Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Fallegt og varan- legt á leiði Smíðum krossa og ramma úr ryðfríu stáli, hvíthúðaða. Einnig blómakrossa á leiði. Sendum um land allt. Ryð- fritt stál endist um ókomna tíð. Sendum myndalista. Blikkverk sf., sími 93-11075. Vegna hagstæðra amninga bjóðast SCHOLTES heimilistæki nú á frábæru verði. Scholtes ofn, FC 104 Undir- og yfirhiti, blástur, grill og blástursgrill. Tilboðsverð kr. 52.270,- Staðgreitt kr. 49.655,- Scholtes helluborð, T4993EX 4 hellur, 2x18 cm, 2x14,5 cm. 2 hraðsuðuhellur með hitaöryggi. Tilboðsverð kr. 23.850,- fstnrSarpitt \cr 99 f\6C) - Scholtes ofn, FC 115X Undir- og yfirhiti, blástur, grill, blástursgrill, tölvuklukka, catalytic hreinsun. Tilboðsverð kr. 62.070,- Staðgreitt kr. 58.970,- Scholtes helluborð TV 483 Keramik helluborð með rofum. 4 hellur, 2x14,5 cm, 1x16 cm, 1x19,5 cm. Hitaljós. Tilboðsverð kr. 44.100,- Staðgreitt kr. 41.895,- Scholtes vifta H 9360 60 cm þunn, útdregin vifta 400 m3, með lýsingu í. Tilboðsverð kr. 16.330,- Staðgreitt kr. 15.500,- Scholtes vifta H 4260 60 cm vifta, 350 m3, 3 hraðastillingar, ljós. Tilboðsverð kr. 14.700,- Staðgreitt kr. 13.960,- Scholtes helluborð TH 483 Scholtes uppþvottavél Keramik helluborð með rofum. LV 12343. 4 kerfi, hljóðlát. 2 halogen hellur 21 og 14,5 cm. Spamaðarkerfi: 22 mínútur. 2 radiant hellur 16 og 14,5 cm. Tij innbyggingar. Tilboðsverð kr. 60.440,- Tilboðsverð kr. 64.180,- Staðgreht kr. 57.420,- Staðgreitt ^ 6Q 970>_ Nýtið þetta einstaka tækifæri og eignist einhver fullkomnustu eldhústæki á markaðnum á hreint ótrúlegu verði. SCHOLTES ÞEGAR ÁRANGURINN SKIPTIR MÁLI * ## • # * OLOFS. BJORNSDOTTIR + Ólöf S. Björns- 1 dóttir var fædd í Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum 31. desember 1910. Hún lést á Land- spítalanum 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn Guðjónsson og Sigríður Jónas- dóttir. Þau eignuð- ust tvær dætur, auk Ólafar, Guð- finnu og Þyri sem lést ung. Hálf- systkini Ólafar í gegnum móður voru Logi El- don Sveinsson og Lóvísa Sveinsdóttir Merlung, sem bjó I Danmörku lengst af, og eru þau bæði látin. Fyrri maki Ólafar var Óskar Sólberg. Þau eignuðust eina dóttur, Birnu, sem er húsmóðir, gift Alfred E. Boudreau, fyrrv. hermanni, og eiga þau tvö börn. Ólöf og Óskar skildu. Seinni maður Ólafar er Hjálmar Hafliðason og lifir hann konu sína. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði, kennara, sem gift er Friðriki Stefánssyni viðskiptafræðingi. Útför Ólafar S. Björnsdóttur fór fram í kyrrþey. FYRIR litla sál er mikils um vert að eiga góða að. Það fékk ég fljótt að finna í samskiptum við þig, elsku Lóa mín. Mér eru mjög hug- leiknar einar mínar fyrstu minn- ingar, sem tengjast þér. Ætli ég hafi ekki verið á fjórða árinu, er ég var í þinni vist meðan foreldrar mínir dvöldu í orlofi erlendis. Grát- þrútinn af söknuði hughreystir þú mig með þeim orðum, að þú tækir mig að þér sem þinn eigin ef með þyrfti. Eg vissi það ekki fyrr en fullveðja, að það hefðu verið skipti á Birni fyrir Bimu. En eldri dóttur þína áleit ég mína systur og viður- kenndi ekkert annað, fyrr en ég gat í metingi við Siggu Lill þína staðhæft, að þær væru aðeins hálf- systur en við alsystkinabörn! Ég þurfti aldrei að efast um að þér væri alvara og ekkert væri auð- veldara. Hagir þínir höfðu vænkast vel frá því að þú þurftir fráskilin að láta elskulega litlu einkadóttur- ina frá þér til barnlausra foreldra minna. Hvílík hamingja var það, að Hjálmar, sá öðlingur, skyldi verða á vegi þínum og þið fenguð að eigast svo lengi. Fyrir það eitt aétla ég að þú hafir kvatt þennan heim í fullri sátt. Með honum hafðir þú þá þegar skapað það indæla heimili, sem lít- ið breyttist að ytra og innra byrði frá því ég man það fyrst. Ég þakka þér fyrir þær fjölmörgu stundir sem ég fékk að njóta þar. Að heiman vildi ég hvergi annars stað- ar vera. Þar voru alltaf opnar dyr og gott að koma, hvort sem það var í Stigahlíðinni, í sumarbústaðnum í Fossvogi og síðar að Elliðavatni, eða síð- ustu árin j Bólstaðar- hlíðinni. Ég veit að aðrir fundu strax þann sama einfalda hjartan- leika sem þar ríkti. A því höfðu bæði konan min og síðar dóttir mín orð hvor eftir sína fyrstu heim- sókn, enda þótt þær skildu lítið af því sem þar var talað. Samskipti fjölskyldna okkar voru afar náin. Þið systur voruð sérlega