar keppti í meist-
araflokki, en Haraldur Vilhjálms-
son vann í B-flokki og Sigríður
Ólafsdóttir í kvennaflokki.
Leiðin sem hjóluð var lá um
þrönga stíga í Öskjuhlíð og tók um
eina klukkustund hjá keppendum
í meistaraflokki. „Keppni af þessu
tagi reynir bæði á úthald og tækni.
Það þarf kraft til að hjóla upp í
móti og tækni til að klöngrast stíga
í möl, klettum og grjóti. Líkamlega
reyndir þetta svipað á menn og
að hlaupa 15 km á fullri ferð,“
sagði Einar Jóhannsson, en hann
er betur þekktur sem þríþrautar-
kappi.
Einar er að undirbúa sig fyrir
þríþrautarmót í Þýskalandi 10. júlí
og er það mót jafnframt undan-
keppni fyrir HM sem fram fer á
Hawai í ágúst. „Það verða 1800
keppendur á mótinu og 150 þeirra
komast á HM. Fyrst verða syntir
3,8 km í stöðuvatni, síðan hjólaðir
180 km og loks er hlaupið mara-
þon. Þetta reynir mikið á og aðalat-
riðið er að ofgera sér ekki í neinni
grein. Púlsinn er á 140 - 160 slög-
um alla keppnina, sem stendur
yfir í 8 - 10 klukkutíma. Orku-
brennslan er varla minni en 10
þúsund hitaeiningar. Ég hef undir-
búið mig ágætlega, en veit ekki
hvaða möguleika ég á. Þetta verð-
ur í það minnsta góð reynsla,"
sagði Einar.
Uiém
FOLK
■ RAGNAR Guðmundsson, fyrr-
um íslandsmeistari og Ólympíuf-
ari í sundi, hefur verið ráðinn þjálf-
ari hjá danska sundfélaginu S-68
frá Hjörring . Hann byijar hjá fé-
laginu 1. ágúst í sumar og er samn-
ingurinn til tveggja ára. Ragnar,
sem er 26 ára, er að ljúka 5 ára
námi við íþróttaháskólann í Köln í
Þýskalandi þar sem hann tók sund
og badminton sem sérgreinar.
■ GUÐMUNDUR Torfason
knattspyrnumaður hefur æft með
Framað undanfömu, en segist ekki
vera á leiðinni til félagsins.
H JÓHANNES Jensson úr Skot-
félagi Reykjavíkur varð flokka-
meistari í haglabyssuskotmóti sem
fram fór á Akureyri á laugardag.
Hann hlaut 86 stig af 100 möruleg-
um. Hjörleifur Hilmarsson einnig
úr SR, varð meistari í 2. flokki,
fékk 78 stig.
■ ANNAÐ mót var haldið á
sunnudag og hét það Landsmót.
Þar sigraði Páll Guðmundsson úr
Skotfélagi Keflavíkur, hlaut 88
stig. Björn Stefánsson frá Akur-
eyri varð annar, stigi á eftir. Sveit
heimamanna sigraði í sveitakeppn-
inni.
SIGLINGAR / WHITBREAD KEPPNIN
Kvennaskútan kom
síðust til Southampton
Bilað stýri setti allt úr skorðum á síðasta leggnum
WHITBREAD siglingakeppn-
inni lauk á miðnætti sl. mið-
vikudagskvöld, þegar síðasti
báturinn kom til hafnar í Sout-
hampton á Englandi, þar sem
keppnin hófst fyrir átta mánuð-
um síðan.. Síðasta skútan í
mark var Heineken, en áhöfnin
er eingöngu skipuð konum.
Síðust sex dagar keppninnar
voru lengi að líða hjá áhöfn-
inni á Heineken sagði skipstjórinn
Dawn Riley, en skútan kom síðust
í mark á sjötta leggnum af bátunum
íjórtán sem tóku þátt.. Ástæðan var
stýrisbilun, og komust konurnar í
hann krappann eitt sinn á leiðinni
þegar gerði stórsjó og rok. „Ég
hélt að þessu myndi aldrei ljúka,“
sagði Riley. „Það var sérstaklega
erfitt að vita að allir aðrir væru
búnir að ljúka keppni.“
Skútan Tokio kom fyrst í mark
á sjötta og síðasta leggnum í keppn-
inni, en þá var siglt frá Fort Laud-
erdale í Flórída til Southampton.
Gleðin hjá Chris Dickson skipstjóra
var þó ekki mikil, sérstaklega vegna
þess að hann átti ekki möguleika á
því að sigra í sjálfri keppninni.
Ástæðan var sú að mastrið á skút-
unni brotnaði þegar keppni á 5.
legg var nýhafinn, og kom Tokio í
mark viku á eftir sigurvegaranum.
Sigurvegari í 60 feta flokknum varð
skútan Yamaha, þrátt fyrir heldur
slaka byijun í keppninni. Skipstjór-
inn Ross Field, sem tók við stjórn-
inni eftir fyrsta legginn, þurfti ekki
aðeins að glíma við hina bátana
þrettán í keppninni, heldur einnig
skipstjórann sem var látinn-fara
eftir fyrsta legginn, Nance Frank,
sem og ásakanir um svindl í keppn-
inni sem hann hefur nú verið hreins-
aður af. Frank hefur hins vegar
höfðað mál á hendur Field sem er
komið til meðferðar hjá dómstólum.
