Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 7 ______________FRÉTTIR________________ íslendingur á átakasvæði HJÁLPARSVEITIR frá Rauða krossinum eru víða að störfum og í slíkri sveit í Kabúl, höfuðborg Afghanistans, er meðal annarra Ríkarður Pét- ursson. Þar eiga stjórnarher og uppreisnarhópar í stríði og í bréfi, sem Ríkarður skrifaði til íslands, segir hann að bardagar séu með minna móti. Samt líði ekki sú nótt að hann vakni ekki upp við sprengjuárásir. verið í Kabúl allan þann tíma, sem hefur verið barist og njóti því virðingar Afghana. „Um ein milljón manns býr í Kabúl og allt að helmingur þeirra þarf á hjálp að halda,“ segir Ríkarður. Hann bætir við að stór hluti borgarinnar sé í rúst eftir bardaga undanfarinna ára, ekki ein einasta bygging sé óskemmd. „Mikilvæg- ast er að maður finni að maður geri gagn. Þótt maður sé ekki nein Florence Nig- degi að komast á milli vöruhúsa að htingale mundi maður ekki standa sögn Ríkarðs. Hann segir að ICRC í þessu eingöngu peninganna sé eina hjálparstofnunin, sem hafi vegna,“ segir Ríkarður. Ríkarður er í Kabúl á vegum ICRC, alþjóð- legrar nefndar á veg- um Rauða krossins. Aðalstarf hans hefur verið að dreifa lyfjum til sjúkrahúsa og að- hlynningarstöðva við víglínurnar, því þær eru nokkrar. Hann tek- ur þátt í að sjá um fermingu og afferm- ingu á bílalestunum og rekstur á vöruhúsum í hinum mismunandi bæjarhlutum. Á milli bæjarhluta eru víglínur og varðstöðvar og get- ur tekið allt að einum I h. -lili • ' j * m , 'VV.; m t I, ^ ;hIP| 1 r%' Ríkarður Pétursson Prestastefnu 1994 lokið Sjálfstæði kirkj- unnar verði aukið PRESTASTEFNAN 1994 lýsti yfir stuðningi við það meginmarkmið néfndar, sem vinnur að heildarendurskoðun á skipulagi þjóðkirkjunnar, að sjálfstæði kirkjunnar verði aukið á þann hátt að Alþingi setji aðeins rammalöggjöf um ytri mál hennar og réttarstöðu, en kirkjan skipi mál- um sínum að öðru leyti sjálf og setji sér starfsreglur. Prestastefnan var að þessu sinni haldin í Vestmannaeyjum. Allir prestar á landinu eru boðaðir á prestastefnu, en að þessu sinni sátu 80-90 prestar stefnuna. í ályktun um skipulagsmál kirkjunn- ar segir að prestastefnan vænti þess að valdi og ábyrgð verði dreift á milli stofnana og embætta kirkj- unnar. T.d. verði sögulegrar hefðar gætt og hlutdeild prestastefnunnar tryggð í stjórn og ákvarðanatöku. Prestastefnan taldi nauðsynlegt að lögum verði breytt þannig að öllum þjónandi prestum verði tryggður kosningaréttur í biskups- kjöri. Biskup íslands hefur lýst fylgi við að svo verði. Jafnframt taldi prestastefnan nauðsynlegt að skilgreina embætti allra þjónandi presta þjóðkirkjunnar og kveða skýrt á um réttindi þeirra og skyld- ur. Prestastefnan beindi því til bisk- ups og kirkjuráðs að kirkjur lands- ins, helgihald og menningarstarf þeirra verði kynnt með markviss- um hætti t.d. með sérstöku kynn- ingarriti. Þá tók prestastefnan undir ályktanir kirkjuþings og héraðs- funda þar sem lögð er áhersla á skyldu þjóðkirkjunnar til að taka á með þeim aðilum sem vinna að lausnum á atvinnumálum og vilja styðja atvinnulausa og fólk í at- vinnuleit. Prestastefnan beindi því til kirkjulegra aðila að við ákvarða- töku um starfslok starfsmanna kirkjunnar verði tekið tillit til ríkj- andi atvinnuástands í landinu. Vilja flylja Biskups- stofu frá Suðurgötu SAMNINGAUMLEITANIR standa nú yfir milli embættis Biskups ís- lands og íslandsbanka vegna fyrirhugaðra kaupa embættisins á hús- næði bankans við Laugaveg 31. Segir séra Ólafur Skúlason biskup að húsnæðið við Suðurgötu 22, sem nú hýsir starfsemi embættisins, sé of lítið og sennilega komi í ljós hvort af kaupunum verði í dag, miðvikudag. Að sögn biskups verða allar stofnanir kirkjunnár í Reykjavík undir einu þaki ef af kaupunum verður. „Af því ætti að hljótast töluverður sparnaður og samræm- ing á starfsemi," segir hann. Um er að ræða Hjálparstofnun kirkj- unnar, Fjolskylduþjónustu kirkj- unnar, Kirkjuhúsið, Skálholtsút- gáfuna og stöðu fangaprests. Einnig kæmi til greina, að hans sögn, að hýsa hluta starfsemi Reykjavíkurprófastdæma, til dæmis æskulýðsstarfið og öldrun- arþjónustuna. Séra Ólafur segir ennfremur að tekið hafi verið við ákveðnum verkefnum af ríkinu um áramótin, þar á meðal öllum prest- setrunum, þannig að starfsemin hafi margsprengt húsnæðið utan af sér. Mótmæli í síðasta mánuði sendu Lauga- vegssamtökin frá sér mótmæli vegna fyrirhugaðra kaupa emb- ættisins. „Það kom bréf þar sem því var mótmælt að þetta stóra hús yrði lagt undir skrifstofuhús- næði. Síðan hefur ekkert heyrst frá þeim enda eru mótmælin á misskilningi byggð. Til stendur að vera með verslunaraðstöðu á jarð- hæðinni og flytja Kirkjuhúsið sem nú er á móti Dómkirkjunni þang- að,“ segir biskup. Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar veislumatinn - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn BÓNDABRIE Með kexinu, brauðinu ' og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! INNBAKAÐUR DALA BRIE Sem forréttur, smáréttur eða eftirréttur. GRÁÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti, Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LUXUSYRJÁ Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti, Bragðast mjög vel djúpsteikt. J mcö kuik yk ’v ..Ki.ÁiliuVim knvWliigtV'" DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RIÓMAOSTUR 5-SgÉP Á kexið, brauðið, í si 'Æjj& og ídýfur. BPdalayria P^Ein og sér eða sem fylling í kjöt- og fiskrétti. Góð djúpsteikt. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. HVÍTUR KASTALI Með ferskum ávöxtum eða einn og sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.