samrýndar og höfðuð hvor annarri mikið að segja. Þar var alla tið daglegur samgangur. Minnisstæðust eru mér þó ótal sameiginleg sumarfri íjökiskyidn- anna, til að mynda að Múlakoti í Fljótshlíð, Laugarvatni, Bifröst í Borgarfirði, Akureyri. Fljótlega eftir að ég náði aldri til að fara með utan höfðum við samflot. Ég ætla að foreldrar mínir hafi talið sig hafa þegar séð allt mikilsvert í fyrri ferðum. Alla vega var ég meir í slagtogi með ykkur leiddur af þeirri óstöðvandi fróðleiksfíkn sem þér og Hjálmari fylgdi. Þann- ig fékk ég að sjá hallir og hreysi, kynnast söfnum, snæða í jarðar- berjakjallara, fara í spíralgöngu upp Sívalaturn og reika um aðrar fornar íslendingaslóðir. Það var orðið afar átakanlegt að sjá hve mikið þurfti á hana Lóu frænku mína að reyna í langvar- andi kvalafullum veikindum. Undr- unarverð var sú reisn sem hún þó bar sitt erfiða hlutskipti með alveg til hins seinasta. Þegar við kvödd- umst um liðin áramót var augljóst að hveiju dró. Hún harkaði af sér og hafði búið sig upp eins og henn- ar var vani er eitthvað stóð til. Þrátt fyrir að hún væri alveg að hverfa, var eins og fegurðin og gæðin kæmu enn skýrar en áður í_ ljós gegnum gamalt hörundið. Ég er þakídátur fyrir að hafa feng- ið að eiga þessa góðu og nægju- sömu konu að. Lóu get ég geymt í minningunum frá fyrstu til hinstu stundar. Elsku Hjálmar, Sigga Lill, Bima og allt ykkar fólk, ég samhryggist ykkur innilega í þeirri þungu sorg sem þið eruð slegin. Gagnvart dauðanum duga huggunarorð mín skammt. En aðdragandinn var langur og ef það hafði tilgang, þá til þess að geta á þessari stundu sameinast í þeim skilningi, að nú var dauðinn orðinn eina lausnin. Ég óska ykkur ásamt öllum öðrum sem syrgja nú, að þið fáið séð. Dr. Björn Oddsson. Lóa frænka dáin. Ég ætlaði varla að trúa því þegar Sigga dótt- ir hennar hringdi og sagði mér það. Ég hafði verið hjá henni uppi á spítala fyrir rúmri viku. Ég vissi að hún var mikið veik, en þarna gat hún brosað og spaugað, vissi allt sem spurt var um og fylgdist með öllu. Én þegar ég fer að hugsa um hlutina, þá man ég að ef ég spurði um hennar veikindi þá sagði hún alltaf: Ekki tala um þau, tölum um eitthvað skemmtilegt. Nú reikar hugurinn aftur í tím- ann er hún gaf mér dúkku sem ég skírði Lóu. Þetta var ekki dúkka sem sett var upp í skáp og horft á, heldur til að njóta þegar farið var í rúmið og leikið sér með. Að lokum var andlitið farið að dofna, þá voru teknir fram litir og reynt að hressa upp á ásjónuna. Ég man líka eftir þegar foreldr- ar hennar komu í heimsókn. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Björn var mikið prúðmenni og var sagt að ég hafi hænst mjög að honum og sagt mömmu og pabba að fara í heimsókn því hann Bödn minn verður hjá mér. Sigríður var systir pabba. Hún var kát og skemmti- leg. Þegar hún og pabbi voru að spjalla saman þá var heilmikið fjör. Þetta voru glæsileg hjón. Þegar Logi bróðir Lóu kom i bæinn til að læra sína iðn, þá bjó hann fyrst hjá okkur meðan pabbi útvegaði honum samastað. Logi var skemmtilegui' maður og mjög list- fengur. Systkinin voru fimm, einn bróðir og fjórar systur. Elsta syst- irin giftist dönskum manni og bjó í Danmörku og er jarðsett þar. Ég minnist atviks er við vorum boðin til Dúu og Odds með fjöl- skyldunni, því Lúlla systir þeirra var að koma frá Danmörku með mann og tvo syni. Þá stóð svo á að það var knattspyrnuleikur milli Danmerkur og íslands og ísland vann. Strákarnir komust þarna í slæma aðstöðu þegar átti að hvetja liðin. Nú líða árin, yngsta systir Lóu, Þyrí, ætlar að fara að gifta sig en vantar húsnæði. Við Villa systir erum svo heppnar að hafa lausa íbúð á hæðinni hjá okkur. Nú fór skemmtilegur tími í hönd. Þyrí og Jón, maður hennar, bjuggu sín fyrstu hjúskaparár hjá okkur. Lóa, Dúa, Logi og Ijölskyldur þeirra komu því mikið á Hverfisgötuna til systur sinnar og þá efldust vin- áttuböndin enn meir. En við Lóa vissum báðar að það er ekki nóg að fólk sé skylt, tengt eða vinir, það þarf alltaf að rækta garðinn Garöúöarar Slöngutengi Garðslöngur Slöngustatív Áburöardreifarar Greinaklippur Limgerðisklippur Klórur - Sköfur Skóflur - Gaflar § í ÞÓR f ÁRMÚLA 11 - SfMI 681500 Tilkynning f rá Osta- og smjörsölunni Vegna Lreytinga í sxmaskrá er faxnxxmer okkar í söludeild nú 87 69 06 í stað 68 69 06.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.