Endeavour frá Nýja-Sjálandi
sigraði í flokki 80 feta báta og
bætti met skútunnar Steinlager um
átta daga.
FRJALSIÞROTTIR / EM OLDUNGA
Kristján í 4. sæti
Kristján Gissurarson náði best-
um árangri íslendinga á Evr-
ópumeistaramóti öldunga sem fram
fór í Aþenu í Grikklandi um síðustu
helgi. Hann stökk 4,40 metra í
stangarstökki og keppti í flokki
40-45 ára. Alls voru 3.700 keppend-
ur sem tóku þátt í mótinu frá 37
þjóðum.
Árný Heiðarsdóttir varð sjötta í
langstökki í flokki 35-39 ára, stökk
4,96 metra. Hún varð í 5. sæti í
H Aðalfundur
Aöalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar veröur
haldinn í Þróttheimum í kvöld kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmenniö.
Stjórnin.
þrístökki, stökk 10,01 metra, sem
er 16 sm frá meti hennar.
Jón Magnússon hafnaði í 7. sæti
í sleggjukasti í flokki 55-59 ára,
kastaði 45,26 metra. Þá keppti
Þórður B. Sigurðsson í sömu grein
í flokki 60-64 ára og hafnaði í 13.
sæti, kastaði 38,14 metra.
Olafur Unnsteinsson varð ellefti
í kringlukasti í flokki 55-59 ára og
kastaði 35,42 metra.
FELAGSLIF
Aðalfundur FH
Aðalfundur FH verður haldinn í
kvöld, miðvikudaginn 15. júní kl.
20 í Kaplakrika.
Leiðrétting
Eftirnafn Erlu Sigurbjartsdóttur knatt-
spyrnukonu í Val misritaðist í blaðinu í
gær, og leiðréttist það hér með.
Einar Sverrisson kylfingur úr GR, var
sagður Sveinsson í blaðinu i gær. Þetta leið-
réttist hér með.
SUND / OPNA REYKJAVIKURMOTIÐ
Ein besta
sundkona heims
í Laugardalslaug
Tólf erlendir keppendur mæta til leiks
OPNA Reykjavíkurmótið í sundi
fer fram í Laugardalslaug um
helgina. Mótið er haldið af til-
efni lýðveldisafmælisins og 50
ára afmælis íþróttabandalags
Reykjavíkur. 12 erlendir sundu-
menn mæta til leiks ásamt öllu
besta sundfólki landsins, utan
Arnars Freys Ólafssonar, sem
dvelur í Bandaríkjunum við
æfingar.
Ameðal erlendu gestanna er
danska sundkonan Britta
Vestergaard, sem hefur verið í allra
fremstu röð á heimsbikarmótunum
í vetur. Hún er í 5. sæti á heimslist-
anum í 200 og 400 metra ljórsundi
og 6. sæti í 200 m bringusundi.
Hún er aðeins 18 ára og sigraði sex
sinnum á heimsbikarmótum vetrar-
ins; þrisvar í 200 m fjórsundi
(2.11,23) og jafn oft í 400 m fjór-
sundi (4.36,83). Bestu tímar hennar
í þessum greinum eru Norðurlanda-
met. Hún á einnig frábæran tíma
í 200 m bringusundi, 2.25,80 mín.
Til samanburðar er íslandsmet
Ragnheiðar Runólfsdóttur í 200 m
bringusundi, 2.32,35 mín.
Auk Vestergaard kemur Sophia
Skov frá Danmörku. Hún er í 23.
sæti á heimslistanum í 100 m flug-
sundi (1.01,25) og í 22. sæti í 200
m flugsundi (2.12,92). Hún er einn-
ig 18 ára eins og Vestergaard.
Frá Noregi koma tveir norskir
sundmenn, Annette Askaland,
norskur meistari í 50 m skriðsundi
og Kjell Bue, norskur meistari í 400
m fjórsundi. Fimm sundmenn koma
frá Bandaríkjunum eða nánar til-
tekið frá sundfélaginu Jack Nelson
í Fort Lauderdale í Flórída. Besti
sundmaður Eistlendinga, Indrek
Sei, mætir en hann er í 14. sæti á
heimslistanum í 50 m skriðsundi
(22,32 sek.). Loks kemur Janne
Blomquist frá Finnlandi, sem hefur
synt 100 m skriðsund í 25 m laug
á 49,73 sekúndum.
Sundfélagið Ægir sér um fram-
kvæmd mótsins og er það haldið í
nánu samstarfi við Þjóðhátíðar-
nefnd Reykjavíkur, íþróttabanda-
lag Reykjavíkur og í umboði Sundr-
áðs Reykjavíkur. Mótið er jafnframt
meistaramót Reykjavíkur. Mótið
hefst kl. 10 laugardaginn 18. júní
og ferður framhaldið sunnudaginn
19. júní kl. 15.00.